Alþýðublaðið - 03.12.1996, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 03.12.1996, Blaðsíða 6
6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 1996 ■ Mikil ánægja með fund um sameiningu á vinstri væng sem haldinn var í Hafnarfirði á laugardaginn Hver man eftir Tóna- bæjarfundinum ’67? Á fundi sem haldinn var í Hafnar- firði, á vegum Alþýðuflokksfélag- anna í Hafnarfirði, höfðu alþingis- mennirnir Kristín Halldórsdóttir Kvennalista, Svavar Gestsson Al- þýðubandalagi og Össur Skarphéð- insson Alþýðuflokki framsögu um málefni er lúta að sameiningarþreif- ingum á vinstri væng stjómmálanna. Ólafur Þ. Harðarson stjómmálafræð- ingur var einskonar „lögfræðingur andskotans" á fundinum, svo notuð séu orð fundarstjórans Guðmundar Árna Stefánssonar. I samtölum við Alþýðublaðið kemur fram mikil ánægja með fundinn og ljóst þykir að fleira sameinar en sundrar. Stórt skref í átt að sameiningu „Sameiningammræðunni hættir til að vera staglkennd og leiðinleg en þetta var hress og skemmtilegur fundur," segir Guðmundur Árni Stefánsson sem telur fundinn merki- legan fyrir margra hluta sakir. „Allir fmmmælendumir þrír vom mjög samstiga í því að kannast við mikinn vilja fyrir því að þessir flokk- ar mgluðu saman reitum eða tækju saman höndum. Að vísu vildu menn ganga misjafnlega hratt til þess verks og mismunandi áfangaáherslur vom eða allt frá því að menn legðu fram sameiginlega stefnuyfirlýsingu fyrir næstu kosningar með yfirlýsingu um samstarf innan nkisstjómar eftir þær yfir í kosningabandalag þessara flokka með einum eða öðmm hætti. Það kom til dæmis fram hjá Össuri Skarphéðinssyni að stefna ætti að sameiningu, helst fyrir kosningar en í síðasta lagi strax eftir þær.“ Guðmundur Árni bendir einnig á að mikill einhugur hafx komið fram meðal fundarmanna ekki síður en fmmmælenda. „Menn fóm yfir málefnasviðið og greindu mjög rækilega hvað það væri sem skildi á milli og hvað sam- einaði. Það kom uppúr dúmum, sem marga grunaði, að yfirgnæfandi er það sem sameinar þessa flokka. Einnig var farið í saumana á því hvað það væri sem á milli skildi og hvort, og hvaða, leiðir væru til að jafna þar metin þannig að hægt væri að leggja upp með heildstæða stefnu í þeim málaflokkum. Þá emm við að tala um utanríkismál, ESB, landbún- að- og sjávarútveg. Ekkert það kom upp sem ætti að geta komið í veg fyrir að þessi þróun geti haldið áfram af fullum krafti." Guðmundur Ámi segir menn hafa komist að kjama málsins og fortíðar- vandamálin hafi verið rædd bæði í gríni og alvöru. „Össur rifjaði til dæmis upp að margir líta á þennan Tónabæjarfund 1967 sem snaran þátt í ákveðinni erfiðleikasögu í sam- skiptum vinstri flokka. Össur sagðist til dæmis hafa spurt marga um þann fund en enginn kann að segja um hvað sú deila snerist. Þannig er um mörg þau mál sem menn hafa verið að takast á um á vinstri væng stjóm- málanna. Þeir sem á annað borð telja sig muna það geta tæplega útskýrt það lengur af hverju deilumar stöf- uðu. Ólafur Þ. Harðarson var og á fundinum og lék nánast lögfræðing andskotans. Hann elti fmmmælendur uppi og bað þá um að skilgreina ým- is álitamál sem vom ekki nógu ljós. Það gerði þetta miklum mun skýrara en ella. Menn vom sem sagt ekki á flótta undan einu né neinu heldur tóku á öllum þeim álitamálum sem uppi em. Það er engum blöðum um það að fletta að fundurinn var skref í átt sameiningar," segir Guðmundur Ámi. Ungt fólk pirrað á fortíðarvanda „Fundurinn var mjög hressilegur og markviss. Ég lagði áherslu á ástæðuna fyrir því að Kvennalistinn kom fram og hvert okkar hlutverk Svavar Gestsson: Pólitík í nútíð og framtíð kallar á víðtæka samvinnu vinstri manna og jafnaðarmanna. Össur Skarphéðinsson: „Þetta snýst um að ráða þróun samfélags- ins á næstu öld. hefði verið og væri í stjómmálunum. Ég minnti á að við hefðum frá byijun stefnt að því að gera okkur óþarfar sem sérstakt afl. Framtíðarsýnin er auðvitað sú að konur og karlar vinni hlið við hlið með tillitssemi og virð- ingu fyrir hvers annars sjónarmiðum og vinnubrögðum og áherslum. Síð- an er það matsatriði hverju sinni hvort sá tími er að nálgast og hvort rétt sé að leita annarra leiða en við höfum farið,“ segir Kristín Halldórs- dóttir og að lengra hafi hún nú ekki gengið í sinni framsögu. Hún túlkar þennan fund sem svo að flokkarnir séu á fyrsta stigi sameiningar. „Þama talaði ungur maður hressi- lega og skilgreindi þetta þannig að um þrjú stig væri að ræða: 1. Sam- ræðuvettvangur. 2. Sameiginlegt framboð. 3. Sammni. Ég held að það séu allir sammála um að við séum á fyrsta stiginu. Hvort hin stigin öll verða farin eða annað af tveimur, um það getur enginn sagt núna.“ Kristín telur nægan tíma til um- ræðu og tekur dæmi af reynslunni af samvinnu á vettvangi sveitarstjómar- mála. „Það hlýtur að markast af að- stæðum á hverjum stað. Menn hafa unnið ágætlega saman sumstaðar en annars staðar alls ekki. Nýjasta dæmið er frá Húsavík þar sem Al- þýðubandalag, Óháðir, sem eru reyndar að stofni til Kvennalistakon- ur og Alþýðuflokknum tókst ekki einu sinni að koma sér saman um samvinnu í minnihlutanum. Þar er nú ekki samstarfstónninn. Aðstæður eru mjög mismunandi eftir sveitarfélög- um og ég held að það fari að mestu eftir persónum. Hvort þær vilji vinna saman eða ekki. Ég held sjálf að þró- unin fari mikið eftir niðurstöðum sveitastjórnarkosninganna, sem verða eftir eitt og hálft ár, og hvemig menn vinna úr þeim.“ Kristín tekur undir með Guðmundi Áma að þáttur Ólafs Þ. Harðarsonar hafi sett skemmtilegan svip á fund- inn. Þá telur Kristín að viðhorf ungs fólks hafi haft úrslitaáhrif á það hve langt þessar umræður eru í raun komnar. „Ég hef komið á aðra svona fundi og þeir hafa verið meira á spjallstig- inu. Mér finnst andrúmsloftið öðm- vísi en það hefur oft verið. Þessi um- ræða hefur auðvitað margsinnis komið upp. Menn hafa ætt hér um landið á rauðu ljósi og það hafa verið fundir um þessi mál þar sem menn hafa rætt þessi mál misjafnlega var- lega. Ef ég man rétt þá er rúmt ár síðan það var stór fundur á Hótel Sögu um sameiningarmál og þar varð engin niðurstaða og skiptar skoðanir. Þar var til dæmis fulltrúi Þjóðvaka sem spurði: „Hvað tefur?“ Aðrir sem varkárari em segja: „Um hvað á að sameinast? Við viljum vita það fyrst." Það er öðmvísi hljóðið í mönnum núna og ákveðin hæð eða blómaskeið í þessari umræðu. Það markast mikið af þeim mikla áhuga sem kemur fram hjá unga fólkinu. Ég verð mikið vör við hann. Á þeim fundum sem ég hef setið hefur gætt mikillar óþolinmæði hjá þeim og þau eru pirruð útí varfærni þeirra sem eldri em og segja: „Það er alltaf ver- ið að tala um einhvern Tónabæjar- fund. Við vitum ekki einu sinni um hvað hann var eða um hvað menn vom að rífast þar.“ Þau skynja þetta þannig að menn séu sestir í einhverja fortíðarfjötra og það pirrar þau mik- ið,“ segir Kristín Halldórsdóttir. Glæsileg markmið „Þetta var góður fundur því mér fannst vel tekið undir ákveðin lykil- sjónarmið bæði hjá Alþýðuflokki og Álþýðubandalagi, það skiptir jafn mikíu máli og ræðumenn fundarins með fullri virðingu fyrir þeim,“ segir Svavar en hann setti fram fimm lyk- ilsjónarmið í sínum málflutningi. „Lykilsjónarmiðin í þessu máli em að mínum dómi þessi: I fyrsta lagi. Pólitík í nútíð og framtíð kallar á víðtæka samvinnu vinstri manna og jafnaðarmanna. Það er skyldan við unga fólkið og framtíðina. I öðm lagi verðum við að sýna hvert öðra gagn- kvæma virðingu og tillitssemi, þar er ég að tala um menn, flokka og mál- efni. Þessi tiltölulega ómerkilegi róg- hernaður, sem mér finnst stundum hafa verið til staðar, verður að leggj- ast af. Ég er ekki endilega að tala um flokkanna heldur ýmsa í kringum þá sem reyna að etja þeim saman. Til- gangurinn verður að vera sá að sam- eina en ekki að sundra og verði af sameiningu þá er um að ræða alla flokksmenn, ekki bara suma. Númer þrjú þarf slíkt samstarf að vera á jafnréttisgmndvelli. Reykjavíkurlist- inn er gott dæmi, Alþýðuflokkurinn átti enga borgarfulltrúa en var samt með. I fjórða lagi verða menn að leggja áherslu á sameinandi en ekki sundrandi málefni. Til dæmis um- hverfismálin, en öll stjómmál fram- tíðarinnar eru umhverfismál. Getum við náð saman um að draga úr ójöfn- uði og efla samneysluna? Getum við náð saman um að berjast gegn spill- ingu hvar sem er þjóðfélaginu, í embættisveitingum, í kvótabraski? Getum við sameinast um heimssýn í utanríkismálum, nálgast þau á glóbal grundvelli? Fimmta lykilforsendan er raunsæi. Getum við reynt að sam- einast um þau mál sem við náum að minnsta kosti samstöðu um, fremur en að skemmta óvinum okkar í Sjálf- Félagsmálaráðuneytið Starfsmenntasjóður Félagsmálaráðuneytið auglýsir hér með opinn fund starfsmenntaráðs sem haldinn verður fimmtudaginn 5. desember n.k., kl. 16.30, í Borgartúni 6. Á fundinum verður fjallað um úthlutun styrkja úr starfsmennta- sjóði vegna starfsmenntunar í atvinnulífinu skv. lög- um nr. 19/1992 og framtíð sjóðsins. Þá verða haldinn tvö stutt erindi um starfsmenntun í atvinnulífinu. Félagsmálaráðuneytið, 29. nóvember 1996. 9ÚTB0Ð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar f.h. sjálfseignar- stofnunarinnar Skógarbæjar óskar eftir tilboðum í síma oig tölvulagnir fyrir hjúkrunarheimilið Skógar- bæ að Arskógum 2 í Reykjavík. Útboðsgögn fást á skrifstofu vorri frá þriðjud. 3. des. n.k. gegn kr. 10.000 skilatr. Opnun tilboða: fimmtud: 19. desember 1996, kl. 11:00 á sama stað. IIMNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3- 101 Reykjavík Sími 552 5800 Bréfsími 562 2616 Guðmundur Árni Stefánsson: Það er engum blöðum um það að fletta að fundurinn var skref í átt samein- ingar. Kristín Halldórsdóttir: Það er öðru- vísi hljóðið í mönnum núna og ákveðin hæð eða blómaskeið í þessari umræðu. stæðisflokknum með að ná ekki því takmarki sem við höfum sett okkur? Getum við sameipast, u,pt; fyrat^ skrefið sem er málefnasamningur.og samstarfsyfirlýsing fyrir næstu kosn- ingar, þar sem flokkamir lýsa því yf- ir að þeir ætli að mynda næstu stjóm og ráða forsendum hennar og vera samtals að minnsta kosti stærri en Sjálfstæðisflokkurinn? Þetta eru glæsileg markmið og mér fannst ánægjulegt að heyra frá þeim al- þýðuflokksmönnum í Hafnarfirði sem ég hitti að þetta væri það sem hefði vantað í umræðuna. Við þurf- um að nálgast þessi mál af raunsæi til að umræðan verði trúverðugri," segir Svavar. Einn stór jafnaðar- mannaflokkur „Ég er þeirrar skoðunar að við eig- um að stefna að því að sameina Kvennalista, Alþýðubandalag og Al- þýðuflokk í einn, stóran jafnaðar- mannaflokk," segir Össur Skarphéð- insson en hann gekk lengst frum- mælenda á fundinum í að mæla fyrir sameiningu. „Ég tel að þetta eigi að gerast sem fyrst, og að kosningabandalag fyrir næstu kosningar sé lágmarksáfangi að mínu viti. Stærsti ágreiningurinn á vinstri væng er úr sögunni eftir þau umskipti sem orðið hafa á alþjóða- vettvangi og ég geng svo langt að halda því fram, að hann hafi um langt skeið verið eini ágreiningurinn sem skipti einhverju verulegu máli, því á öðmm sviðum vom deilur ekk- ert meiri en viðgengst innan stóru jafnaðarmannaflokkanna á Norður- löndum. Ég held líka að þegar grannt er skoðað sé munurinn á viðhorfi flokka í málum einsog sjávarútvegi og landbúnaði mun minni en menn telja. Við þurfum hinsvegar að gæta að því að loka þessar umræður ekki inni í stofnunum flokkanna, því for- senda þess að stór flokkur verði til er að unga fólkið sem er að koma inn í pólitíkina, og telur sig hvergi eiga heima í flokki, taki rösklega á með okkur í þessum efnum. Rétt vinnu- brögð, réttar málefnaáherslur og rétt- ar tímasetningar gætu á góðum degi fleytt slíkum nýjum jafnaðarmanna- flokki upp í að verða stærsta stjóm- málaaflið. Því marki verðum við að ná, þarsem þetta snýst um að ráða þróun samfélagsins á næstu öld,“ segir Össur Skarphéðinsson. ■

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.