Alþýðublaðið - 13.02.1997, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 13.02.1997, Blaðsíða 1
MPBIÍBHÐU) Fimmtudagur 13. febrúar 1997 Stofnað 1919 23. tölublað - 78. árgangur Jóhanna Sigurðardóttir um launahækkanir bankastjóra: Þetta er hneyksli og svívirða segja bankastjórunum upp og endurráða á lægri launum. Krefst upplýsinga um laun aðstoðarbankastjóra. Jafnaðarmenn ætla að taka málið til umræðu í þinginu eftir helgi. "Þessar upplýsingar eru reiðarslag fyrir láglaunafólk í þessu landi, sem hefur fært ómældar fómir til að koma á stöðugleika. Á sama tíma hafa bankastjórar tekið sér fast á tveimur árum launahækkun upp á 130 þúsund krónur. Þeir búa við lífeyrisréttindi, sem gefa þeim 800 þúsund krónur á mánuði þegar þeir hætta störfum. Kostnaðurinn af þessu er borinn af fólki, sem er með allt niður í 40 þús- und krónur á mánuði." Þetta sagði Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður jafnaðarmanna í gær, en upplýsingar sem hún fékk um ótrúlega launakjör bankastjóra hafa vakið geysileg viðbrögð um allt þjóðfélagið. Þar kom fram að laun bankastjóranna hafa hækkað frá 27 til 52 prósentum á tíma þjóðarsáttarinnar, og til dæmis laun Seðlabankastjóra hafa á síðustu tveimur árum hækkað um 130 þúsund krónur á mánuði. Jafnframt var upp- lýst að bankastjórarnir sitja í fjölda- mörgum launuðum stjórnum og þigg- ja fyrir það mikil laun fyrir vinnu, sem þeir vinna hvort sem er í vinnutíman- um. Bankastjórar Landsbankans eiga metið að þessu leyti, en þeir sitja í 16 stjórnum, Búnaðarbankastjórarnir í 10 stjómum, og Seðlabankastjórarnir í 5 stjómum. Laun fyrir hverja stjóm eru frá 20 þúsund upp í 100 þúsund krón- ur á mánuði. Heildarlaun margra bankastjóra eru því ekki undir 7-800 þúsundum á mánuði, varlega áætlað. Þá eru ótalin fríðindi á borð við risnu, bílakostnað, dagpeninga og ferðapen- inga. "Á sama tíma er launafólki boðin launahækkun sem nemur tíkalli á tím- ann. Þetta gengur ekki lengur. Við þurfum að gjörbreyta þessu, fá allt launakerfið í opinbera geiranum upp á borðið, og síðan þarf að fara í að stok- ka upp h'feyrisréttindi forréttindahópa á borð við bankastjóra og alþingis- menn, og koma á samræmdu kerfi," sagði Jóhanna. Aðspurð um hvernig henni fyndist að Alþingi ætti að taka á málinu sagði hún: "Fulltrúar Alþingis sitja í banka- ráðunum. Við hljótum að óska eftir því að þeir fari að vilja þingsins. Sá vilji þarf að koma fram á næstu dög- um. Ég tel sjálf, að það eigi að segja öllum bankastjórunum upp, og endur- ráða þá á sanngjörnum launum, sem eru meira í takt við launakjör annars staðar." Þingflokkur jafnaðarmanna hefur óskað eftir umræðu um laun og frfð- indi bankastjóra á Alþingi. Sömuleiðis ¦ Kröfugerð Verslunarmannafélagsins Ég vil sem minnst um þetta segja Halldór Björnsson formað- ur Dagsbrúnar: "Ég er ekki i aðstööu til að leggja mat á kröfugerðir annarra stéttar- félaga en segi þó að samningstíminn er mér ekki að skapi." "Ég vil sem minnst um þetta segja en ég myndi aldrei samþykkja að semja til þriggja ára," segir Halldór Björnsson um kröfugerð Verslunar- mannafélags Reykjavfkur. Dagsbrún á enn eftir að leggja fram sína kröfugerð, en ljóst er að félagið hefur Leiðari um Verkó í leiðara er kröfugerð VR brotin til mergjar með hliðsjón af ummælum Halldórs Ásgrímssonar: "Við getum reiknað með því að kaupmáttur fjölskyldna aukist að meðaltali um 15-20 prósent fram til alda- móta." Sjá bls. 2 aðrar hugmyndir um fyrirtæk- jasamninga en VR. "Þessar kröfur eu lágar en þeir hljóta að gefa sér einhverjar forsendur með tilliti til annarra þátta og ætlast þá sjálfsagt til þess að ríkisstjórnin komi að þessu. Við viljum hinsvegar fyrst og fremst tryggja kaupið og koma í veg fyrir að það verði hirt aft- ur. Þeir em að tala um sjötíuþúsund króna lágmarkslaun en að öðm leyti að samið verði innan fyrirtækjanna. Ég er í sjálfu sér ekki á móti því en við viljum auðvitað koma að slíkum samningum." Verslunarmannafélag Reykjavfkur lagði fram krófugerð sína á fundi með VSÍ í fyrradag en í Alþýðublaðinu í gær kom fram að innan Verkalýðs- hreyfingarinnar er urgur vegna þess að hún þykir falla eins og flís við rass við yfirlýsingar forystumanna stjóm- arflokkanna. I kröfugerðinni er meðal annars talað um 17 prósent hækkun á þriggja ára tímabili. Farið er fram á að lægstu laun hækki sérstaklega og skal tekið mið af því að engin laun verði undir 70.000 á miðju samningstíma- bili. Að mati Verslunarmannafélags- ins mun heildarkaupmáttaraukning á tímabilinu verða um 10 prósent á þessum þremur árum. ¦VI ui\I\£lí I I II d OuSUUlU voru að slá köttinn úr tunnunni í gær þegar Ijósmyndara Alþýðublaðsins bar að garði. Þetta er norðlenskur siður sem að smám saman hefur verið að ryðja sér til rúms í Reykjavík. Að sjálfsögðu var bara um pappírskisu að ræða þótt sagan segi að í gamla daga hafi ekkert dugað nema lifandi köttur. Dómsmálaráðherra var ávíttur á þingi Guðmundur Hallvarðsson átel- ur slakleg vinnubrögð ráðu- neytisins gangvart þinginu Dómsmálaráðherra fékk harðar ákúrur frá flokksbróður sínum Guð- mundi Hallvarðssyni fyrir óvandað svar við fyrirspurn hans um hversu margir vinveitingastaðir hefðu fengið áminningu fyrir að veita unglingum undir lögaldri aðgang. Guðmundur var afar ósáttur við hversu óljós svörin Eg mat Smugudeiluna rangt - segir Halldór Asgrímsson í samtali við norska fjölmiðla. Jón Baldvin: No comment. Dóri er að læra. "Þegar ég gekk inn í embætti utan- ríkisráðherra hélt ég að það yrði ein- falt mál að leysa Smugudeiluna. En það hefur ekki gengið eftir. Upp á síðkastið höfum við meira að segja stigið skref afturábak." Þetta sagði óvanalega auðmjúkur Halldór As- grfmsson í viðtali við norska blaðið Fiskaren undir lok janúar. Hann lét þess jafnframt getið að jafnvel þó ís- lenskar útgerðir kynnu að tapa á veið- um í Smugunni myndu þær eigi að síður halda áfram. Ummæh Halldórs eru sérlega eftir- tektarverð í ljósi þess, að í upphafi nú- verandi stjórnarsamstarfs létu bæði hann og Þorsteinn Pálsson í ljós þá skoðun, að auðvelt yrði að semja við Norðmenn um Smuguna, og orð þeir- ra var ekki hægt að skilja á annan veg en að það væri eingöngu stífni og þvermóðska Jóns Baldvins Hannibals- sonar, þáverandi utanríkisráðherra, sem kæmi í veg fyrir samning. Hall- dór lét þess meira að segja getið að hann hefði góð sambónd í Noregi, og mátti skilja á honum að það yrði létt verk að nýta þau til að ná samningum. Það gekk ekki eftir, og nú, tæpum tveimur árum eftir að hann tók við embættinu, fellst Halldór á að hann hafi metið Smugudeiluna rangt. f viðtalinu kemur einnig fram, að Halldór er þeirrar skoðunar, að svo lengi sem ekki náist samningar haldi veiðamar í Smugunni áfram. - Veið- arnar halda áfram, jafnvel þó á þeim verði tap, segir Halldór. Einn dag verður samið, og þá verða það þeir, sem hafa veitt á svæðinu, sem fá veiðiréttinn. Þegar ummæli Halldórs um hið ranga stöðumat ríkisstjórnarinnar í upphafi kjörtímans vom borin undir Jón Baldvin brosti hann aðeins í kampinn og sagði: "Halldór er efni- legur. Hann er að læra og við skulum ekki tmfla það." Að öðru leyti vildi Jón Baldvin ekkert segja um viðtalið við Halldór. vom, og kvað allsendis ótækt að ráðu- neyti iðkuðu slakleg vinnubrögð af þessu tagi. Gagnrýni Guðmundar kom fram við umræður um vímuvarnir fyrr í vikunni, og þingmaðurinn lét uppskátt að hann hefði íhugað að undirstrika óánægju sína með vinnubrögð dóms- málaráðherra með því að skila inn svarinu til forsætisnefndar. "Ég hef bara ekki haft geð í mér til þess," sagði Guðmundur. Óssur Skarphéðinsson, þingmaður jafnaðarmanna tók undir það með Guðmundi, að það stappaði nærri hneyksli þegar ráðherrar leyfðu sér vinnubrögð af þessu tagi. "Ég skil vel að Guðmundur hafi ekki geð í sér fil að tuða í ráðherranum, en mér finnst honum beri skylda til þess vegna þingsins." Ossur benti á að hann hefði hæg heimatökin, því ráðherrann sæti tvis- var í viku með honum á þingflokks- fundum. "Ég mun auðvitað ganga frekar eftir svari varðandi þetta mál," sagði Guðmundur Hallvarðsson.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.