Alþýðublaðið - 19.02.1997, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 19.02.1997, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRÚAR 1997 AIMUBLMB 21254. tölublað Brautarholti 1 Reykjavík Sími 562 5566 Útgátufélag Alþýöublaösútgáfan ehf. Ritstjóri Össur Skarphéðinsson Auglýsingastjóri Ámundi Ámundason Auglýsingasími 562 5576 Umbrot Guömundur Steinsson Prentun ísafoldarprentsmiöja hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing Sími 562 5566 Fax 562 9244 Áskriftarverð kr. 1.500 m/vsk á mánuði. Framtíðarsinfónía Röskvu í dag verður kosið til Stúdentaráðs í Háskólanum. Pólitískir spá- menn fylgjast jafnan með úrslitum kosninganna af nokkurri eftir- væntingu, því þær eru gjaman spegill á þá pólitísku strauma sem leika annars staðar í samfélaginu. Fylkingamar sem takast á em Röskva, litskrúðug blanda fólks af toga félagshyggju og jafnaðar- stefnu, og hinsvegar Vaka, sem jafnan hefur verið tengd Sjálfstæð- isflokknum í hugum háskólastúdenta. Háskólapólitíkin er líka fróð- leg fyrir þá sök, að sagan sýnir, að úr jarðvegi hennar spretta marg- 0 ir af leiðtogum stjómmálaflokkanna, hvort sem er til hægri eða vinstri. Röskva er merkilegt pólitískt fyrirbæri. Þar hefur um árabil ver- ið að finna í smækkaðri mynd þá pólitísku sameiningu til vinstri, sem fjölmargir vildu sjá verða á landsvísu. Flokksmenn Framsókn- I ar, Alþýðubandalags, Alþýðuflokks, og Kvennalista taka þar hönd- r um saman ásamt stómm hópi ófloldcsbundinna stúdenta til að vinna saman að málum, sem öll byggjast á sameiginlegum hugsjónum jafnaðarstefnu. Innan Röskvu hefur tekist ákaflega vel að bræða saman bandalag hagsmuna, sem byggjast á vonum og hugsjónum. Það hefur líka reynst stúdentum vel, sem hafa fyrir vikið flykkst til fylgis við Röskvu á síðustu árum. Elckert bendir til að á því verði nokkur breyting í ár. i Leiðtogar á Iandsvísu ættu að gefa sterkan gaum að starfsháttum og samsetningi Röskvu, og athuga hvort þar sé ekki ýmislegt að finna sem þeir gætu haft not fyrir í framtíðarþróun hreyfinganna, sem þeir stýra. Röskva er nefnilega athyglisverður spegill á fram- tíðina. Sagan sýnir, að hugmyndafræði stúdentahreyfinganna dreg- ur jafnan langan slóða. Kynslóðimar, sem mótast af henni, hasla sér með ámnum völl annars staðar í þjóðfélaginu, og leiðtogamir sem koma fram í stúdentapólitíkinni verða oft að leiðtogum á lands- vísu. Án efa eiga leiðtogaefni í röðum Röskvu eftir að láta að sér kveða á hinum haslaða velli hefðbundinna stjómmálaflokka. Hver er dýrmætasta arfleifðin, sem þessir leiðtogar framtíðarinnar bera með sér? Reynslan af samstarfi, sem sker á hefðbundin flokks- bönd! Þetta er sinfónían sem kynslóðir framtíðarinnar em þegar teknar að setja niður á nótublöðin sem þær hafa með sér fram í tímann, þar sem furðuskjótt rennur upp sá dagur að þeim verður falin stjóm flokka og lands. Fyrr en seinna mun hljómkviðan brjótast út. Ekk- ert kemur í veg fyrir það. Þá mun hún í senn yfirgnæfa útburðar- væl hinnar þröngu flokkshyggju og síngimissöng þeirra, sem í dag fara með hin raunvemlegu völd gegnum Sjálfstæðisflokkinn, og hafa þá hugsjón eina að skara eld að eigin köku. Án þess að vita það er Röskvukynslóðin þegar farin að setja mark sitt á þróun íslensks samfélags. Bestu sigramir em jafnan unnir af þeim, sem em ekki búin að læra hvenær vinningurinn er í höfn og kunna þarafleiðandi ekki heldur að tapa. Módelið, sem Röskva hef- ur búið til í Háskólanum var aldrei ætlað til útflutnings. En það er samt sem áður gmndvöllur þess, að frægur sigur vannst í síðustu borgarstjómarkosningum, þar sem Reykjavíkurlistinn var í raun- inni ekkert annað en útvíkkuð Röskva með grátt í vöngum. Skilget- ið afkvæmi Röskvu er hin nýstofnaða Gróska, en í dag er hún það afl, sem líklegast er til að setja flokkunum stólinn fyrir dymar, og beinlínis setja fram forritið að samvinnu og sameiningu íslenskra jafnaðarmanna. Kosningar í Háskólanum skipta ekki sköpum um framvindu ís- lenskra stjórnmála. En Röskva hefur þegar skotið tundurskeyti inn í framtíðina með áhrifum sínum á hugmyndaheim heillar kynslóð- • ar. Hún er þúfan og það er einungis spurning um tíma, hvenær hún veltir hlassi hins roskna flokkakerfis. skoðanir Alþýöublaöiö beint í æö Okkur í forystusveit Alþýðu- flokksins er það mikið ánægjuefni hve farsællega tókst að greiða úr erf- iðleikum Alþýðublaðsins. Lausnin fékkst á elleftu stundu þegar Ijóst var orðið að flokkurinn og flokksmenn gætu ekki af eigin rammleik tryggt útgáfu blaðsins. Þrátt fyrir það að blaðið hefði getið sér gott orð undir ritstjóm Hrafns Jökulssonar og fé- laga hans á ritstjóminni, og oft væri til þess vitnað í öðmm fjölmiðlum, var staðreyndin samt sem áður sú að tekjumar hmkku ekki fyrir útgjöld- um. Hafði þó náðst mikill árangur í lækkun útgjalda og enginn jafnast á við auglýsingastjórann, Amunda Ámundason, í öflun tekna. Erfiðleik- ar blaðsins vom hvorki sök starfs- manna þess né stjómenda, sem allir höfðu gert eins og best þeir gátu. tð| Sighvatur Björgvinsson skrifar Ástæðan var fyrst og fremst sú að allt of margir, sem töluðu vel um blaðið og dáðust að líflegum skrifum þess, vom ekki reiðubúnir til þess að kaupa það. Það á við um flokksbund- ið Alþýðuflokksfólk ekkert síður en aðra. Rekstur getur einfaldlega ekki gengið upp nema hann skili nægum tekjum. Alþýðublaðsútgáfan ehf., sem tók við rekstri Alþýðublaðsins, þegar all- ar leiðir virtust vera lokaðar, er gam- all kunningi úr sögu Alþýðublaðsins. Þetta útgáfufélag sá um rekstur Al- þýðublaðsins árin 1972-1974. Á þeim ámm var sá sem þetta skrifar annar af tveimur ritstjórum blaðsins og átti mikil samskipti við þá sem á þeim tíma, eins og nú, vom meiri- hlutaeigendur í útgáfufélaginu. Ég skal fúslega játa að í byrjun gætti efasemda því þetta var í fyrsta skipti sem aðilar utan Alþýðuflokksins tóku að sér útgáfu Alþýðublaðsins, en þær efasemdir hurfu eins og dögg fyrir sólu. Eigendur Alþýðublaðsút- gáfunnar vom fagmenn sem kunnu sitt verk, virtu í einu og öllu ritstjóm- arstefnu blaðsins og vildu veg blaðs- ins sem mestan. Það var svo ákvörð- un Alþýðuflokksins að taka útgáfuna til flokksins aftur eftir rösklega tvö ár, ekki vegna ósættis við útgefend- uma heldur fremur vegna viðhorfsins “nú get ég”. Mér hefur oft síðan ver- ið hugsað til þess hvað gerst hefði Það er nefnilega ekki nóg aö velunnarar blaösins fylgist með því sér tii ánægju og oft gamans hvað aðrir fjölmiðlar hafa eftir Alþýöublaöinu. Nú þurfa þeir að fa Alþýðublaðið beint í æð og gerast áskrifendur sjálfir. með Alþýðublaðið hefði Alþýðu- blaðsútgáfan fengið að halda rekstr- inum áfram. Þekking og styrkur þeirra sem að útgáfufélaginu stóðu hefði ef til vill getað orðið til þess að draumurinn um útbreitt Alþýðublað hefði getað ræst á þeim tuttugu ámm sem síðan eru liðin. Nú hafa þessir sömu aðilar tekið að sér, með stuðningi nokkurra ein- staklinga úr Alþýðuflokknum, að gera tilraun til þess að koma rekstri Alþýðublaðsins í betra horf. Einn af beittustu og skemmtilegustu pennum í íslenskum útgáfuheimi, Össur Skarphéðinsson, hefur tekið að sér ritstjóm blaðsins og fengið stuðning útgefendanna til þess að ráða til blaðsins fleiri djarfa og skemmtilega penna, eins og koma mun í ljós á næstu dögum. Kjaminn á ritstjóm- inni, sem setti svip sinn á blaðið í rit- stjóratíð Hrafns Jökulssonar verður þar áfram og hamhleypan Ámundi heldur áfram “að skaffa”. Alþýðu- blaðsútgáfan ehf. leggur sig fram um að gera Alþýðublaðið að góðu blaði. Nú er vel róið í fyrirrúminu og þá má skuturinn ekki eftir liggja. Nú er því komið til kasta þeirra Teits og Siggu _ það er velunnara Al- þýðublaðsins sem vilja sjá það lifa og dafna. Það er nefnilega ekki nóg að velunnarar blaðsins fylgist með því sér til ánægju og oft gamans hvað aðrir fjölmiðlar hafa eftir Alþýðu- blaðinu. Nú þurfa þeir að fá Alþýðu- blaðið beint í æð og gerast áskrifend- ur sjálfir. Þeir verða ekki sviknir af því. Alþýðublaðið er afskaplega sér- stakt blað í íslenskum blaðaheimi. Þú kaupir ekki blaðið til þess að fá dag- skrá útvarps og sjónvarps, upplýs- ingar um gengi og verðbréfamarkað eða hvað er verið að sýna í bíó. Það færð þú annars staðar. Þú kaupir það ekki heldur af því að það sé “mál- gagn”. Blaðið styður jafnaðarstefn- una en það er ekki krossfari póli- tískra mannkynsfrelsara. Össur er ekki leigupenni neins en hefur mis- mikið álit á fólki og fyrirbærum; hugnast séra Bjöm í Sauðlauksdal, stórir urriðar og straumkast í vötn- um, svo nokkuð sé nefnt. Og straumkast verður í Alþýðublaðinu í höndum hans og félaga. Sitthvað um stóru urriðana í Þingvallavatni mann- lífs á fslandi og væntanlega eitthvað um kartöflurækt og kristindóm á Vestfjörðum. Að ógleymdum sjálfum beitukónginum, sem hann hefur upp- lýst þingheim um að sé eitt mesta “aphrodisiac” náttúrulyf í sjó á ís- landi, að því gamlir menn herma. Alþýðublaðið verðir skemmtilegt blað, áhugavert og spennandi. Og það stendur öllum til boða. Fólk get- ur líka fengið það keypt. Það er einn af kostunum við þetta blað að það þarf ekki endilega að fá það lánað hjá öðmm. Það er líka hægt að tryggja sér blaðið í áskrift. Þannig tryggir fólk líka að Alþýðublaðið haldi áfram að vera til. Slær tvær flugur í einu höggi. Er það ekki ágætlega boðið? Höfundur er formaöur Alþýðuflokksins. g q I I g r i cinor *

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.