Alþýðublaðið - 19.02.1997, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 19.02.1997, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1997 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 s k o ð q n i r Að eiga sjö dagana sæla Karlar og konur eru að mörgu leyti ólík. Eitt höfum við konur umfram karlmenn. Það eru blessaðir sauma- kl'úbbamir. Þar er setið og kjaftað um allt milli himins og jarðar og mörg vandamál leyst. Yfirleitt byrja stelp- ur að fara í saumaklúbba um tíu ára aldurinn þó ég hafi ekki verið svo bráðþroska. En engu að síður, “stelp- umar” í saumaklúbbnum hef ég þekkt ansi lengi og við höfum farið sitt í hverja áttina eins og oft vill Pallborö i Hrönn Hrafnsdóttir skrifar verða. Þetta em því konur úr öllum stéttum og þjóðfélagsstigum. Og óréttlætið stingur sér greinilega víða niður. Ein vinkona mín er að gefast upp á baslinu, kláraði ekki gaggó, á tvö böm og býr í fokdýrri leiguíbúð,. leigan er um það bil einn þriðji af ráðstöfunartekjum fjölskyldunnar. Þau neyddust til að taka hana á þessu verði þegar þeim var hent út úr hús- næðinu, fjögurra manna fjölskylda. Vildu ekki valda bömunum of miklu hugarangri með því að skipta um hverfi. Þau em með of góðar tekjur til að kaupa sér verkamannaíbúð en með of litlar tekjur til að geta keypt sér fbúð á “frjálsa” markaðinum. Hans tekjur vom lengi einu tekjur heimilisins þar sem hún var heima- vinnandi en það gekk ekki vel. Nú vinnur hún í sjoppu og hann tekur allri yfirvinnu sem býðst. Fyrir hana tekur því varla að vinna dagvinnu þar sem launin myndu rétt svo duga fyr- ir gæslu á þessum tveimur bömum. Þegar hún kvartar við opinberar stofnanir er henni ráðlagt að skilja við manninn sinn. Þannig gætu þau keypt sér íbúð í verkamannabústöð- um. Hún fengi mæðralaun, greiddi minna í leikskólann og þannig myndi borga sig frekar fyrir hana að vinna. Hvað er hægt að segja? Svo eru allir hissa á hlutfalli skilnaða og fjölda einstæðra mæðra. Þessi sama vinkona mín hefur miklar áhyggjur af því hve við “menntuðu” konumar eignumst seint böm og svo loksins þegar við látum verða af því er bömunum hent í pöss- un eins og hún segir. Önnur er ein- stæð og þessum tveim lendir yfirleitt saman þar sem þessi einstæða á ekki annarra kosta völ en að fara að vinna. Bamið hennar er flensugjamt og hún er búin að vera mikið í burtu vegna veikinda bamsins. Faðirinn lætur ekki sjá sig. Einstæða móðirin hefur ekki átt sjö dagana sæla um þessar mundir. Fyrir þá sem ekki vita er rétt- ur útivinnandi foreldra til að vera heima hjá veikum bömum sínum sjö daga, óháð því hve mörg bömin em. Starfsfólkið sjálft á síðan sinn veik- indarétt sem er tveir dagar í mánuði. Hraust, venjulegt fólk fullnýtir oft ekki veikindarétt sinn en öll vitum við að böm em flensugjamari en fullorðið fólk. Annarri bamlausri framagjamri vinkonu minni fannst Þegar hún kvartar við opinberar stofnanir er henni ráðlagt að skilja við manninn sinn. Þannig gætu þau keypt sér íbúð í verkamannabústöðum. Hún fengi mæðralaun, greiddi minna í leikskól- ann og þannig myndi borga sig frekar fyrir hana að vinna. þetta óréttlæti og fann að hún ætti að fá þessa sjö daga greidda þar sem hún er bamlaus (henni finnst líka Sjálfstæðisflokkurinn vera Jafnaðar- mannaflokkur Islands en það er önn- ur saga...) í kjölfarið á þessu var rætt um samningaviðræður aðila vinnu- markaðarins og þær kröfur sem em uppi af hálfu stéttarfélaganna. Þar em ekki gerðar kröfur um aukin rétt- indi varðandi veik böm, fæðingaror- lof til karla eða önnur fjölskylduvæn málefni. Það eina sem er einblínt á er launatalan. Að sjálfsögðu skiptir hún máli en er ekki allt. Það er til lítils að vera með góð laun ef þú ert launalaus í tvær vikur heima hjá veiku bami. En í samninganefndum sitja karlar, karlar sem em á góðum launum, karlar sem kjafta á fundum á fullum launum en ekki í saumaklúbbum og þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að bamið þeirra verði veikt lengur en sjö daga þetta árið. Þeir sem fylgjast með pólitík hafa tekið eftir því að á ör- skömmum tima hefur Heimi Má Péturssyni, hinum nýja fram- kvæmdastjóra Alþýðubandalags- ins, tekist að ná mjög sérstakri stöðu innan flokksins. Hann var áður fréttahaukur I rlki Jóns Ólafssonar á Stöð 2 og í gegnum sambönd sín á fjölmiðlunum, ekki síst á Stöð 2 hefur honum tekist að stórbæta aðgang Margrétar Frímannsdóttur að Ijósvakanum. Það gildir ekki síst um Stöð 2, sem hefur tilhneigingu til að taka viö matreiðslu Heimis án mikillar gagnrýni. Hann hefur því orðiö Margréti mjög mikilvægur. Margrét reiðir sig því í vaxandi mæli á póli- tískt þefnæmi Heimis, sem mun hafa ráðið miklu um hversu bratt Margrét lagöi í frægan aðalfund miðstjórnar fiokksins fyrir nokkrum vikum. Stöðumat Heimis mun jafn- framt hafa ráðið því, að Margrét er um þessar mundir óspör á að hnýta í Alþýöuflokkinn, sér í lagi Sighvat Björgvinsson en Heimir telur aö það sé nauðsynlegt til aö lægja öldurnar eftir að umræöan í kjölfar miðstjórnarfundarins hneig í farveg sem Heimi og öðrum ráð- gjöfum þótti Margréti óhagstæður. Réttu jafnvægi hyggst Heimir ná með því að láta Margréti vera í fýlu við krata enn um sinn... Ilar vonir Sjálfstæöismanna um sættir í Hafnarfirði ruku út í veður og vind eftir að Jóhann Bergþórsson beitti sér fyrir þvi að Sjálfstæðismenn voru hreinsaðir úr formennsku í skólanefnd og hafnarstjórn, en á báðum póstum sátu vonarlömb af ættboga Mathiesen klansins. Valgeröi Sig- uröardóttur var fleygt úr for- mennsku I hafnarstjórn, og stóra bróður Árna M. Mathiesen, hand- boltakappanum Þorgils Óttari úr formennsku skólanefndar. Ýmsir töldu, að líklegt væri að Jóhann hefði í hyggju að draga sig úr bæj- arpólitíkinni, og Ellert Borgar Þorvaldsson sem ásamt Jóhanni klauf sig úr Sjálfstæöisflokknum til að mynda meirihluta með krötun- um, myndi þá snúa aftur heim í gamla flokkinn, en ekki freista framboðs. Eftir síðustu tíðindi bendir hinsvegar allt til að tví- menningarnir hyggi á áframhald- andi framboð, og þeir félagar leita nú með logandi Ijósi aö reyndum mönnum af ööru pólitísku sauða- húsi sem gæti farið með þeim á lista, og víkkað hann gagnvart kjósendum. Mun Jóhann jafnvel vera til i að færa sig niður í annað sætið, ef slíkur maöur finnst... Gaui lltli, elskulega fitubollan, úr Dagsljósþáttunum hefur staðið í eldlínunni að undanförnu, ekki bara vegna hins brokkgenga megrunarkúrs heldur vegna sívax- andi gagnrýni á yfirborðsmennsku þáttanna. Þjóðin er farin að horfa til þess í ofvæni að hann horist niður í ásættanlega þyngd svo að þáttargerðarmennirnir fái annað áhugamál. Menn sem hafa spurt sig: Hver verður arftaki Gaua litla. Hver verður næsta fjölmiðlastjarna minnihlutahópanna. Heyrst hafa mörg nöfn, til dæmis konu einnar sem er að nálgast fertugsaldurinn en er ólofuö og hefur marg oft haft orð á þessu karlmannsleysi sínu á öldum Ijósvakans. Það er Guörfö- ur Haraldsdóttir af Aðalstööinni. hinumcgin "FarSide" eftir Gary Larson fim m q f ör n u m vcgi Ertu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) álveri á Grundartanga? Kristinn Kristinsson, húsasmíðameistari. “Atvinnulega séð er ég hlynntur því, en menn verða að vera með umhverfisþáttinn á hreinu”. Gunnar Örn Arnarson, sjómaður. “Eg er mjög hlynntur því að þama rísi álver”. Hallgrímur Helgason, rithöfundur. “Eg er á móti staðsetningunni, ég mundi miklu frekar vilja sjá það við tjömina”. Bogi Arnþórsson, bílstjóri. “Eg er mjög mótfallinn því að þar rísi álver”. Birta Ósk Gunnarsdóttir, verslunarmaður. “Eg er alfarið á móti þessu”. v i t i m c n n Sagan fjallar um það hvernig of- vöxnum strák, Gaua litla, tekst að ná af sér meira en litlu magnaspiki og auk þess fitu- vörtum á bakinu. Mikið er það spennandi. Guðbergur Bergsson fjallar um Óskabarn þjóðarinnar, tákn velmegunaráranna, barnasögu fyrir miöaldra fólk sem áður var æskukynslóðin en er orðið hökusltt. DV I gær. Látum risatómatana kremja þá. Látum sjö metra gúrkurnar berja úr þeim líftóruna, já sendum helvítin í rútuvís upp á hálendið þar sem fjórtán tonna hvera- gerðisbananar mala þá mélinu smærra. Og þegar svo er komið þá getum við líka átt von á því að verða farsæl og lifa lengi í landinu þar sem við höfum bara þetta eina viðbótar álver sem mengar viðunandi og er þar að auki kyrrt á sínum stað og mál- að í felulitum í þokkabót. Friðrik Erlingsson skrifar um Ferðamanna- mengunarráð í DTI gær. Það heyrir sem betur fer til und- antekninga að börn og unglingar finnist í miðborginni eða annars staðar að kvöld- og næturlagi um helgar.” Lögreglan reynir ekki bara að telja manni. trú um að unglingar séu hættir að hópast í miðborgina á kvöldin, heldur bætir hún um betur og reynir að halda fram að þeir séu hvergi. Einhverstaöar veröa vondir að vera. Dagbók Lögreglunnar. DT í gær. Á síðunni fundust margar klám- myndir en á hinn bóginn fannst ekkert sem kalla mátti barnaklám. Einkennileg athugasemd I frétt Morgun- blaðsins I gær Hver æjar? hver veinar? hver á í deilum? hver kvartar? hver fær sár að þarflausu? hver rauð augu? Þeir sem sitja við vín fram á nætur, þeir sem koma saman til að bergja á krydd- uðum drykkjum. Horf þú ekki á vínið, hve rautt það er. hversu það glóir í bikamum og rennur ljúf- lega niður. Að síðustu bítur það sem höggormur og spýtir eitri sem naðra. Augu þín rnunu sjá kynlega hluti, og hjarta þitt mun mæla fláræði. Og þú munt vera eins og sá, sem liggur úti í miðju hafi, já, eins og sá er liggur efst uppi á siglutré. “Þeir hafa slegið mig, ég kenndi ekkert til “Þeir hafa barið mig, ég varð þess ekki var. Hvenær mun ég vakna? Eg vil meira vín.” Orðskviðirnir 29 - 35.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.