Alþýðublaðið - 12.11.1996, Side 4
4
ALÞÝÐUBLAÐiÐ
ÞRIÐJUDAGUR 12. NÓVEMBER 1996
ó r n m á I
Spenna í formannskjöri
Sighvatur 177—
Guðmundur
Ámi158
Sighvatur Björgvinsson var kjör-
inn ellefti formaður Alþýðuflokks-
ins á 48. þingi flokksins um helg-
ina, þegar hann bar sigurorð af
Guðmundi Árna Stefánssyni.
Á kjörskrá voru 357 og alls kusu
340, eða 95,2 prósent. Sighvatur
hlaut 177 atkvæði, 52,1 prósent,
en GuðmundurÁrni 158, eða 46,5
prósent.
Einn seðill var auður en fjögur
atkvæði voru greidd öðrum.
Ámundi Ámundason, Jón Baldvin
Hannibalsson, Mörður Árnason
og Rannveig Guðmundsdóttir
fengu eitt atkvæði hvert.
Nýr varaformaður
Alþýduflokksins
Ásta sigraði
örugglega
Ásta B. Þorsteinsdóttir varaþing-
maður var kjörin varaformaður
Alþýðuflokksins í stað Guðmund-
ar Árna Stefánssonar. Ásta og
Gunnar Ingi Gunnarsson formað-
ur Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur
höfðu formlega gefið kost á sér.
Á kjörskrá voru 357 og alls kusu
322. Ásta fékk 186 atkvæði (57,8
prósent), Guðmundur Árni Stef-
ánsson 89 atkvæði (27,6), Gunnar
Ingi Gunnarsson 27 atkvæði (8,4),
Össur Skarphéðinsson 5, og þau
Ásta Sigurðardóttir, Guðjón Þór-
hallsson, Guðmundur Finnsson,
Kristín Jóhanna Björnsdóttir, Sig-
urður Tómas Björgvinsson og
Valgerður Bjarnadóttir eitt at-
kvæði hvert.
Auðirseðlarvoru 9.
Nýr formadur
framkvæmdastjórnar
Magnús M.
Norðdahl kjörinn
með yfirburðum
Magnús M. Norðdahl var kjör-
inn formaður framkvæmdastjórn-
ar Alþýðuflokksins í stað Guð-
mundar Oddssonar, sem ekki gaf
kost á sér til endurkjörs.
Á kjörskrá voru 357 og ails kusu
292. Magnús hlaut 226 atkvæði,
Kristinn T. Haraldsson 34, Gestur
G. Gestsson 12, Rafn Haraldsson
2, Össur Skarphéðinsson 2, Petr-
(na Baldursdóttir 2, Birgir Dýrfjörð
1 og Þorvaldur Finnsson 1. Auðir
seðlar voru 11 og einn var ógild-
ur.
Tvísýn barátta um
embætti ritara
Valgerður
Guðmundsdóttir
endurkjörin
Valgerður Guðmundsdóttir var
endurkjörin ritari Alþýðuflokksins
í tvísýnni baráttu við Vilhjálm Þor-
steinsson.
Á kjörskrá voru 357 og alls kusu
313. Valgerður hlaut 161 atkvæði,
Vilhjálmur 141, Sigrún Benedikts-
dóttir 3, Guðmundur Árni Stef-
ánsson 2 og þeir Reynir Ólafsson,
Ólafur Thordersen, Jóhanna Þór-
dórsdóttir og Valgerður Bjarna-
dóttir eitt atkvæði hvert. Auðir
seðlar voru tveir.
■ Jón Baldvin Hannibalsson
að afloknu flokksþingi
Sérstök ánægja
með góðan hlut
kvenna og ungs
fólks
„Málefnaleg eindrægni á
þessu flokksþingi var meiri en
nokkru sinni á mínum ferli í Al-
þýðuflokknum."
„Ég tók þá ákvörðun sem fráfarandi
formaður að mæla með eftirmanni
mínum. Það var gagnrýnt af ýmsum
og þótti að minnsta kosti óvenjulegt.
Ég gerði reyndar meira. Ég lýsti per-
sónulegum skoðunum mínum á því
hvemig ég vildi sjá samhenta forystu-
sveit, og rökstuddi það fyrst og fremst
með því að Alþýðuflokkurinn þyrfti
að sýna gott fordæmi, nú þegar sam-
einingarferli á vinstri væng er hafið.
Auðvitað var ég líka að vara við því
ástandi sem myndaðist í flokknum á
síðustu ámm. Það leiddi til óeiningar
innan forystunnar og varð okkur að
falli í síðustu kosningum. Niðurstaða
flokksþingsins sýnir að alþýðuflokks-
menn tóku skilaboðum mínum nokk-
uð mismunandi. Eftir stendur að Sig-
hvatur Björgvinsson hefur verið kjör-
inn formaður. Munur á milli fram-
bjóðendanna var hinsvegar minni en
flestir gerðu ráð fyrir, og hlutur Guð-
mundar Árna Stefánssonar á þessu
flokksþingi var góður,“ sagði Jón
Baldvin Hannibalsson í viðtali við Al-
þýðublaðið á síðasta degi 48. þings
Álþýðuflokksins.
Formaðurinn fyrrverandi sagði mik-
ið ánægjuefni að konur og ungt fólk
hefði til muna styrkt stöðu sína í for-
ystusveit og stofnunum flokksins:
„Hið ánægjulega gerðist, sem ekki
var fyrirséð, að fulltrúar kvenna og
unga fólksins styrktu mjög stöðu sína í
forystusveit flokksins. Þegar ég segi
að það hafi ekki verið fyrirséð, þá er
það bara vegna þess að svona kapall
ræðst á flokksþinginu. Eftir stendur að
kona er tekin við varaformennsku,
kona er tekin við gjaldkerastarfinu,
kona var endurkjörin ritari, konur eru í
meirihluta í framkvæmdastjórn og
tvær konur leiða þingflokk jafnaðar-
manna. Þetta eru auðvitað tíðindi, og
sérstaklega ástæða til að nefna vegna
gagnrýni, sem stundum hefur heyrst
ffá Kvennalistanum, um að konur ættu
erfitt uppdráttar í Alþýðuflokknum.
Það hefur nú heldur behir afsannast."
Málefnaleg eindrægni meiri
en nokkru sinni
Hvað með málatilbúnað á flokks-
þinginu? Ymsum finnst að á mœli-
kvarða Alþýðuflokksins hafi hann ver-
iðfurðu daufur?
,JÉg get tekið undir það, en á því eru
ýmsar skýringar. Á undanförnum
flokksþingum hefur verið lögð gnðar-
leg vinna í málefnaundirbúning, einna
mest fýrir flokksþingið 1994 og fyrir
aukaflokksþingið um Evrópumál í árs-
byijun 1995. Við áttum því að baki
flokksþing, þar sem málefnaleg undir-
búningsvinna var mjög rækileg.
Flokksþingið nú byggir að verulegu
leyti á þessari vinnu, og því eru álykt-
anir styttri og einatt byggðar á for-
sendum eða með tilvísun til þess sem
áður lá fyrir sem samþykkt steína. Það
má orða það svo, að stefna Alþýðu-
flokksins hafi legið fyrir í öllum
veigamestu málum. Málefnaleg ein-
drægni á þessu flokksþingi var meiri
en nokkru sinni á mínum ferli í Al-
þýðuflokknum. Það var satt að segja
ekki ágreiningur um eitt eða neitt.
Umræðan endurspeglaði að menn
voru ekki að takast á um stefnu
flokksins.“
Fyrirlestraferð um Kína
Hvað tekur nú við hjá þér?
„Ég byija á því næstu daga og vikur
að minna mig á það kvölds og
morgna, að ég er ekki lengur formaður
Alþýðuflokksins. Sjálfsagt tekur ein-
hvem tíma að venjast því. Á næstunni
mun ég taka boði um að fara í þriggja
„Ég byrja á því næstu daga og vik-
ur að minna mig á það kvölds og
morgna, að ég er ekki lengur for-
maður Alþýðuflokksins," segir Jón
Baldvin.
vikna fyrirlestraferð til Kína í boði
utanríkismálastofnunar Kína, ýmissa
samtaka og nokkurra háskóla, þar sem
ég mun fjalla um alþjóðamál og EVr-
ópumál. Að svo stöddu hef ég ekki
gert frekari áætlanir, en þau orð standa
að ég mun ekki sækjast eftir endur-
kjöri til Alþingis í næstu kosningum.
Hversu lengi ég sit á þingi veit ég ekki
á þessari stundu.“ ■
Valgerður Guðmundsdóttir
ritari Alþýðuflokksins
Samstilltur hópurí
framkvæmdastjórn
Valgerður Guðmundsdóttir var end-
urkjörin ritari Alþýðuflokksins. Hún
segir þingið gott, og þó á tímabili hafi
ríkt mikil spenna hafi það farið vel
fram. „Úrslitin í formannskjörinu
komu mér ekki á óvart en munurinn
var kannski minni en ég átti von á.
Sjálf bjóst ég allt eins við því að fá
mótframboð í embætti ritara enda hef
ég sagt áður að ég tel eðlilegt að kosið
sé á milli manna á þingi jafnaðar-
manna og að niðurstöðunum sé tekið.
Ég er sátt við úrslitin almennt og nú er
mikið verk fyrir höndum. Það þarf að
skipuleggja það sem betur má fara og
ég tel að í framkvæmdastjóm sé sam-
stilltur hópur sem er samstiga um að
taka á því.“
Sigrún Benediktsdóttir
gjaldkeri Alþýðuflokksins
Ögrandi og
skemmtilegt
verkefni
Sigrún Benediktsdóttir var kjörin
gjaldkeri Alþýðuflokksins með lófa-
taki á nýafstöðnu flokksþingi. Hún
tekur við af Sigurði Amórssyni sem
gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Sig-
rún kvaðst hlakka til að takast á við
„Eðlilegt að kosið sé á milli
manna," segir Valgerður Guð-
mundsdóttir.
starfið: „Ég er búin að kynna mér
starfið og það er ögrandi og skemmti-
legt. Það em litlir peningar til en þetta
er síður en svo óframkvæmanlegt. Það
þarf að endurskipuleggja fjármálin en
ég hef reynslu af því í gegnum starf
mitt að takast á við slík verkefhi og
kvíði engu. Það er gott fólk í kringum
mig og ég mun taka upp önnur vinnu-
brögð en hafa tíðkast, án þess að ég sé
með því að kasta nokkurri rýrð á störf
Sigurðar Amórssonar. En ég tel til
dæmis að það fari betur á því að gjald-
keri einbeiti sér að fjármálalegri yfir-
stjóm en sé ekki sjálfur í því að borga
reikninga. Það er betur komið í hönd-
um ffamkvæmdastjóra flokksins.
Einnig stefni ég að því að fá einhvem
til að annast bókhaldið en ég tel ekki
rétt að gjaldkeri færi jafnframt bók-
hald. Ég tek við þessu starfi full af
„Tek ekki við slæmu búi, síður en
svo," segir Sigrún Benediktsdóttir.
áhuga. Það er ofsögum sagt að flokk-
urinn sé á hausnum þó staðan sé
knöpp. En ég tel ekki tímabært að tjá
mig nánar um það. Ég tek ekki við
slæmu búi af Sigurði Amórssyni, síð-
ur en svo.“
Magnús Norðdahl formaður
framkvæmdastjórnar
Efling innra starfs
Magnús Norðdahl hlaut yfirgnæf-
andi meirihluta atkvæða sem formað-
ur framkvæmdastjómar Alþýðu-
flokksins eða 226 atkvæði. Kristinn T.
Haraldsson kom næstur með 34 at-
kvæði. „Ég íhugaði fyrir þingið að
gefa kost á mér sem formaður fram-
kvæmdastjómar en endanleg ákvörri
un var ekki tekin fyrr en á þinginu. Ég
„Ymsar hugmyndir um endure'isn
og endurskipulagningU," se'gi'r
Magnús Norðdahl.
hafði engar fyrirframgefnar hugmynd-
ir um hvemig kosningin færi,“ segir
Magnús. ,Ég ætla að leggja áherslu á
að efla innra starf og tengsl við flokks-
menn og flokksfélög. Þá hluti þyrfti
að byggja upp frá gmnni. Við emm að
tala okkur saman og ég þarf að ráða
ráðum með þeirri ffamkvæmdastjóm
sem kjörin var. Starfið verður unnið í
samráði við hana. Ég vil hafa stærri
hóp til þess að fara í ýmis verkefhi,
svo sem endurskipulagningu flokks-
skrifstofu. Það em fleiri sem koma að
því verkefni en formaður ffam-
kvæmdastjómar en ég hef að sjálf-
sögðu ýmsar hugmyndir þar að lút-
andi. Næsm vikumar verður unnið að
því að koma frekari mynd á þær. Mér
fannst flokksþingið gott og hef tilfinn-
ingu fyrir því að flokkurinn sé ekki
veikari eftir en áður.“
■ Þrjátíu fulltrúar kosnir í flokksstjórn
Jón Baldvin efstur
Jón Baldvin Hannibalsson fyrrverandi formaður Al-
þýöuflokksins hlaut flest atkvæði ( kjöri til flokksstjórnar.
Þrjátíu fulltrúar voru kjörnir beinni kosningu, en þrír karl-
ar urðu að láta konum eftir sæti sín, ( samræmi við lög
flokksins um kynjakvóta.
Á kjörskrá voru 357 og atkvæði greiddu 196. Ógild at-
kvæði voru fimm.
Eftirtaldir hlutu kosningu í flokkstjórn: Jón Baldvin
Hannibalsson (179 atkvæði), Árni Gunnarsson (175),
Bryndís Schram (158), Gylfi Þ. Gíslason fyrrverandi for-
maður Alþýðuflokksins (146), Sigbjörn Gunnarsson (143),
Magnús Jónsson (138), Þóra Arnórsdóttir (138), Ragna
Bergmann (130), Jóna Ósk Guðjónsdóttir (129), Stefán
Friðfinnsson (122), Anna Karólína Vilhjálmsdóttir (120),
Guðfinna Vigfúsdóttir (120), Tryggvi Skjaldarson (120),
Haukur Helgason (115), Cecil Haraldsson (114), Hlín Daní-
elsdóttir (114), Hreinn Hreinsson (114), Ragnhildur Björk
Guðmundsdóttir (114), Steindór Karvelsson (108), Þröst-
ur Ólafsson (108), Þórunn Sveinbjörnsdóttir (106), Björn
Hafberg (100), Tryggvi Gunnarsson (97), Helgi Danfels-
son (96), Gestur P. Reynisson (95), Gísli Hjartarson (95),
Stefán Gunnarsson (95), Hrönn Hrafnsdóttir (87), Guðríð-
ur Þorsteinsdóttir (84) og Helga E. Jónsdóttir (80).
Hrönn, Guðríður og Helga koma í flokksstjórn vegna
ákvæða í flokkslögum um hlutföll kynjanna. Pétur Bjarna-
son, Sigfús Magnússon'og Steindór Ög'mundsson fengu
allirfleiri atkvæði, en urðu að víkja.
Röð annarra frambjóðenda var sem hér segir: Rúnar
Geirmundsson, Bergvin Oddsson, Kristín J. Björnsdóttir,
Rósa Guörún Jónsdóttir, Ingvar Sverrisson, Gunnar Alex-
ander Ólafsson, Sjöfn Sigurbjörnsdóttir, Jóhanna Þór-
dórsdóttir, Jónas Þór Jónasson, Jón Guðmundsson, Bolli
Valgarðsson, Margrét Ingþórsdóttir, Sigurður E. Guð-
mundsson, Björn Gíslason, Gunnar Pétursson, Oktavía
Jóhannesdóttir, Erlingur Kristenson, Kristmundur Ás-
mundsson, Guðríður Einarsdóttir, Kolbrún Bergþórsdótt-
ir, Guðlaugur Tryggvi Karlsson, Elías Kristjánsson, Magri-
ús Hafsteinsson, Sæmundur Pétursson, Steindór Har-
aldsson, Kristinn T. Haraldsson, Ægir Hafberg, Þorlákur
Oddsson, Sverrir Ólafsson, Brynjólfur Þór Guðmunds-
son, Tómas Waage, Hrefna Haraldsdóttir, Jón Sigurðs-
son, Kristján Sigurmundsson, Sveinn Hannesson, Hall-
dór V. Kristjánsson, Sólveig Adolfsdóttir, Auðunn R.
Guðmundssón, Helgi Gunnláug'sson, Böðvar Gíslason.