Alþýðublaðið - 15.11.1996, Blaðsíða 1
■ Nefnd útdeilir 20 milljónum af handahófi til 11 hótela á landsbyggðinni án aug-
lýsinga. Hæstu styrkirnir fóru til hótela í kjördæmi Sturlu Böðvarssonar sem er for-
maður nefndarinnar
Allar samkeppnisreglur þverbrotnar
- sagði Lúðvík Bergvinsson í utandagskrárumræðu á alþingi í
gær. Kærttil umboðsmanns alþingis.
„Árið 1995 var 20 milljónum veitt í
styrki til 11 heilsárshótela á lands-
byggðinni. Styrkimir voru ekki aug-
lýstir og hótelin valið, að því er virð-
ist, af handahófi. Ég tel að £illar sam-
keppnisreglur í þessu máli hafi verið
þverbromar enda hefur málsmeðferð-
in verið kærð til umboðsmanns al-
þingis og skal engan undra,“ segir
Lúðvík Bergvinsson þingmaður í
samtali við Alþýðublaðih en að frum-
kvæði hans var utandagskrárumræða
um málið á alþingi í gær. Að sögn
Lúðvíks sá nefnd undir forystu Sturlu
Böðvarssonar, þingmanns Sjálfstæð-
isflokksins, um að útdeila fénu. Sam-
keppnisstofnun er búin að fjalla um
málið en ekki hafa neinar skýringar
fengist á því hvers vegna gert er upp á
milli hótela en Lúðvík segir að á land-
inu séu 42 hótel sem uppfýlli öll skil-
yrði.
,JÉg spurði meðal annars hvort það
væri tilviljun að þau tvö hótel, sem
hæsm styrkina hlutu, væru í kjördæmi
Smriu Böðvarssonar. Við því fengust
engin svör né öðrum spumingum er
lutu að því hvers vegna gert væri upp
á milli hótela. Þingið getur vart við
unað því að ráðherra, sem í þessu til-
felli var Halldór Blöndal samgöngu-
ráðherra, svari fyrirspumum á þann
hátt sem raun varð á þama. Eða öllu
heldur, svari ekki fyrirspumum,“ seg-
ir Lúðvík Bergvinsson.
Þau 11 hótel sem fengu styrkina
eru eftirfarandi:
Hótel Borgarnes 1.850 þúsund,
Hótel Stykkishólmur 2.200 þúsund,
Hótel ísafjörður 1.050 þúsund, Hótel
Blönduós 700 þúsund, Hótel Varma-
hlíð 900 þúsund, Hótel KEA 1.600
þúsund, Hótel Húsavík 1.100 þúsund,
Hótel Valaskjálf 1.400 þúsund, Hótel
Höfn 1.600 þúsund, Hótel Kirkjubæj-
arklaustur 1.850 þúsund, Hótel
Bræðraborg 1.750 þúsund, Samtök
Regnbogahótela (Lind, Borgarnes,
Stykkishólmur, ísafjörður, Reynihlíð,
Valaskjálf, Bláfell, Höfn Homafirði,
Selfoss og Keflavík) 4.000 þúsund
krónur.
Lávarður heims
„Ýmislegt varð kveikja að sögu-
efninu. Einu sinni þegar ég var
heima um jólin heyrði ég sálfræð-
ing segja í útvarpinu að orsök
þunglyndis hjá íslenskum körlum
væri í 90 prósent tilvika áhyggjur af
skuldum," segir Ólafur Jóhann Ól-
afsson rithöfundur um nýja skáld-
sögu, Lávarður heims, sem form-
lega kemur út á morgun. Söguhetja
bókarinnar dettur á bólakaf í lukku-
pottinn og virðist ekki þurfa að hafa
áhyggjur af nokkrum sköpuðum
hlut uppfrá því, allra síst skuldum.
Unglingurinn
fellur niður
Námsstefnan „Unglingurinn" sem
deild Bamahjúkrunarífæðinga hugðist
standa fyrir um helgina fellur niður
vegna lélegrar þátttöku. Þar átti meðal
annars að fjalla um vímuefnaneyslu
unglinga, ofbeldi, sjálfsvíg og áfalla-
hjálp.
Það er undarlegt að áhugi skuli vera
svo takmarkaður þegar fréttir af of-
beldisverkum og fíkniefnavanda ung-
linga em daglegt brauð.
En hvað skipta peningar miklu
máli? Ólafur Jóhann: „Það væri
hræsni og tilgerð að halda því fram
að peningar skiptu engu. En pen-
ingar hafa aldrei verið hvati að því
sem ég hef tekið mér fyrir hendur.
Ég á ákaflega bágt með að þola
þann hroka sem oft fylgir þeim sem
eiga peninga, og halda að þar með
séu þeir merkilegri en annað fólk.“
Næsta þriðjudag birtist viðtal við
Ólaf Jóhann í blaðinu um nýju
skáldsöguna, peninga, pólitík og
fleira. „Ég var ekki mjög þungbú-
inn þegar ég skrifaði þessa sögu,“
segir höfundurinn. Hann var ekki
heldur þungbúinn þegar viðtalið var
tekið.
Sjónleikar
Megasar
Megas mun syngja lög af nýja
disknum sínum og nokkur gömul gull-
kom í Listaklúbbi Leikhúskjallarans
næstkomandi mánudagskvöld. Þetta
em fyrstu tónleikar hans frá því í vor
en beðið hefur verið neð mikilli eftir-
væntingu eftir nýja disknum, sem
nefnist: Til hamingju með fallið. Með
Megasi koma ffam Tryggvi Hiibner á
gítar og Haraldur Þorsteinsson á
bassa. Þá mun leikkonan Sigrún Sól
Ólafsdóttir flytja valda kafla úr leik-
verki Megasar, „Gefin fyrir drama
þessi dama, og öllum stendur svo inni-
lega á sama,“ en það hefur verið flutt í
Hafnarhúsinu að undanfömu í leik-
stjóm Kolbrúnar Halldórsdóttur. Hús-
ið opnar klukkan 20.30 en tónleikamir
sjálfir hefjast hálftíma síðar. Aðgangs-
eyrir er 600 krónur en 400 krónur fyrir
meðlimi Listaklúbbsins.
■ Einelti í skólum rætt
í utandagskrárum-
ræðu á Alþingi
Má ekki
verða að
galdrafári
-Segir Ólafur Þ. Þórðarson alþing-
ismaður sem vill láta framkvæma
íslenska rannsókn á einelti kenn-
ara gegn nemendum.
„Fréttin um einelti kennara kom
fólki á óvart og hrinti af stað um-
ræðu,“ segir Ólafur Þ. Þórðarson al-
þingismaður og kennari til margra ára
en harrn bað um utandagskrárumræðu
á Alþingi í gær til að ræða nauðsyn
þess að gera könnun á einelti í skólum
á íslandi.
„Ég þekki þó mörg dæmi eineltis úr
mínu starfi sem kennari, bæði er um
að ræða einelti nemenda sín á milli,
einelti kennara gagnvart nemendum
og öfugt. Ég þekki einnig dæmi þess
að kennarar hafi stuðlað að einelti eða
agaleysi hjá öðrum kennurum vegna
öfundar og illgimi en það er þó fátítt.
Það er þó ljóst að aðbúnaður skóla-
starfs á íslandi er með þeim hætti að
margir bekkir em svo þétt skipaðir að
kennarinn er í vonlausri aðstöðu til að
halda uppi nauðsynlegum aga. Fólk
verður því að gæta þess að mgla ekki
aga saman við einelti og þessi umræða
verður að byggjast á rannsóknum og
þekkingu til að koma í veg fyrir
galdrabrennur. Umræða um einelti er
frekar ný af nálinni en það er vitað
mál að það viðgengst allstaðar í þjóð-
félaginu.
Fullorðið fólk getur skipt um vinnu-
stað en það geta bömin ekki þegar þau
lenda í einelti af völdum kennara eða
nemenda. Ég held að þunglyndi og
geðræn vandamál hjá ungmennum
geti verið afleiðing eineltis. Þau
brotna niður á ýmsan hátt, sum hefja
neyslu vímuefna svo ekki sé talað um
þau sem fremja sjálfsvíg. Þetta tengist
líka urnræðu um vaxandi ofbeldi með-
al barna og unglinga en við vitum
ekki hvaða ástæður liggja að baki þess
tilfinningahita sem orsakar slíkar að-
farir.
Umboðsmaður bama mun vera vilj-
ugur til að láta kanna þetta en ég vil
að Uppeldis- og rannsóknarstofnun
menntamála framkvæmi rannsókn og
menntamálaráðherra lýsti í umræðum
yfir vilja sínum til að ráðuneytið
myndi aðstoða á þann hátt sem því
væri unnt,“ sagði Ólafur Þ. Þórðarson.
■ Jafnaðarmenn leggja fram frumvarp um erlendarfjárfestingar í sjávarútvegi
Nýir möguleikar og sóknarfæri í fiskvinnslu
- segir Svanfríður Jónasdóttir
alþingismaður.
„Frumvarp okkar gerir ráð fyrir að
sömu reglur gildi um allan fiskiðnað
og gilda almennt um annað iðnað
hvað varðar fjárfestingar erlendra að-
ila, og að fyrirtækjum í fiskiðnaði
verði ekki mismunað eftir því hvaða
geymsluaðferðir eru viðhafðar,“ segir
Svanfríður Jónasdóttir sem er fyrsti
flutningsmaður að frumvarpi um er-
lendar fjárfestingar í sjávarútvegi.
Ásamt henni standa að frumvarpinu
Jón Baldvin Hannibalsson, Ágúst Ein-
arsson og Sighvatur Björgvinsson.
Samkvæmt gildandi lögum eru eng-
ar hömlur settar á að erlendir aðilar
fjárfesti í iðnaði á íslandi. Það á jafn-
framt við um matvælaiðnað nema
sumar greinar fiskiðnaðar. Þar er ein-
ungis leyfð takmörkuð óbein eignar-
aðild. Það gilda því mismunandi regl-
ur um það í hvaða vinnslugreinum
matvælaiðnaðar erlendir aðilar mega
fjárfesta. Engar hömlur eru til dæmis á
fjárfestingu erlendra aðila í reykingu
og súrsun en einungis má vera um tak-
markaða óbeina eignaraðild að ræða í
frystingu og söltun. Svanfríður segir
óskiljanlegt að menn skuli hafa sæst á
þessa útfærslu sem sé fáránleg.
Hún segir lögin um erlenda fjár-
festingu í fiskvinnslu vera flókin og
nánast óskiljanleg og hafa leitt til þess
að erlendir fjárfestar hafi fundið sér
aðra farvegi en þá sem lög gera ráð
fyrir og erfitt sé að hafa yfirsýn yfir.
„Afnám sérstakra takmarkana í
fiskvinnslu er eðlilegt framhald þeirrar
stefnu sem undanfarin ár hefur ríkt hér
á landi og falist hefur í því að afnema
hömlur fyrir erlenda fjáifesta hérlend-
is. Afhám sérstakra takmarkana í fisk-
vinnlu er eðlilegt og sjálfsagt fram-
hald þeirrar stefnu," segir Svanfh'ður.
Svanfríður telur að sú lagabreyting
sem fiumvarpið feli í sér mundi bæta
rekstur íslenskra fyrirtækja. „Þeir
möguleikar á sóknaifærum sem geta
legið frá fiskvinnslunni til annarra
greina matvælaiðnaðarins skapast ekki
nema við störfum fyrir opnum tjöld-
um. Ef við einföldum fjárfestingar í
aðal matvælaiðnaði okkar verður auð-
veldara að sannfæra erlenda aðila um
kosti þess að fjárfesta einnig í öðmm
greinum. Það mun auka samkeppnis-
hæfni íslands."