Alþýðublaðið - 17.12.1996, Page 5

Alþýðublaðið - 17.12.1996, Page 5
ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 1996 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 otorhjolaamman, asatruar- maðurinn og rithöfundurinn Guðrún Kristín Magnúsdóttir er á ferð og flugi um borgina um þessar mundir og kynnir bókina Ódsmál. Bókin er, einsog gera má ráð fyrir, um hina fornu æsi og Guðrún lofar að í henni megi finna nýjustu og byltingarkenndustu rannsóknarnið- urstöðurnar um menningararfinn okkar... Forsíðumynd jólablaðs Séð og heyrt mun vafalítið vekja athygli en blaðið er væntanlegt í búðir nú í vikunni. Þar má berja augum fjöl- miðlahetjuna Gaua litla í öllu sínu veldi, holdi klæddan í orðsins fyllstu merkingu, með jólasveinahúfu eina fata. Þá munu þeir Séð og heyrt- menn Ijóstra upp um margumtöluð íbúðakaup popparans Damon Al- barn úr hljómsveitinni Blur hér á landi. Hann mun hafa fest kaup á lít- illi íbúð í hjarta borgarinnar. Þó að ekki sé um stórt húsnæði að ræða mun þar hægt að finna öll hugsan- leg þægindi. Auk þess kemur fram í blaðinu að Elínu Hirst dauðlangi í slaginn aftur... Kvikmyndagerðarmaðurinn Ás- grímur Sverrisson er allt að því dottinn í lukkupottinn því að breskur framleiðandi Lynda Myles, fékk handrit eftir Ásgrím og skólafélaga hans John Mylarky sent og óstað- festarfréttir herma að hún hafi orðið mjög hrifin og vilji nú óð og uppvæg fjármagna myndina. Lynda þessi er enginn smáskvísa því hún hefur framleitt ekki ómerkari myndir en The Commitments, sem Alan Par- ker leikstýrði og The Snapper sem Steven Frears leikstýrði en hann er einnig leikstjóri nýjustu myndarinnar sem Linda framleiðir og er nýkomin á Bretlandsmarkað, The Van. Ef af samningum verður mun Ásgrímur leikstýra myndinni sem er svört kó- medía og gerist á eyju utan við strendur Skotlands í svartasta skammdeginu. Eyjabúar sem eru hundrað talsins eru að bíða eftir að sólin komi upp því þá ætla þeir að halda hátíð. Þorpið er að fara á hausinn en myndin fjallar um vænt- ingar þorsbúa tii sólaruppkomunnar. Nú bíða menn bara og vona að sól Ásgríms rísi og sendi geisla sína yfir íslenska kvikmyndagerð sem er þó í alveg ágætum málum... Margir innan fjölmiðlageirans hafa velt því fyrir sér hvað orð- ið hafi um Þorbjörn Tjörva Stef- ánsson sem rak Helgarpóstínn af miklu harðfylgi fyrirskömmu, eða allt þartil fyrirtækið Miðill hf. var lýst gjaldþrota. Nú lítur út fyrir að Þor- björn Tjörvi hafi gefið fjölmiðlaheim- inum uppá bátinn því síðast þegar fréttist af honum var hann farinn að starfa í úraversluninni Leonard í Kringlunni. Eigandi úrabúðarinnar er enginn annar en Valsarinn Sævar Jónsson sem eflaust hefur séð sér akk í reynslu Tjörva úr fjölmiðlunum, því ekki er hann ráðinn í gegnum íþróttaklíku; Tjörvi er Þróttari... Athygli vakti að í sjónvarpsþætti um jólabókaflóðið var rætt við þrjá höfunda jólabóka og var komið inn á bókaverslun í Bónus og var þá aðallega rætt um það frá þeim bæj- ardyrum að sumir höfundar yrðu undir hjá versluninni og hvort að það ætti við að selja bækur með þessum hætti. Enginn þeirra kom inn á það sem þó hlýtur að vera hagsmunamál rithöfunda að þeir hafa sjálfir ekkert að segja um heild- söluverð bókanna en af því ráðast þó laun höfunda en samkvæmt samingum Rithöfundasambandsins fá þeir 16 prósent af heildsöluverði bóka... Alþýðublaðið á Alnetinu sendið okkur línu alprent@itn.is KRiNGWN Næg bílastæði - öll ókeypis Bak við Sjóvá-Almennar. Við Verslunarskólann. Á grassvæðinu fyrir norðan Hús verslunarinnar. Á bílastæði starfsmanna fyrir austan Kringluna og á bílastæði norðan við Útvarpsluisið í Efstaleiti. lólasveinar Koma heimsókn ogskemi Kringlugestum frd morgni til kvöids Opið verður lengur m m Laugardaginn 14. des. kl.10- 22 Laugardaginn 21. des. kl.10 - 22 Miðvikudaginn 18. des. kl.10 - 22 Sunnudaginn 22. des. kl.10 - 22 Fimmtudaginn 19. des. kl.10 - 22 Þorláksmessu 23. des. kl.10 - 23 Föstudaginn 20. des. kl.10 - 22 Aðfangadag 24. des. kl .09 - 12

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.