Alþýðublaðið - 29.11.1996, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 29.11.1996, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1996 ALÞÝÐUBLAÐIÐ a 5 I ur ræðir við n safnar biblíum var einn af þeim sem átti þátt í upp- þotinu gegn Halldóri Júlíussyni, sýslu- manni fyrrum daga. Ólafur þótti nokk- uð strangur, en ekki um of og átti virðingu nemenda. A hverju hausti sagði hann nemendum að reykingar og neysla áfengis væru bönnuð í skól- anum. Til þess að fylgja því banni eft- ir, lét hann nemendur opna pakka ein- stöku sinnum sem þeim voru sendir. Þá skoðuðu skólastjóri og einn kenn- ari innihaldið. Var mikið um upptöku tóbaks og áfengis? Nei, ég varð aldrei var við það. En mörgum árum síðar sagði kunningi mirrn frá Búðardal hvernig hann hefði sniðgengið bannið. Hann skrifaði vini sínum í Reykjavík og bað hann að senda sér rommflösku. Hugði hann, ásamt félaga sínum, að gera sér glaðan dag að loknu landsprófi. Síðan kom stærðar pappakassi með áætlunarbíln- um, vel merktur og líka var skrifað á kassann: „Gangi þér vel í prófinu, elsku Steini minn, þín mamma.“ Auð- vitað var ekki hróflað við þessum kassa. Fluttir þú til Reykjavíkur þegar þú hcettir kennslu við Héraðsskólann á Reykjum? Já, það var haustið 1973, en þá kenndi ég næsta vetur á Kjalamesi, ég var þar í forföllum skólastjórans á Klébergi, en hann varð fyrir bíl og slasaðist illa daginn áður en hann átti að setja skólann. Þú hefurþýtt eitthvað afbókum? Já, ég hef þýtt 15 skáldsögur og eitt leikrit. Aðeins tvær sögur hafa verið gefnar út, hinar vom allar framhalds- sögur í útvarpinu. Auk þessa hef ég þýtt margar smásögur fyrir útvarp og blöð. Biblíusöfnun á stríðstfmum En svo við víkjum að öðru, áttu þér hugðarefni utan starfs og stjómmála? Já, ég les allt sem ég kemst yfir um náttúrufræði, hef lengi verið áskrif- andi að ameríska tímaritinu National Geographic. Ég hef líka mikinn áhuga á ferðalögum erlendis. Ég held að ég hafi heimsótt öll lönd í Evrópu nema Sviss og Tékkóslovakíu, en auk þess Marakkó í Afríku og Kína og Tyrk- land t Asíu. Ég hef aldrei farið til vest- urheims, en langar óneitanlega að heimsækja Kúbu. Það var líka áhuga- mál mitt lengi að safna bibh'um á ýms- um tungumálum. Sú söfnun hlýtur að krefjast mikils ti'ma og umhirðu? Já, það fórmikill tími í þetta og þær tóku mikið pláss í bókahillum. Ég flokkaði þær eftir skyldleika tungu- mála og það tók mikinn tíma. Hvenœr byrjaðir þú að safna biblí- um? Það var á stríðsárunum. Svo bar til að ég gekk í amerískan bréfablúbb og skrifaðist einkum á við fólk í fjarlæg- um löndum, austur á Kyrrahafseyjum og í Suður-Ameríku. Þeir sem ég skrifaðist á við voru flestir safnarar. Einkum frímerkjasafnarar. En það vom ótrúlegustu hlutir sem fólk safh- aði. Ein kona í Suður-Ameríku safn- aði trjátegundum. Hún fékk senda tijábúta víðsvegar að úr heiminum og lét smíða úr þeim salt og piparbauka. Hún átti slíka bauka úr tijátegundum víða að úr heiminum. Hún kvaðst ekki vita hvort nokkur tré væm til á íslandi, en ef svo væri ekki bað hún mig að senda sér spýtu úr skipi sem strandað hefði við Island og best væri ef ég gæti sagt sér sögu af strandinu. Ég sendi henni dálítinn birkilurk og hún varð mjög ánægð. Ég hafði engan Biblíusaf narinn Ragnar hefur safnað þúsundum eintaka af biblíunni á ótal tungumálum. Hér handleikur hann biblíur frá Nýju-Guineu, en þaðan hefur Ragnar fengið biblíur á 200 málýskum. áhuga á frímerkjum, en datt í hug að biðja um sýni af móðurmáli penna- vina minna, helst eintak af dagblaði. En ég sá fljótt að það var fásinna, en mér datt í hug að biblían hafði verið þýdd á fleiri tungumál en nokkur önn- ur bók í heiminum. Þá hafði maður sama textann og hægt var að bera tungumálin saman. Ég afréð því að safna biblíum. Ég aflaði mér heimilis- fanga nær allra biblíufélaga í heimin- um, skrifaði þeim og fékk sendar bibl- íur. Ég sendi svo greiðslu ýmist í doll- urum eða pundum. Þessar bibh'ur voru yfirleitt mjög ódýrar, því þær eru oft seldar undir kostnaðarverði til þess að útbreiða guðsorð meðal fátæklinga. Þetta voru oft ekki heilar biblíur, held- ur aðeins Nýja testamentið eða bara eitt guðspjall, jafnvel brot úr guð- spjalli. Ég gladdist við hvert nýtt mál sem ég fékk. Eitt sinn pantaði ég sjö málýskur indíána og eskimóa frá trú- boðsstöð norður á Alaska. Ég fékk nokkru síðar pakka þaðan, en mér brá þegar ég opnaði hann. Þar voru efstar tíu litlar grammófónplötur. Neðar í pakkanum voru svo allar bækurnar ásamt bréfi frá trúboðanum. Hann sagðist senda mér plötumar sem gjöf. Þær voru með söng og upplestri á völdum köflum úr Nýja testamentinu. Hann vildi aðeins biðja mig að spila þær fyrir kristna eskimóa á íslandi. Það hefur ekki tekist ennþá. Biblíur á 200 málum í Nýju- Guineu Fékkstu margar biblíur á lítt kunn- um mállýskum? Já, fjölmörgum. Ég get nefnt sem dæmi Nýju-Guineu. Þetta er stór hita- beltiseyja, fjöllótt og skógi vaxin. Þar eru talin vera um sjö hundruð tungu- mál, sum ná jafnvel aðeins yfir eitt þorp inni í frumskóginum og alls ólík mállýska töluð í næsta þorpi. Ég náði í biblíur og biblíuhluta á rúmlega tvö hundruð tungumálum í Nýju-Guineu. Þar var deild úr alþjóðlegu félagi mál- ífæðinga. Þeir hafa bækistöð á suður- hluta eyjarinnar og senda fólk um alla eyjuna til að rannsaka tungumálin. Venjulega fara tvær manneskjur, oft ung hjón, inn í þorp í frumskóginum og setjast þar að með leyfi þorpshöfð- ingjans. Svo taka þau til við að læra mál þorpsbúa af vörum fólksins. Það tekur venju- lega þrjú til fimm ár. Þá verða þau að búa til rit- mál, því þama kann eng- inn að lesa eða skrifa. Svo þýða þau einhvern kafla úr bibltunni á þetta mál og kenna krökkum að lesa. Þetta félag rekur litla prentsmiðju og þessi brot úr biblíunni eru prentuð í litlu upplagi og miðað við tölu þorpsbúa eða þeirra sem þessa mál- lýsku tala. Minnsta kver- ið sem ég hef fengið er upphaf Markúsarguð- spjalls, sextán blaðsíður. A þessu kveri stóð að það væri gefið út í 50 eintök- um og að mælendur þessa tungumáls væru 140. Ég má til að minnast á furðulegasta málið sem ég hef eignast, Baskamál- ið á Norður-Spáni og Suður-Frakklandi. Það tala um það bil 3 milljón- ir manna og er einstakt meðal tungumála. Öll tungumál í heimi eru skyld einhverju öðru tungumáli. ítalska, spánska, portúgalska og latína eru náskyld og kallast rómönsk mál. I Norður-Evrópu eru það germönsk mál, í Austur- Evrópu slavnesk mál. Þannig eru öll tungumál flokkuð eftir skyldleika. Nema baskneska. Þar finnst ekki vottur af skyldleika við nokkuð annað tungumál í heimin- um og það er eina málið sem svo er. Hvar geymir þú þessar biblíur? Ég gaf Háskólabóka- safninu þær. Þær eru geymdar í Þjóðarbók- hlöðunni. Alltaf fundist Al- þýðubandalagið hálfgerður krata- flokkur Hvenœr hcettir þú kennslu og hvað tók þá við? Ég vann við fræðslu- myndasafnið í tvö ár, síð- an hjá sakadómi og þegar Rannsóknarlögregla rík- isins var gerð að sérstakri stofnun og fluttist í Kópa- vog, varð ég næturvörður þar. Ég bjóst við að þegar ég yrði sjötugur yrði mér sagt upp störfúm, en ekk- ert varð úr því. Þegar ég varð sjötíu og fimm ára og ekkert bar á uppsögn sagði ég upp störfum. Hvemig féll þér við Rannsóknar- lögregluna? Rannsóknarlögreglumenn voru þá ekki ýkjastór hópur og allir þekktust vel. Eg átti þar marga ágæta vini. Að lokum, gekkstu (Alþýðubanda- lagið ? Nei, mér fannst vanta allan kraft í það, og það væri hálfgerður krata- flokkur. Okkur vantaði kjarnakarla eins og Einar Olgeirsson, Brynjólf Bjamason eða Hannibal Valdimars- son. Ég er eiginlega löngu hættur að skipta mér af stjómmálum. Ég held að við ættum að ljúka þessu spjalli okkar með vísu sem ég gerði um sjálfan mig þegar ég varð áttræður: Ég er ennþá em og fær ekki hrumur talinn, ennþá rauður ofan í tær, enn ég dái Stalín.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.