Alþýðublaðið - 12.11.1996, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 12. NÓVEMBER 1996
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
7
ó r n m á I
■ Ávarp Valgerðar Bjarnadóttur á 48. þingi Alþýðuflokksins
Þingforseti, gott Alþýðuflokksfólk.
Mér er það mikil ánægja að ávarpa
þetta flokksþing. Þeir sem buðu vita
vel að margt það sem ég hugsa og segi
um pólitík getur verið á skjön við það
sem lögð er áherzla á, hér á þessu
þingi. En mér virðist það óvitlaust fyr-
ir 15 prósent flokk, ef hann ætlar ein-
hvemtíma að verða stór, að hlusta eftir
hugmyndum þeirra sem ekki hafa
vilja eða nennu til að ganga í stjóm-
málaflokk, þrátt fyrir mikinn og ósvik-
inn áhuga á pólitík. Eftir því sem ég
hef beztar fregnir af munu milli 40 og
50 þúsund manns vera skráð í stjóm-
málaflokka hér á landi, sem er líkleg-
ast eitthvað nálægt þriðjungi kjósenda.
Mikill minnihluti þessa fólks er hins-
vegar virkt í stjómmálaflokkunum.
Það er því alveg ljóst að það er mikið
af óveiddum fiski á þeim miðum sem
stjómmálaflokkamir róa á. Eg er ekki
fulltrúi néinna sjónarmiða annarra en
sjálffar min, en ég get þó lofað ykkur
að ég er að tala um eitt af helztu
áhugamálum mínum.
Arið 1959 sagði þýski sósíaldemó-
krataflokkurinn skilið við allar gamlar
marxískar kenningar og uppskar betur
meðal kjósenda eftir en áður. í kom-
andi kosningabaráttu á Bretlandi, þeg-
ar 'Verkamannaflokkurinn reynir nú í
fjórða skipti að fella stjórn íhalds-
flokksins, tekur formaðurinn Tony
Blair undir ásamt nánum stuðnings-
. pönnum sínum, en að vísu í nokkurri
Jaífdstöðu atjnarra, um að óskynsam-
legt sé að kenna sig við sósíalisma.
Hann leggur líka mikið á sig til að
öðlast tiltrú þeirra sem stunda atvinnu-
rekstur, bæði þeirra sem reka stórfyrir-
tæki en ekki síður hinna sem reka
smáfyrirtæki. Þetta er væntanlega ekki
tilviljun. Eg heyrði efnahagsmálaráð-
herra Portúgals, sem er krati, orða
þessa hugsun þannig, að „við“ - og
átti við krata - verðum hafa hugrekki
til þess að viðurkenna og segja liðs-
mönnum okkar og kjósendum að
fyrstá, annað og þriðja forgangsverk-
efnið verður að vera að styrkja at-
vinnulífið, gera það samkeppnisfært,
þannig að það sldli arði. Þjóðarauður-
inn byggist á fyrirtækjum og einungis
þegar þau standa styrkum fótum er
tímabært að leggja áherzlu á tekju-
dreifmguna.
Ég nefni þessi dæmi, þó misgömul
séu, til að undirstrika að í öllum tilfell-
um er viðurkennt og lögð áherzla á að
atvinnulífið er undirstaða velferðar.
Það stenzt ekki að reka stjórnmála-
stefnu sem miðar að því einu að skipta
afurðunum án þess að huga að undir-
stöðunum. Nú eru auðvitað til þeir
sem segja að það séu aðrir flokkar
sem hugsi um fyrirtæki og vinstri
flokkar hugsi um fólk, fyrirtækin
bjargi sér sjálf og meira en það, og
þessvegna sé nauðsynlegt að halda
flaggi jafnaðarmanna hátt á loft. Ég
segi að þessi hugsunarháttur sé gamal-
dags, byggður á hundrað ára gömlum
kenningum, sem em úreltar og höfða
ekki til fólks þremur árum fyrir ný
aldamót. Það eru úreltar kenningar að
hagsmunir starfsmanna, stjómenda og
eigenda fyrirtækja stangist á, fari ekki
saman þegar rekstur fyrirtækisins á í
hlut. Fólk er almennt upplýst og veit
beturi
Önnur vandamál skjóta hinsvegar
upp kollinum þegar íyrirtæki em orðin
stór og öflug, það er þegar eigendur
eða stjómendur ætla í krafti stærðar
fyrirtækjanna og auðlegðar sinnar að
fara að stjórna öðru en fyrirtækjum
sínum án þess að vera kjömir til þess.
Það getur gerzt þannig að menn haldi
því fram að velsældin sem fyrirtæki
skapar geti einungis haldið áfram ef
fyrirtækið fær að vera í friði fyrir öðr-
um sömu tegundar. Ég kalla þetta, að
menn tali um frelsi fyrir sig en ekki
aðra. Ekkert fyrirtæki getur nokkru
sinni orðið svo mikilvægt að ekki sé
pláss fyrir annað, og helzt mörg við
hliðina á því. Allt annað er frelsis-
skerðing og slík skerðing býður heim
misnotkun valds. Gamla stéttabaráttan
er úrelt, þegar einn flokkur berst fyrir
fjármagnið og hinn fyrir öreigann.
Það er ekki hætta á því í dag að
verkalýðurinn verði arðrændur, en það
er hinsvegar hætta á þvf að öll þjóðin
sé misnotuð. Það er verðugt verkefni
stjómmálamanna að sjá til þess að svo
verði ekki. Það má kannski skýra
þessa hugsun með dæmum, einsog
Vökulögunum og fiskveiðikvótanum.
A íyrstu áratugum þessarar aldar tók-
ust menn á um hagsmuni útvegs-
manna annarsvegar og þjóðarinnar,
fólksins í landinu, hinsvegar. Það
koma ný vandamál með nýjum tfma.
Velferðarkerfið hefur næst á eftir
stéttabaráttunni verið málefni þeirra
sem kalla sig vinstrimenn. Væntan-
lega má þó Sjálfstæðisflokkurinn að
miklu leyti þakka stærð sína því að
hann varð snemma velferðarflokkur.
Ég get ekki ímyndað mér að það sé
nokkur sú manneskja íslenzk sem vilji
í alvöru afnema velferðarkerfið, eða er
að minnsta kosti svo vitlaus að segja
það upphátt. En það verður að skil-
greina velferðarkerfið, nema að menn
séu sáttir við að greiða sífellt hærri
skatta. Mér virðist það standa þeim
næst sem telja sig sérstaka útverði
þessa kerfis að gera upp við sig hvað á
að borga úr sameiginlegum sjóðum og
hvað ekki.
Velferðarkerfið hefur verið skýrt
sem réttur til eins og annars. Allir eiga
rétt á skólagöngu og allir eiga rétt á
heilbrigðisþjónustu, um það er ekki
deilt. En mér finnst megi spyrja: er
það það réttur hverrar konu að ala
barn eða hvers manns að geta getið
bam, - getur það ekki eins verið réttur
okkar allra að hafa fallega söngrödd,
eða stæltan lfkama? Eins má spyrja
hvort óeðlilegt sé að gera greinarmun
á lýtalækningum og fegrunaraðgerð-
„Landbúnaðarráðherrar
allra tíma hafa haft það
efst á verkefnalistanum að
viðhalda úreltu fyrirkomu-
lagi sem kostar fðlkið f
landinu stórfé."
um, kannski er það gert nú þegar. Og
enn má spyrja hvort alkóhólismi sé
hugsanlega of vítt skilgreindur hér á
landi. Mér er það fullljóst að það er
einsog að bera eld að púðurtunnu að
nefna upphátt dæmi af þessu tagi, en
hvemig ætla menn stjóma velferðar-
kerfinu ef ekki má tala um það? Er
það kannski stefna þeirra sem kalla sig
félagshyggjufólk að ekkert sé til sem
heitir lúxus, nema það sem hægt er að
kaupa í búðum eða ferðaskrifstofum?
Getur ekki verið að eitthvað af því,
sem nú er borgað úr sameiginlegum
sjóðum sé lúxus? Gagnrýnin og opin-
ská umræða um velferðarkerfið er
ekki frjálshyggjuhjal einsog stundum
heyrist. Langstærsti hluti ríkisútgjald-
anna fer í þessa málaflokka. Þeir sem
vilja standa vörð um velferðarkerfið
verða að hafa þor til að sníða því þann
stakk að þjóðimar beri það. Þeir sem
bára merki jafnaðarmanna fyrir tjöm-
tíu áram vora ekki að tala um velferð-
arkerfið einsog það er í dag. Þeir vora
að tala um að veik og svöng böm ættu
sér lífsbjörg, að fátækt bam kæmist til
mennta á við önnur börn, að fólk
þyrffi ekki að vinna átján tíma á sólar-
hring til að hafa í sig og á, og að þeir
sem urðu fyrir skakkaföllum, hrjáðir
og lasburða, nytu hjálpar. Þeir sem
skreyta sig með gömlum merkimið-
um, verða að segja hvað þeir standa
fyrir á þröskuldi nýrrar aldar.
Það vakti nýlega athygli mína að
maður skrifaði í blað eitthvað á þá
leið, að svo virtist sem menntamála-
ráðherram og heilbrigðismálaráðherr-
um væri ætlað að vinna gegn hags-
munum þeirra málaflokka sem þeir
era ábyrgir íyrir. Er það þá svo að ráð-
herrar og ráðuneyti eigi að ganga
hagsmuna einhverra annarra en þjóð-
arheildarinnar? Ég veit að raunin er sú
og hefur verið að ráðherrar era oftast
varðhundar einhverra sérhagsmuna,
en það á ekki að vera þannig. Sjávar-
útvegsráðherra virðist telja sér skylt að
ganga erinda útvegsmanna sem síður
en svo er bezt fýrir okkur hin. Land-
búnaðarráðherrar allra tíma hafa haft
það efst á verkefnalistanum að við-
halda úreltu fyrirkomulagi sem kostar
fólkið í landinu stórfé. Stjórnmál
ganga meira út á hagsmunavörzlu en
að skapa þjóðfélag þar sem fólk getur
lifað frjálst og upprétt. Hvert verður
verkefni jafnaðarmanna á nýrri öld,
gamaldags hagsmunavarzla eða hafa
þeir einhverja framtíðarsýn aðra en þá
að allir eigi að vera góðir við alla?
Ég hef viljað ganga út frá því að
stjórnmálamenn séu sammála um
markmiðið sem þeir stefna að en
greini á um leiðn- til að ná því. Mark-
mið þeirra sé að skapa þjóðinni sem
mesta velmegun, (velmegun þýðir þá
eitthvert sambland af hamingju og
hagsæld), og að fólk skipi sér í stjóm-
málaflokka eftir því hvernig þessu
markmiði verði helst náð. En stundum
efast ég um að þetta sé rétt. Stundum
virðist miklu ífemur sem stjómmála-
menn sækist fyrst og fremst eftir völd-
um valdanna vegna en ekki þeim
möguleikum sem þau gefa þeim til að
láta eitthvað af sér leiða.
Leiðimar til velmegunar geta verið
margar og margvíslegar. Sum erum
við þeirrar skoðunar að samfylgd með
öðrum Evrópuþjóðum og innganga í
„Sjávarútvegsráðherra
virðist telja sér skylt að
ganga erinda útvegsmanna
sem síður en svo er bezt
fyrir okkur hin.“
Evrópusambandið yæri snar þáttur í
að ná markmiðinu. í síðustu alþingis-
kosningum var einmitt þetta eitt af
meginstefnumálunum sem þessi
flokkur setti fram, og fékk ábyggilega
heilmörg atkvæði fyrir bragðið - mitt
þar á meðal. Nú segja hins vegar
þungavigtarmenn í þessum flokki að
þessi stefna sé ekki lengur neitt aðalat-
riði. Það er hugsanlegt að fyrirgefa
stjórnmálaflokki-að beygja sig og
Þeir sem báru merki jafn-
aðarmanna fyrir fjörutíu
árum voru ekki að tala um
velferðarkerfið einsog það
er í dag. Þeir voru að tala
um að veik og svöng börn
ættu sér lífsbjörg, að fá-
tækt barn kæmist til
mennta á við önnur börn,
að fólk þyrfti ekki að vinna
átján tfma á sólarhring til
að hafa f sig og á, og að
þeir sem urðu fyrir skakka-
föllum, hrjáðir og las-
burða, nytu hjálpar.
leggja mál af þessu tagi til hliðar við
stjómarmyndun. Ég sagði hugsanlegt
vegna þess að ég er ekki alveg viss.
En það er náttúrlega forkastanleg
móðgun við kjósendur ef flokkur í
stjórnarandstöðu kemur einn góðan
veðurdag og segir að stefnumál af
þessu tagi hafi verið sett út í hom eða
þeim jafnvel kastað fyrir borð. Það
virðist vera að þeim sem skýlt er af
mörgum kjósendum í stóram flokkum
leyfist að hafa þá stefnu eina að allt
verði eins og í gær, og neita að fjalla
um nokkuð annað. En það er ekki leið
til að lítill flokkur verði stór.
Það er ekki einungis á íslandi sem
gjá hefur myndast milli flokks og
fólks. I Belgíu, þar sem ég bý, hafa
óhugnanlegir atburðir orðið til þess að
þetta kristallast enn frekar. Það er ekki
bara á íslandi sem rnaður þarf að
þekkja mann til þess að fá almenni-
lega vinnu. Þar sem atvinnuleysi ríkir
er varla það starf sem ekki þarf klíku
til að komast í. Þetta verður til þess að
fólk firrist, fær skömm á öllu sem
heitir aðstaða og völd og þeir verða
fyrir barðinu sem valda, sem sagt
stjómmálaflokkar og stjómmálamenn.
Ég þykist þess fullviss að stjómmála-
flokkur sem vill verða stór verði fyrst
að hugsa um stefhu sína, sem þarf að
vera skýr og augljós. Síðan þaif hann
að huga að því að vera sjálfum sér
samkvæmur og væntanlega þarf hann
að gera margt fleira áður en hann fer
að hugsa um flokksmenn sína. Fólk
kærir sig kollótt um hver er formaður
framkvæmdastjórnar eða formaður
þingflokks. Fólk kærir sig kollótt um
hvort einhver 20 eða 30 nöfh tala enn
á ný um að sameinast eða ekki sam-
einast. Fólk kærir sig kollótt um
hundrað ára gamlar stjómmálakenn-
ingar. Ef 15 prósenta flokkur ætlar að
verða stór verður hann að átta sig á
því að hann stendur á þröskuldi nýrrar
aldar. Stór hluti kjósenda man ekki
eftir Hannibal, Jóhönnu Egilsdóttur
eða öðrurn hetjum jafnaðarmanna.
Hvernig er þá hægt að ætlast til að
flokkurinn sé kosinn vegna þessa góða
fólks? Mér finnst varla seinna vænna
en að áttræður unglingurinn átti sig á
því að fyrsl koma málefnin og menn-
imir á eftir. Ég held að það sé leiðin
fyrir stjómmálaflokk inn í nýja öld.B