Alþýðublaðið - 29.11.1996, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1996
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
3
s k o ð a n
Engin?
Hr. Ragnar Árnson, prófessor í
fiskihagfræði, segir í erindi á að-
alfundi LÍU, að „engin knýjandi rök
séu fyrir veiðileyfagjaldi", samkvæmt
fréttagrein í Morgunblaðinu hinn 2.
nóvember síðastliðinn. Þetta þykja
mér hörð orð gegn okkur, sem viljum
að einkaleyfisgróðinn af kvótunum -
að minnsta kosti að einhveiju leyti -
renni til þjóðarinnar allrar, þar sem
hún telur sig eiga aðgengið að miðun-
um, og þarf peninganna með vegna
ungra og gamalla, sjúkra og fátækra,
vegna skóla, sjúkrahúsa og elliheimila
og margs annars. Ég ætla því að end-
urtaka lýsingu á kjama málsins.
Ríkisvaldið telur nauðsynlegt að
takmarka veiðamar vegna ofveiði sem
hótar útrýmingu fiskistofnanna. Á
grundvelli lagaákvæða em leyfi til
veiða gefin út til útgerðarmanna, ein-
staklinga og félaga, kvótar. Þessir að-
ilar fá kvóta fyrir takmörkuðu magni -
ókeypis. Eins ,og ffamleiðendur eggja
og mjólkur, svo og margir fleiri, vita
svo vel, þá leiðir svona takmörkun á
framieiðslu og framboði til hærra
verðs vörunnar. Fiskverð fór því fljótt
hækkandi.
Fljótlega fór að bera á því, að sumir
útgerðamienn vildu losna frá veiðun-
um. Þeir vildu losna við kvótann og
að aðrir vildu gjaman fá hann, og vom
reiðubúnir að greiða fyrir hann, það er
að segja, að þeir vildu kaupa ágóðann
sem hann boðaði. Það myndaðist
markaður fyrir kvótana. Kvótarnir,
sem útgerðarmennimir höfðu fengið
ókeypis, voru þ^r með orðnir að
markaðsvöru, vöm sem hefir farið ört
hækkandi í verði. í sem skemmstu
máli sagt, þeir urðu fljótt milljarða-
verðmæti.
Þama kom í ljós alvarlegt gat í lög-
unum. Utgerðarmennimir höfðu feng-
ið kvótana ókeypis. Þeim höfðu verið
afhent milljarðaverðmæti ókeypis.
Auðvitað hefði þurft að hafa ákvæði í
lögum þess efnis, að kvótunum skyldi
skilað, þegar þeirra væri ekki legur
þörf. Þetta hefði verið lágmarks var-
úðarráðstöfun. Þessi viðbrögð útgerð-
armanna gætu stafað af margvíslegum
orsökum: Fráfall útgerðarmanns, fyr-
irtæki hætti rekstri, eða hætti notkun
kvótans af enn öðrum ástæðum. Þetta
eina atriði gæti Alþingi lagfært á einni
eða tveimur ícvöidstundum.
Verzlun með kvótana sýndi líka
annað. Fyrst hægt var að greiða allan
útgerðarkostnaðinn og andvirði hins
aðkeypta kvóta að auki, þá var and-
virði kvótans ekki partur af útgerðar-
kostnaðinum, heldur einokunargróði,
hliðstæður því sem ég hefi kallað
mannvirkjarentu í grein minni Gull-
kranamir. Ragnar kallar þetta auð-
Iindarentu, en hann vill að hún renni
til útgerðarinnar, þótt hún sé sköpuð
með ráðstöfunum ríkisvaldsins einum,
og því.með réttu eign alirar þjóðarinn-
ar, vor allra._
Ragnar telur „fráleitt að útgerðin
hagnýti auðlindarrentuna illa“. Þetta
er víst eina atriðið, þar sem ég er alveg
sammálá Ragnari. Menn sem hafa
Satt að segja finnst mér skræiingjabragur á þvf, að
kjörnir valdsmenn þjóðarinnar skuii gefa litlum hópi
manna milijarða, um leið og þeir skera niður framlög
til lýðhjálpar og menningarmála.
miklar tekjur, vel eða illa fengnar, fara
ekki endilega illa með peninga, þótt
ég hafi aldrei heyrt þessa röksemd
færða til tekna Mafíunni, né séð hana
boðaða í hagfræði.
Einkaleyfisgróðinn, eða einokunar-
gróðinn, hvað svo sem menn vilja
kalla hann, þessi sem útgerðarmenn-
imir fá gefins hjá fulltrúa okkar allra,
ríkisvaldinu, á auðvitað með réttu að
renna til þjóðarinnar, hennar þarfa og
nauðsynja. Það er furðulegt að hægt
skuli að þyrla upp fúkyrðamoldvirði,
eins og stundum er gert, um jafn aug-
ljósa og sjálfsagða ráðatöfun, nú þegar
við öll erum orðin reynslunni ríkari,
og að einn hagfræðilærður prófessor
skuli leggja nafn sitt við svoleiðis
boðskap.
Satt að segja finnst mér skrælingja-
bragur á því, að kjörnir valdsmenn
þjóðarinnar skuli gefa litlum hópi
manna milljarða, um leið og þeir skera
niður framlög til lýðhjálpar og menn-
ingarmála.
Að því er varðar gjaldið, sem nauð-
synlegt er að leggja á, álít ég að fara
eigi hófsamlega af stað. Ég sé í Morg-
unblaðinu hinn 6. nóvember síðasthð-
inn að markaðsverð á varanlegum
kvóta hefir hækkað frá 15. september
1995 til 15. september 1996, það er að
segja á einu ári, á þorski úr 460 krónur
á kíló í 680 krónur, á síld úr 20 krón-
um á kíló í 70 krónur, og á loðnu úr
55 krónun á kíló í 85 krónur á kíló.
Það er því augljóst, að um risavaxnar
upphæðir er að ræða, og um leið að
útilokað er að þjóðin geti sætt sig við
þetta ástand öllu lengur. Fyrr eða síðar
hlýtur hún að draga yfirvöldin til
ábyrgðar.
Ég geri hér með eftirfarandi tillög-
ur, sem framkvæmdar yrðu efitir nauð-
synlegar lagabreytingar.
1. Kvótinn verði ekki framseljan-
legur. Hvenær sem kvóti er ekki í
notkun, skal tilkynna það yfirvöldum,
réttara sagt, honum skilað um
skemmri eða lengri tíma. Útgerðar-
maðurinn fær svo kvótann endumýj-
aðan, þegar hann ætlar að nota hann.
Hann gæti þannig skilað kvótanum
um ákveðinn tíma, til dæmis í allt að
þremur árum. Hætti hann í útgerð, þá
hverfur kvótinn með öllu til yfirvald-
anna.
2. f gamla daga taldist fiskur undir
18 tommum undirmálsfiskur og var
verðfelldur. Oftast var þessi fiskur
flattur í labra, og var þá útflutnings-
skorinn frá, og notaður í heimilið.
Undirmálsfiskur reiknist ekki kvóta-
fiskur. Þetta ákvæði byggir auðvitað á
þeirri skoðun, að sjómannastéttin hagi
sér eins og andlega heilbrigðir menn,
og leggist ekki í smáfiskveiðar.
Samt kallar þessi ráðstöfun á eftirlit
og strangar refsingar.
3. í þriðja lagi legg ég til, að lagt
verði gjald á afla veiddum undir
kvóta. Gjaldið verði í byijun 10 krón-
ur á klló af þorski, og tilheyrandi gjald
af öðrum fisktegundum, og þá miðað
við verðmæti þeirra.
Ég legg þessar tillögur fram, þrátt
fyrir skort á „knýjandi rökum“. En
mér verður hugsað til geðveikisjúk-
linganna, sem ráfa umhirðulausir á
götunum, og hinna löngu biðraða
þeirra sem bíða eftir kraftaverkum
læknanna. Sumir bíða eftir hjartaað-
gerðum, aðrir eftir nýjum mjaðmalið
eða liðum, svo eitthvað sé nefnt. Þetta
eru auðvitað ekki „knýjandi" hlutir,
ekki fyrr en maður á sjálfur í hlut. Ég
segi þetta þótt ég sé ekki sjálfur á
neinum þessara biðlista.
Hve lengi getur þjóðin þurft að bíða
eftir knýjandi lausn þessa máls? Ég er
búinn að bíða í tvö ár eftir aðgerðinni,
sagði leigubílsstjórinn við mig. Hann
vantaði illa nýja mjöðm. ■
Garðar Véstéinsson deild-
arstjóri: Já, það ætla ég að
gera. Við munum vinna þann
leik með tveggja marka mun.
Steindór Haraldsson hót-
elstjóri: Já, það gera allir viti
bomir íslendingar. Þeir munu
sigra naumlega, með eins
marks mun.
Anna Metta Rassmussen
heimasæta: Já, ég vona að
Danir vinni. En ég held því
miður að íslendingar séu bara
betri
Bryndís Loftsdóttir versl-
unarmaður: Hvaða leik?
Alexandra Klonowski: Já,
auðvitað. Við vinnum 23-21.
JÓN ÓSKAR
v i t i m e n n
Perulaga konur þurfa
síður að óttast um heilsuna.
Fyrirsögn í DT. Til hamingju, perur.
Einu sinni voru tröll í íslenskum
fjöllum. Nú fara menn þangað á
vélsleðum og sjá þau ekki.
Nú eru til geimverur í staðinn.
Tröll eru ekki nógu hátæknileg
fyrir nútímann.
Ármann Jakobsson í DV í gær.
Hitinn hefur að minnsta
kosti ekki minnkað eftir
flokksþingið.
Hjálmar Árnason þingmaöur Framsóknar
um ástandiö á stjórnarheimilinu vegna
LÍN-málsins. DV
Ríkisstjórnin er jafn ósnertanieg
og kommúnísku valdhafarnir áður
og á ekkert skylt við lýðræði.
Alexander Sozhenítsyn segir rússneskum
valdhöfum til syndanna. Mogginn
Frelsi er einkunnarorð
nútímans. Frelsi til athafna,
frelsi til að græða, frelsi til að
halda framhjá, frelsi til að vera
ekki í félagi, frelsi frá krakkaorm-
unum, frelsi til að eyðileggja
heilsuna, frelsi til að steypa sér í
skuldir og frelsi til að velja sér
kyn maka síns er aðeins agnarlít-
ið sýnishorn af þeirri miklu frefs-
isflóru sem grær og dafnar í lífs-
mynstrinu sem umlykur okkur.
Oddur Ólafsson bregst ekki frekar
en fyrri daginn. DT í gær.
í heildina hefur fsiensk
barnabókaútgáfa auðgast veru-
lega við að fá þessa bók.
Hún á varla sinn iíka hvað snertir
málfar, stíl og frásögn.
Sigrún Klara Hannesdóttir í ritdómi
í Mogganum um barnabók Vigdísar
Grímsdóttur, Gauti vinur minn.
smáa letrið
Ulfurinn kom
að ömmu Rauðhettu þar sem hún lá í
rúminu fárveik. Hann miðaði á hana
byssu, glennti upp ginið og sagði:
„Peningana eða lífið.“ Amman reisti
sig upp öskureið og sagði: „Fíflið þitt.
Þú átt að éta mig eins og stendur í
sögumii.“
Brandari sem gengur á meðal skóla-
fcoma í Reykjavík og Alþýöublaðiö
heyrði á skotspónum.