Alþýðublaðið - 03.12.1996, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 03.12.1996, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 1996 s k o ð a n i r MÞMBUDIB 21222. tölublað Hverfisgötu 8 -10 Reykjavík Sími 562 5566 Útgefandi Alprent Ritstjóri Hrafn Jökulsson Fréttastjóri Jakob Bjarnar Grétarsson Auglýsingastjóri Ámundi Ámundason Umbrot Gagarín ehf. Prentun ísafoldarprentsmiöjan hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing Sími 562 5566 Fax 562 9244 Tölvupóstur alprent@itn.is Áskri' rverð kr. 1.500 m/vsk á mánuði. Vjrð í lausasölu kr. 100 m/vsk Tónabíó og Hafnarfjörður Sífellt kemur betur á daginn að alvaran í sameiningarumræðu á vinstri væng hefur ekki verið meiri í annan tíma. Nú er svo kom- ið, að jafnvel hinir efagjömustu telja að þær breytingar fari í hönd, sem leitt geti til langþráðrar uppstokkunar flokkakerfísins ef rétt er á spilum haldið. Þetta kom glöggt í ljós á fundi Alþýðu- flokksfélaganna í Hafnarfirði á laugardag, þar sem fulltrúar stjómarandstöðunnar gerðu grein fyrir sjónarmiðum sínum. í við- tali við Alþýðublaðið orðar Guðmundur Ámi Stefánsson þetta svo: „Menn fóm yfir málefnasviðið og greindu mjög rækilega hvað það væri sem skildi á milli og hvað sameinaði. Það kom uppúr dúmum, sem marga grunaði, að það er yfirgnæfandi sem sameinar þessa flokka." Orð em til alls fyrst. í áratugi hafa víglínur íslenskra stjómmála legið þvert á herbúðir vinstri manna og skipað þeim í stríðandi fylkingar. Tilefni þessarar skiptingar em löngu komin í sögubæk- ur, og því tímabært að kveða niður drauga fortíðarinnar í eitt skipti fyrir öll. Össur Skarphéðinsson gerði að umtalsefni ífægan fúnd í Tónabíói, sem haldinn var 1967 og var um maigt örlaga- ríkur, og sagði að ennþá litu ýmsir svo á að mál þaðan væm óuppgerð - þótt fæstir geti rifjað upp um hvað deilumar snemst! Guðmundur Ámi, sem einmitt leggur ríka áherslu á að menn eigi að komast uppúr hjólfömm fortíðarinnar, segir engum blöð- um um að fletta að fundurinn í Hafnarfirði hafi markað skref í átt til sameiningar. í þessu sambandi er ánægjulegt að heyra nýja tóna frá Kvennalistanum. Kristín Halldórsdóttir gerði á fundinum grein fyrir tilurð Kvennalistans, hlutverki hans og markmiðum. Kvennalistakonur hefðu frá öndverðu stefnt að því að gera flokk- inn óþarfan sem sérstakt afl í stjómmálum. Hún segir í Alþýðu- blaðinu í dag: „Framtíðarsýnin er auðvitað sú að konur og karlar vinni hlið við hlið af virðingu og tillitssemi fyrir skoðunum og sjónarmiðum hvers annars.“ Kristín þakkar framtaki og þrýstingi ungs fólks að annað hljóð er í sameiningammræðunni nú en áður. Engum vafa er undirorpið að fmmkvæði unga fólksins hefur knú- ið stjómmálaflokkana til að hrista af sér doðann, og blásið nýju lífi í umræðu sem var komin í sjálfheldu endurtekningar og kli- sju. Svavar Gestsson, sem lengi hefur staðið í orrahríð stjómmál- anna, segir að rógshemaður stjómmálanna verði að leggjast af. Sjálfur hefur hann lagt sitt af mörkum síðustu misseri til að kasta rekunum á pólitíska orðræðu fortíðarinnar, og lýst sig reiðubúinn til endurmats hugmynda og endumýjunar í íslenskum stjómmál- um. Hann kveður það skyldu við unga fólkið að vinna að víð- tækri samvinnu jafnaðarmanna, og að í því sambandi verði menn að sýna hver öðmm virðingu og tillitssemi. Þetta em mikilvægar yfirlýsingar eins helsta foringja Alþýðubandalagsins og gefa góð fyrirheit um að hægt sé vinna á gamalli og rótgróinni tortryggni jafnaðarmanna í Alþýðubandalaginu og Alþýðuflokknum. Afdráttarlaus ummæli Össurar Skarphéðinssonar á fundinum í Hafnarfirði vöktu mikla athygli. Hann segir að sameina eigi Kvennalista, Alþýðubandalag og Alþýðuflokk í breiðfylkingu jafnaðarmanna, og að kosningabandalag sé lágmarksáfangi fýrir næstu kosningar. Össur undirstrikar líka mikilvægi þess að um- ræða um þessi mál verði ekki útkljáð af fáeinum forystumönnum flokkanna: „Forsenda þess að stór flokkur verði til, er að unga fólkið sem er að koma inn í pólitíkina, og telur sig hvergi eiga heima í flokki, taki rösklega á með okkur í þessum efnum. Rétt vinnubrögð, réttar málefnaáherslur og réttar tímasetningar gætu á góðum degi fleytt slíkum nýjum jafnaðarmannaflokki upp í að verða stærsta stjómmálaaflið. Því marki verðum við að ná, þar- sem þetta snýst um að ráða þróun samfélagsins á næstu öld.“ ■ Að hugsa með Þorsteini IÞað ætti að vera óþarfi að taka fram að Þorsteinn Gylfason er einkavinur snillinga. Þorsteinn Gylfason Að hugsa á íslenzku Heimskringla/Háskólaforlag Máls og menningar 1996 Þorsteinn Gylfason prófessor í Háskóla íslands hefur sett saman bók sem hann nefnir Að hugsa á íslenzku: ritgerðasafn, segir hann, þar sem fjall- að er um tvö efni sem tvinnast saman á ýmsa lund, annars vegar málið sem við tölum og merkingu þess og hins vegar sköpunargáfuna. Einhverjum kann að virðast það óhóflegt yfirlæti af lærdómsmanni að velja ritsmíð sinni slíka nafngift, og það jafnvel þótt til vilji að lærdómsmaðurinn sé sjálfur valinkunnur heimspekingur svo sem raun er á um Þorstein. ,,Því enginn dæmir annarra manna hugsun nema hann geti hugsað sjálfur eða þykist geta það,“ eins og höfundurinn segir, „og það einum betur en þeir sem hann dæmir í þokkabót" (31). En ekki er allt sem sýnist. Hugsunarfræði Þorsteins Gylfasonar er í raun og veru fjarska lítillát, þrátt fyrir glæsilega framsetningu, og ein- skorðar sig oftast nær við ytri búnað mannlegrar hugsunar: málið, orðin. „Andann höfum við annars staðar að“ (35). Bókin skiptist í tvo hluta sem heita „Leikur orðanna" og „Leikur heims- ins“ og eru duttlungar máls og merkingar rauði þráðurinn í hinum fyrri en sköpun í hinum síðari. Hér er að finna fjórtán ritgerðir frá umliðnum aldarijórðungi og hafa sjö birst áður á Islandi en fjórar voru uphaflega samd- ar á ensku. Þrjár hafa ekki birst áður. Elsta ritgerðin í safninu, og það dregur nafn sitt af, er sígilt snilld- arverk í hágæðaflokki íslenskrar ritlis- tar, ásamt perlum á borð við „Að yrkja á íslenzku" eftir Jón Helgason (sem Þorsteinn vitnar til í upphafi máls síns) og „Einum kennt - öðrum bent“ eftir Þórberg Þórðarson. Þær skoðanir sem þar eru settar fram eru þó hvorki ýkja frumlegar né flóknar: Annars vegar muni Islendingur sem getur ekki hugsað og talað á móður- málinu ekki heldur geta hugsað og skrifað á útlendu máli. Hins vegar sé það talsverður vandi fyrir íslenskt mál að fást við sértæk hugtök. En veldur hver á heldur. Þorsteinn Gylfason anno 1973 dregur amsúg í flugi, skýst upp á háfjallatind og styður þessar algengu - að ég segi ekki flat- neskjulegu - skoðanir af slíkum reginkrafti máls og stíls að lesanda virðist sem sálarheill þjóðarinnar, gott ef ekki mannkynsins alls, sé í húfi. Eitt er vfst: orðin „huglægur" og „hlutlægur" verða seint söm og jöfn eftir þessa flugeldasýningu (hvað sem líður púðurkerlingum lærisveina). Ritgerð númer tvö („Ný orð handa gömlu máli“, sem einnig hefur birst á ensku, frönsku, spænsku og kín- versku) er helguð minningu Thomasar S. Kuhns, sem lést fyrr á þessu ári. Engu að síður fær þessi heimsfrægi brautryðjandi í vísindasagnfræði á baukinn fyrir vanhugsaða kenningu sína um „ósammælanleika mála“. Sýnt er fram á að „[jjafnvel fremstu fræðimenn falla í gildru sögusagn- anna“, t.d. um gífurlegan orðaforða eskímóa um snjó. Enginn er jafnsárt leikinn og Ali Mazrui prófessor, sem í bamaskap sínum hélt að nýyrðasmíð hentaði ekki Afríkumálum, enda hefur ekki heyrst frá honum múkk síðan. f kaupbæti veitist lesanda innsýn í æsispennandi líf andans jöfra: „Ég var í heimsókn hjá Sigurði Norda! prófessor þegar orðið „tölva“ flaug í hann“ (63). Það ætti að vera óþarfi að taka fram að Þorsteinn Gylfason er einkavinur snillinga. f „Snilld og brjálæði" segir hann okkur að ,,[f]rá blautu barns- beini" hafi hann átt „því láni að fagna að þekkja sjálfur náið tvo snillinga": þá Jóhannes Kjarval og Halldór Laxness. Síðar eignaðist hann að vinum m.a. prófesssorana Elísabetu Anscombe í Cambridge og Saul Kripke í Princeton, og eru bæði „tvímælalausir snillingar". En svo dregur hinn hógværi spekingur í land: „Annars var það ekki ætlun mín að tala hér um vini mína“ (175-76). Allt um það. Margt stórmenni ligg- ur í valnum í ritgerð eftir ritgerð, t.d. Chomsky í „Sköpun sem blasir við“ (,,[h]ér hefði hann betur hugsað sig tvisvar um“ (98)), Nietzsche í „Tónlist, réttlæti og sannleika" („einkar heimskuleg grein“ (167)) og loks Einar B. Pálsson verkfræðingur í „Orðasmíð" („Einarsþykkni" (108)). Þótt slíkir sleggjuómar um menn og málefni séu dálítið þreytandi til lengd- ar verður ekki af höfundi skafið að hann ritar „sígilda alþýðlega íslenzku" (22). Til sannindamerkis um það má hafa lýsingu í síðastnefndu ritgerðinni á andlegu lífi á íslandi: „Það fýkur í bónda. Það fýkur aldrei í nefnd“ (134). Donald Davidson er heimspekirigur vestur í Berkeley, enginn aðdáandi Heideggers og einnig svarinn and- stæðingur þeirrar skoðunar að orð í líkingu hafi merkingu. Hann ber saman óeiginlega merkingu lykilorða í líkingum, sem andstæðingar hans trúa á, við svæfingarmátt ópíums. Ópíum svæfir, syngja læknarnir í ímynd- unarveiki Moliéres, quia est in eo virtus dormitiva („af því efnið hefur aflið til að svæfa"). Sjálfur reynir Davidson að gefa orsakaskýringu á skilningi líkinga þar sem orsökin'er eiginleg merking orðánná.. ' f „Líkingúm ög hvöffúfn" háfhar Þorsteinn Gylfason' öfsákákennihg- unni með því að benda á að ,;[v]ið höfum oft ágæt rök fyrir að tala líkingamál og einnig lyrir líkingunum sjálfum... Og engin þessara raka eru orsakir" (153). Þar nteð er vestur- heimski spekingurinn mát, a.m.k. í bili. í þroskuðum samfélögum sem eiga sér langa heimspekihefð, t.d. Þýskalandi, er stór hópur upplýstra lesenda sem vílar ekki fyrir sér að bijótast í gegnum verk sígildra heim- spekinga á borð við Platón og Kant sér til andlegrar hressingar og fylgist grannt með nýjum stefnum og strau- mum í heimspeki. Frá ómunatíð hefur þörfum íslenskra lesenda aftur á móti verið fullnægt með sögum (helst Sönnum Sögum um Einkennilega Menn). Ef merkja má að einokun þes- sarar frumstæðu sagnaskemmtanar sé að linna þá á Þorsteinn Gylfason áreiðanlega ekki lítinn þátt í því. Vonandi hefur listilega orðuð hugsun hans þau áhrif að Islendingar glati fyrir fullt og allt einu þjóðareinkenni af ófáum sem Halldór Laxness hefur lýst - að setja hljóða hvenær sem komið er að kjama máls. ■ a g a t a 1 3. desember Atburðir dagsins 1739 Steinn Jónsson biskup á Hólum lést, 79 ára. Hann gegndi embætúnu í 28 ár og lét prenta biblíu sem við hann er kennd. 1828 John Quincy Ad- ams Bandaríkjaforseti tapar í kosningum fyrir Andrew Jack- son. 1857 Hvirfilbylur braut niður bæjarhús að Kollsvík við Patreksfjörð. Kona og tvö böm fómst. 1894 Skoski rithöfund- urinn Robert Louis Stevenson deyr. 1919 Franski listmálarinn Auguste Renoir deyr. 1967 Fyrsta hjartafgræðslan í heim- inum framkvæmd af suður-afr- íska skurðlækninum Christiaan Bamard. Afmælisbörn dagsins Joseph Conrad 1857, enskur rithöfundur af pólsku þjóðemi. Walt Disney 1901, bandarísk- ur kvikmyndaframleiðandi og höfundur teiknimynda. Jean- Luc Godard 1930, franskur kvikmyndaleikstjóri. ’ Annálsbrot dagsins Gekk bóla mikil. I þeirri sótt féll fjöldi fólks, bæði karla og kvenna, og þó meir karlmanna- fólk. Hún kom út um sumarið og stóð yfir ffam á vetur. Og þá var mannfall svo mikið, að konur fengust ei til að mjalta pening. Kjósarannáll 1511. Réttiæti dagsins Réttlæti er að ég fái að gera það sem ég vil. Oréttlæti er allt sem kemur í veg fyrir að ég geti það. Samuel Johnson. Málsháttur dagsins Rýta mun gölturinn ef grísinn er drepinn. Líf dagsins Óttastu ekki að líf þitt muni taka enda. Óttastu frekar að það muni aldrei byrja. Newman kardináli. Orð dagsins Fcgurö hrífitr lutgann meira efhjúpuð, svo andann gruni ennjm fleira' en tmgað sér. Hannes Hafstein. Skák dagsins Kempan Vassily Smyslov var heimsmeistari skamma hríð fyrir nokkrum áralugum, þá vann hann titilinn af Mikael Botvinnik en tapaði fyrir hon- um ári síðar. Smyslóv ítefur hvítt í skák dagsiós Qg ,ér f híut- verki fórnarlambsins. Kosten hefur svart og á leik og knyr fram snotran sigur. Svartur leikur og vinnur. 1. ... Dxh4+! 2. gxh4 Hh3 Skák og mát.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.