Alþýðublaðið - 15.11.1996, Page 2
2
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 15. NÓVEMBER 1996
s k o ð a n i r
uhhiuhi
21213. tölublað
Hverfisgötu 8-10 Reykjavik Sími 562 5566
Útgefandi Alprent
Ritstjóri Hrafn Jökulsson
Fréttastjóri Jakob Bjarnar Grétarsson
Auglýsingastjóri Ámundi Ámundason
Umbrot Gagarín ehf.
Prentun ísafoldarprentsmiðjan hf.
Ritstjórn, auglýsingar og dreifing
Sími 562 5566
Fax 562 9244
Tölvupóstur alprent@itn.is
Áskriftarverð kr. 1.500 m/vsk á mánuði.
Verð í lausasölu kr. 100 m/vsk
Skyldan við söguna
Engin þjóð í heiminum hefur meiri áhuga en Islendingar á hög-
um annarra, svo kalla má þjóðaríþrótt að gefa út endurminningar.
Bergsöglismál eiga oftast nær greiðan aðgang að efstu sætum
metsölulista, sér í lagi ef greint er frá hneykslismálum, hjóna-
skilnuðum, drykkjuskap eða fjölskylduósætti. Þessi brennandi
áhugi á endurminningum er stundum hafður til marks um að ís-
lendingar hafi nú sem fyrr ást á sagnfræði og þjóðlegum fróðleik,
þótt raunin sé auðvitað sú, að játningabækumar svala fyrst og
fremst þörf manna til að hnýsast í einkalíf annarra. En meðan
enginn hörgull er á krassandi játningasögum hafa íslendingar lítt
sinnt því að skrifa vandaðar ævisögur þeirra sem hafa sett svip-
mót á söguna eða samtíðina.
Ástandið er aðeins skárra þegar kemur að sagnfræði. Annað
veifið koma út vönduð sagnfræðirit fyrir almenning, en útgefend-
ur hafa lengstaf lagt litla rækt við þessa bókmenntagrein. Þess ber
þó að geta að nokkrir sagnfræðingar og rithöfundar hafa sýnt
mikinn metnað á þessu sviði. Á hinn bóginn er saga íslendinga
að miklu leyti óskrifuð, og mörgum þáttum úr henni hefur alls
ekki verið sinnt, rétt einsog stórar gloppur eru í ævisagnaflóm
okkar.
Hægt væri að nefna mörg dæmi, en hér skal einkum staldrað
við eitt. Á þessu ári em áttatíu ár liðin frá stofnun Alþýðusam-
bands íslands og Alþýðuflokksins. Baráttusaga ASÍ og Alþýðu-
flokksins er mikilvægur þáttur í íslandssögunni; mótuð af ótal-
mörgum, þar á meðal ýmsum áhrifamestu og litríkustu einstak-
lingum aldarinnar. Samt hefúr þessi saga aldrei verið skráð, og
hvorki eru til bitastæð rit um Alþýðuflokkinn og ASÍ né um
marga helstu foringja þeirra. Af handahófi er hægt að nefna nöfh
Jóns Baldvinssonar, Haraldar Guðmundssonar, Héðins Valdi-
marssonar, Vilmundar Jónssonar og Hannibals Valdimarssonar.
Óneitanlega er það Alþýðuflokknum til nokkurrar hneisu að
varðveita ekki arfleifð sína betur en svo, að á áttatíu ára afmæli
skuli ekki einu sinni vera hægt að nálgast þokkalegan upplýsing-
apésa um flokkinn, að ekki sé talað um vandað og gagnrýnið
yfirlitsrit um sögu hans. Þá hlýtur það að standa jafnaðarmönnum
nærri, að stuðla að því að saga helstu áhrifamanna hreyfíngarinn-
ar sé skráð af þeim sem best kunna til verka.
Trassaskapur flokksins við eigin sögu hefur því miður orðið
honum dýrkeyptur, og fjölmargar merkar heimildir hafa áreiðan-
lega farið forgörðum. En ef Alþýðuflokkurinn vill gefa sjálfum
sér afmælisgjöf ætti hann að sjá til þess, að skrifuð verði saga
hreyfíngarinnar af óháðum og vönduðum höfundi. Það er ærið
verk, en bæði gagnlegra og nauðsynlegra en bersöglissagnfræðin
sem allajafna fær mesta athygli. Ekki síst er það siðferðileg
skylda Alþýðuflokksins við fortíð sína og sögu, að koma henni
óbrenglaðri til framtíðarinnar. ■
Erlendur gestur á
Hotel Front National
Það morgnar fallega í París. Á
sjöttu hæð morgnar hvað fegurst í
París. í herbergisglugganum situr
Sacre Coeur á sinni Marðarhæð og
fjólublámi á bakvið eins og hann
aðeins verður klukkan sex. Næt-
urlestir skrölta inn í úthverfm, fullar af
birtu, og skila fullbjörtum morgni inn
á Gare de l'Est.
Vikupiltur
í Hallgrímur
Helgason
skrifar
.^JWH
Ég er á besta hóteli í bænum, hugsa
ég þegar ég geng niður dimman stiga,
sex hæðir, og er fljótur að gleyma
7000 rósa veggfóðrinu í herbergi 26
og þessum tveimur kakkalökkum sem
það byggja og stækjunni sem mein-
dýraeyðirinn skilaði þar inn í gær og
gerir það að verkum að ég er strax
farinn að sakna þessara herbergis-
félaga minna.
Ofur elskuleg stýran ber
fyrir mig café au lait og
tartínur svokallaðar: Ákaflega
morgunverð stund. Og sex-
tugur elskhugi hennar, 2
metrar áð lengd, stingur inn
gráhærðu höfði og segir með
sígarettu á vörum:
„C'est le meilleur mom-
ent.”
Hvað? Jú. Morgunverður-
inn er besti tími dagsins sam-
sinni ég og er von bráðar
farinn að svara spumingum
hans um pólitískt ástand á
Islandi. Sósíaldemókratí?
spyr hann með nokkrum
þjósti þannig að ég býst
bljúgur við að gleðja hann
með hægri stjóm, á la Chirac.
En ekki virkar sá glaðningur á
okkar mann. Það hrynur aska
framan af sígarettunni í
munni hans þegar hann bölv-
ar:
„Chirac, c'est la merde.”
Ég verð allt í einu bara
ánægður með okkar góða
forsætisráðherra, hann er ekki
„algjör skítur” þó eðlið sé
kannski þeirrar ættar. Það kemur hratt
í ljós að tveggja metra maðurinn er Le
Pen-isti. „Front National! Það eina
sem getur bjargað okkur” segir hann
með þumli á lofti og síðan íylgir eld-
heitur iyrirlestur um ófremdarástandið
í Frakklandi, hér sé allt á leið til fjand-
ans, blóðsjúgandi immigrantar í
hverju homi og styrktir í bak og fyrir
með húsaleigu- og bamabótum og
sendi svo allan þann pening heim til
Rúanda. Á meðan 12 prósent
franskrar þjóðar em án atvinnu.
„La France. C'est la decadence!”
Já hugsa ég og læt augun flakka um
borðstofuna sem ekki hefur verið
máluð síðan '56 og anda djúpt að mér
meindýraeyði-stækjunni. Þetta er
kannski rétt hjá honum. Að minnsta
kosti er erfitt að tala um uppgang hér á
bæ, nema þá koldimman uppganginn
hér á hótelinu þar sem ég taldi að van-
taði þrjár perur þegar ég fálmaði mig
niður áðan á stigateppinu árgerð '29.
„I ate the arabs” bætir harrn við á
ensku og mér verður starsýnt á bumbu
hans.
Ég er semsagt staddur á „Hotel
Front National”. Er þá engum
útlendingum hleypt hér inn? Er þetta
hótel aðeins fyrir innfædda? Líkt og
ég mátti reyna im Deutschland um
árið þegar ég gerði mitt fyrsta
konseptverk: Benti blindandi á kort og
ákvað að sofa þar eina nótt: I
smáþorpinu Schwarzenhazel, nærri
Fúldu sem aftur er nærri Frankfurt.
Eftir heilan dag í lest í nafni listar-
innar, hálftíma í rútu og restina á
unglingslegum putta mínum var mér
mér vinsamlega vísað á dyr í eina
hóteli þessa trésmíða-þorps af stút-
ungslegri vertynju, eins og hverjum
öðrum Hreggviðssyni.
,jKein Auslánder hier.”
Ég tók þetta sem tákn og sneri baki
og sex og les á nokkuð meðvitaðan
hátt „Voltaire in Love” eftir.Nancy
Mitford sem ég fann loks eftir fimm
ára leit á báðum bökkum, í
Shakespeare & co.
Bölsýnisræða hótelstýru-elskhugans
reynist þó gefa nokkuð rétta mynd af
hugarfari Parísinga þessa dagana. Hér
er allt að fara til fjandans. Hér er allt
ómögulegt. Hér ríkir kreppan enn.
Galleríin að loka. „Það þýðir ekkert að
halda sýningar lengur, það kemur
enginn og enginn kaupir neitt” segir
mér ungur spúttnikk. „Rien n'est plus
rien pour personne” bætir hann við á
frábærlega franskan máta. Ekkert er
lengur neitt fyrir engann. Og á veit-
ingahúsum lúta listamenn höfði og
tala um að flýja land. Til New York.
Til Moskvu. Ég sting upp á Reykjavík
og verður hugsað til bjartsýninnar
heima þar sem ekkert er að loka held-
ur er opnaður nýr bar í hverri viku og
gallerí gorkúlast úr, að því er virðist,
engu. Sautján opnanir um hverja
helgi. Bráðum setja þeir kvótakerfi á
listina líka. Og þá rennur upp sú
sælutíð að maður þarf ekki lengur að
gera út á olíu og striga heldur lifir á
því að selja sinn kvóta. Tolli beilar
mann út úr puðinu.
við konseptlist og frekari ferða-
gjörningum; því sem ég ætlaði að
kalla „Travel-Art” og hefði getað og
er kannski orðin heil listastefna.
En þrátt fyrir nafnið eru þeir ekki
eins harðir hér á Hotel Front National.
Ég mæti ítölum í anddyri. En svert-
ingjamir eru látnir borga extra fyrir
ljós í herbergjunum. Les noirs dans le
noir. Ég sef illa næstu nótt, vitandi það
að 20% af veltu hótelsins rennur beint
í kosningasjóð Le Pens. Ég sef sem-
sagt tvo tíma á hverri nóttu í þágu
þessa brjálaða málstaðar. Ég píni mig
til að halda mér vakandi á milli fjögur
Ég segi franskri konu frá mínu
þjóðemissinnaða hóteli og hvetur mig
til að hypja mig á annað en viður-
kennir svo skömmu síðar og í öðru
samhengi að hafa tekið drenginn sinn
úr almennum skóla og komið fyrir í
einkaskóla. „Það voru bara þrír
franskir krakkar í bekknum, allt hitt
útlendingar, með læti og lærðu ekki
neitt...”
Jasso.
Hugsjónaeldur logar heitur útí bæ
en kulnar fljótt er kemur heim. ■
nóvember
E
Atburðir dagsins
1888 Kertaljós í nær hverjum
glugga í Reykjavík til heiðurs
Kristjáni IX konungi, sem
hafði verið við völd í aldar-
fjórðung. 1902 Anarkistinn
Gennaro Rubin sýnir Leópold
II Belgíukóngi misheppnað
banatilræði. 1918 Gífurlegur
fögnuður um allt Bretland þeg-
ar haldið er uppá írið - og sigur
- í fyrra heimsstríði. 1923
Þýska stjómin prentar peninga-
seðil að andvirði einum millj-
arði marka. Brauðhleifur kostar
200 milljónir marka. 1954
Bandaríski leikarinn Lionel
Barrymore deyr. 1956 Fyrsta
kvikmynd Elvis Presley, Love
Me Tender, frumsýnd í New
York. 1969 Samtök frjáls-
Iyndra og vinstrimanna stofn-
uð. Þau voru þriðji flokkurinn
undir forystu Hannibals Valdi-
marssonar. Hann var áður for-
maður Alþýðuflokks og Al-
þýðubandalags. 1978 Mesta
slys íslenskrar flugsögu varð
þegar 197 fórust með Flug-
leiðavél á Sri Lanka. Átta ís-
lenskir flugliðar létust, en fimm
komust af. 1990 Borgarstjóm
Reykjavfkur samþykkir að gefa
opnunartíma verslana ffjálsan.
Afmælisbörn dagsins
William Pitt 1708, jarl af
Chatham og enskur stjómmála-
maður. Gerhart Hauptmann
1862, þýskur rithöfundur og
leikskájd. Erwin Rommel
1891, þýskur herforingi, yfir-
maður þýska hersins í Norður-
Afríku í seinna stríði. Daniel
Barenboim 1942, ísraelskur
píanóleikari og hljómsveitar-
stjómandi.
Annálsbrot dagsins
Varð bráðkvaddur Ámi Jóns-
son búandi í Hrafnsey á
Breiðafirði, dró stóra flyðru
tvisvar og missti hennar á milli,
þriðja sinn undir borð og féll
svo dauður niður, síðan renndu
hans hásetar, og skyldu fengið
hafa upp á sömu flyðru.
Vatnsfjaröarannáll yngri 1672.
Skjöldur dagsins
Skömm er að sigra með svik-
um. Heill þeim sem fellur með
sæmd. Betra er að missa skíran
skjöld en eiga hann flekkaðan.
Orötak indlána.
Málsháttur dagsins
Illt er að leggja ást við þann,
sem enga kann á móti.
Steypa dagsins
Munaðurinn steypir lýðveldun-
um, örbirgðin konungdæmun-
um. Montesquieu.
Orð dagsins
Þér ég skyldi veila vtn
og við þig ekkert spara
efégfengi elskan mín
í eldinn þiim uð skara.
Loifur Haraldsson.
Skák dagsins
Boris Spassky er með væru-
kærari skákmönnum í seinni
tíð, og fmnst harla gott að gera
jafntefli sem oftast. I skák
dagsins er hann hinsvegar illa
leikinn af fmgrafimum Anand,
sem hefur hvítt og á leik.
HvaÖ gerir hvítur?
1. Rd3+!! Rxd3 2. a6 Be8 3.
Rd5 Spassky gafst uþp: 2. ...
Ke5 3. Re7 og hvíturhefur
gjörunna stöðu.