Alþýðublaðið - 13.02.1997, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 13.02.1997, Blaðsíða 6
ALÞYÐUBLAÐIÐ t t i r FIMMTUDAGUR 13. FEBRUAR 1997 ¦ Sólin skín á ný um allan Seyöisfjarðarbæ, eftir þriggja mánaða fjarveru, en Menn bíta frá sér og brýna busana áður en þeir láta 25% niðurskurð til sjúkrahússins yfir sig ganga "Atvinna er á uppleið um þessar mundir hér á Seyðisfirði. Fiskiðjan Dvergasteinn, sem hefur starfað hér í um fimm ár, hefur nýlega sameinast Skagstrendingi hf. á Skagaströnd. Við bindum miklar vonir við að þessi sameining verði til að hér eflist vinnsla á uppsjávarfiski sérstaklega og vonandi útgerð í framhaldinu", sagði Magnús Guðmundsson, bæjar- stjórnarmaður á Seyðisfirði, í spjalli við blaðið um lífið og tilveruna þar í bæ.^ "í vetur hefur sfldarvinnslan gengið vel og loðnufrysting fyrir Rússlands- markað hefur verið í gang fram undir þetta, á næstu dögum verður loðna fryst fyrir Japansmarkað og mikið hefur borist af loðnu hingað og bræðsla er í fullum gangi. Annar atvinnurekstur er í þokka- legum gangi lfka, enda byggist hann á töluverðu leyti á að veiðar og vinnsla sjávarafurðanna gangi vel. I Vél- smiðjunni Stál hf. er verið að ljúka við að smíða hráefnistanka fyrir síld- ar- og loðnuvinnslu fyrir Búlandstind hf. á Djúpavogi og hugsanlega verður framhald á smíði slíkra tanka fyrir aðra en Búlandstind. Þar er einnig verið að leggja upp í annan áfanga á smíði á loku- og ristarbúnaði fyrir Landsvirkjun, sem á að fara í Sogs- virkjanir, þar sem verið er að endur- nýja. f heild lítum við því björtum augurn fram á veginn. Þetta er það stærsta sem er að ger- ast í atvinnulífinu hér, en eftir sem áður erum við að mestu háðir veiðum. Veikleiki okkar er að útgerð á staðn- um er tiltölulega fábrotin. Hér er að- eins gerður út einn skuttogari, sem að vísu hefur landað afla sínum að mestu leyti hér, en ekkert nótaveiðiskip er gert út frá Seyðisfirði. Við bindum pó vonir við að Skagstrendingur bindi sig ekki eingöngu við landvinnslu á loðnu og síld, heldur fari einnig út í Veðráttan hefur verið okkur blíð í vetur, snjókoma og önnur óáran hefur aðeins verið í fjölmiölum. nótaveiðar. Það sem veldur okkur hins vegar mestum áhyggjum í atvinnulffinu er meðferð hins opinbera á sjúkrahúsinu hérna, sem er auðvitað snertir bæði atvinnu og þjónustu. Samkvæmt nýj- ustu upplýsingum er sjúkrahúsinu gert að spara 25% á næstu árum og ef það gengur eftir þýðir það ekkert ann- að en grundvallarbreyting á eðli stofnunarinnar og mikla fækkun á starfsfólki. Hætt er við að það kunni að leiða til fólksflótta frá staðnum. Að minnsta kosti er sumt af þessu fólki sérmenntað til heilbrigðisstarfa og hefur ekki í önnur hús að venda hér, fyrir utan að versnandi þjónusta ýtir ekki undir fólksfjölgun almennt. Þetta er hið versta mál og hér verð- ur bitið frá sér áður en þetta verður látið yfir sig ganga. Við eigum hér hálfan annan þingmann, sem báðir eru í stjórnarliðinu og að auki forseti bæjarstjórnar og formaður bæjarráðs hér, þannig að nú er að brýna busana og sjá hvort þeir geta ekíci tekið til hendinni. Væntanlega eru þeir að því. Það sem ber hæst á pólitíska svið- inu, fyrir utan orrustuna við ríkið um sjúkrahúsið er, að því er ég best veit, að ákveðið hefur verið að ráðast í byggingu íþróttahúss, sem er mikið og langþráð framfaraspor fyrir bæinn. Það hjálpar til við að gera bænum það kleift nú er að losað hefur verið um eignir í Dvergasteini, sem bærinn átti stærsta hlutann í. Samruninn var gerður á þann hátt að bærinn eignað- ist hlutabréf í Skagstrendingi hf., sem hann getur svo selt, ef og þegar hon- um hentar og vel viðrar á markaðn- um. Mannlífið gengur alltaf í takt við atvinnulífið, þegar vel gengur þar, eins og nú er, þá ganga menn hnar- reistari en ella. Annars er mannlíf hér í tiltölulega föstum skorðum, hér er ýmiss konar félagslíf í gangi, árlegt þorrablót ný afstaðið og hér starfa kórar og klúbbar af ýmsu tagi. Það sem menn hlakkar helst til núna er að 18. febrúar er opinber sólardagur Seyðfirðinga, þá fer sólin að skína á ný um allan bæinn, eftir þriggja mán- aða fjarveru. Veðráttan hefur verið okkur bh'ð í vetur, snjókoma og önnur óáran hefur aðeins verið í fjölmiðlum. Það kom þama smá snjóflóð um daginn, sem við heimamenn litum frekar á sem sýnishorn heldur en hitt, og öll óveðra- og hættuumræða var mjög mikið orðum aukin og í okkar augum var frekar litið á hana sem hálfgerðan farsa. Ég er þó ekki með þessu orðum að gera lítið úr því að á tímabili skap- aðist ákveðin hætta, en við henni var brugðist rétt, strax í upphafi, en þetta dróst óþarflega mikið á langinn, eink- um í sjónvarpi, sagði Magnús Guð- mundsson á Seyðisfirði. lÁvarp forseta íslands Ólafs Ragnars Grímssonar í hádegisverðarboði forsætisráðherra Noregs 12. febrúar 1997 Mikilvæg samfylgd Vinátta og frændsemi íslendinga og Norðmanna eiga sér traustar rætur í sögu og menningu þjóðanna. Reyndar er sjálfsvitund okkar svo samofin að oft er erfitt að greina í sundur hvað er ísland og hvað er Nor- egs í þeim verkum fomum sem orðið hafa hornsteinar sjálfstæðis okkar. Þessi bönd hafa á okkar tíð gert samfylgd og samvinnu þjóða okkar í senn eðlilega og sjálfsagða. Engar tvær þjóðir í veröldinni eru tengdar á jafn margvíslegan hátt í formlegu al- þjóðlegu samstarfi. Sú staðreynd er verðugt umhugsunarefhi þegar mann- kyn allt gengur á nýrri óld til móts við gjörbreytta heimsmynd. Við höfum, íslendingar og Norð- menn, ásamt öðrum bræðraþjóðum gert norrænt samstarf að fyrirmynd annarra. Við höfum í áratugi tekið höndum saman í tillögugerð og ákvörðunum innan Sameinuðu þjóðanna. Við höfum verið þátttakendur í ör- yggissamstarfí vestrænna þjóða, Atl- antshafsbandalaginu, og þurfum þar ásamt öðrum að taka á næstunni ör- lagarfkar ákvarðanir um nýja öryggis- skipan í Evrópu. Við höfum verið samferða í þróun efnahagssamvinnu, fyrst innan EFTA og síðar með stofhun Evrópska efna- hagssvæðis. ísland og Noregur eru önnur meginstoðin í þeirri skipan. Við erum í Evrópuráðinu og Sam- tókum um öryggi og samvinnu í Evr- ópu þar sem um 40 rfki leita nú leiða til að festa í sessi lýðræði og mann- réttindi í álfunni allri. Við höfum bundist böndum við ný- frjálsar þjóðir í austri með stofnun Eystrasaltsráðsins og sérstökum sam- ráðsvettvangi norrænna ríkja með Eystrasaltsrfkjunum þremur. Og til vesturs hefur hið nýstofnaða Norður- heimskautsráð staðfest sameiginlega hagsmuni íslands og Noregs, Banda- ríkjanna og Rússlands og annarra á svæði sem gegnir lykilhlutverki í verndun lífrfkis jarðarinnar og nýrri öryggisskipan í veröldinni. Vissulega tekur fjöldi annarra ríkja þátt í þessum stofnunum og samtök- um en Noregur og Island eru einu rík- in sem eru í þeim öllum. Það er Dan- mörk sem næst kemur okkur tveimur. Þessi margbrotna og skipulega samfylgd íslands og Noregs á al- þjóðavettvangi knýr okkur ásamt sameiginlegum uppruna okkar, sögu og menningu til að íhuga og ræða í mikilli alvöru hvernig við höldum til móts við nýja tíma. I ræðu minni í veislu konungs og drottningar Noregs í gærkvöldi vakti ég afhygli á því að sérstaða Noregs og fslands skapar okkur nú enn mikil- vægara hlutverk en áður. Þróun lýð- ræðis og mannréttinda, verndun um- hverfis og auðlinda eru orðin brýn- ustu verkefhi mannkyns. Þessir lykil- þættir nýrrar heimsmyndar skapa Norðmönnum og fslendingum nýja stóðu. Ég nefni hér fjögur svið þar sem samvinna Noregs og íslands er í senn eðlilegt framhald fyrri tengsla, brýnt framlag til lausnar á fjölþjóðlegum vandamálum og tenging okkar við þá gerjun sem einkennir mannkyn allt. I fyrsta lagi þróun lýðræðis og mannréttinda víða um veröld. Margar þjóðir munu leita liðsinnis í þeim efn- um hjá ríkjum sem ógna engum og hafa ekki annarlega hagsmuni. í öðru lagi nauðsyn víðtækrar al- þjóðlegrar samvinnu um vemdun um- hverfis og h'fríkis jarðarinnar. Þar hef- ur forveri yðar, Gro Harlem Brundtland, sýnt hvernig norræn for- ysta nýtur stuðnings og trausts við stefnumótun og tillögugerð. í þriðja lagi umræða um þróun ör- yggismála í Evrópu á nýrri óld og reyndar einnig nýskipan friðargæslu og friðarstarfs á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Hér skapar staða Noregs og Islands rfkjum okkar möguleika um- fram aðra til að leggja fram hug- myndir og greiða úr ágreiningi. í fjórða lagi vaxandi mikilvægi hins norræna samstarfsforms og sam- félagsgerðar fyrir fjölda þjóða í Asíu, Suður-Ameríku og Afríku. f viðræð- um mfnum við forystumenn, ráðherra og þingmenn, frá þessum heimshlut- um á undanfömum árum hef ég sann- færst um að sameiginlegur árangur okkar er þeim hvatning til sérstakra tengsla við Norðurlönd. Þetta álit for- ystumanna í fjarlægum heimshlutum gefur norrænni samvinnu nýtt gildi. Það skapar löndum okkar einnig fjol- þætt ný tækifæri til efnahagslegrar sóknar í því alþjóðlega hagkerfi sem nú er í mótun. Allir þessir þættir gera aldagömul tengsl landa okkar enn mikilvægari þegar nýtt árþúsund gengur í garð. Þeir knýja einnig á um að hvergi beri skugga á tengsl íslands og Nor- egs. Til að vera öðrum þjóðum fyrir- mynd og nýta okkur báðum til hags- bóta þessi tækifæri til áhrifa og ávinn- ings þurfum við að sýna í verki að við getum leyst okkar eigin deilumál sem ekki eru stórvægileg í samanburði við það sem þorri annarra þjóða glímir við. Vissulega vilja allir sjómenn sækja fast á gjöful mið og sitja helst einir að Það er hins vegar brýnt að stjórnvöld landanna beggja, íslands og Nor- egs, leiti sem fyrst varanlegra lausna á þeim ágreiningi um nýtingu auð- Mnda hafsins sem enn er óleystur. aflanum. Það er hins vegar brýnt að stjórnvöld landanna beggja, íslands og Noregs, leiti sem fyrst varanlegra lausna á þeim ágreiningi um nýtingu auðlinda hafsins sem enn er óleystur. Aðeins á þann hátt verður málflutn- ingur íslendinga og Norðmanna full- komlega trúverðugur á alþjóðlegum vettvangi. í Heimskringlu Snorra Sturlusonar og öðrum fornum sögum íslenskum eru vissulega glæstar lýsingar á átök- um og baráttu en þar er einnig greint frá hæfni höfðingja á fyrri tíð að setja niður deilur og skapa sættir. Það er sú arfleifð sem enn ber að heiðra. Ég bið yðar öll að rísa úr sætum og lyfta glöðum til heiðurs frændsemi okkar og vináttu. Megi sú skál vera heillaspá um samfylgd íslendinga og Norðmanna inn á nýja öld.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.