Alþýðublaðið - 29.11.1996, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 29.11.1996, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1996 STARFSMANNAHÓPAR KLÚBBAR OG KLÍKUR VINIR OG VANDAMENN Einstaklingar og hópar: Gleðjist á ASKI fyrir þessi jól! Létt andrúmsloft, Ijúffengir réttir og safaríkar steikur. Allt gott í mat og drykk. - Þetta er málið í ár. Ahersla á Ijúffengan og vel samsettan matseðil. Iforrétt geturðu valið: SILDARPLATTI, 3 tegundir afúrvalssíld með brauði eða HREINDÝRAPATÉ sœlkerans með Waldorfsalati og bláberjahlaupi. Aðalréttur, stórsteikur að eigin vali: Ofnsteikt kalkúnabringa KENTUCKY TURKEY, I.flokks amerískur kalkúnn með salvíakryddaðri pecanhnetufyllingu, heimalagaðri trönuberjasultu, sherrybœttri rjómasósu og sætum kartöflum. eða Ijúffeng PÖRUSTEIK, svínaflesk með rauðkáli, Dijonsinnepssósu og sykurbrúnuðum kartöflum. eða Glóðarsteikt grœnpiparmarinerað NAUTAFILÉ, safaríkt og mjúkt, með ekta Bernaisesósu, ofnbökuðum kartöflum, spergilkáli og fylltri papriku. Eftirréttur: RIS A'LA MANDE með rjómakaramellusósu eða súkkulaðihjúpuð PIPARMINTUOSTATERTA, „After Eight“ með kirsuberjasósu. Þessi glæsilegi matseðill fyrir aðeins 1.8601- (dag, tfauW * aítíflva- ASKUR Suðurlandsbraut 4 ÓSKASTAÐURINN FYRIR JÓLIN ■ Haraldur Jóhannsson hagfræðinc Ragnar Þorsteinsson kennara, ser en trúir á kommúnismann Ennþá rai ofan í tær -enn ég Ragnar, varst þú enn ókvœntur maður þegar þú laukst prófi úr Kenn- araskólanum vorið 1938? Já, ég og kona mín settum upp hringana 1. maí 1938, sama dag og ég útskrifaðist úr skólanum. Við bjugg- um svo í óvígðri sambúð þar til á jól- um 1965. Hún heitir Sigurlaug Stef- ánsdóttir frá Smyrlabergi, sem er skammt frá Blönduósi. Við eignuð- umst níu börn en eitt þeirra fórst af slysförum á ungra aldri. Við eigum því átta uppkomin böm. Hófstu kennslu um haustið 1938? Já, á Skagaströnd við unglingaskóla sem var að taka ttl starfa. Við leigðum hjá tengdamóður minni. Ég átti þar margt skyldfólk og nemendur voru fimmtán. Ég var eini kennarinn og varð að kenna þeim öll fög. Kenndir þú lengi þar?ðsins tvö ár. Sumarið 1940, skömmu eftir hemám- ið, kom þangað breskur herflokkur og settist að í húsnæði skólans. Skólinn var þá lagður niður. Þegar Bretarnir fóru komu bandarískir hermenn í þeirra stað. Hvert lá þá leið þín? Ég var vestur í Dölum í fjögur ár, vann á skrifstofu hjá Kaupfélagi Hvammsfjarðar á vetrum, en var í vegavinnu á sumrin. En haustið 1945 byijaði ég kennslu við bamaskóla og framhaldsskóla í Ólafsfirði og kenndi þar til ársins 1956 að undanskildu einu ári er ég var berklasjúklingur á Krist- neshæli. Þegar ég kom til Ólafsfjarðar var staðurinn ekki í vegasambandi við umheiminn. Vegurinn úr Fljótum í Skagafirði var ekki til og engum datt í hug að hægt yrði að leggja veg um Ól- afsljarðarmúla inn í Eyjaíjörð. Við fluttum búslóð okkar með vömbíl vestan úr Dölum til Akureyrar og fórum svo með flóabátnum Drangi til Ólafsfjarðar næsta dag. Þá hafði Ólafsíjörður nýlega fengið bæjarrétt- indi og íbúar voru þá hátt á níunda hundrað. Heilræði Halldórs Laxness Starfaðir þú nokkuð t verkalýðsfé- laginu á staðnum? Já, ég var um skeið formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Ólafs- Qarðar og fulltrúi þess á Alþýðusam- bandsþingi í Reykjavfk. Þá var það ár- ið 1952 að verkalýðsfélög í Ráðstjóm- amkjunum buðu þangað tíu formönn- um verkalýðsfélaga á íslandi og ég var einn þeirra sem valdist ttl fararinn- ar. Áður en við lögðum upp var okkur boðið í móttöku í sovéska sendiráð- inu, en hittumst fyrst heima hjá ICristni E. Andréssyni og spjölluðum saman um hina væntanlegu ferð okk- ar. Einn gesta þar bauð mér far þaðan í jeppa sínum til sendiráðsins. Það var Halldór Kiljan Laxness. Ég lét þess getið að til útlanda hefði ég aldrei far- ið. Þá sagði Halldór við mig: „Þegar þú kemur í stórborg erlendis verður þú hrifinn, svo hrifinn að þú heldur að þú getir aldrei gleymt henni. Þar skjátlast þér. Hver stórborg er annari lík. Ef þú upplifir eitthvað í stórborg þá skrifaðu það hjá þér, skrifaðu á hverjum degi hjá þér það sem gerist. Þú munt aldrei dái Stalín skrifa of mikið, að öðmm kosti rennur allt saman og þú manst ekki hvað gerðist í þessari borg eða hinni.“ Hvað segirþú mérafferðinni?" Við vorum á Rauða torginu í Moskvu 1. maí 1952. Þá sá ég félaga Stalín í lifanda lífi. Þetta var í síðasta skiptið sem hann mætti á Rauða torg- inu 1. maí. Hann dó í mars árið eftir. Frá Moskvu fómm við til Úkraínu og síðan suður á Krímskaga til Jalta, þar sem hin fræga ráðstefna Stalíns, Roosevelts og Churchills var haldin 1945. Ferðin stóð í mánuð og var mér ógleymanleg. Fórstu að ráðum Halldórs Lax- ness? Ég skrifaði talsvert upp á kvöldin, en það er allt á lausum blöðum. Þetta var heillaráð. , ■ Sáuð þið eiin mikil umnierki eftir styrjöldina? Rústir sáum við víða, enda þótt uppbyggingin virtist ganga vel. í Kiev var okkur sýnd aðalgata borgarinnar þar sem allt var í rústum, en þá hafði verið ákveðið að breikka hana um helming. En svo við hverfum aftur til Ólafs- fjarðar, hvað segir þú mér af barna- skólanum þar? Skólinn var tvískiptur, bamaskóli og unglingaskóli, sem heyrðu undir einn og sama skólastjórann, Sigurstein Magnússon. Kennt var í gömlu skóla- húsi þegar ég kom að skólanum, en það var löngu orðið allt of lítið. Nýtt og stórt skólahús var svo vígt 1949. Nemendur vom nálægt tvö hundruð á þessum ámm. Viltu geta samkennara? Kennarar koma og fara. Auk Sigur- steins kenndi Björn Stefánsson við skólann þegar ég kom að honum. Hann var ífá Héðinsfirði, sem þá var fyrir löngu kominn í eyði. Sigurður óuðmundsson frá Hvanneyri kom að skólanum 1951, en hætti árið 1956 um leið og ég. Ári síðar hóf Bima Frið- geirsdóttir kennslu. Hún er frá Raufar- höfn. Hún giftist í Ólafsfirði og býr þar enn. Skólasystir hennar, Auður Jónasdóttir, var um tíma íþróttakenn- ari við skólann. Þá kenndi Auðunn Bragi Sveinsson þama einn eða tvo vetur. Hvað tókvið 1956? Þá fór ég að Héraðsskólanum að Reykjum í Hrútafirði og kenndi þar í sautján ár. Það var erilsamt starf. Um- sjón með heimavist nemenda var skipt niður á kennara. Ég bjó í einskonar viðbyggingu við skólahúsið á efri hæð, en á neðri hæðinni vom herbergi nemenda þar sem um það bil þijátíu strákar bjuggu. Þeirra vegna þurftt ég að vera ttltækur nótt sem dag að segja má. Nemendur vom flestir Húnvetn- ingar eða Strandamenn. Tvisvar eða þrisvar á vetri fengu þeir langt helgar- frí til að halda heim til sín, en alltaf vom nokkrir um kyrrt í heimavistinni. Þá þurfti ég enn að vera í kallfæri. Áfengisbann sniðgengið Voru kennarar margir? Að með töldum skólastjóranum, Ólafi H. Kristjánssyni frá Þambárvöll- um í Bitm, vomm við fjórir. Ólafur

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.