Alþýðublaðið - 28.11.1996, Síða 6
6
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
a
FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1996
■ Lottóið á 10 ára afmæli um þessar mundir og af því tilefni fá allir sem kaupa tíu raða seðil elleftu röðina í
kaupbæti. Um síðustu helgi vann maður nokkur eina milljón króna á slíka gjafaröð. Vilhjálmur B. Vilhjálmsson
framkvæmdastjóri íslenskrar getspár segir lottóvinningana oft hafa lent þar sem þeirra var mest þörf
Enginn veit í hvaða kassa
næsti vinningur leynist
Vilhjálmur B. Vilhjálmsson: Öll þjóðin vinnur í Lottóinu með einum eða öðrum hætti. Mynd: E. ói.
Frá því að Lottóið hóf göngu sína
hér á landi fyrir 10 árum hafa 400
manns unnið eina milljón eða meira
með þátttöku í Lottóinu. Vinningshaf-
ar eru samtals um þtjár milljónir tals-
ins og heildarupphæð vinninga liðlega
3,4 milljarðar króna. I tilefni af 10 ára
afmælinu fá allir sem kaupa 10 raða
seðil elleftu röðina til viðbótar sem af-
mælisgjöf. Um síðustu helgi var auka-
útdráttur í Lottóinu þar sem tveir
vinningshafar fengu eina milljón
króna hvor. Annar þeirra vann þá upp-
hæð á röðina sem hann fékk gefins
með 10 raða seðli og má segja að þar
hafi verið um höfðinglega gjöf að
ræða.
Það er íslensk getspá sem annast
rekstur Lottósins, en þeir aðilar sem
standa að Lottóinu eru Iþróttasam-
bandið, Öryrkjabandalagið og Ung-
mennafélag íslands. Vilhjálmur B.
Vilhjálmsson hefur verið fram-
kvæmdastjóri íslenskrar getspár frá
upphafi og í tilefni afmælisins ræddi
Alþýðublaðið við Vilhjálm um starf-
semi Lottósins. Það lá beinast við að
spytja Vilhjálm hvort hann væri einn
af þessum 400 milljónamæringum
Lottósins.
Hugboð skilaði vinningi
,J4ei, nei. Það er af og frá. Ég hef
aldrei verið með fleiri en þrjár tölur
réttar,“ svaraði Vilhjálmur. Honum
var synilega skemmt yfir spuming-
unni og bætti við: „Minn túni er ekki
kominn!“.
Velur fólk sér tölur eftir ein-
hverju ákveðnu kerfi þegar það
kaupir miða?
„Sumir gera það. Til dæmis eru af-
mælisdagar mikið notaðir við að velja
tölur og aðrir velja tölur sem það
dreymir eða samkvæmt hugboði. Þá
em dæmi þess að fólk sem búið er að
kaupa lottómiða fái sterkt hugboð um
að fara og kaupa miða til viðbótar. Ég
man eftir dæmi um mann sem var bú-
inn að kaupa miða, en fékk það síðan
á tilfinninguna að hann ætti að kaupa
miða til viðbótar. Hann sneri við,
keypti miða og vann dijúga upphæð á
hann. Það er sitthvað af þessu tagi sem
kemur uppá annað slagið og dæmi um
að það hafi haft vinninga í för með
sér.“
En er ekki meira um það að fólk
láti kylfu ráða kasti og kaupi sjálf-
valsmiða?
,JÚ, það er rétt. Það lætur nærri að
70 til 75 prósent af sölunni fari fram
með sjálfvali. Engu að síður hafa
margir gaman af því að velta fyrir sér
tölum. Til dæmis er það ekki óalgengt
að fólk biðji um upplýsingar um
hvaða tölur hafa oftast komið upp í út-
dráttum og við veitum fúslega þær
upplýsingar."
Svona bara okkar á milli. Er ekki
hægt að læra á þetta kerfí með ein-
hverjum hætti og krækja í einn
stórann?
„Nei, það er ekki hægt. Algjör til-
viljun ræður hvaða tölur koma upp
hveiju sinni. En ég gæti ímyndað mér
að stærðfræðingar hugsuðu sem svo,
að þær tölur sem sjaldnast hafa komið
upp væru hugsanlega þær tölur sem
hljóta að fara að koma. En á vissum
tímum eru alltaf einhveijar tölur langt
fyrir ofan og aðrar langt fyrir neðan
meðaltalið. Við erum mjög gætnir
með öll okkar gögn sem notuð eru við
útdrætti. Dregið er undir eftirhti full-
trúa dómsmálaráðuneytis og fulltrúa
stjórnar Islenskrar getspár. Allt fer
þetta því fram undir nákvæmu eftirliti
og fært til bókar."
Með fjórðung markaðarins
Frá því Lottóið var stofnað hefur
orðið mikil breyting á þessum
markaði og samkeppni aukist. Hef-
ur það ekki bitnað á ykkur?
„Fljótt eftir að Lottóið hóf göngu
sína byrjuðu skafmiðahappdrætti og
sum þeirra vora rekin með góðum ár-
angri, en öðram vegnaði miður. Það
hafa líka komið sjónvarpsleikir og
skjáleikir auk alls annars. Þetta hefur
haft einhver áhrif okkar sölu, en engu
að síður eram við með um 23 prósent
af markaðinum eftir því sem við vit-
um best. Það er talið að þessi happ-
drættis- og leikjamarkaður velti um
frmm milljörðum króna á ári. Lottóið
fékk fljúgandi start í upphafi og það
forskot hefur dugað okkur vel. Lottóið
byijaði með 5/32 en var síðan beytt í
5/38 til að ná hærri fyrsta vinningi.
Frá upphafi Lottó 5/38 nemur salan
■ Ákall um hjálp frá Amnesty International
um rannsókn á dularfullum dauða í Ástralíu
Hvað kom fyrir Stephen Wardle?
I júni 1996 lagði þingnefnd til að
óhlutdræg rannsókn yrði gerð á
óleystum spurningum um dauða
Stephen Wardle á meðan hann var í
varðhaldi og einnig ásökunum fjöl-
skyldu hans um stöðuga áreitni lög-
reglunnar í kjölfar dauða hans.
Stephen Wardle var handtekinn
vegna gruns um ölvun við akstur og
var haldið 1. febrúar 1988 yfir nótt í
varðhaldi án ákæru í fangaklefa í
borginni Perth. Lögreglan tilkynnti
enga sjáanlega áverka á honum.
Klukkan 5.05 næsta morgun fannst
lík hans í klefa með greinilega
áverka eftir harkalegar líkamsmeið-
ingar, áberandi marbletti, bólgur og
skrámur. Amnesty International ótt-
ast að Stephen Wardle hafi sætt illri
meðferð í varðhaldi og hefur fengið
upplýsingar sem vekja efasemdir
um nákvæman tíma og orsakir
dauða hans. Árið 1989 kom í Ijós
eftir réttarrannsókn dánardómstjóra
að Stephen Wardle hafi látist af
völdum eituráhrifa lyfja sem hann
fékk samkvæmt lyfseðli og áfengis,
og að honum hafi ekki verið sinnt
sem gerði illt verra. Dánardómstjór-
inn rakst einnig á þó nokkuð mis-
ræmi í sönnunargögnum og sagði
að mörgum spurningum væri
ósvarað þar sem allir lögreglu-
mennirnir, sautján talsins, sem voru
á vakt nóttina sem hann dó, neituðu
að svara spurningum meðan á
rannsókn stóð.
Frá því að rannsókn málsins hófst
hefur fjölskyldan verið undir smásjá
lögreglunnar. Fjölmargar smávægi-
legar ákærur hafa verið settar fram
á Ray Tilbury, stjúpföður Stephen
Wardle, en þær hafa flestar verið
dregnar til baka. Frá því í ágúst 1994
hafa vopnaðir óeinkennisklæddir
lögreglumenn gert fjórar skyndileg-
ar innrásir í húsakynni fjölskyldunn-
ar sem hafa allar verið álitnar sem
áreitni og ógnun.
Vinsamlega skrifið kurteislega
orðuð bréf og biðjið um sjálfstæða
óhlutdræga rannsókn á dauða
Stephen Wardle og á meintri áreitni
lögreglunnar á foreldra hans. Bréfið
mætti orða með eftirfarandi hætti:
„I am supporting calls for an
independent judical inquiry into
the death of Stephen Wardle
and into alleged police harass-
ment of his parents."
Heimilisfang:
The Hon Richard Court, MLA
Premier of Western Australia
Office of the Premier and Cabinet
197 St George's Terrace
Perth 6000
Australía
tæplega 8,6 milljörðum króna.“
Hvenær bættist svo Víkingalottó-
ið við?
„Það var í mars 1993. Það má segja
að Víkingalottóið sé í ákveðinni sam-
keppni við Lottó 5/38 og höfði meira
til hluta þess hóps sem leitar sérstak-
lega eftir stóra vinningnum. Heildar-
sala í Víkir.glottóinu hér frá 1993 er
liðlega einn milljarður króna og rúm-
lega 377 milljónir hafa farið í greiðslu
vinninga. Vinningar í Lottó og Vík-
ingalottó eru 40 prósent af heildar-
sölu.“
Þjóðin vinnur öll
Þegar dregið er í Lottóinu á laugar-
dagskvöldum situr fólk spennt fyrir
framan Sjónvarpið og allir vona auð-
vitað að hæsti vinningurinp falii þeint
í skaut.' En það getá ékki allir iitinið óg
því era margir sem sitja uppi með sárt
ennið. Þeir geta hins vegar huggað sig
við það, að peningum þeim sem varið
var til miðakaupa er ekki kastað á glæ.
Frá upphafi Lottó 5/38 hefur ÍSf feng-
ið nær 1,3 milljarða í sinn hlut, Ör-
yrkjabandalagið yftr einn milljarð og
UMFÍ 360 milljónir króna. Þessi
skipting er í samræmi við eignarhluti
samtakanna.
Vilhjálmur segir að samstarfið í ís-
lenskri getspá hafi verið mjög farsælt.
„Tekjur af Lottóinu hafa skilað sér
út um allt þjóðfélajgið ög syo sannar-
légá geft irtf jsjágn.‘TÍf'd;eihN"éi''Öf-
yrkjabandalagið búið að kaupa 259
íbúðir fyrir tekjur af Lottóinu og það
munar um minna. Þá gefur auga leið
að tekjur íþróttasambands íslands og
Ungmennafélags íslands af Lottóinu
hefur haft heillavænlega áhrif um land
allt. Það má því segja að þjóðin vinni
öll í Lottóinu með einum eða öðram
hætti,“ sagði Vilhjálmur.
Við upphaf Lottósins fékk enginn
fyrsta vinning í fyrsta útdrættinum.
Þegar tvöfaldur vinningur var dreginn
út næsta laugardag hreppti ung ekkja á
Akureyri vinninginn og óhætt að full-
yrða að hann hafi lent á réttum 'stað.
Vinningar era skattftjálsir.
Er hægt að treysta því að þið seg-
ið ekki frá því hverjir fá vinninga,
ef fólk vill halda því leyndu?
„Já, það má alveg treysta því. Við
gætum þess að halda trúnaði við vinn-
ingshafa. Vissulega reynið þið blaða-
menn stundum að kreista út upplýs-
ingar uni vinningshafa, en þeir sem
vinna í Lottóinu ráða því algjörlega
hvort þeir vilja koma fram eða ekki.
Þetta er eins á öðram Norðurlöndum,
en í Bandaríkjunum og víðar er þessu
öðru vísi varið. Um leið og vinnings-
hafi í Ameríku kvittar aftan á miðann
heimilar hann myndatökur og að veitt-
ar verði upplýsingar um hann opinber-
lega. Vinningar í Lottóinu hér nema
ekki þeim rosaupphæðum sem tíðkast
hjá stórþjóðum, sem betur fer vil ég
segja. Þó hefur vinningshafi í Víkin-
glottóinu hér fengið tæpar 40 milljónir
króna og það er vissulega dágóð upp-
hæð. En þótt við gefum ekki upp
hverjir vinna í Lottóinu þá get ég sagt
að við vitum ótal dæmi þess að fólk
sem þurfti mjög á því að halda hefuf
fengið vinning og slíkt er alltaf
ánægjulegt."
En er eitthvað hæft í því að sama
fólkið vinni hvað eftir annað í Lot-
tóinu?
„Ég veit um eitt dæmi þess að sami
maðurinn hafi fengið fyrsta vinning
tvisvar sinnum. Hins vegar geta ýmsir
verið með þrjár eða íjórar réttar tölur
af og til, en vinningar dreifast út urn
allt landi. Miðar eru seldir í samtals
rúmlega 200 sölustöðum og enginn
veit í hvaða kassa næsti vinningur
leynist," sagði Vilhjálmur B. Vil-
hjálmsson.