Alþýðublaðið - 13.02.1997, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 13.02.1997, Blaðsíða 4
ALÞYÐUBLAÐIÐ i k I i FIMMTUDAGUR 13. FEBRUAR 1997 ¦ Seinna í þessum mánuði frumsýnir Þjóðleikhúsið hið fræga verk Tennessee Williams Köttur á heitu blikkþaki. Williams er talinn í hópi mestu leikritahöfunda þessarar ald ar, en óhætt er að segja að hann hafi verið mistækur snillingur Tennessee Williams. Eitt mesta leikritaskáld heimsins á þessari öld. leikrit mín fela í sér baráttu fyrir tilverunni, fyrir frelsi," sagði hann. "Ég held að ég sé minni háttar listamaður, sem með einhverjum ráð- um hefur tekist að semja tvö eða þrjú stórverk. Ég er ekki viss um hvaða verk það eru. En ég get ekki séð neina ástæðu til þess að rithöfundur reyni sjálfur að meta eigin verk." Þessi orð eru höfð eftir Tennessee Williams, sem af mörgum er tahnn vera mesta leikritaskáld sem Bandaríkin hafa alið. Meðal heimsfrægra verka hans eru Glerdýrin, Sporvagninn Girnd, Köttur á heitu blikkþaki og Sumri hallar. Williams lifði tímana tvenna, var hafinn til skýjanna í upphafi ferils súis en síðustu árin tók við niðurlæg- ingarskeið þar sem hvert verk hans á fætur öðru fékk hroðalega dóma. Hann hét fullu nafhi Thomas Lani- er Williams og fæddist árið 1911 í Mississippi. Faðir hans var farandsali og síðar sölumaður í skóverksmiðju. Hann var drykkfelldur og ofstopafull- ur maður, fyrirmyndin að Stóra pabba í Köttur á heitu blikkþaki. "Hann kom fullur heim, skellti hurðum og ég flúði upp á háaloft. Ég hræddist hann," sagði Williams sem hafði ákafa ást á ofrfkisfullri móður. Hann var einnig mjög háður ömmu sinni og Rósu systur sinni sem var geðklofi og var vistuð á geðveikrahæU hálfþrítug að aldri. Williams veiktist af barnaveiki fimm ára gamall. Veikindin settu mark á viðkvæmt taugakerfi hans og alla ævi þjáðist hann af allskyns kvill- um, raunverulegum og óraunveruleg- um. Hann gerðist einrænn eftir veik- indin og leitaði athvarfs í bókum. "Mér fannst lífið ófullnægjandi. "Ég varð að skapa sýndarlíf, sýndarveröld, sýndarfólk," sagði hann síðar. "A fimmtánda ári uppgötvaði ég flótta- leiðir frá raunveruleikanum. Þær urðu samstundis skjól mitt, hellir minn og athvarf. Frá hverju? Frá því að vera uppnefndur "stelpustrákur" af börn- unum í nágrenninu og "ungfrú Nancy af föður mínum, vegna þess að ég vildi frekar lesa bækur í stóra og virðulega bókasafninu hans afa míns í Öll bestu leikrit Williams hafa verið kvikmynduð. Marlon Brando og Vivien Leigh sjást hér í hlutverkum sínum í Sporvagninum Girnd. Willi- ams átti ekki orð yfir hrifningu sína með ieik Leigh og sagði hana hafa gætt hlutverkið meiri dýpt en hann hefði lagt í það. stað þess að leika kúluleik og horna- bolta og aðra slíka venjulega barna- leiki. Afleiðing óhóflegrar væntum- þykju minnar til kvennanna í fjól- skyldunni sem höfðu með umhyggju sinni haldið í mér líftórunni þegar ég átti í alvarlegum veikindum í æsku." Þessar konur urðu fyrirmyndir mar- gra magnaðra kvenpersóna í leikritum hans, en eitt einkenni þeirra er einmitt hin rfka samúð höfundar með konum sem hann lýsir sem gjarnan sem við- kvæmum verum er eigi ekki samleið með fjöldanum. Á háskólaárum sínum fékk Willi- ams styrki til að sinna ritstórfum og vann til einnig til verðlauna fyrir verk sín. Þegar leikrit hans Glerdýrin var frumsýnt í New York árið 1945 fékk það frábæra dóma og verðlaun frá samtökum gagnrýnenda og leik- skálda. Tveimur árum sfðar var leik- ritið Sporvagninn Girnd frumsýnt í Boston við gríðarlega hrifningu. I því leikritið skapaði Williams frægustu kvenpersónu sína Blanche og hann sagði sjálfur að hún væri eftirlæt- iskvenpersóna sín þótt sér lfkaði best við Ölmu í Summer and Smoke. Leikritið var sýnt alls 855 sinnum og fyrir það hlaut höfundurinn Pulitzer verðlaunin eftirsóttu. Williams var nú hylltur sem snillingur. Hann baðaði sig í sviðsljósinu enda mikill vin- sældafíkiri og það var því ekki alveg að ástæðulausu sem hann kallaði sjálfan sig skemmtíkraft með listræn- an metnað. Trú á hreinleika Leikrit Williams, ljóðræn og ofur dramatísk, þykja bera merki um sterk áhrif frá Tsjékov, Strindberg og D.H. Lawrence. "Tsjékov hafði gífurleg áhrif á mig. Ég fékk smásógur hans lánaðar á bókasafninu og hafði þá aldrei kynnst neinu sem hafði jafn djúp áhrif á mig og var jafn fallegt," sagði Williams. "Lawrence hafði lika áhrif á mig, held ég, en bara hvað lífs- afstöðu og lífsskoðun snerti. Ég held að hann hafi ekki haft nein áhrif á stfl- inn, hvernig ég skrifa. Ég finn bara að við komumst gjarnan að sömu niður- stöðu _ trú á hreinleika hins nána samlífs, hreinleika og vináttu. Kannski eru persónur mínar meló- dramatískar," viðurkenndi hann, "í leikriti verður að þjappa atvikum heillar ævi saman í þrjá þætti. Að

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.