Alþýðublaðið - 17.01.1997, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 17.01.1997, Blaðsíða 5
rÖSTUDAGUR 17. JANÚAR 1997 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 Mér finnst hafa verið litið á mig frá upphafi sem einn af þeim höfundum sem ekki átti að verða. Óþægilegur fyrir menningarelítuna, andstyggilegt aðskotadýr í augum þeirra sem eiga gilda sjóði og lifa í klíkusamfélagi. tók Eysteinn okkur í gegn og hann sannfærði okkur. Svona eiga forystu- menn ykkar krata líka að tala.“ Jónas var bara reiðari en aðrir menn Hvernig menn voru Eysteinn og Hermann? „Eysteinn var mjög sérstakur maður og stóð með manni gegnum þykkt og þunnt. Hið sama má segja um Her- mann. Þeir vom ólíkir menn en unnu vel saman. Þeir máttu ekki vamm sitt vita, en það var alltaf meiri glanna- gangur í kringum Hermann. Hugsaðu þér, báðir þessir menn verða ráðherrar komungir menn, Eysteinn 27 ára og Hermann 36 ára. Þetta eru mennta- skóíastrákar. Én fíinkir menn. Þeir höfðu Jónas frá Efriflu á bak við sig en hann gat verið Akkillesarhæll því hann vildi öllu stjóma. I Framsóknar- flokknum átti Jónas vinum að mæta en ekki stuðningsmönnum. Og svo var annar stjómmálamaður, Vilmundur Jónsson, geysilega skemmtilegur maður og stórgáfaður. Hann og Héðinn Valdimarsson skrif- uðu Jónasi bréf og sögðu: „Þú ert frekur og vitlaus og við viljum ekki hafa þig í ríkisstjóminni“. Fyrir bragð- ið varð Jónas ekki forsætisráðherra.“ Það voru skapgerðarbrestir í Jón- asi, eða hvað? „Nei, nei. Hann var bara reiðari en aðrir menn. Hann gekk langt í öllu sem hann gerði. Hann vann eins og berserkur alla daga og skapsmunimir vom svo miklir að hann mddi frá sér með látum. Hann eignaðist ótrúlega marga óvini og hlífði þeim ekki. En honum fyrirgefst margt því hann af- rekaði margt. Okkur Jónasi var vel til vina og við töluðum ýmislegt. Jónas sagði eitt sinn við mig, þegar hann var sestur í helgan stein: „Nú er mér orðið vel við alla menn. Reyndar var mér aldrei illa við neinn. Þegar ég fór heim á kvöldin eftir að hafa verið í slagnum allan daginn þá lokaði ég hurðinni á eftir mér og ajlt var gleymt“. En hann sagði mér að einu sinni hefði hann séð eftir því að hafa ekki tekið dýpra í ár- inni en hann gerði. Það var út af deil- um á þingi um lifratoll. Þar tókust þeir á Jónas og Ólafúr Thors. ,£g skamm- aðist lengi og mikið,“ sagði Jónas, „en ég átti ekki að eyða tímanum í það. Ég átti bara að segja: „Þið emð vondir menn“ - og ganga svo út.“ Finnst þér stjórnmálamennirnir í dag kannski sviplitlir miðað við þá gömlu? „Ekki er það nú. Þeir em bara öðm- vísi. Slípaðri. Ég hef alltaf mikið dá- læti á Jóni Baldvini. Mér finnst hann góður krati. Hann minnir mig á Jón Baldvinsson, en er dugmeiri. Það er svo einkennilegt að mér líkar yfirleitt betur við krata en framsóknarmenn. Ég skil eiginlega ekkert í því sjálfur. Annars eiga kratar ekki neinn mann núna sem jafnast á við Vilmund land- lækni. Hann var fyndinn og skemmti- legur, alveg indæll, meira en hægt er að lýsa.“ Finnst þér að Vilmundur hefði átt að einbeita sér meir og lengur að stjónimálum en hann gerði? „Ég er sammála Jónasi frá Hriflu sem sagði við mig rokhneykslaður: vHugsaðu þér, eitt ágætasta höfuð á Islandi vill verða landlæknir!" Segðu mér meira jrá Vilmundi. „Eitt sinn mætti ég Vilmundi á horninu á Ingólfsstræti. Hann tók í olnbogann á mér eins og hann var vanur og sagði: „Komdu, Halldór er heirna." Ég fór með honum heim. Þar er Halldór Laxness, nýbúinn að gefa út Skáldatíma, og fer nú að segja okk- ur svakalega mikla sögu af manni sem hann hafði kynnst á Spáni. Sá hafði haft í sér stóran orm. AJltaf át maður- inn á við tíu en var ætíð jafn horaður því ormurinn tók allt til sín. Halldór er í miklum ham í lýsingum sínum á hörmungum þessa manns, en Vil- mundur, læknirinn sem mestan áhuga hefði átt að hafa á sögunni, horfir stíft á vegginn og segir loks: Já, jæja, nú, heyrðu, er annars ekki eitthvað að frétta?" Mér fannst dónalegt af lionum að tala svona við Nóbelsskáldið. Vilmundur stóð eins og guðfaðir á bak við ýmsa menn. Vestur á ísafirði dvaldi Þórbergur hjá honum, ungur maður, og skrifaði Bréf til Láru. Þarna vora tveir normal menn á ferli á ísa- firði og ekkert sögulegt við það, en ef maður les Bréf til Láru þá finnst manni eins og þetta hafi allt verið hálfgert tívolí. Það fór vel á með okkur Þórbergi, en ég get ekki sagt að við höfum kynnst mikið. í eðli sínu var hann hóglátur, gáfaður og kurteis maður. Það er ekki fyrr en maður fer að lesa hann að maður sér þessi skrítilegheit. A einstaka stundum gat hann reyndar verið sérkennilegur. Eitt sinn komum við að Skálholti þegar verið var að grafa upp kistu Páls biskups. Þórberg- ur rýkur beint í garðinn og þramar til mannanna sem voru ofan í gröfunum: „Eru nokkrir draugar hér?“ Sumir segja að þjóðin sé að gleyma Þórbergi. „Þjóðin gleymir honum aldrei. Menn geta það ekki. Hann er svo mik- ill hugsuður. Maður frá Suðursveit. Óskemmdur af skólum. Fullur af nátt- úragreind." En hann hafði skelfilega rangt fyrir sér ípólitíkinni. „Mér frnnst allt í lagi að graflarar hafi rangt fyrir sér í pólitík. En ég þoli ekki þegar harðkúluhattar og vitleys- ingar með vöðvabúntin utan á sér setja sjálfa sig á stall og níðast á öllum sem ekki era sammála þeim. Ég hef kynnst mörgum sem vora harðir sósíalistar en það kom aldrei fram í neinu nema manngæsku. Þórbergur var einn þeirra." Hef engan áhuga á rómans eftir dauðann Segðu mér svona í lokin, kvíðirðu því að kveðja lífið? „Nei, ég kvíði ekki dauðanum. Ég hef alltaf haldið því fram að þá taki við eilífur svefn. Hvað ætti arrnars að gera við allar þessar sálir? Ég skal segja þér að ég hef engan áhuga á rómans eftir dauðann. Trúir þú á líf eftir dauðann?" Eg er ekki í nokkrum vafa. „Helvíti ertu kræf. Þú ert svo ung. Þetta kemur allt með aldrinum. Mundu mín orð. Efinn á eftir að koma til þín.“ Hver eru mestu vonbrigði sem þú hefur orðiðfyrir í lífinu? „Sjálfsagt varð ég fyrir einhverjum vonbrigðum þegar ég var ungur, en ég er löngu búinn að gleyma þeim. Mér finnst lífið einhvem veginn þannig, að annað hvort sé það allt saman ein stór vonbrigði eða maður fmni ekki von- brigðin. Nei, þegar allt kemur til alls hef ég líklega aldrei orðið fyrir von- brigðum. Mér þykir vænt um að hafa fengið að vera til.“ En þú fórst aldrei mjúku leiðina í lífinu. „Ekki ef önnur leið fannst.“ ■

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.