Alþýðublaðið - 17.01.1997, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 17.01.1997, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. JANÚAR 1997 ■ Kolbrún Bergþórsdóttir ræðir við Indriða G. Þorsteinsson rithöfund um skáldskapinn, blaðamennskuna, pólitíkina og minnisstæða menn Ég fór aldrei mjúku leiðina ef önnur leiö fannst Hvað varð til þess að þú fórst að skrifa? „Það var eitthvað í blóðinu sem kallaði á. Annars var ég seinn til, áhugalítill og latur. Eirrn maður hafði áhrif á mig umfram aðra. Það var Stefán Bjarmann sem leigði heima hjá foreldrum mínum tvo vetur og dvaldi í Mývatnssveit á sumrin við að þýða Þrúgur reiðinnar. Hann sagði mér frá afburðarithöfundum eins og Steinbeck og Hemingway á þann hátt að ég heillaðist og í bamaskap hvarflaði að mér hvort ég gæti ekki eitthvað líka. Svo ég hóf skriftir á reikulum fótum.“ Ertu ánœgður með bœkurnar þín- ar? „Eg veit það ekki, lít aldrei í þær. Ég skrifaði þær og hef ekki spekúler- að í þeim síðan. Þær geta verið bæði vondar og góðar og það getur enginn gert neitt við því úr þessu.“ Attu von á því að nafn þíns verði getið í fjórða bindi bókmenntasögu Máls og menningar? „Nei, ég er búinn að skamma kommana svo ógurlega og þeir hafa skammað mig. Þegar síðasta skáld- saga mín Keimur af sumri kom út sagði Ami Bergmann í Þjóðviljanum að sú bók væri ekkert um ekki neitt. Ég var hissa á þeim orðum því yfirleitt getur maður ekki skrifað tvö hundmð síður án þess að segja eitthvað. En það verður að hafa það.“ Finnst þér að gagnrýni á bœkur þínar hafi oftar en ekki byggst á pólit- íkfremur en bókmenntamati? „Já. Mér finnst hafa verið litið á mig frá upphafi sem einn af þeim höf- undum sem ekki átti að verða. Óþægi- legur fyrir menningarelítuna, and- styggilegt aðskotadýr í augum þeirra sem eiga gilda sjóði og lifa í klíku- samfélagi. Það var engu líkara en ég væri stórsökóttur maður fyrir það eitt að hafa verið að djöflast í að skrifa bækur. Það er skrýtið, ég finn þetta en það verkar ekkert á mig. Ég hef rifist við kommana en þeir gerðu mér í raun og vem ekkert. Sam- viska þeirra beið siðferðilegt gjald- þrot, en samt em þeir lifandi ennþá og sæmilega hressir. Kristmann Guðmundsson hringdi einu sinni í mig þegar hann var kom- inn að fótum ffam og sagði: „Þú verð- ur að berja þessa helvítis komma." Hann var orðinn týndur og ráðvilltur. Fyrir stríð vora bækur hans þýddar á fjörtíu tungumál, en stríðið breytti völdunum í bókmenntaheiminum. Allt í einu var eins og Kristmann hefði aldrei verið til. Hann gat ekki tekið því.“ Finnst þér hann góður rithöfundur? , Jfann er þolanlegur rithöfundur en ég hef ekkert við hann að gera.“ Finnst þér þá að hörð gagnrýni eigi ekki rétt á sér? „Hún á rétt á sér, en hún á að vera byggð á einhvetju öðm en almennum orðum um leiðindi. Hún verður að sanna hvað er svona vont. Og það er stundum erfitt að sanna það sem stendur í bókum. Þú þekkir það. En menn verða að segja hvað það er sem er svona rosalega leiðinlegt eða þegja ella. Heyrðu, þú tókst hann Ólaf Jóhann svona rækilega í gegn. Hefðirðu nú ekki getað sagt álit þitt á mýkri hátt?“ Mér þykir þetta einkennileg athuga- semdfrá kjaftforasta manni Iandsins. „Ja, það er kannski eitthvað til í því.“ Varstu svona kjaftfor strax sem barn? „Mér hefur verið sagt að ég hafi verið mikið verri þegar ég var krakki. Ég tel mig hafa komið mér upp góð- um bremsum. Hitt er annað mál að meðan tungan er til þá er ástæða til að nota hana. Eitt er að vera kjaftfor, ann- að að vera illgjam. Ég hef ekki verið illgjam um dagana, en ég hef nefnt hlutina sínu réttu nöfnum." Velferðin stútaði íslenskum rithöfundum Þú hefur einungis gefið út eina Ijóðabók, er það ekki rétt hjá mér? „Já, ég fékk yrkingarkast 1973 og gaf út ljóðabókina Ljóð. Ég hef nær ekkert ort síðan. Sú bók er því eins konar lausaleikskrógi, sá eini sem ég á. Að yrkja ljóð er ennþá meira til- finningamál en að skrifa bækur. Að skrifa bækur er bara vinna og fyrir lat- an mann eins og mig er það leiðinleg vinna.“ Hvað finnst þér um íslenska nú- tímaljóðlist? „Ljóðagerðin hér á íslandi er orðin alveg voðaleg. Það er eins og labbað sé út á hlað, horft til austurs eða vest- urs, snúið við og gengið aftur inn í bæ. Ljóðskáldin gefast ekki upp þótt þau hafi ekkert að segja. En pappírs- framleiðendur og útgefendur hætta að gefa út. Og lesendur nenna ekki leng- „Ég skammaðist lengi og mikið," sagði Jónas, „en ég átti ekki að eyða tímanum í það. Ég átti bara að segja: „Þið eruð vondir menn" - og ganga svo út." ur að lesa. Hvemig stendur á þvf að maður les ekki ljóð í dag sem kveikir í manni eins og ljóð Gríms Thomsen eða Matthíasar Jochumssonar? Af hverju er Jónas Hallgrímsson orðinn svo há- heilagur að enginn getur ort í líkingu við hann? Hann var bara fátækur Is- lendingur. Menn eiga ekki að yrkja eins og hann, en menn eiga að yrkja út frá sömu forsendum." En hvað er þá að segja um skáld- sögur íslenskra rithöfunda? „Velferðin stútaði íslenskum rithöf- undum. Ef öskrandi naut er við næsta götuhom skrifa þeir sig ffam hjá því. Þeir kunna ekki að lifa hættulega en geta stundum skrifað laglega. Bækur þeirra skipta engu máli.“ Þú stundaðir blaðamennsku í nœr fjóra áratugi? Hvað finnst þér um þróunina í blaðaheiminum? , J>egar ég hóf störf sem blaðamaður árið 1951 höfðum við mikinn hug á því að blöð yrðu laus við afskipti eig- enda sinna svo blaðamenn gætu skrif- að samkvæmt eigin mati á atburðum en ekki út frá pólitískum hagsmunum. Upp úr 1960 tók að mjakast í rétta átt og blöð og fjölmiðlar búa nú við all- nokkuð frelsi. Hvað gerist þá? Þá ræð- ur sig til starfa fólk sem er haldið verstu sort af velferðaráhuga og skipar sér í flokka með eða móti ríkisstjóm- inni eða með eða móti hverju sem er, og fjallar um málefni út frá þessu mati sínu. Frelsið átti ekki að felast í þessu. Við vildum losna undan því oki að skrifa eftir pólitískri forskrift. En þá takið þið blaðamenn upp á því sjálf að vera pólitískir." Sérðu eftir Tímanum gamla? „Já. Það var til marks um hvað Tíminn var gott blað að undir lokin voru komnir inn á kontór fimm rit- stjórar. Allt gekk svo vel að menn sem aldrei gátu neitt heimtuðu að verða rit- stjórar og það var látið eftir þeim. Blaðið eyðilagðist stuttu síðar. Nú er verið að halda nafninu á lofti í Degi- Tímanum, sem er í höndunum á vind- belg sem ræður ekkert við starfið. Mér líkar ekki það blað. Einu mennimir Þórbergur: „Þjóðin gleymir honum aldrei. Menn geta það ekki. Hann er svo mikill hugsuður. Maður frá Suðursveit. Óskemmdur af skól- um. Fullur af náttúrugreind." þar með fullu viti er Oddur Ólafsson, Jón Birgir og Birgir Guðmundsson. Ég vildi gefa blaðið út með þeim þremur." Hvert er besta dagblað sem gefið er út á Islandi. „Vegna stærðar útlits og umbrots er það Morgunblaðið. Dagblaðið er ein- göngu gefið út vegna smáauglýsing- anna og allt annað verður þar að auka- atriði. Ef tekið er á einhvetjum málum þá em þau afgreidd í nokkmm línum. Vilmundur: „Ég er sammála Jónasi frá Hriflu sem sagði við mig rok- hneykslaður: „Hugsaðu þér, eitt ágætasta höfuð á íslandi vill verða landlæknir!" Það er eins og blaðamenn þar óttist að missa allt niður um sig ef þeir skrifa í lengra máli. Morgunblaðið og Al- þýðublaðið bera uppi blaðamennsk- una. Ég er afar skotinn í því hvemig þið leysið ykkar mál á svo litlu blaði af mildu jafnvægi." Hvað finnst þér um hugmyndir um að leggja Alþýðublaðið niður? „Mér líst bölvanlega á það. Miðað við ribbaldaganginn sem viðgengst víða í fjölmiðlum þá ætti enginn Eysteinn: „Þannig tók Eysteinn okkur í gegn og hann sannfærði okkur. Svona eiga forystumenn ykkar krata líka að tala." flokkur að vera blaðalaus. Stjómmála- flokkur verður að eiga rödd. Þetta var Eysteinn sífellt að brýna fyrir okkur blaðamönnunum á Tímanum. Sagði: , J>ið heimtið frelsi og segist vilja vera ópólitískir, viljið jafnvel að einstak- lingar eignist blöðin. En við erum húmanískur flokkur og hvað sem á dynur munum við ætíð tala í nafni húmanisma. Haldið þið að einstak- lingar sem hugsa um það eitt að græða peninga séu húmanistar?“ - Þann'

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.