Alþýðublaðið - 14.11.1996, Qupperneq 5
FIMMTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1996
ALÞÝÐUBLAÐK)
5
m e n n i n c
■ Nýskáldsaga fléttuð raunverulegum atburðum um íslending í Waffen-SS
Kristján Eldjárn, en tríó hans
heldur tónleika í Djúpinu á
fimmtudagskvöld.
Tríó Kristjáns
Eldjáms
Tríó Kristjáns Eldjáms heldur
jazztónleika í Djúpinu fimmtudags-
kvöld klukkan 21.30. Tríóið skipa
Kristján Eldjám gítarleikari, Róbert
Þórhallsson bassaleikari og Einar
Scheving trommuleikari. Kristján
segir tónlistina sem þeir félagar
leika flokkast undir nútímalegan
gítaqazz. Auk frumsamins efnis
munu þeir félagar flytja lög eftir
þekkta höfunda á borð við Bill Ev-
ans.
Bókverk Sigrúnar
Eldjárn
í Súfistanum, Bókakaffi Máls og
menningar við Laugaveg, hefur ver-
ið komið upp lítilli sýningu á bók-
verkum eftir Sigrúnu Eldjám. Þetta
em smábækur sem flokkast fremur
undir myndlist en bókmenntir. Þær
em unnar á vatnslitapappír með
bleki, krít og vatnslitum. Þær urðu
til í Rómaborg síðastliðið vor og em
undir áhrifum þaðan. Þar glittir í
fomar latneskar áletranir, myndir og
húsnúmer af rómverskum veggjum
og fleiri minni þaðan. Hver bók er
aðeins til í einu eintaki og eru þær
allar til sölu.
Þeirvildu háa og Ijóshærða menn
-segir Einar Björgvinsson rithöfundur sem hefur rannsakað gaumgæfilega tengsl íslendinga við nasista.
,JÉg hef lengi haft áhuga á þessum
hildarleik sem seinni heimstyijöldin
var og það hefur leitt til þess að ég hef
farið að skoða þátt íslendinga. Það
tóku miklu fleiri Islendingar þátt í
stríðinu með Þjóðveijum en almennt
er talið,“ segir Einar Björgvinsson rit-
höfundur.
Um þessar mundir er að koma út
bók eftir hann sem heitir íslendingur á
vígaslóð í Waffen-SS. Bókin er skáld-
saga en fléttuð raunvemlegum atburð-
um. Einar hefur sökkt sér ofan í sögu
stríðsins og hefur komist að því að
þáttur manna af íslensku bergi er stór-
lega vanmetinn.
Hefur ekki farið hátt
„Það var náttúrlega fjöldinn allur af
íslendingum í Þýskalandi þegar stríðið
skall á, sem og þýsk-íslenskum mönn-
um. Þessir menn tóku þátt í stríðinu en
það hefur ekki farið hátt. Meira að
segja menn vom menn í þýska ríkis-
hemum, sem vom og em áberandi í
íslensku þjóðlífi. En ég vil ekki vera
að nefna þá með nöfnum. Þetta era
aldraðir menn og sumir hveijir dánir
núna án þess að ég hafi fylgst með
því,“ segir Einar.
í bókinni er að finna hrikalegar lýs-
ingar á stríðsátökum en rakiri er saga
íslendings í Waffen-SS. Þar var um að
ræða úrvalssveit sem vann Adolf Hitl-
er hollustueið, og þótti færa hemað á
hrottalegra stig en áður hafði þekkst.
„Bókin fjallar um íslendinginn Har-
ald sem lengi starfaði í Þýskalandi.
Hann rak fyrirtæki í Hamborg sem fór
á hausinn 1938. í ágúst 1939 flutti
Haraldur til Danmerkur aftur og fór að
vinna sem skrifstofumaður í Alaborg
en fer aftur til Hamborgar 1941 þegar
lítið er um vinnu í Danmörku. Sumar-
ið 1941 gekk Þjóðverjum svo vel í
sókninni austur á bóginn að þeir fengu
mikið af sjálfboðaliðum. Haraldur var
í þeim hópi, en árið 1941 gengu um-
sóknir norrænna sjálfboðaliða sjálf-
krafa til Waffen-SS og þeim var boðin
staða þar. Árið 1941 var SS að efla
mjög herdeildir sínar. Waffen er or-
ustuarmur SS og ekki undir stjóm rík-
ishersins. Þeir vildu sérstaklega hafa
Einar Björgvinsson: Meira að segja menn voru menn í þýska ríkishernum,
þjóðlífi.
háa og ljóshærða menn í sínum sveit-
um og því þótti eðlilegt að Norður-
landabúum væri gefinn kostur á að
ganga í þær hersveitir strax. Þetta voru
úrvalssveitir og fyrst og fremst skip-
aðar harðskeyttum nasistum."
Byggir á ævi Björns Sv.
Björnssonar
Gífurleg heimildarvinna liggur að
baki bókinni og Einar er þegar kom-
inn á veg með framhald bókarinnar.
Þar er Haraldur eftir sem áður aðal-
söguhetjan og segir af því þegar hann
gerist Gestapómaður í Kaupmanna-
höfn. Þar verður áfram byggt á sögu
margra Islendinga. Vitað er að íslend-
ingar bæði í Noregi og Danmörku
gerðust fylgifiskar hinnar illræmdu ör-
yggislögreglu nasista. Haraldur sam-
einar viðhorf og sögu margra manna
sem raunverulega voru til. Einar segir
að í framhaldinum komi miklu fleiri
íslendingar við sögu.
sem voru og eru áberandi í íslensku
,,Ég fékk þessa hugmynd, það er að
skrifa þessa sögu, eftir að ég las ævi-
sögu Bjöms Sveinssonar Bjömssonar.
Ég var reyndar búinn að punkta niður
hjá mér drög áður. En eftir að ég las
þá ævisögu ákvað ég að aðalsöguhetja
þessarar skáldsögunnar skyldi vera Is-
lendingur. Sagan sjálf rekur ekki ævi
Bjöms þó margir munu finna margt í
ævisögu hans sem lrkist ferli Haraldar
í Waffen SS,“ segir Einar Björgvins-
son.
Myndskreyting Lárusar við Ijóð Péturs Gunnarssonar „eitt".
■ Lárus Karl Ingason
sýnir í Listhúsi 39
Ljóð og
Ijósmyndir
Lárus Karl Ingason ljósmyndari
sýnir þessa dagana ljósmyndir í List-
húsi 39 við Strandgötu í Hafnarfirði.
Myndimar eru úr bókinni Fjársjóðir
íslenskrar ljóðlistar (Treasures of Ice-
landic Verse), sem geymir úrval ís-
lenskra ljóða og eru þau birt bæði á
frummálinu og í enskri þýðingu. Ámi
Sigurjónsson bókmenntafræðingur
valdi ljóðin í þá bók og það kom síðan
í hlut Lárusar að gera ljósmyndir við
ljóðin.
„Hugmyndin að bókinni var að gefa
sýnishom af íslenskri ljóðlist en það
sjónarmið var haft til hliðsjónar að
kvæðin gætu hentað til myndskreyt-
inga,“ segir Ámi. „Ljóðin sem birtast í
bókinni eru því mörg hver myndræn
og stór hluti þeirra er tengdur íslenskri
náttúru. Það má segja að þetta sé safn
myndskreytanlegra ljóða.“
„I ljósmyndunum leyfði ég mér að
nota margvíslega tækni og svart/hvítar
og litmyndir í bland,“ segir Lárus. „Á
hverri opnu er eitt ljóð og ég ákvað að
vinna hveija opnu fyrir sig án þess að
vera sífellt með samræmda heild í
huga. Ljóðin eru svo misjöfn að mér
fannst ekki stætt á því að vera með
sama flæði í gegnum alla bókina.
Kannski er það skemmtilega við þessa
bók hvað hún er fjölbreytt og þess
vegna lífleg. Ég var í rúm tvö ár að
vinna að þessu verkefni og fór hring-
inn í kringum landið gagngert til þess
að taka myndir."
mnar á bók!
aðsins fá 250 kall!
uði koma út á bók um miðja næstu viku. í henni verða dagbókar-
ðsdagana á Bessastöðum. Dyggum lesendum dagbókanna er
i í dag og á morgun. Bókin mun kosta 1.950 út úr búð en áskrif-
)g fá hana senda á næsta pósthús fyrir aðeins 1.700 krónur.
istaðabækumar með góðum afsætti.
I og Alþýðublaðið
Lárus hugar að nokkrum þeirra verka sem eru á sýningu hans í Listhúsi 39.
Þegar Lárus er spurður hvort hann
eigi sér uppáhaldsopnu í bókinni hikar
hann um stund en segir svo að hann
geti ekki neitað því að upphafslínur í
ljóði Péturs Gunnarssonar eitt hafi
heillað sig:
afjarðarinnar hdlfu
byrja allir dagar fallega
„Mér finnst þessar upphafslínur svo
fallegar. Þær eru greiptar í huga
minn,“ segir hann.
Orðsending frá
Hvíta-Rússlandi
Ungur suður-amerískur námsmaður í Minsk biður Al-
þýðublaðið að birta eftirfarandi orðsendingu:
Ég heiti Gonzalo, 23 ára og 175 sentimetrar, og er frá
Suður-Ameríku. Mig langar að komast í bréfasamband
við stúlku í vináttuskyni.
Nafn og heimilisfang:
Gonzalo Portilla
Poste Restante
Main Post Office
Minsk 220050
Belarus
Væntanlegar pennavinkonur Gonzalos ættu ekki að kippa
sér upp við þótt svör berist ekki um hæl frá Minsk: Bréf
hans var sex vikur að berast til íslands.