Alþýðublaðið - 30.01.1997, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 30.01.1997, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 30. JANÚAR 1997 _________ALPVÐUBLAÐÐ askvrin n MHVIIIIIÍIÍIIH 21248. tölublað Hverfisgötu 8 -10 Reykjavík Sími 562 5566 Útgefandi Ritstjóri Auglýsingastjóri Umbrot Prentun Alprent Sæmundur Guðvinsson Ámundi Ámundason Gagarín ehf. ísafoldarprentsmiðjan hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing Sími 562 5566 Fax 562 9244 Tölvupóstur alprent@itn.is Áskriftarverð kr. 1.500 m/vsk á mánuði. Verð í lausasölu kr. 100 m/vsk Atvinnuleysi og vinnumiðlun Atvinnuleysi var heldur minna hér á landi í fyrra en árið á und- an. Á árinu 1996 voru að meðaltali 5.790 manns að meðaltali á atvinnuleysisskrá, sem jafngildir 4,3% af áætluðum mannafla á vinnumarkaði samkvæmt spá Þjóðhagsstofnunar. Atvinnuleysið var hins vegar að meðaltali 5% árið 1995. Milli ára hefur at- vinnuleysi minnkað um 11% að meðaltali á landinu. Það vekur hins vegar athygli að á höfuðborgarsvæðinu, þar sem atvinnulífíð er íjölbreyttast, hefur atvinnuleysi aðeins minnkað um 2% í fyrra miðað við árið áður. Þar er meðalljöldi atvinnulausra um 3.800 manns. Það hlýtur að valda áhyggjum hve lítt miðar að draga úr skráðu atvinnuleysi á höfuðborgarsvæðinu. Að vísu verður taka tillit til þess að á því svæði er rekin umfangsmikil svört starfsemi í ýmsum atvinnugreinum. Þar má til dæmis nefna ýmis konar veitingastarfsemi, sem virðist blómstra fyrir utan lög og rétt. Þar ér'stór hópur fólks í vinnu en hvergi á launaskrá. Margt af því fólki lætur skrá sig atvinnulaust og hirðir atvinnuleysisbætur. Þessi staðreynd er á allra vitorði en hins vegar er lítið gert til að uppræta þennan ósóma. Það er ekki aðeins að bætur eru sviknar úr opinberum sjóðum, heldur tapast einnig umtalsverðar skatt- tekjur af þessari starfsemi. Hér er um að ræða einn hluta neðan- jarðarhagkerfís sem veltir milljörðum króna á ári. Þetta breytir þó ekki því, að umtalsvert atvinnuleysi er viðvarandi á höfuðborgar- svæðinu. Það er því gjörsamlega út í hött þegar ríkisvaldið reynir að fá borgarstjóm Reykjavíkur til að draga úr framkvæmdum undir því yfirskini að það þurfi að koma í veg fyrir þenslu. Nær væri að hraða framkvæmdum eítir því sem unnt er í því skyni að auka atvinnu. Sömuleiðis þarf áfram að vinna ötullega að eflingu löglegs atvinnurekstrar á höfuðborgarsvæðinu með öllum tiltæk- um ráðum. Svo virðist sem opinberum skrifstofum, sem skrá þá einstak- linga sem em án vinnu, verði lítið ágengt við að aðstoða þá að finna nýtt starf. Samkvæmt tölum frá félagsmálaráðuneytinu vom skráð samtals 33 laus störf hjá vinnumiðlunum um land allt í lok desember. Þar af vom sex laus störf skráð hjá vinnumiðlunum á höfuðborgarsvæðinu. Það er því litla hjálp að fá hjá þessum skrif- stofum fyrir þá sem em að leita eftir atvinnu. Margir einstakling- ar em mjög duglegir við að leita eftir vinnu á eigin spýtur og þurfa ekki á neinni aðstoð að halda. Aðrir gefast upp á því að ganga á milli fyrirtækja og stofnana dag eftir dag, viku eftir viku og mánuð efltir mánuð í leit að vinnu án þess að það beri nokkum árangur. Fólk missir kjarkinn, finnst því vera hafhað af samfélag- inu og enginn hafi not fyrir starfskrafta þess. Það missir jafnvel alla löngun til að fara út á vinnumarkað á ný, verður afskipt í þjóðfélaginu og lokar sig af. Því þarf að stórauka aðstoð við þetta fólk um útvegun vinnu. Það má til dæmis gera þá kröfu til opin- berra fyrirtækja og stofnana, að þar gangi atvinnulausir fyrir um störf sem losna eftir því sem unnt er. Riki og sveitarfélög ættu að ganga á undan með góðu fordæmi í stað þess að ráða sífellt til sín fólk vegna ættartengsla eða klíkuskapar. ■ ■ Mikil fjölgun útlendinga til starfa hér á landi Liðlega 1200 atvinnuleyfi til útlendinga í fyrra Félagsmálaráðuneytið veitt í fyrra samtals 1.206 atvinnuleyfi til útlend- inga en árið áður 1.172. Þama er því ekki um mikla fjölgun að ræða. Hins vegar hlýtur þessi fjöldi að vekja at- hygli með tilliti til þess hve skráð at- vinnuleysi er mikið á landinu. Á síð- asta ári synjaði ráðuneytið um heimild til ráðningar á 39 útlendingum. Þar af var um að ræða 16 störf við fisk- vinnslu og 12 vegna umsókna um að- stoð á heimilum. Samkvæmt gögnum félagsmála- ráðuneytisins voru gefin út 361 nýtt tímabundið atvinnuleyfi á árinu 1995. Á árinu 1996 fjölgaði verulega veit- ingum á nýjum atvinnuleyfum og urðu þær samtals 691. Þetta er talið endurspegla betra gengi landsmanna í atvinnu- og efnahagsmálum sem skap- aði stóraukna eftirspum eftir erlendum starfsmönnum. Til samanburðar má geta þess að ár- ið 1992 voru gefin út 601 nýtt at- vinnuleyfi, árið eftir vom þau 438 og árið 1994 voru leyfin 324. Hér ber að hafa í huga að EES-borgarar eru í töl- um fyrir árin 1992 og 1993. Árið 1993 vom gefin út 152 ný dvalarleyfi vegna EES-borgara. Fyrsta árið eftir að EES- samningurinn tók gildi, það er árið 1994, vom gefin út 146 ný dvalarleyfi vegna borgara frá aðildanfkjum sam- bandsins. I yfirliti sem félagsmálaráðuneytið hefur tekið saman um veitingu at- vinnuleyfa kemur fram að tölum ráðu- neytisins og útlendingaeftirlitsins yfir veitt atvinnuleyfi þarf ekki í öllum til- vikum að bera saman. Tölur ráðuneyt- isins byggja á veittum leyfum. Tölur útlendingaeftirlitsins veita upplýsingar um útlendinga sem raunverulega komu hingað til lands til að vinna. Eitthvað mun vera um það að útlend- ingar, sem heimilað hefur verið að vinna hérlendis, koma ekki til lands- ins. Leyfi framlengd Á því er vakin sérstök athygli að í 70 tilvikum hefur verið gefið út tví- vegis atvinnuleyfi vegna sama ein- staklingsins á árinu 1996. Skýringin er sú að fyrst er veitt tímabundið at- vinnuleyfi með gildistíma sem er inn- an almanaksársins. Þessu tífnabundna atvinnuleyfi er síðan framlengt fyrir árslok. Hliðstæð tala fyrir 1995 hefur ekki verið tekin saman. Samtals voru 325 leyfi framlengd á árinu 1996 á móti 377 árið áður. Hér er um nokkra fækkun að ræða, en skýring felst að hluta til í veitingu á óbundnum atvinnuleyfum. Óbundin leyfi Á árinu 1995 voru samtals gefin út 401 óbundið leyfi. f yfirliti yfir veitt atvinnuleyfi á því ári var lögð á það áhersla að óbundin atvinnuleyfi væri ný tegund atvinnuleyfa sem byrjað var að veita í ársbyrjun 1995. Búist var við að útgáfa á óbundnum leyfum yrði mikil íyrsta árið en síðan drægi úr eft- irspuminni og það hefur gengið eftir. Samtals voru veitt 154 óbundin leyfi í íyrra. Óbundið atvinnuleyfi er veitt út- lendingi en ekki atvinnurekenda. Hægt er að sækja um slíkt leyfi þegar viðkomandi útlendingur hefur öðlast ótímabundinn dvalarrétt hér á landi sem að öllu jöfnu er veittur eftir þrigg- ja ára samfellda dvöl á fslandi. Á ár- inu 1996 voru flest óbundin atvinnu- leyfi veitt Pólverjum eða 25, Filipps- eyingum 21 og Tælendingum 18. Einnig voru Bandaríkjamenn hlutfalls- lega fjölmennir. Ríkisborgarar sömu ríkja skera sig einnig úr að því er varðar tímabundin atvinnuleyfi. Á ár- inu 1996 var í samtals 395 tilvikum veitt leyfi til að ráða Pólverja til vinnu hér á landi. Hliðstæð tala fyrir 1995 var 215. Heimilt var að ráða Filipps- eyinga í 102 tilvikum, Bandaríkja- menn í 75 og Tælendinga í 46 tilvik- um. Flestir f fiskvinnslu Yfirlit yfir starfsgreinar þar sem út- lendingar voru helst ráðnir til starfa endurspeglar mikinn fiskafla á síðasta ári. Þá var atvinnurekendum í fisk- vinnslu heimilað í 312 tilvikum að ráða til sín nýja erlenda starfsmenn sem komu frá ríkjum utan Evrópska efnahagssvæðisins. Hér er um að ræða mjög mikla aukningu þegar haft er í huga að árið 1995 voru veitt 130 slík leyfi. Ráðning erlendra málmiðnaðar- manna í störf hér á landi vekur at- hygli. Á árinu 1995 var ekki veitt leyfi vegna ráðningar á málmiðnaðarmönn- um en í fyrra voru veitt 48 shk leyfi. Eins og á árinu 1995 var töluvert um umsóknir um heimild til að ráða Austur-Evrópubúa og Bandaríkja- menn til að leika með og þjálfa hand- knattleiks-, knattspyrnu- og körfu- knattleikslið. Við flokkun nýrra leyfa eftir störfum kom í ljós að árinu 1996 var í 42 tilvikum heimilað að ráða út- lendinga til að þjálfa og leika með ís- lenskum íþróttaliðum, 29 útlendingum var heimilað að starfa við það sem flokka má undir verslun og ýmis kon- ar þjónustu á hótelum og veitingahús- um. Flestir f Reykjavík Þegar ný atvinnuleyfi eru flokkuð eftir sveitarfélögum kemur í ljós að flestir útlendingar hafa verið ráðnir í vinnu í Reykjavík og kemur það ekki á óvart. Hlutfallslega flestir tækni- menn og aðrir sérhæfðir starfsmenn eru ráðnir þangað. Þessi hópur dvelur yfirleitt skemur en aðrir og veiting leyfa tíðari. Fiskvinnslu- og útgerðar- íyrirtæki á Vesturlandi og á Vestijörð- um hafa fengið hlutfallslega mörg leyfi til ráðningar á erlendum starfs- mönnum. Benda má á Hmfsdal, Bol- ungarvík og Flateyri. Hins vegar eru fá leyfi veitt fyrirtækjum á Akranesi, í Vestmannaeyjum og á Norðurlandi vestra svo nefndir séu staðir þar sem rekin er umfangsmikil fiskvinnsla. Mikil aukning hefur orðið á veitingu atvinnuleyfa til fyrirtækja á Akureyri en þau hafa einkum sótt um leyfi til að ráða erlenda málmiðnaðarmenn til starfa við tímabundin verkefni. Framlengd leyfi dreifast meira um landið. Fyrirtæki í stærstu sveitarfé- lögunum fá flestar framlengingar. Þannig hafa fyrirtæki í Reykjavík fengið 99 leyfi framlengd. Einnig má nefna mörg framlengd leyfi íyrirtækja í Hnífsdal og Grundarfirði. Helstu skilyrði þess að ráðherra sé heimilt að veita atvinnuleyfi em sam- kvæmt lögum þau, að kunnáttumenn verði ekki fengnir innanlands, at- vinnuvegi landsins skorti vinnuafl eða aðrar sérstakar ástæður mæli með leyfisveitingu. ■ Starfsgreinar sem útlendingar eru helst ráðnir til starfa (nýatvinnuleyfi) 1995 1996 Fiskvinnsla 130 312 Heimilishjjálp 14 15 Málminadarmenn 0 48 Verslun og þjónusta 31 29 Þjálfarar/leikmenn 47 42

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.