Alþýðublaðið - 21.02.1997, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 21.02.1997, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR 1997 ALÞYÐUBLAÐIÐ m e n n i n Listakonan Barbara Waltman sýnir verk frá íslandi aö Kjarvalstööum. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir spjallaöi viö hana um verkin. Leiði* líeflmk tU l^eykÍMikuh Pær myndir Barböru Waltman sem gefur aö iíta á sýningu hennar aö Kjarvalsstöðum sem opnar á laugardaginn eru tilkomnar vegna hugljómunar sem listakonan fekk á leiöinni frá Keflavík til Reykjavíkur. “Ég grét þegar ég pakkaði myndun- um niður og sendi þær til íslands. Það voru tár yfir missinum, það voru tár feginleika. Eins og þegar böm vaxa úr grasi og fara að heiman, þá kemur gleðin yfir því að þau skuli vera fær um að standa á eigin fótum en um leið sorgin yfir að að láta þau frá sér.” Barbara Waltman var hér á ferðalagi síðastliðið haust, en maðurinn hennar Arthur C. Danto, var hér í boði háskól- ans að flytja fyrirlestur. Hún notaði tækifærið og skoðaði svæðin í kringum Reykjavík og Keflavík. Þær myndir sem gefur að líta á sýningu hennar að Kjarvalsstöðum sem opnar á laugar- daginn em tilkomnar vegna hugljóm- unar sem listakonan fékk á leiðinni frá Keflavík til Reykjavíkur. Regnið hellt- ist yfir rútubQinn á leiðinni og henni fannst að hún væri um borð í skipi. Eftir fimm daga dvöl á Islandi sneri listakonan heim, og málaði á hálfum þriðja sólahring sextán málverk. í ferð- inni skoðaði hún meðal annars Grinda- vík og myndir þaðan gefur að líta á sýningunni. Mig langar að vita hvað gerist inni í þessum húsum,” segir hún og bendir á eina myndina. En glugga- mir em þaktir í sterkrauðum gulum lit. Ég bendi henni á bækur Guðbergs Bergssonar sem óx úr grasi í Grinda- vfk. Hún skrifar nafnið hans hjá sér en hefur annars verið að lesa íslendinga- sögumar. Við staðnæmumst hjá Geysi en ég furða mig á tilveru hans í þessari myndröð. “Ég var fjóra tíma að þrífa vinnu- stofuna eftir að hafa málað Geysi, ég skvetti villt og galið á pappírinn. Geys- ir er með í þessari myndaseríu þó hann sé ekki að finna á leiðinni til Keflavík- ur, það má segja að hann sé einskonar fantasía. Það er fleiri fantasíur að fmna í þessari myndröð Barböm, einni mynd- inni em til dæmis himinhá tré. Hún segist hafa hrifist af ljósinu, en Islend- ingar eigi stundum bágt með að skilja það, enda sé ljósið þeim eðlilegur hluti af umhverfinu. Hraunið með öll sín skringilegu form, eins og skúlptúra eða rúnamyndir, em Barböm endalaus uppspretta hugmynda, skýjafarið og sí- breytilegt veður. Litlir fiskibátar vagga á sjónum, sjálf segist Barbara vera heilluð af hafinu. Faðir hennar átti fiskibát og hún fór stundum með hon- um til að veiða útifyrir Rockport í Massachusetts. Hún segir að húsinu í sjávarþorpunum á Suðumesjunum séu máluð í svo björtum og glaðlegum lit- um, ólíkt því sem hún eigi að venjast ífá heimkynnum sínum. Ég segist halda að það sé meiri litadýrð en venjulega í íslenskum fiskiþorpum, það sé að hluta til vegna áhrifa frá am- eríska herþorpinu á Keflavíkurflug- velli, dálítið væmnir bleikir og grænir litir í húsamálum, þó sé meira um það í Keflavík en hinum bæjunum. Ég bendi á mynd af ljósaskiptunum og segi hvað hún sé falleg, litanotkun- in sérstök og skemmtileg. “Já, það frnnst mér lflía,” segir Barbara kát og segir í leiðinni að hún nenni ekki að vera með neitt uppgerðarlítillæti. Hún elski myndimar sínar og sumar þeirra finnist henni einfaldlega æðislegar. Oft hefur verið fjallað um Keflavík- urveginn, sem ljótan veg og landið setji niður hjá útlendingum sem þurfa að hefja ferðina til fslands með því að keyra þessa flatneskjulegu leið og trompa sfðan lágkúruna með Alverinu í Straumsvík. Ég hef alltaf verið ósam- mála því og fundist þessi leið mjög fal- leg. f bók fyrir jólin lýsti erlend kona landslaginu þar sem tunglrænu, gagn- rýnandi greip það á lofti og sagði það orð sem ætti enga hliðstæðu í íslensku máli. En orðið á sér svo sannarlega hliðstæðu í sjálfu landslaginu, því það er tunglrænt. “Mér finnst landslagið magnað á þessari leið og þessi bflferð inn til borgarinnar klukkan hálf sjö um morgun, hafði á mig djúp tilfinninga- leg áhrif,” segir Barbara. Barbara Westman hefur fýrir löngu skapað sér nafn í listasögunni fyrir per- sónulegan stíl en Boston bókin sem er ein fimm bóka sem hún gaf út á átt- unda áratugnum, gerði hana að eftir- læti Boston búa og hafði mikil áhrif á sjálfsmynd þeirra. “Hún hafði skapað Boston ímyndunaraflsins,” skrifar Arthur C. Danto. “og af því að ásýnd þessarar ímyndunarborgar var nákvæm eftirmynd þeirrar Bostonborgar sem menn þekktu þótti hinum fjölmörgu aðdáendum Barböru ímyndunarborgin vera til í raun og veru.” Barbara var aðalteiknari New Yor- ker á gullaldarárum blaðsins en að sögn Danto lifðu íbúar borgarinnar sig inn í þá sýn sem listamenn blaðsins framreiddu viku eftir viku á forsíðu blaðsins. Danto segir annars staðar í þessari grein að sambúðin með Barböru hafi breytt viðhorfi hans til lista og segir um sýninguna núna að Kjarvalsstöð- um: “Ég þekki engan sem málar með jafnmiklu fjöri og jafn áreynslulaust. Hver annar gæti hafa skapað verkin á þessari sýningu.” ■ Kjarvalsstaðir á laugardag Ráðgátur Monory “Undir niðri er ég rómantískur og það á sér stað í öllum verkum mínum,” segir Jacques Monory einn af leiðtogum evrópska frásagnarmálverksins. Árið 1991 málaði Monory, sem er einn af frægustu evrópsku frásagnar- listamönnunum, sitt síðasta verk. Inn í það skeytti hann myndum af allri fjöl- skyldunni sinni. “Ég hélt að þetta væri búið, að nú væri ég hættur. Það stóð yfir í viku þá var ég byrjaður að mála aftur.” Monory opnar sýningu að Kjarvals- stöðum á laugardaginn þar sem gefur að líta úrval verka frá síðastliðnum þremur árum. La Figuration Narrative eða Evr- ópska frásagnarmálverkið var meðvit- að andsvar franskra listamanna við abstraktmálverki Parísarskólans og bandarísku popplistinni í byrjun sjö- unda áratugarins en andstætt henni voru frásagnarlistamennimir gagnrýnir á samfélagið og listina.” “Á hverju ári reyni ég að halda minn síðasta myndakonsert,” segir hann hlæjandi. En ég er enn að. En hvað ætti ég líka að gera ef ég hætti að mála, mig myndi langa til að verða eins og gömlu heimspekingamir. En gæti ég lifað þannig. Ég er ekki frjáls - En ég vildi óska þess að ég væri frjáls.” Við staðnæmust við þrjár myndir Monorys sem fjalla um gærdaginn, daginn í dag og morgundaginn. Ég spyr hann afhverju dagurinn í dag sé svona svartur? “Öll verk mín em blanda af svart- sýni og ást á fólki, undir niðri er ég rómantískur og það á sér stað í öllum verkum mínum. Ég sé lífið í dag í svörtum lit en það er löng saga. Ég er ekki einungis svartsýnn þvf mér finnst lífið fallegt og ég er fullur af orku.” Við göngum fram hjá myndröð þar sem elskendur kyssast á ferhymdum fleti á öllum myndunum nema einni, þar er búið að skipta út kossum fyrir byssu. Byssur era mjög endurtekið minni í öllum verkunum og hann hefur sviðsett í myndum sínum margar út- gáfur af “leynilögreglureyfuram,” sem gengið hafa undir nafninu ráðgátur. Myndimar lúta ekki raunveruleikanum heldur eigin lögmálum, og eru oftast í Þrjár táknrænar myndir eftir Monory. Fyrsta myndin er í bláum lit og táknar gærdaginn. Onnur myndin táknar daginn í dag og svartur litur er mest áberandi. Þriöja myndin er sannkölluö litasprengja og stendur tyrir morg- undaginn. bláum lit sem kallar fram tilflnninga- lega fjarlægð. Ráðgátan er grandvall- aratriði í öllurn verkum listamannsins og hann hefur sagt að í nýrri verkum sínum sé merking þeirra ráðgáta fyrir honum sjálfum meðan þær era að þró- ast. Hann sækir tilvísanir og frásagnar- aðferðir ósjaldan í myndskeið kvik- myndanna og hann nýtur þess að segja sögur. “Ég fæ ánægju út úr því að taka virkan þátt í sögunum,” segir hann. Og það er enginn vafi að það fá gest- ir Kjarvalsstaða líka. Við komumst ekki lengra í þessu viðtali, enda segir Monory. “Þú átt bara að ímynda þér viðtalið, það er lang best þannig.” Opinn stjórnarfundur FUJR Ákveðið hefur verið að halda stjórnarfund hjá hinu forna félagi ungra jafnaðarmanna í Reykjavík, sunnudaginn 23. febrúar klukkan 13.00, í Alþýðuhúsinu í Reykjavík, Hverfisgötu 8-10. Fundurinn er að vanda opinn öllum félagsmönnum og viljum við hvetja sem flest ykkar til að mæta á þessu 70 ára afmælisári fé- lagsins. Kolbeinn H. Stefánsson, varaformaður FUJR Fundur á Akureyri Jafnaðarmannafélag Eyjafjarðar boðar félagsmenn til fundar næstkomandi laugardag, 22. febrúar, kl. 12.00 á hádegi í veit- ingasalnum “Stássið” á Akureyri. Rætt verður um stjórnmálaviðhorfið og flokksmál. Gestir fundar- ins verða Sighvatur Björgvinsson, formaður Alþýðuflokksins, og Magnús Norðdahl, formaður framkvæmdastjórnar. Stjórn félagsins

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.