Alþýðublaðið - 15.11.1996, Qupperneq 5

Alþýðublaðið - 15.11.1996, Qupperneq 5
FÖSTUDAGUR 15. NÓVEMBER 1996 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 b æ k u r ■ Úr plógfari Gefjunar er heiti á nýrri bók eftir Bjöm Th. Björnsson og geymir hún tólf íslendingaþætti frá Kaupmannahöfn alltfrá átjándu öld og fram á þá tuttugustu. Alþýðublaðiðfékk leyfi til að birta þátt úr bókinni. Þar segir af ísleifi Jóhannessyni, norðlenskum skartmanni, kraftakarli og kvennaflagara, sem dæmdur var í danskt tugthús á síðustu öld Arrestant Johannessen fra Skagestrand Islenzkir sagnritarar eru haldnir ótrúlega seiglífum ruglingi þegar þeir nefna flutning landa sinna í danska fangavist. í bókum tala þeir um Brimarhólm heilum tveim öldum eftir að þrælafangels- ið á Hólminum var lagt niður, árið 1741. Og þegar þeir nefna Bláturn á 19. öld, þá halda þeir að það sé enn fangatuminn í konungshöllinni á Slotshólmanum, þar sem Jón okkar Indíafari sat og þaðan sem Guðmundur Andrésson datt út um gluggann við stjörnuskoðun og beint inn í drottningarhíbýlin. Nei, sá Blátum var aldeilis úr sögunni á 19. öld. En það sem ruglingi manna veldur er hitt, að landmegin við Löngubrú, neðst við Vester Voldgade sem nú heitir, milli hennar og Frederiksholms Kanal, hafði verið reist nýtt fangelsi, og það tekið með sér nafnið Bláturn í almannamunni. Þessi nýi Blátum var ekki þræla- fangelsi, eins og Stokkhúsið eða Rasphúsið; menn báru þar ekki þung járn, heldur var flestum hald- ið til púlsvinnu, aðallega stein- höggs á Kálfabúðaströnd. Fangelsisstjórnin í þessum nýja Blátumi vissi heldur ekki dag sinn fyrir þaustið 1821. Að vísu sendi hún svartan vagn austur á Tollbúð þegár Hofsóssskip lagðist þar að í ' október, og tveir fangaverðir gengu um borð til skiparans með skrifaðan bevís uppá það, að þeir ættu að taka af honum einn ís- lenzkan fanga, Johannessen. Ekki er víst að þeir hafi ráðið neitt í hæðnislegt glott skipstjórans þegar hann fleygði í þá lyklunum og sagði þeim að fara aftur í káetuna og sækja þangað sína eigu. Ekki er það heldur á bækur fært, hvernig þessum stæltu og djörfu fanga- vökturum brá við, þegar upp af hlekkjabekknum reis maður, svo afrendur að líkamsþrótti, að þeir formuðu ekki einusinni að læsa á hann handjárnunum til þess að leiða hann frá borði. Hann gekk heldur ekki landganginn, en stökk jafnfætis upp á borðstokkinn og þaðan jafn léttilega upp á bryggju. Þar beið hann og litaðist um, og þegar verðirnir komu loks og bentu honum á svartan kassavagn- inn með risastórum hesti fyrir, þá var hvorttveggja honum slík ný- lunda, að hann gekk tvívegis um- hverfis, mældi lend hestsins við sig og fór höndum um hjólrimarn- ar, steig síðan upp í, með ekkert strok í huga. Vagnferð með þvílík- um hesti var honum nógur munað- ur í bráð. Nógsamlegt var amstrið sem þeir höfðu af þessum manni strax fyrstu dagana. Hann neitaði þver- lega að sofa þar sem honum var vísað til, fleygði út í hom fangam- ussunni sem hann átti að bera, en tók síðan upp úr pinkli sínum heið- bláan léreftsstakk og fór í, hræddi einn fangavörð sinn frá öllum sans með því að grípa hann hlæjandi og jafnhatta yfir höfði sér með bein- r Á þeim skamma tíma fram að staðfestingu dómsins gerði hann börn tveimur velættuðum stúlk- um á sjálfu heimili þessa kon- unglega umboðsmanns... um handleggjum. Því byrjuðu nú líka bréfaskriftirnar út af því, að þeir vildu alls ekki hafa þennan Jo- hannessen í sínu tukthúsi; hann ætti heima í þrælakistunni og hvergi annars staðar. Sennilega hefðu þeir orðið enn röskari til skriftanna ef þeir hefðu þekkt aðra forsögu hans, en þá einu sem stóð í fylgiskjalinu, að hann hefði verið dæmdur til lífs- tíðar fyrir rétti í Bólstaðarhlíð í Laugadal í ágústmánuði 1821 fyrir ýmiskonar ófrjálsa töku á eigum annarra, einkum reiðhestum, reið- verum og stássklæðum sér betri manna, með fleiru ónefndu. Gott var að krónika Gísla Konráðssonar fylgdi þar ekki með! Maður þessi, Isleifur Jóhannes- son frá Breiðavaði í Langadal, seg- ir sagnaritarinn Gísli, var einhver mesti skartmaður um Norðurland og svo afrendur til íþrótta, að á skautum lék hann sér að því að rista nafn sitt í ísinn á fljúgandi ferð. Svo var hann og frár, segir Gísli, að menn léku það, að leggja mestu gæðingum móti honum á svelli, en enginn var sá færleikur um Húnaþing eða Skagafjörð sem við honum hafði. Ef ísleifur Jóhannesson frá Breiðavaði hefði aðeins verið hvatur til fótanna, hefði honum margt mátt fyrirgefast. En því mið- ur var hvatleikur hans engu síður til kvenna, eða þá linleikur þeirra, er þær litu þennan fræknlega og fagra mann. Nóg gerði hann af sér í þeim venerisku sökum meðan hann reið frjáls og prúðbúinn um sveitir og tók sér til snöggs fylgi- lags jafnt ráðsettar konur sem yngisjómfrúr. En ekki breyttist það atferli hans þegar Ólsen var loks búinn að koma honum í varðhald hjá sér á Þingeyrum. Á þeim skamma tíma fram að staðfestingu dómsins gerði hann börn tveimur velættuðum stúlkum á sjálfu heim- ili þessa konunglega umboðs- manns. Og þegar hann var út af þessu með mesta hraði færður í fangagæzlu út á Höfða á Skaga- strönd, til Jens Styesens kaup- manns, að bíða þar skips, þá gekk eiginkona kaupmannsins úr rúmi og lá með refsifanganum í afhýsi hans jafnt um daga sem nætur. Eftir að ísleifi arrestant varð loks komið í skip, sagði madame Styesen upp sinni hjúskaparvist. Eftir mikla bréflega emjan þeirra prófossanna í Bláturnstukthúsi út af þessum manni, sem labbaði sig upp í bæinn þegar hann átti að kljúfa grjót og lagði utan alls réttar lag sitt við eiginkonu eins músík- prófessors þar í grennd, þá var loks litið til þeirra í miskunn og náð: Fanginn Johannessen skyldi flytja í Rasphúsið á Kristjánshöfn í tilhlýðilegum járnum, en til þess dags skyldi vista hann með öðrum hlekkjaþrælum í Stokkhúsinu við Austurvegg. f Þrælarullu Stokkhússins er ís- leifur Jóhannesson skrifaður inn þann 11. október 1824, og honum er fengið fanganúmerið 409. Þar er sérstaklega tekið fram, að hann skuli vera undir „Stræng Bevogtn- ing“; hann sé fæddur á íslandi, nú 37 ára gamall, og síðan er honum þannig lýst: Hann er „middel af Wæxt, proportioneret af Lemmer og Bygning, har meget blondt Ha- ar og blaae Öjne“, hvað útleggst þannig á vora tungu, að hann sé meðalmaður, svari sér vel um lík- am og limi, sé mjög ljóshærður og með blá augu. Þann tilstefnda dag, sem var bjartur um loftið, en með byljóttu hvassviðri, sóttu Bláturnsvaktarar hann í Stokkhúsið, og undir mflit- erstjórn yfirprófossins voru lögð á hann járn, lífgjörð, fótajárn, og milli þeirra hlekkjafesti með fjög- urra líspunda lóði eða 32 kflóum í nútíðarvigt. Það undarlega var, að þessi illræmdi arrestant Johannes- sen veitti alls enga mótspyrnu, heldur hjálpaði þeim fremur en hitt að kom þessu jámadóti fyrir. Og þá hófst gangan. f þann tíma, svo sem sjá má af teikningum, var Langabrú mjó og löng trébrú, með brjósthæðarháu trévirki beggja vegna. Og út á þessa brú, áleiðis á Kristjánshöfn og í Rasphús, hélt nú fylkingin með fangann milli sín. Hann dró ekki boltann þunga, heldur hélt honum upp á festinni með vinstri hendi. Og nú gerist það sem lýst er í fréttabréfi til Ól- afs prófasts Sívertsens í Flatey. Þar segir frá því, að skyndilega hafi fanginn ísleifur lyft lóðinu í brjósthæð, og án nokkurs tilstökks lyft sér yfir brjóstriðið og horfið vökturum sínum með einu skvampi niður í miðja Suðurhöfn. Síðan huldi vindgáran allt. Margt er það sem verður að sögu í fangelsi, að þjóðsögu. En sú saga var lengi síðan sögð í Bláturns- fangelsi, að skransali í Kálfabúð- um hefði nokkru síðar falboðið hlekkjafesti með fjögurra lífspunda jámbolta, græna nokkuð af þangi, sem veidd var upp úr höfninni. Þar vantaði ekkert á, hvorki lífgjörð né fótajárn; það vantaði aleina líkið sem í þessum kengjum átti að hanga. Björn Th. Björnsson: Úr plógfari Gefjunar. Tólf íslendingaþættir. Mál og menning 1996. Verö: 2.980 krónur. Gyrðir EKasson Græðarinn Tíminn — hanner undarlegur náungi Hann gengur um með grösin sín í poka um öxl og leggur við djúp sár Janúarblómstur, febrúarlilju, marsklukku, aprílurt, maígresi - Alltaf sömu jurtimar aítur og aítur Og kuflinn hans er ofinn á vM úr ljósum ogdökkum þráðum Ljóftið er nýrri bók Gyrftis Elíassonar, Indíánasumar, sem Mál og menning gefur út. Þótt Gyrðir sé ungur aft árum, fæddur 1962, er langt síftan hann öftlaftist vift- urkenningu sem eitt fremsta og eftirtektarverftasta skáld þjóðarinnar.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.