Alþýðublaðið - 03.12.1996, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 03.12.1996, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐK) ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 1996 u p p e I d i ■ Það blæs ekki byrlega fyrir æsku landsins sem er sögð þjást af menntunarskorti og ofbeldishneigð. Alþýðublaðið leitar svara við því hvort æsku landsins og skólakerfinu sé ekki viðbjargandi sem ég kann hef ég lært í skólum Nýleg rannsókn á árangri skólabama í raungrein- um leiddi í ljós að ís- lensk ungmenni standa langt að baki jafnöldrum sínum í nágrannalöndum - og þótt víðar væri leitað. Þessar niðurstöður hafa valdið miklum titringi hér á landi og sumir hafa gengið svo langt að fullyrða að menntakerfi landsins sé ónýtt. En áhyggjur af æsku landsins eru þó ekki einungis bundnar við meintan menntunarskort hennar, of- beldi meðal bama og unglinga hefur farið ört vaxandi og er orðið að vanda- máli sem menn geta ekki leyft sér að yppta öxlum yfir. Æska landsins virð- ist hreint ekki vera í góðum málum. Skortur á aðhaldi og umhyggju Nýleg norræn könnun sýnir að aðal- áhyggjuefhi tíu ára bama hér á landi er annríki foreldra. íslensk böm segj- ast sakna þess að eiga ekki fleiri sam- verustundir með foreldmm sínum og þegar langur vinnutími foreldranna er hafður í huga ætti söknuður bama þeirra ekki að koma á óvart. „Foreldrar og forráðamenn bama bera höfuðábyrgð á velferð þeirra. Þeim ber að veita bömum sínum ást og sýna þeim hve mikilvæg þau em. Ég hvet alltaf foreldra til að örva, hrósa og hlusta á böm sín og veita þeim kærleiksríkt aðhald,“ segir Þór- hildur Líndal umboðsmaður bama. Hún viðurkennir um leið að fjölskyld- an gegni ekki sama hlutverki í samfé- laginu og áður og skipti þar miklu langur vinnutími foreldra í hörðu sam- keppnisþjóðfélagi. Æjölskyldulífið er orðið homreka í stað þess að vera hinn margumtalaði homsteinn þjóðfélags- ins,“ segir Þórhildur, sem telur að stytting vinnutíma myndi þjóna hags- munum og þörfum bama, sérstaklega ungra bama. Æinhver staðar á leið sinni til nú- tímans glötuðu íslendingar kunnátt- unni til að ala upp böm,“ segir Gunnar Smári Egilsson blaðamaður. „Þeir fóm að trúa að foreldrar ættu að vera vinir bama sinna og umgangast þau sem jafningja. í kjölfar þess sviku þau sitt heilaga hlutverk sem foreldra. Eg er ekki vinur sonar míns. Ég er faðir hans. Sonur minn er ekki vinur minn. Hann er sonur minn. Sá sem ekki skil- ur muninn á þessu tvennu hlýtur að ala upp böm sem muni ganga lífsleið sína á enda í leit að foreldri." „Það sem skortir í uppeldi bama, bæði í skólum og á heimilum, er að þeim sé kennt að takast á við vanda og leysa úr erfiðleikum og ágreiningi. Þetta er ekki bara spuming um tíma, heldur hvemig hann er nýttur og hvaða atriði er lögð áhersla á,“ segir Hugo Þórisson sálfræðingur. En það er ekki öllum gefið að vera ástríkt foreldri og góð fyrirmynd. „Hér á landi finnast böm sem em bæði alin upp í fátækt og búa við drykkjuskap foreldra sinna eða önnur vandamál. Það em slíkar aðstæður sem kalla fram öryggisleysi og jafnvel ofbeldis- hneigð í bömum,“ segir Vilborg Dag- bjartsdóttir kennari og skáld. „Böm þarfnast fyrst og fremst ör- yggis," segir Gunnar Smári. „Öryggis- íaust bam getur orðið ofbeldisfullt og jafnvel lamið næsta bam í hausinn með hamri. Ástæðan fyrir auknu of- beldi bama er þetta öryggisleysi. Ef við viljum spoma við ofbeldi bama þurfum við að búa þeim öryggi. Hvert um sig getum við reynt að miðla ör- yggi til þeirra í gegnum foreldrahlut- verkið. Sama verðum við hins vegar að vinna að því að yfirvinna óttann sem leikur um samfélag okkar. Við getum ekki innprentað bömum ótta gagnvart ókunnugum, ótta gagnvart slysum, ótta gagnvart öllum andskot- anum en verið á sama tíma hissa yfir að þau finni ekki til öryggis í lífinu." Það em engar nýjar fréttir að böm þarfnist öryggis en það virðist ekki hlaupið að því að tryggja þeim slíkt öryggi. Þótt ábyrgðin sé fyrst og fremst foreldranna þá getur skólinn ekki hlaupist undan skyldu sinni. Ag- inn í skólum landsins endurspeglar ag- ann í þjóðfélaginu og viðmælendur blaðsins vom flestir á því að hann mætti vera meiri. „Það er vitað að agi í skólum hérlendis er rrúnni en víðast annars staðar, þótt kannski liggi ekki fyrir staðfesting á því,“ sagði Þórir Ól- adFsson rektor Kennaraháskóla íslands. ,Æf agi jafhgildir því að setja reglur og framfylgja þeim þá veit ég ekki til að það hafi verið gerð rannsókn sem sanni að böm sem beita ofbeldi eða standi sig illa í skóla búi við færri reglur en önnur böm,“ segir Hugó. „Nú ræðir menntamálaráðherra um að taka upp gamlar aðferðir eins og röð- un í bekki og fleiri aðferðir sem reyndust ekki vel á sínum tíma, um þetta er talað eins og hægt sé að snúa til baka. En þær aðferðir munu ekki skila okkur betri einstaklingum. f þessari umræðu um aðhald og aga ótt- ast ég stundum að farið verði yfir æskileg mörk og gripið til gamalla að- ferða sem byggja jafnvel á heraga. f Japan hafa slíkar aðferðir hleypt af stað bylgju sjálfsmorða meðal ung- menna. Þegar litið er á samkeppni og aga sem æskilega þátt skólakeríisins þá er einblínt á stöðu sigurvegaranna. En þeir sem tapa, ætlar enginn að láta sig nokkm skipta hvað um þá verð- ur?“ Kennarar blórabögglar Böm og unglinga skortir aðhald og öryggi. En þau virðist einnig skorta sómasamlega kennslu megi marka þau þungu orð sem fallið hafa síðustu daga vegna skýrslu um námsárangur í raungreinum sem sýnir óhagstæðan samanburð íslenskra bama við böm í nágrannalöndum. Ýmsir hafa fullyrt að samanburðurinn einskorðist ekki einungis við raungreinar; menntun ís- lenskra bama sé almennt verri en í ná- grannalöndum okkar. ,JÉg verð að viðurkenna að fréttir um slælega stærðífæðikennslu í ís- lensku skólum gladdi mitt hrjáða hjarta. Ég tók þeim sem enn einni sönnun þess að ég er ekki geggjaður heldur samfélagið sem ég lifi í,“ segir Gunnar Smári sem rifar upp áfalla- sögu úr skólakerfinu: , J>egar ég byijaði í bamaskóla var ég þeirri gæfu aðnjótandi að lenda í höndunum hjá gamaldagskennara í Mýrarhúsaskóla sem kenndi reikning. Þegar ég var átta ára flutti ég í Vogana og fékk einhver skandinavísk men- gjafræði að læra. En lukkan var enn með mér og kennarinn minn leyfði mér læra reikninginn meðfram mengj- unum. Gæfan þvarr þegar ég fór í tíu ára bekk. Þá þótti það ekki lengur við hæfi að einstakir nemendur fengju sér- rétti af háborði menntanna. Ég mót- mælti með því að skila ávallt stærð- fræðibókunum mínum fullútreiknuð- um daginn eftir að ég fékk þær afhent- ar. Síðan sat ég og lét mér leiðast í stærðfræðitímum næstu þrjú árin eða þar til kennari minn í fyrstæbekk í gaggó rak mig og þijá aðra úr stærð- fræði fyrir fíflagang. Ég tók þá að mér að kenna þessum þremur og tók veð- máli umsjónarkennarans um að skila mínum bekk með hærri meðaleinkunn í stærðífæði en bekkur hins illa stærð- ffæðikennara næði. Auðvitað vann ég veðmálið og umsjónarkennarinn skuldar okkur fjómm enn pylsur og kók á Bæjarins bestu. Og svona er öll reynsla mín af ís- lenskum skólum. Ekkert sem ég kann hef ég lært í skólum.“ Þessi síðasta yfirlýsing er í takt við umræðuna um skólamál eins og hún hefur verið síðusm daga, en hún er á mjög á þá leið að kennarar kunni ekki til verka og séu að vinna nemendum hið mesta ógagn með störfum sínum. Stefán Jón Hafstein, ritstjóri Dags-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.