Alþýðublaðið - 29.11.1996, Blaðsíða 1
■ Blaðamaður sýknaður fyrir meiðyrði í Hæstarétti
Dómstólunum ekki alls varnað
- segir Sigurður Már Jónsson
blaðamaður. „Virðist gæta ör-
lítið meiri skilnings á tjáningar-
frelsinu en verið hefur."
„Málskostnaður er felldur niður.
Það tíðkast hvergi í þjóðfélaginu að
menn haldi úti tilefnislausum
máiaferlum, nema í meiðyrðamál-
um, og þurfi svo ekki að borga
neinn málskostnað út af þeim. Það
sýnir kannski viðhorfið,“ segir Sig-
urður Már Jónsson biaðamaður í
samtali við Alþýðublaðið.
Sigurður áfrýjaði dómi sem
hann fékk í Héraðsdómi, þar sem
hann var dæmdur til greiða miska-
bætur, skaðabætur, birtingar-
kostnað og málskostnað að upp-
hæð um 700 þúsund krónur vegna
greinar sem birtist í Pressunni.
Sigurður taldi sig að ósekju
dæmdan sem ábyrgðarmann skrif-
anna, þar sem upplýsingar um
annað hefðu komið fram í Héraðs-
dómi. Hann er ásamt Guðrúnu
Kristjánsdóttur skrifaður fyrir
grein sem birtist 17. febrúar 1994
og fjaliar um Jón Halldór Bergs-
son, þar sem sagt er að hann sé
flagari sem geri út á tilfinningar
kvenna í vafasömum tilgangi. I
dómsorði segir: „Áfrýjandi kvaðst
í framburði sínum fyrir héraðs-
dómi ekki vera höfundur greinar-
innar og hafi þáttur sinn ekki verið
annar en sá að afla og tína saman
gögn um það, sem kallast mætti
„saka- og gjaldþrotaferill“ stefnda.
Hins vegar hafi samstarfsmaður
sinn Guðrún Kristjánsdóttir átt
viðtöl við konur, sem stefndi hafi
verið í tygjum við. Sé það efni ekki
frásér komið.“
Á þeim tíma sem greinin birtist
var Karl Th. Birgisson ritstjóri
Pressunnar og hann staðfesti fyrir
dómi að greinin væri á hans
ábyrgð. Guðrún Kristjánsdóttir
áfrýjaði ekki dómi þeim sem hún
fékk í Héraðsdómi og skuldar því
ásamt Karli, Jóni Halldóri Bergs-
syni verulegar upphæðir.
„Dómstólunum er ekki alls varn-
að og synd að öll meiðyrðamál
skuli ekki fara til Hæstaréttar. Þar
virðist gæta örlítið meiri skilnings
á tjáningarfrelsinu en verið hefur,“
segir Sigurður Már.
■ Siðanefnd Blaðamannafélagsins féllst
ekki á kæru Jóns Viðars Jónssonar
vegna skrifa Silju Aðalsteinsdóttur
Furðulegur
úrskurður
-segir Jón Viðar Jónsson og útilokarekki meiðyrðamál.
„Ég vissi ekki að þetta væri farg fyrr
en ég sá bréfið á miðvikudag. Þá hitn-
aði mér svolítið í maganum. Urskurð-
urinn er ekki fyrr en á síðu 2 þannig að
hitinn fór vaxandi eftir því sem ég las
lengra. Ég er alvanur krimmasagnales-
andi og kíki aldrei á endann. Ég stel
aldrei af mér æsingi lífsins,“ segir Silja
Aðalsteinsdóttir menningarritstjóri DV
í samtali við Alþýðublaðið.
20. október birtist klausa eftir Silju
þar sem hún undrast Qarveru Jóns Við-
ars Jónssonar á nýafstöðnu málþingi
um stöðu íslenskrar leiklistar undir fyr-
irsögninni „Við hvað var hann hrædd-
ur?“. Jón Viðar kærði til siðanefndar
Blaðamannafélags íslands og taldi að
augljóslega hefði verið brotið gegn 3.
grein siðareglna blaðamanna: ,31aða-
maður vandar upplýsingaöflun sína, úr-
vinnslu og framsetningu svo sem kost-
ur er og sýnir fyllstu tilhtssemi í vanda-
sömum málum. Hann forðast allt sem
valdið getur saklausu fólki, eða fólki
sem á um sárt að binda, óþarfa sárs-
auka eða vanvirðu." Hann segir einnig
að það hafi verið beinn ásetningur
blaðamanns DV að meiða mannorð
Silja Aðalsteinsdóttir: „Ég stel
aldrei af mér æsingi lífsins."
legra,“ segir Silja.
Aðspurður hvort hann ætlaði með
málið fyrir dómstóla sagði Jón Viðar:
,JÉg ætla ekki að segja um það á þessu
stigi málsins. Er ekki best að maður
hafi hugsanir sínar útaf fyrir sig meðan
maður gerir ekkert í málunum."
Gunnar Smári ætlar að lesa upp í herrafataversluninni Books, á laugardaginn.
■ Bókmenntir í herrafataverslun
Gunnar Smári les upp úr bókum sínum
Herrafataverslunin Books ætlar að standa fyrir bókmenntakynningum í desember og næstkomandi laugardag
milli þrjú og eitt mun Gunnar Smári Egilsson lesa úr bók sinni, Málsvörn mannorðsmorðingjans og Bessa-
staðabókunum og spjalla við gesti og viðskiptavini um lífið og tilveruna. Hann mun einnig árita bækur sínar
fyrir þá sem það vilja. Á meðan Gunnar Smári reynir að svala andlegum þorsta gesta verður boðið upp á
svaladrykki til að slökkva líkamlegan þorsta þeirra.
■ Tillögur um að hlutafélag taki við íbúðum borgarinnar
Húsaleigubætur verða
teknar upp í staðinn
sitt.
í úrskurði siðaneftidar segir að ljóst
sé að DV hefði getað vandað upplýs-
ingaöflun með því að spyija kæranda
um ástæðu þess að hann sótti ekki um-
rætt málþing. Hins vegar virðast að-
stæður hafa verið þannig að kærði hafi
staðið í góðri trú um að fundarboðend-
um hafi verið ókunnugt um ástæðumar
fyrir fjarveru Jóns Viðars. Kærði telst
ekki hafa brotið siðareglur blaða-
manna.
„Mér fmnst þessi úrskurður ákaflega
fúrðulegur og það einkennilegasta við
hann er að það er ekki snefill af rök-
stuðningi í honum, að minnsta kosti
ekki svo ég sjái,“ segir Jón Viðar.
„Samkvæmt þessum úrskurði telur
siðanefnd ekki nauðsynlegt að blaða-
maður hafi samband við fólk áður en
hann fer að flytja fréttir af því. Mín
viðbrögð eru aðallega undrun á vinnu-
brögðum nefndarinnar. Ég hefði haldið
að hún væri marktæk og gæti veitt
blaðamönnum nauðsynlegt aðhald. Það
eru vissulega vonbrigði að hún rísi ekki
undir því hlutverki sínu,“ segir Jón
Viðar.
,Mér fannst þetta alltaf mjög leiðin-
legt, mín vegna og blaðsins af því að
ég er svo nýbyijuð. En ég er mjög feg-
in að þetta skyldi ekki verða alvar-
-segir Lára Björnsdóttirfélags-
málastjóri: „Ákvörðun tekin á
næstu mánuðum."
„Það yrði að ganga þannig frá
hnútum að tekjulágir gangi fyrir
og fái húsaleigubætur. Það eru
margir hnútar sem á eftir að
hnýta. Sveitafélagið hefur skyldur
á því sviði samkvæmt lögum um
félagsþjónustu en þar segir að
sveitafélagið eigi að sjá tekjulágu
fólki fyrir húsnæði eftir föngum
eins og sagt er,“ segir Lára Björns-
dóttir félagsmálastjóri í samtali \ið
Alþýðublaðið.
Þórarinn Magnússon verkfræð-
ingur vann skýrslu fyrir borgar-
stjóra sem var lögð fram í borgar-
ráði á þriðjudaginn. Þar er lagt til
að íbúðir í eigu borgarinnar, alls
1.180, verði seldar, leiguverðið fært
uppí kostnaðarvcrð og sjálfstætt
hlutafélag taki við rekstrinum.
íbúðirnar eru ætlaðar tekjulágu
fólki sem ekki hefur tök á að kaupa
sér húsnæði né leigja á almennum
markaði.
Ef af verður fá þessir aðilar
húsaleigubætur í staðinn en að
sögn Láru verður tillagan tekin til
afgreiðslu á næstu mánuðum.
„Mér líst vel á þetta,“ segir
Lára. „Kerfið verður auðveldara
og ekki þarf að segja fólki upp ef
hagir þeirra breytast heldur lækka
bæturnar. Það er ákveðið tekjuhá-
mark sem þarf til að komast inní
svona íbúðir og þegar það breytist
þarf viðkomandi að flytja út. Þá
þarf að róta til með böm og annað
sem er auðvitað ákveðin röskun
auk þess sem núverandi kerfi er
seinvirkt“
Lára segir jafnframt að með
þessu verði niðurgreiðslur borgar-
innar sýnilegri en áður en talað er
um að borgin greiði árlega niður
leigu um 240 milljónir auk 100
milijóna í húsaleigubætur á al-
menna markaðinum.
Þcgar tekin er ákvörðun um
hvort einstaklingur eigi rétt á fé-
lagsiegum íbúðum borgarinnar er
miðað við 1,2 árstekjur. „Sumir
em auðvitað með enn lægri tekjur.
Þetta hefur verið mjög niðurgreidd
leiga. Þumalfingurreglan er sú að
menn borgi helming af kostnaðar-
verði. Það er stór hópur fólks sem
þarf á þessum íbúðum að halda,
öryrkjar, aldraðir, einstæðir for-
eldrar, atvinnulausir og svo fram-
vegis,“ segir Lára Björnsdóttir en
eins og staðan er í dag ná iög um
húsaleigubætur aðeins til þeirra
sem leigja á almennum markaði.