Alþýðublaðið - 21.02.1997, Page 4
ÍSIENSKA AUCIÝSINCASTOFAN NF./SÍA.
4
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR 1997
■ Sighvatur Björgvinsson skrifar um leiksýninguna í Perlunni
Leikhús fáránleikans
Þetta var eins og leikhús fáránleikans.
Einkavæðingamefnd, sem heyrir undir
forsætisráðherra, boðaði til málþings um
einkavæðingu. Málstofan: Perlan í
Reykjavík. Það hús var byggt samkvæmt
ákvörðun pólitísks borgarstjóra. Bygg-
ingakostnaður fór langt fram úr áætlun.
Byggt var fyrir opinbert fé. Að fram-
kvæmdum loknum var samið við einka-
aðila um reksturinn. Leigugjaldið mun
lægra en rekstrarkostnaður byggingarinn-
ar. Mismunurinn greiddur af skattborgur-
um, nánar til tekið viðskiptamönnum
Hitaveitu Reykjavíkur. Svona var um-
gjörðin, það er sviðsetningin í leikhúsi
fáránleikans.
Aðalleikendur fyrir hlé: Jónas Haralz,
efnahagsráðunautur ríkisstjóma í tíð
mestu ríkisafskipta af atvinnumálum, svo
bankastjóri ríkisbanka (Landsbankans),
síðan bankastjóri fjölþjóðlegs ríkjabanka
(Alþjóðabankans). Ræðuefni: Breytingar
á viðhotfi um hlutverk opinberra aðila í
efnahags- og atvinnumálum frá miðbiki
nítjándu aldar til vorra tíma. Gleymdi
heimskreppunni og áhrifum hennar. Nið-
urstaða: Allur starfsferillinn á misskiln-
ingi byggður.
Birgitta Kantola, einn af varaforsetum
Alþjóðabankans, fyrst kynnt sem banka-
stjóri. Ræðuefni: Einkavæðingin í Rú-
anda og Chile og meðal Búskmanna.
Hlé eftir fyrsta þátt. Hanastél og kran-
sakökur í boði skattborgara.
Annar þáttur. Sama sviðsmynd. Aðal-
leikarar í öðmm þætti:
Vaclav Klaus, hámenntaður og ein-
staklega viðfelldinn forsætisráðherra
Tékklands þar sem öll fyrirtæki, stór og
smá, voru í opinberum rekstri fyrir fimm
árum en hefur tekist að einkavæða 70
prósent atvinnustarfseminnar á þeim
stutta tíma.
Davíð Oddsson, sem tilkynnti að nú
stæði til að stofna þriðja ríkisbankann á
íslandi. Ríkisframkvæmdabanka eins og
þann, sem dr. Benjamín Eiríksson veitti
forstöðu fyrir bráðum þrjátíu árum síðan.
Það kallar Hannes Hólmsteinn einkavæð-
ingu. Eins gott að Vaclav Klaus skilur
ekki íslensku. Ella hefði þeim góða
manni eflaust verið bmgðið því hvað á
Eins gott að Vaclav Klaus skllur
ekki íslensku. Eila heföi þeim góða
manni efiaust verið brugðið því
hvað á stofnun þriðja ríkisbankans
á íslandi sameiginlegt meö því
sem hefur veriö að gerast í heima-
landi hans?
stofnun þriðja ríkisbankans á íslandi
sameiginlegt með því sem hefur verið að
gerast í heimalandi hans? Algerlega
“absúrd”.
Leiksýningu lokið? Ekki alveg. Að
málþingi loknu hófst hátíðakvöldverður á
sviðinu. Aðgangseyrir fjórtán þúsund
krónur. Forstjórar ríkisfyrirtækja og
stofnana áberandi í hópi veislugesta.
Varla hafa þeir greitt aðgangseyrinn úr
eigin vasa? Veislukostnaður sum sé
greiddur af opinberu fé. Hápunktur mál-
þings um einkavæðingu á íslandi!
Undirritaður boðsgestur, sem fór heim
til sín í soðninguna, er þeirrar skoðunar,
að þeim sem ekki þykir þetta fyndið séu
alveg lausir við kímnigáfuna. Honum
þykir þetta vera eins og sagan um nýju
fötin keisarans. Heyrir enginn hlátur,
skellihlátur?
Hvar er nú Utvarp Matthildur? Eða
Revíuleikhúsið? Svona óperettuþjóðfélag
er ekki á hverju strái.
Aðalfundur Flugleiða hf.
verður haldinn fimmtudaginn
13. mars 19971 efri þingsölum
Hótels Loftleiða og hefst kl 14.00.
Dagskrá
1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. 10. gr. samþykkta félagsins.
2. Önnur mál, löglega upp borin.
Tiliögur frá hluthöfum, sem bera á fram á aðalfundi, skuiu
vera komnar í hendur stjómarinnar eigi síðar en 7 dögum
íyrir aðalfund.
Dagskrá, endanlegar tillögur, svo og reikningar félagsins
munu liggja frammi á skrifstofu félagsins hluthöfum til
sýnis 7 dögum fyrir aðalfund.
Stjóm Flugleiða hf.
Aðgöngumiðar, atkvæðaseölar og
fundargögn verða afhent á
aðalskrifstofu félagsins,
ReykjavíkurflugvcIIi, hlutabréfadeild á
1. hxðfrá og mcð 6. mars kl. 14.00.
Dagana 10. til 12. mars verða gögn
afgreidd frá kl. 09:00 til 17:00 og
fundardagtil kl. 12:00.
Hluthafar eru vinsamlegast beðnir að
vitja fundargagna sinna fyrir kl. 12:00
á fundardegi.
FLUGLEIÐIR
Traustur íslenskurferðafélagi