Alþýðublaðið - 12.11.1996, Síða 6

Alþýðublaðið - 12.11.1996, Síða 6
6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. NÓVEMBER 1996 s k i I a b o ð Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir Við stefnum í stórsamtök „Þetta lítur vel út og útkoman er já- kvæð og skemmtileg. Ekki síst með tilliti til þess að við stefnum í stórsam- tök jafnaðarmanna þar sem Alþýðu- flokkurinn er burðarásinn og forysta flokksins er vænleg til að sameina jafnaðarmenn í stóran flokk,“ sagði Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir al- þingismaður. „Ég er mjög ánægð með hvað kon- ur komu sterkar út úr þinginu og tel það mikilvægt fyrir Alþýðuflokkinn. Ég sat ekki þingið nema í upphafi en ég hlustaði á pallborðsumræðumar og mér fannst ánægjulegt að upplifa hvað þingfulltrúar eru hlynntir sameiningar- áformum og hvað hinn almenni flokksmaður í salnum var jákvæður og áhugasamur.“ Halldór Blöndal samgönguráðherra Sighvatur ervaskur stjórnmálamaður „Sighvatur er gamalreyndur stjóm- málamaður og það hefur lengi legið í loftinu að hann yrði arftaki Jóns Bald- vins Hannibalssonar ef hann drægi sig í hlé frá pólitíkinni," segir Halldór Blöndal samgöngumálaráðherra. „Ég hef unnið með Sighvati í ríkisstjóm og hann er vaskur stjómmálamaður og ég óska honum til hamingju með kjörið. Ég hafði ekki áttað mig á styrk Guð- mundar Áma og ég óska honum til hamingju með það sem ég tel vera persónulegan sigur fyrir hann. Aðspurður um ummæli Jóns Bald- vins Hannibalssonar um Sjálfstæðis- flokkinn sagði Halldór: „Það má líkja stöðu Alþýðuflokksins í íslenskum stjómmálum við dingulhreyfingar BORGARSKIPULAG REYKJAVÍKUR BORGARTÚNI 3 - 105 REYKJAVÍK SlMI 563 2340 - MYNDSENDIR 562 3219 Dalbraut 16 Kynning á tillögu að breyttu skipulagi lóðarinnar Dalbraut 16. Tillagan verður til sýnis í kynningarsal Borgarskipu- lags og Byggingafulltrúa að Borgartúni 3, 1. hæð, kl. 9.00 -16.00 virka daga. Kynningin stendurtil 6. desember 1996. Ábendingum eða athugasemdum skal skila skriflega til Borgarskipulags, Borgartúni 3, 105 Reykjavík, eigi síðar en föstudaginn 6. desember 1996. 1ÚTB0Ð F.h. Byggingadeildar borgarverkfræðings, er óskað eftir tilboðum í lokafrágang viðbyggingar við Grandaskóla. Um er að ræða frágang innanhúss á 2.000 m2 viðbyggingu sem er frágengin að utan. Helstu verkþættir: Tréverk, málun, raflagnir, múrverk, pípulagnir og dúkalagnir. Verkinu á að vera lokið 20. júlí 1997. Útboðsgögn fást á skrifstofu vorri gegn kr. 15.000,- skilatr. Opnun tilboða: fimmtud. 28. nóvember 1996, kl. 14:00 á sama stað. bgd 148/6 F.h. Húsnæðisnefndar Reykjavíkur er óskað eftir tilboðum í: 1. Útihurðir 2. Handrið úr galv. stáli 3. Steyptar svalaeiningar í 102 íbúðir í Álfaborgum/Dísaborgum í Reykjavík. Útboðsgögn fást á skrifstofu vorri frá miðvikud. 13. nóv. n.k. gegn kr. 10.000 skilatr. pr. verkþátt. Opnun tilboða: miðvikud. 27. nóvember 1996, kl. 11:00 á sama stað. hnr 149/6 F.h. Húsnæðisnefndar Reykjavíkur er óskað eftir tilboðum í: 1. Múrverk 2. Flísalögn 3. Málningur og sandspartl í 102 íbúðir í Alfaborgum/Dísaborgum í Reykjavík. Útboðsgögn fást á skrifstofu vorri frá miðvikud. 13. nóv. n.k. gegn kr. 10.000 skilatr. pr. verkþátt. Opnun tilboða: þriðjud. 3. desember 1996 kl. 11:00 á sama stað. hnr 150/6 Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar f.h. sjálfseignar- stofnunar Skógarbæjar, óskar eftir tilboðum í upp- setningu á brunaviðvörunarkerfi fyrir hjúkrunarheimil- ið Skógarbæ að Árskógum 2, Reykjavík. Útboðsgögn fást á skrifstofu vorri frá og með þriðjud. 12. nóv. nk. gegn kr 10.000, - skilatryggingu. Opnun tilboða: fimmtud. 28. nóvember 1996 kl. 11.00 á sama stað. bgd 151/6 INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3-101 Reykjavík Sími 552 5800 Bréfsími 562 2616 klukkunnar. Hann slæst til hægri og vinstri með taktföstu millibili. Það kemur mér ekki á óvart að Jón Bald- vin skuli hneigjast til vinstri. Hann er róttækur og kemur úr Alþýðubanda- laginu. Alþýðuflokkurinn sat í vinstri stjóm árið 1978 og réði miklu um í hvaða farvegi landbúnaðarmálin lentu. Meðan ég var landbúnaðarráðherra reyndi ég að losa um höftin en komst ekkert áleiðis vegna þess að það var ekki trúnaður um þau mál milli mín og ráðherra Alþýðuflokksins. Alþýðu- flokkurinn var einnig í ríkisstjóm með Sjálfstæðisflokknum á árunum 1987 til 1995 og vann vel að því ásamt okk- ur að setja löggjöf sem festi núverandi kvótakerfi í sessi. Ég varð ekki var við annað en við stæðum að þessu heils- hugar þegar við vomm saman í ríkis- stjóm og það sama má segja um þau ákvæði sem snerta Gatt og einstaka þætti EES samninga. Mér hefur aldrei fundist það trúverðugt þegar flokkar fara að beijast gegn því í stjómarand- stöðu sem þeir áttu þátt í að koma á í stjómarsamstarfi. Þannig málflutning- ur er broslegur en að sama skapi ein- kenni h'tilla flokka. Alþýðuflokkurinn stóð heill og óskiptur að baki þessum málum þrátt fyrir að einstaka menn séu núna að reyna að skjóta sér undan ábyrgðinni.“ Margrét Frímannsdóttir formaður Alþýðubandalagsins Útkoma Guðmundar Áma er mjög glæsileg „Ég óska Sighvati Björgvinssyni til hamingju og vonast eftir góðu sam- starfi við hannsegir Margrét Frí- mannsdóttir formaður Alþýðubanda- lagsins um nýjan formann Alþýðu- flokksins. „Guðmundur Ami er þó ótvfrætt sigurvegari kosninganna því Sighvatur hafði stuðning forystumiar og mikið forskot á Guðmund Áma í byijun. Hann hafði líka meiri tíma og stuðningur Jóns Baldvins skipti sköp- um. Útkoma Guðmundar Áma er því mjög glæsileg í ljósi þess. Það er at- hylisvert en hefiir vakáð minni athygli en hitt að konur koma mjög vel út úr þessum landsfundi og ég vil óska kon- um í Alþýðuflokknum til hamingju með þeirra hlut. Konur em famar að gera sig meira gildandi í stjómmálum og flokkamir em famir að taka mark á þeim sem slíkum. Varðandi áhrif úrslitanna á hugsan- lega sameiningu vinstri flokkanna," segir Margrét. „Guðmundur Ami taf- aði um fyrir kjörið að Alþýðuflokkur- inn ætti að leggja minni áherslu á ágreiningsefni vinstri flokkanna eins og til dæmis Evrópumálin. Mikið fylgi hans meðal almennra Alþýðu- flokksmanna em ótvíræð skilaboð til flokksins um að færa flokkinn lengra til vinstri en Jón Baldvin og Sighvatur hafa verið fulltrúar hægri slagsíðunn- ar. Ég hef sjálf enga trú á að vinstri flokkamir renni saman á þessu kjör- tímabili en ég er sammála Jóni Bald- vini þar sem hann sagði að við þyrft- um að vinna okkur í gegnum málin, eitt og eitt í einu og finna það sem við getum sameinast um. Það verður að stíga öll sem skref mjög varlega í þessu máh því ef fólk verður ósátt við niðurstöðuna er betur heima setið en af stað farið. Formenn flokkanna hafa engin áhrif á þessa umræðu sem slíkir. Viljinn verður að koma frá fólkinu og málefnin ráða ferðinni. Ég held að okkur takist þetta á endanum," segir Margrét Frímannsdóttir. Alþýðuflokksfélag Reykjavíkur heldur opinn fund með nýkjörnum formanni, Sighvati Björgvinssyni, í Kornhlöðunni þriðjudagskvöldið 12 nóvember kl. 20.30. Framsaga og fyrirspurnir. Allir velkomnir. Stjórnin. Alþýðuf lokksfélag Reykjavíkur Fundur með nýjum formanni!

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.