Alþýðublaðið - 21.02.1997, Side 1

Alþýðublaðið - 21.02.1997, Side 1
■ Ólga í stjórnarliðinu vegna yfirlýsingar Davíðs Það er verið að selja kolkrabbanum bankana - segir Gunnlaugur Sigmundsson, formaður nefndar sem undirbjó breytingar á bönkunum: Með aðferð ríkisstjórnarinnar getur enginn keypt þá nema kvótakóngarnir. Vissi ekkert um niðurstöðuna. “Hverjir eru það sem geta keypt hlutina í ríkisbönkunum þegar svona er staðið að sölunni? Auðvitað engir nema kvótakóngamir. Það er verið að selja kolkrabbanum bankana. Út á það virðist þetta ganga. Þetta er allt annað en var rætt um á fyrri stigum málsins, þegar ég vann að málinu fyr- ir ríkisstjómina. Eg get ekki séð á þessari stundu að ég geti samþykkt þetta.” Þetta vom viðbrögð Gunnlaugs Sigmundssonar, alþingismanns Fram- sóknarflokksins, við þeim hugmynd- um sem Davíð Oddsson kynnti á einkavæðingaráðstefnu í Perlunni í fyrradag. Gunnlaugur var formaður nefndarinnar, sem undirbjó málið fyr- ir Finn Ingólfsson, bankamálaráð- herra, en sagði að ekkert samráð hefði verið haft við sig um niðurstöðuna. “Hún er satt að segja fjarri því að vera það sem við ræddum um í nefnd- inni. Mér finnst líka makalaust að fréttamenn skuli hafa í höndum tfum- varpsdrög dagsett 17. febrúar, sem ég, formaður nefndarinnar, hef ekki einu sinni séð. Ég les það líka í Morgun- blaðinu að það eigi að selja 49 prósent af bönkunum. Þessar hugmyndir em langt frá þeim anda sem ég vann eftir. Ég hafði ekki hugmynd um þessa nið- urstöðu,” sagði Gunnlaugur. Hann kvaðst hafa haldið að það væri samkomulag um að gera bank- ana fyrst að hlutafélögum til að laga rekstrarafkomu þeirra og lækka kostnað á þjónustu gagnvart neytend- um. “Síðan átti að koma þeim á mark- að með þeim hætti sem tryggði mjög dreifða eignaraðild. Það átti að forð- ast að bankamir lentu í höndum há- karla. Vissulega var talað um að styrkja eiginfjárstöðu þeirra með því að fá inn einhverja nýja aðila, en aldrei í þeim mæli sem forsætisráð- herra talar um.” ■ Urgur á stjórnarheimil- inu vegna heilbrigðismála Vantraust á Ingibjörgu - segir Siv Friöleifsdóttir um málflutning Sjálfstæðismanna Þessi tillaga Sjálfstæðismanna er ekkert annað en vantraust á heil- brigðisráðherrann, sagði Siv Frið- leifsdóttir, þingmaður Framsóknar- flokksins, við umræður um tillögu sem sex þingmenn Sjálfstæðisflokks- ins flytja um könnun á biðlistum í heilbrigðisþjónustunni. En óánægja ríkir í herbúðum Framsóknar með til- löguna og litið á hana sem beina að- för að Ingibjörgu Pálmadóttur, sem lítil ánægja ríkir með innan Sjálf- stæðisflokksins. Össur Skarphéðinsson, formaður heilbrigðis- og trygginganefndar krafðist þess að umræðunni yrði þeg- ar í stað frestað, uns heilbrigðisráð- herra kæmi á staðinn og tæki þátt í umræðunni. Ásta R. Jóhannesdóttir ásamt fleiri þingmönnum úr stjómar- andstöðu kvað tillöguna fuðurlega sýndarmennsku. Hún væri flutt af þingmönnum, sem sjálfir hefðu stað- ið að blóðugum niðurskurði í heil- brigðiskerfinu, En nú kæmu þeir ffam með þingmál, bersýnilega í þeim tilgangi að sýna þjóðinni andúð sína á Ingibjörgu Pálmadóttur. Brosað í bálið ”/Etli þaö veröi líkt og meö nornina í Hans og Grétu, aö mér verði sparkað inn í ofninn og skellt á eftir mér,” sagöi Björn Bjarnason menntamálaráðherra þegar hann leit inn (keramikofninn í Myndlista og Handíöaskólanum í morgun en hann skoöaöi allar deildir skól- ans en aöstöðuleysi hans hefur mikiö veriö til umræöu. Óánægjan kraumar í nemendum sem eru aö berjast fyrir bættri aöstööu en þeir kæröu skólahúsnæöiö í Lauganesi til heilbrigöiseftirlitsins ekki alls fyrir löngu. ■ Stórsigur Röskvu Mesta afhroð Vöku í 60 ár - segir Vilhjálmur h. Vilhjálmsson. “Við höfum unnið sjö ár í röð, en þetta er stærsti sigurinn til þessa,” segir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson formaður Stúdentaráðs. “Þetta er mesti ósigur Vöku síðan félagið var stofnað 1935. Ungt fólk í dag vill sjá sameiningu jafnaðarmanna. Röskva hefur sigrað sjöunda árið í röð og í því eru fólgin skilaboð um þetta auk þess sem þeir eru einfaldlega ánægð- ir með okkar störf.” Röskva vann stórsigur í kosning- um til Stúdentaráðs en talningu lauk skömmu eftir miðnætti á miðviku- dag. Kosið var um tvö sæti til Háskól- arráðs og níu sæti til stúdentaráðs. Á kjörskrá voru 5772 stúdentar en 2669 kusu eða rúmlega 46 prósent. Röskva, hlaut 1499 atkvæði eða 54,8 prósent og fimm fulltrúa kjöma. Vaka hlaut 815 atkvæði, eða 30,8 prósent og þrjá fulltrúa kjöma. Haki, félag öfgasinnaðra stúdenta, fékk 286 atkvæði eða 9,9 prósent og einn fulltrúa. Auðir seðlar og ógildir vora 96 eða 3,6 prósent. “Vaka lagði upp í baráttuna með algera sátt um störf meirihlutans í veganesti,” segir Vilhjálmur. “Það eina sem hefur skilið fylkingamar að er ágreiningur um frjálsa aðild að Stúdentaráði. Daginn fyrir kosningar greip þá örvænting og þeir betrekktu skólann með spillingarplakati og sendu tölvupóst um Röskvu í gegn- um netið. Það hefur haft neikvæð áhrif ef einhver,” segir Vilhjálmur. Röskva og Vaka fengu hvor um sig einn fulltrúa í Háskólaráðs en fulltrú- ar þess eiga einnig sæti í Stúdenta- ráði. Staðan í Stúdentaráði er því sú að afloknum kosningum að Röskva er með tólf fulltrúa af 22, Vaka með átta og Haki með tvo. Sjá viðtal vib Vilhjálm H. Viihjálmsson á sibu 6. Jón Baldvin í Oxford Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrarn formaður Alþýðuflokks- ins, er um þessar mundir stadd- ur í Englandi í boði hins virta háskóla í Oxford, til að ræða Evrópumál við stúdenta og fræðimenn. í gærkvöldi hélt hann erindi við viðskiptadeild háskólans á vegum European Affairs Soci- ety, en kemur aftur heim í næstu viku. Þess má geta að í dag verður hinn ástsæli leiðtogi 58 ára gamall. Kosningar í Alþýðuflokks- félagi Reykjavíkur Rúnar býöur sig til for- manns “Það hefur mjög verið þrýst á mig að gefa kost á mér til formanns í Al- þýðuflokksfélagi Reykjavíkur og ég hef ákveðið að verða við þeim til- mælum,” sagði Rúnar Geirmundson, formaður samstarfsráðs heilsugæsl- unnar í Reykjavík í samtali við Al- þýðublaðið. Kosningar til félagsins fara fram 27. febrúar en núverandi formaður er Gunnar Ingi Gunnars- son, heilsugæslulæknir. Rúnar segir að það haft ekki áhrif á framboð sitt þó aðrir verði í kjöri. “Drengileg keppni er bara af hinu góða. Ég hef brennandi áhuga á jafn- aðarstefnunni, og Alþýðuflokknum. Ég hef áður setið í stjóm Reykjavík- urfélagsins, og gegnt trúnaðarstörf- um fyrir flokkinn í borginni, meðal annars sem formaður stjómar heilsu- gæslustöðvar Árbæjar og Grafar- vogs. Það er skriður á jafnaðarmönn- um þessa dagana, einsog skoðana- kannanir gefa til kynna, og það era nýtt, ungt fólk að koma til starfa fyr- ir flokkinn sem er reiðubúið að taka til hendinni, meðal annars við að undirbúa næstu borgarstjómarkosn- ingar og uppbyggingu nýs Reykja- víkurlista. Þar vil ég leggja mitt af mörkum.” Rúnar sagði að það væra spenn- andi tímar framundan í stjómmálun- um. “Ég hef reynslu, mig langar til að taka til hendinni í flokksstarfinu og leggja mitt af mörkum til að rífa það upp til að styrkja okkar fólk sem best við komandi kosningar. Þess vegna býð ég mig fram,” sagði Rún- ar. “Ef það verða fleiri í kjöri, þá veit ég að hvemig sem niðurstaðan verð- ur munu menn taka henni eins og sannir jafnaðarmenn. Ég mun að minnsta kosti gera það.”

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.