Alþýðublaðið - 13.02.1997, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 13.02.1997, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1997 skoðanir iiffmun 21254. tölublað Brautarholti 1 Reykjavík Sími 562 5566 Útgáfufélag Alþýðublaðsútgáfan ehf. Ritstjóri Össur Skarphéðinsson Auglýsingastjóri Ámundi Ámundason Umbrot Guðmundur Steinsson Prentun ísafoldarpren*smiðja hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing Sími 562 5566 Fax 562 9244 Áskriftarverð kr. 1.500 m/vsk á mánuði. Yfirlýsing Halldórs og kröfugerð verslunar- manna Verslunarmannafélag Reykjavíkur er fyrsta verkalýðsfélagið sem hefur sett fram mótaða kröfugerð. í hnotskum felst hún í því, að á þremur ámm á að ná 8-10 prósenta kaupmáttarauka. Jafn- framt er gerð sú krafa að í gegnum fyrirtækjasamninga verði laun þeirra sem minnst bera úr býtum hækkuð í 70 þúsund krónur. Efa- lítið mun þetta fmmkvæði VR skipta miklu um afdrif og niður- stöður kjarasamninganna, og verða áhrifavaldur um kjaraþróun í landinu á næstu misserum og ámm. Hvemig sem lyktir verða í kjarasamningum er hinsvegar ljóst, að innan verkalýðshreyfingar- innar eru tilfinningar gagnvart frumkvæði VR vægast sagt blendnar. Þrennt orkar strax mjög tvímælis þegar kröfugerð VR er brotin til mergjar: í fyrsta lagi verða menn að gera sér grein fyrir því, að samningar fela jafnan í sér málamiðlun. Af hálfu beggja aðila er í upphafi gengið út ffá því, að niðurstaðan feli í sér frávik lfá hin- um upphaflegu kröfúm. Hvað þýðir það méð' tilliti til væntaiilegr- ar niðurstöðu? Meðal annars, að þegar lagt er af stað gerir forysta félagsins sér ekki raunhæfar vonir um að ná fram 70 þúsund króna markinu. Þetta er einföld staðreynd, sem byggir á sögu kjarasamninga. Eftir allar yfirlýsingar landsfeðranna um að mesta góðæri aldarinnar sé að renna upp er einfaldlega ekki hægt að bjóða fólki upp á slíka niðurstöðu. í þessu sambandi er rétt að rifja upp, að nokkrir þingmenn jafnaðarmanna með Gísla S. Ein- arsson í broddi fylkingar hafa lagt fram frumvarp um að lág- markslaun megi ekki lögum samkvæmt verða undir 80 þúsund- um. í öðru lagi verkar það í besta falli kyndugt, að kröfugerð VR virðist í aðalatriðum sniðin eftir forskrift sem Davíð Oddsson for- sætisráðherra setti fram fyrir hálfum mánuði í viðtali við Morgun- blaðið. Magnús L. Sveinsson formaður VR og flokksbróðir Dav- íðs rökstuddi meira að segja kröfur VR með því að vísa til orða Davíðs. Er formaður Sjálfstæðisflokksins farinn að lesa verka- lýðshreyfingunni fyrir hvaða kröfur hún á að setja fram? Hér verður líka að rilja það upp sem áður er sagt um eðli samninga: Niðurstaðan byggist jafnan á málamiðlun þar sem báðir slá af upphaflegum kröfum. Þýðir það ekki, að samkvæmt reynslunni af samningum er líklegt að niðurstaða VR í viðureign við haukana í Garðastræti verði jafnvel slakari en það sem blessaður forsætis- ráðherrann vill leyfa? í þriðja lagi verður að skoða kröfugerð verslunarmanna í gegn- um þau sömu sjóngler og annar af oddvitum ríkisstjómarinnar setur upp þegar hann spáir í þróun efnahagsmálanna. Enginn frýr Halldóri Ásgrímssyni vits og reynslu þegar fjármál eru annars vegar, og endurskoðandinn á formannsstóli Framsóknar er ekki þekktur fyrir að rasa um ráð fram þegar þau ber á góma. Hann hefur þegar metið, hve mikinn kaupmáttarauka atvinnulífið ber fram til aldamóta, eða yfir svipaðan tíma og kröfúgerð VR nær til. Þetta mat hans kom fram í yfirlýsingu í þinginu, við umræðu sem jafnaðarmenn hófu um kjaramál. Þar sagði Halldór Ásgrímsson: “Ég tel að við séum að ná verulegum árangri í efnahagsmálum og öll skilyrði hafi skapast til þess að hér geti ríkt allgóð sátt á vinnu- markaði. Við getum reiknað með því að kaupmáttur ijölskyldna aukist að meðaltali um 15-20 prósent fram til aldamóta.” Þessi orð annars helsta forystmanns ríkisstjómarinnar vekja að- eins upp eina spumingu: Hvemig getur verkalýðsfélag sett fram kröfugerð, sem gerir ráð fyrir minni kaupmáttarauka en annar af oddvitum ríkisstjómarinnar segir mögulega? Hvor er á villigöt- um, VR eða Halldór Ásgrímsson? Staða Alþýðublaðsins og stefnu- lausar samningaviðræður Marklaus og slöpp vinnubrögð, stefnulausar og gagnlausar viðræður, ófrjótt þref um keisarans skegg eru ein- kenni allra kjarasamninga. í Vikublaðinu þann 10 febrúar var fjailað um málefni ALþýðu- blaðsins: „Alþýðublaðið á sér langa og stór- merka sögu. Það hóf göngu sfna 1919 og náðfþví á tímabili (ritstjóratíð Finnboga Rúts Valdimarssonar ef minnið bregst ekki) að vera stærra en Önnur siónarmið Morgunblaðið. Mörgum árum síðar var það gefið út sem fjögurra síðna ör- blað sem pakka mátti saman í (sænsk- an) eldspýtustokk. reyndar þurfti að bijóta blaðið mjög vel saman ef það átti að takast, en það er önnur saga. Undanfarinn misseri tókst að koma blaðinu rækilega „á blað“ undir gal- vaskri ritstjóm Hrafns Jökulssonar. En útgerðin var víst dýr því það kostar talsverðan pening að halda uppi stöð- ugum skemmtilegheitum í fjölmiðli. Stundum er sagt að sókn sé besta vömin. Vikublaðið er nú að láta reyna á þá kennisetningu. Gæti það gengið upp hjá Alþýðublaðinu? Það er aldrei að vita. Eiga „htlu blöðin,, að ganga í eina sæng? Það er verðugt verkefni að leita svara við þeirri spumingu. Henni hefur oft verið varpað fram. Svarið er í raun og veru: „Já„. Viðkvæðið er hins vegar yfirleitt svar sem byijar á: „Já, uh, hm, sko, en...„ og endar á: „Nei, ekki núna.„ 1 Degi-Tímanum í gær skrifaði Oddur um stöðuna í samningamál- um ,d-iðið er vel á annan mánuð síðan samningstímabili lauk og sýnist ekkert hafa gerst á þeim tíma, nema að kjara- málakempur kasta einstaka hnútum hver að öðrum og hóta verkföllum og óðaverðbólgum á víxl, og er ekki vit- að til að nokkur manneskja takið hið minnsta mark á, fremur en öðrum ómagaorðum... Samninganefndir hittast annað slag- ið, maula sætabrauð fyrir framan sjón- varpsvélar, og hafa ekkert að segja af gangi mála, enda gengur þar hvorki né rekur, þar sem ekki er til þess ætlast, að málin þokist í eina átt eða aðra. Menn láta eins og að beðið sé eftir útspilum en enginn vill sýna hvaða hunda hann hefur á hendi. Opinberir starfsmenn, kennarar og bankamenn vita vel að það er ekkert sniðugt að vera fyrstur til að semja og vilja láta „aðila vinnumarkaðarins,, gera það eins og venjulega og hnykkja svo á eigin kröfum. Aðilamir bíða eftir þeim opinberu og að ríkisstjómin slái út sín- um spilum, ef hún á einhver. Sátta- semjari skráir niður hverjir eiga í vinnudeilum og býður samninga- nefndum í kaffi og bakkelsi. •, • Dýrvitlausir fréttastjorar heimta fréttir af kjaramálunum og fjölmiðl- arnir skýra frá kröfum og loforðum um bætur til handa þeim lægstlaunuðu vikum og mánuðum saman, og raunar áratugum ef útí það er farið. Enginn þarf að vera hissa þótt at- vinnuvegimir séu á vonarvöl, eins og stjómendur þeirra halda fram og að vinnuaflið standi ekki undir nema lægstu kauptöxtum í Evrópu (sleppum pólitískum vesældarríkjum, ef eins illa er staðið að rekstri þeirra og fulltrúar vinnumarkaðarins gera í kjaraviðræð- um sín á milli. Marklaus og slöpp vinnubrögð, stefnulausar og gagnlausar viðræður, ófrjótt þref um keisarans skegg eru einkenni allra kjarasamninga. Svo er verið að segja fréttir af svona þvælu og skrifa pistil eins og þennan, sem undirritaður er búinn að endurtaka annað slagið í áratug. Eða eru það tveir eða þrír?„

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.