Alþýðublaðið - 07.01.1997, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 07.01.1997, Blaðsíða 2
B2 JAFNAÐARMAÐURINN ÞRIÐJUDAGUR 7. JANÚAR 1997 . V " - ' ' . . „Skólinn þarf því aö verða áhugamál allra í þjóöfélaginu, ekki aðeins skólayfirvalda, kennara, sveitarstjórna og foreldra." Hefðbundið skólastarf aðeins einn þáttur í umhverfi barnanna Einhver besta gjöf sem bam getur hlotið eru foreldrar sem hlusta á það og hjálpa því til að takast á við h'fið og tilveruna án þess að tekið sé fram fyrir hendurnar á því. (dr Tomas Gord- on,1987:xl). Að eiga foreldra sem reyna að finna sameiginlega lausn á málefnum með börnum sínum og unghngum er einnig mikilvægt. Uppeldisvenjur ganga í arf frá einni kynslóð til annarrar eins og mál- tækið staðfestir,; „svo hafast bömin að sem fyrir þeim er haft.“ Rannsóknir hafa sýnt að eigi hæfi- leikar fólks að bera ávöxt og fá að njóta sín við nám og störf verður að tryggja þeim ákveðin vaxtarskilyrði. Það er einnig augljóst að hver ein- staklingur býr yfir hæfileikum sem enginn annar getur nýtt á sama hátt, né keypt sér eintak af. Þess vegna verður að undirbúa jarðveginn á þann veg að gróska og fijósemi skili sér í sem bestum þroska og gæðum ávaxtanna. Hér er ungu fólki líkt við gróand- ann í lífríkinu sem það vissulega er meðal mannfólksins. I skólunum em það kennaramir sem sjá um aðhlynn- ingu og fóðrun á meðan krafturinn sem nýtir sér orkuna til ræktunar og þroska býr í nemendunum. Samfélagið er markaðurinn sem af- Hermann Níelsson skrifar um íþrótta- tóm- stunda- og félagsstörf í grunnskólum. urðin fer á fyrr eða síðar og skiptir þá öllu máli að hún sé bæði fersk og holl. Eftir því sem alúðin og umhyggjan er meiri fækkar skemmdu eplunum. Sú staðreynd að einstaklingurinn þroskast mest bæði líkamlega og fé- lagslega á fyrstu 20 ámm ævi sinnar hefur því ríka skírskotun til skólanna, foreldranna og þjóðfélagsins í heild. Tilgangur greinarinnar. Markmiðið er að varpa ljósi á fé- lagslíf í grunnskólum landsins og svara spurningunni hvort félagslíf nemenda sé samkvæmt markmiðum grunnskólalaga og aðalnámskrár og hvort félagslítið sem slíkt og áherslur skólanna hafi breyst og þróast á til- teknu árabili. Borin verða saman lagaákvæði grunnskólalaga frá 1974, 1991 og 1995. Einnig gerður samanburður á aðal- námskrám frá árunum 1976 og 1989. Leitast verður við að svara spum- ingum um tilgang og markmið félags- starfs í skólum, mikilvægi þess fyrir nemendur og hvort skólafólk, skóla- stjórar, kennarar og annað starfsfólk skólanna meti slíkt starf á þann hátt sem væntingar standa til samkvæmt orðanna hljóðan. Þá verður sýnt fram á hvaða félags- starf er í boði í gmnnskólum á íslandi, hvemig það er skipulagt og því háttað. Samanburður á lögum. f 2. gr laga um gmnnskóla frá 1974, 1991 og 1995 em ákvæði lagagreina laganna samhljóða: „Grunnskólinn skal veita nemendum tækifæri til að afla sér þekkingar og leikni og temja sér vinnubrögð sem stuðli að stöðugri viðleitni til menntunar og þroska. Skólastarfið skal því leggja gmndvöll að sjálfstæðri hugsun nemenda og þjálfa hæfni þeirra til samstarfs við aðra.“ Tilvitnun lýkur. Áherslan er á sjálfstæða hugsun nemenda og hæfni þeirra til samstarfs við aðra. Félags- og tómstundastarf í gmnnskólum vísar sterkt til þessara áherslna laganna eins og sjá má m.a. við lestur þessarar ritgerðar. í 14. gr. grunnskólalaga frá 1995 segir; „Skólasjóri skal a.m.k. tvisvar á ári boða til sameiginlegs fundar kenn- araráðs, foreldraráðs og nemendaráðs til þess að veita upplýsingar um skóla- starfið og fjalla um málefni þessara ráða.“ Tilvitnun lýkur. Þetta er nýtt ákvæði sem ekki er að finna í lögunum frá 1974 og 1991. Ákvæðið tryggir að unnið verði skipu- lega og að allir aðilar sem að málinu koma vinni saman. í 17, gr. laga frá 1995, 23, gr. laga 1991 og 22. gr. frá 1974 em efnisat- riði samhljóða. Lögin frá ’74 segja þó til um hvem- ig kjósa skuli til nemendaráðs, að hver bekkjardeild skuli kjósa einn fulltrúa og einnig að kjósa skuli formann, varaformann og ritara. En í lögunum frá ’91 og ’95 er því sleppt og í staðinn sett ákvæði um að nemendaráð hvers skóla skuli setja sér starfsreglur en ekkert sagt til um hvemig kosið skuli, hve marga né um verkaskiptingu stjómar. f öllum laga- greinunum er ákvæði um að skóla- stjóri feli einum kennara að aðstoða nemendaráðin. 19. gr. laga frá 1995, 26 gr. frá 1991 og 25. gr. frá 1974, fjalla allar um að í skólahúsnæði skuli vera að- staða fýrir félagsstarfsemi nemenda. í 34. gr. frá 1995, 52. gr. frá 1991 og 43. gr. frá 1994, er kveðið á um að í öllum grunnskólum skuli nemendum gefinn kostur á að taka þátt í tóm- stunda og félagsstarfi bæði sem liðar í daglegum störfum skóla og utan venjulegs skólatfma. Lögin frá 1995 em með nýtt ákvæði sem snertir félagslíf nemenda f 31. grein. Þar segir m.a.; „f hverjum skóla skal gefa árlega út skólanámskrá"... og síðar; „hún er starfsáætlun skóla þar sem m.a. skal gerð grein fyrir skólatíma, kennsluskipan, markmið- um og inntaki náms, námsmati, mati á skólastarfi, slysavömum, félagslífi og öðru því sem varðar starfsemi skól- ans.“ Á þessum samanburði laganna hvað

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.