Alþýðublaðið - 17.12.1996, Page 7

Alþýðublaðið - 17.12.1996, Page 7
ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 1996 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 m e n n i n a „Það er alitaf verið að rífast um notkun á vibrato og skreytingum," segir Laufey Sigurðardóttir. „Við leik- um á nútímahljóðfæri og reynum að nýta okkur litina og dýnamíkina sem býðst." „Við getum ekki nálgast marga stóra klassíkera en við getum leikið alla tónlist fyrir tölusettan bassa og lag- línu og Paganini samdi mörg verk fyrir þessi hljóðfæri en sjálfur lék hann einnig á gítar," segir Páll Eyjólfs- son. J ámbrautarstöðin Koma mín ekki til borgarinnar N. átti sér stað stundvíslega. Þú hafðir fengið skilaboð með ósendu bréfi. Þú náðir að mæta ekki á tilteknum tíma. Lestin nam staðar við brautaipall númer þrjú. Margir fóru út. í hóp þeirra sem gengu í áttina að útgöngunni vantaði sjálfa mig. Nokkrar konur komu í minn stað flýttu sér í asanum. Mér ókunnur maður hraðaði sér í móti einni þeirra, en hún þekkti hann þegar í stað. Þau kysstust ekki okkar kossi, og á meðan hvarf ekki taskan mín. Brautarstöðin í borginni N. stóðst með prýði próf í hlutlausri nærveru. Heildin var á sínum stað smáatriðin færðu sig eftir lagðri sporbraut. ■ Geisladiskurinn, ítölsk tónlist, er nýlega komin út Hér átti sér stað í raun fastmælum bundið mót. Við leikum með okkar barrokk nefi Fjarri okkar návist. í líkindanna týndu paradís. - segja tónlistarmennirn- ir Laufey Sigurðardóttir og Páll Eyjólfsson sem hafa nýlega sent frá sér geisladisk með barokk- tónlist. Einu sinni festumst við uppá Fljótsheiði um miðja nótt um há- vetur. Það var fullt tungl og unaðs- lega kyrrt veður en mjög kalt. Það kom góður maður sem bjargaði okkur úr klípunni. Þá vorum við búin að reyna að moka frá bílnum með nótnastatífum en vorum á leiðinni burt, gangandi á blank- skóm með hljóðfærakassana," segja Laufey Sigurðardóttir fiðlu- leikari og Páll Eyjólfsson gítar- leikari en þau hafa spilað saman í átta ár og haldið marga tónleika, ekki bara á Norðurlandi um hávet- ur, heldur líka víðar hér heima og erlendis. Þau hafa nú nýlega sent frá sér geisladisk með barrokktónlist sem þau tóku upp í Áskirkju síðastliðið sumar og það verður að segjast eins og er að hann er yndislega skemmtilegur. „Það er mjög góður hljómburður fyrir þessi hljóðfæri í Áskirkju og kirkjuvörðurinn var sérstaklega elskulegur og vildi allt fyrir okkur gera og þjónaði okkur eins og best varð á kosið án þess að taka krónu fyrir. Svo má ekki gleyma upp- tökustjóranum okkar honum Hall- dóri Víkingssyni. Við gætum hælt honum endalaust, hann var svo hjálpsamur og skapgóður." En hvernig vildi til að þið fóruð að vinna saman ? „Okkar samstarf hófst á þann veg að ég hitti Pál á tónleikum í Langholtskirkju og mér fannst hann spila svo vel að ég bað hann um að spila með mér. Hann sagði já,“ segir Laufey og bætir við að hún hafi verið ansi frökk og hann hafi kannski ekki þorað að neita.“ Er þetta ekki fremur óvenjuleg blanda, gítar og fiðla? „Gítarinn og fiðlan eiga sömu formóður og eru um margt lík hljóðfæri," segir Laufey. „Fyrir ut- an hvað þau hljóma fallega saman þá erum þau meðfærileg hvað snertir tónleikahald. Við getum spilað hvar sem er. Það þarf ekki að vera stór flygill til staðar eða orgel, þetta er miklu meira „in- time,“ og við höfum notfært okkur það til hins ýtrasta." Hefur mikið verið skrifað af tón- listfyrir gítar og fiðlu? „Við getum ekki nálgast marga stóra klassíkera en við getum leik- ið alla tónlist fyrir tölusettan bassa og laglínu og Paganini santdi mörg verk fyrir þessi hljóðfæri en sjálfur lék hann einnig á gítar,“ segir Páll og bætir við að nú séu mörg tutt- ugustu aldar tónskáld farin að semja fyrir þessi hljóðfæri. „Til dæmis hefur Þorkell Sigurbjörns- son samið verk sérstaklega fyrir okkur.“ >i>Páll nam hjá Eyþóri Þorláks- syni gítarleikara og sneri að því loknu til Spánar þar sem hann var við nám í Alcoy hjá gítarmeistar- anum Jose Luis Gonzalez. Laufey Sigurðardóttir lauk einleikaraprófi frá Tónlistarskóla Reykjavíkur árið I974 þar sem hún var nemandi Björns Ólafssonar. Þá tók við sex ára framhaldsnám í Boston í Bandaríkjunum. „Eg var líka dálít- ið á Ítalíu, í heimalandi fiðlunnar og söngsins, þar voru bestu fiðl- urnar smíðaðar og mörg bestu tón- skáldin á barokktímanum." Þau vinna bæði við kennslu auk þess sem Laufey spilar með Sin- fóníuhljómsveit Islands: „Það er ekki hægt að lifa sem konsertisti á íslandi, fólk fær kannski tíma- bundin starfslaun en það hrekkur ekki til,“ segir Laufey. En segið nú aðeins frá efnisval- inu á disknum ? „Við höfum aðeins verið að kynna efnið af disknum og lékum til dæmis hjá Ítalíufélaginu í fyrra- kvöld sem var vel við hæfi þar sem þetta er ítolsk tónlist," segir Lauf- ey. „Þetta eru allt sónötur, eftir Cor- elli, Tartini og Paganini," segir Páll. „Tartini sónatan er skrifuð fyrir tölusettan bassa þannig að ég ræð hljómunum sjálfur og hef um- ritað hana fyrir gítar. Þetta er skemmtilegt og gefur dálítið frelsi um leið og ntaður fylgir forskrift- inni.“ „Það er alltaf verið að rífast um notkun á vibrato og skreytingum,“ segir Laufey. „Við leikum á nú- tímahijóðfæri og reynum að nýta okkur litina og dýnamíkina sem býðst.“ Þið eruð því tónlistarmenn en ekki sagnfrœðingar? „Já, en við reynum þó að nauðga ekki stílnum en syngjum þetta með okkar nefi.“ En hvað finnst ykkur skemmti- legast að fást við? „Það sem við erurn að spila hverju sinni. Það er hreinasta klisja en alveg dagsatt.“ Annarsstaðar, annarsstaðar. Svo mörg em þau orð. Ljóöiö er eftir pólsku skáldkonuna og Nóbelsverölaunahafann Wislöwu Szymborsku og er aö finna í bókinni Útópía sem nýlega kom út í þýðingu Þóru Jónsdóttur. f ÚTBOÐ F.h. Byggingadeildar borgarverkfræðings er óskað eftir tilboðum í tölvur og uppsetningu fyrir Fræðslumiðstöð Reykjavíkur. Um er að ræða 48 tölv- ur, netmagnara og stýrikerfi, nethugbúnað, uppsetn- ingu og efni ásamt fjartengingum. Verkinu á að vera að fullu lokið 20. janúar 1997. Útboðsgögn fást afhent á skrifstofu vorri. Opnun tilboða: fimmtud. 19. desember 1996 kl. 14.00 á sama stað. bgd 161/6 F.h. Gatnamálastjórans í Reykjavík, er óskað eftir til- boðum í verkið: Götusalt, efniskaup á salti til hálku- eyðingar. Um er að ræða 7.000 tonn. Fyrsta afhend- ing verður um miðjan mars 1997 og verklok haustið 1998. Útboðsgögn verða seld á skrifst. vorri á kr. 1000, - frá þriðjud. 17. desember n.k. Opnun tilboða: fimmtud. 6. febrúar 1997, kl. 11:00 á sama stað. Verk þetta er auglýst á Evrópska efnahags- svæðinu. gat 166/6 INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - 101 Reykjavík Sími 552 5800 Bréfsími 562 2616

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.