Alþýðublaðið - 11.03.1997, Page 5

Alþýðublaðið - 11.03.1997, Page 5
ÞRIÐJUDAGUR 11. MARS 1997 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 þeirra og hirti alla laxa sem upp gengu. Þetta olli miklum deilum og blandaðist saman við sjálfstæðisbar- áttuna þar sem kaupmaðurinn var danskur. Arum saman logaði allt í deilum vegna þessa og steininn tók úr þegar laxakistur kaupmannsins voru þrisvar brotnar og eyðilagðar að næturþeli af grímuklæddum hópi manna. Var sagt að Þorbjörg hefði ekki bara verið hvatamaður heldur búið sig í karlmannsföt og tekið þátt í skemmdarverkunum. Þetta leiddi til handtöku hennar, þegar loks átti að uppræta þessa ill- vígu skæruliðahreyfingu, og Jón Jónsson nokkur var skipaður rann- sóknardómari í málinu. Hann hélt beina leið í Tobbukot, handtók Þor- björgu sem lá veik fyrir og úrskurð- aði hana í varðhald í hegningarhús- inu. Séra Matthías Jochumsson sem þá var ritstjóri Þjóðólfs segir svo frá handtöku Þorbjargar í söguköflum sínum: “Þorbjörg var ein þeirra sem Jón tók um nótt og setti inn fyrir óspektir. Var þá nýfætt bam hjá mér og konan mín sjálf veik af kíghósta og bamið veikt. Vissi ég ekkert um það og fór upp í Þingholt að sækja Þorbjörgu sem ljósmóður. Þetta var fyrir dag í hlákumyrkri. Eg greip í tómt því að hina sömu nótt hafði Þor- björg verið tekin. Braust ég óðar inn til hennar í þinghúsið. leit hún þá upp af fletinu þar sem hún lá og aumkun- arlegri mannsmynd hafði ég aldrei séð því allt andlitið var bólguhella af heimakomu. “Svona er nú komið fyrir mér,” sagði hún með sárveikum rómi. “Verið þér róleg, út skuluð þér óðara,” sagði ég og áður en birti hafði hún fengið lausn, þó ekki fyrr en ég vakti upp landshöfðingjann og fékk skipun hans um að henni skyldi óðara sleppt.” Fyrsti íslenski þjóöfáninn I , Ólafía tengdi saman hugmynd- ir um frelsi þjóð- arinnar Ita eftir Kristin Pétursson. j heyrðu að lík hennar hefði verið flutt úr ófu með berum höndum blómsturbeð á lít- ið verða minningarreitur hennar. Stjórn Hvíta bandsins, Ólafia gekkst fyrir stofnun íslandsdeiidar ásamt Þorbjörgu Sveinsdóttur. undan erlendum yfirráðum og frelsi kvenna. “Það hefur verið róttækt á þeim tíma og skiljanlegt, hvers virði er frelsið konum ef þær eru hvort eð er fastar í helsi áralangrar kúgunar,” segir Margrét Guðmundsdóttir. Ólafia hélt á lofti hugmyndum um mæðrahyggju, “það má finna margt líkt með hugmyndum Ólafíu í hug- myndafræði femínista í dag, sem að- hyllast mæðrahyggju eins og til dæmis Guðrúnu Agnarsdóttur. það var ekki spuming um líkamlegar mæður, heldur yfirfærði hún gildis- mat móðurinnar á gerðir kvenna og taldi þær öðru fremur stjómast af umhyggju, ástúð, ábyrgð og samúð.” Ólafía upphóf þó ekki hlutverk móðurinnar á kostnað föðurins. Hún lagði mikla áherslu á mikilvægi góðs föðurs og þáttöku feðra almennt í uppeldi bama sinna og í heimilisstörfum en slíkar hug- myndir vom fólki fjarlægar á þessum tíma.” Ólafía saumaði fyrsta íslenska fán- ann eftir fyrirsögn Einars frænda síns Benediktssonar, hvítbláan og var hann dreginn að húni á þjóðhátíð sem haldin var við Rauðará, 2. ágúst 1997, en þar tók hið íslenska kvenfé- lag þátt í skrúðgöngu og hafði eigið veitingatjald á hátíðinni. Kyrrlátt afl í orðum Ólafía kom fyrst til Noregs, árið 1994, í boði vinkonu sem hún hafði kynnst þegar hún dvaldi um skeið í Askov í Danmörku, hún tók þegar í stað ástfóstri við land og þjóð. Hún var þrítug að aldri og ætl- aði aðeins að dvelja þar í nokkrar vikur en þær urðu mánuðir. Það var í Noregi, sem hún kynntist fyrst starf- semi Hvítabandsins. Mirjam Devold segir svo frá því í bók sinni, De ulykkeliges venn, að Ólafía hafi haldið fyrirlestur um nauðsyn há- skóla á íslandi. Dr theol. Hans Bmn, þekktur maður í Osló á þessum tíma lýsti Ólafíu svo í bréfi: “Við biðum töluvert fram yfir tímann. Þá loksins kom formaðurinn og hvílíkur gullin- ljómi við hlið hans! Svo ljómandi höfuðdjásn hafði ég aldrei séð á nokkurri brúði eða höfði. Löngu ljósu lokkamir hengu beggja vegna undan gullindjásninu - Svipurinn á andlitinu var nánast eins og á sak- lausri sveitastúlku. Hún var ekki eig- inlega búlduleit; en heldur ekki lang- leit. Eitthvað alveg sérstaklega geð- fellt var yfir þessari ungu stúlku. A brjóstinu bar hún gljáfægðan kross eins og brísinga-men, og um mittið mun hún hafa haft silfurbelti...Til- gerðarlaust og eðlilega mælti hún það sem var í huga hennar, án þess að líta til hægri eða vinstri. - En kyrrlát glóð brann undir öllu þessu kven- lega, tilgerðalausa erindi. En hvflíkt kyrrlátt afl í orðum.” Ólafía sótti mikið til bandarískra kvenna, sem voru í forystu fyrir Hvítabands hreyfinguna og að fyrir- mynd þeirra tengdi hún saman bind- indishugsjónina og baráttuna fyrir auknum réttindum kvenna. “Helsti hugmyndafræðingur Ólafíu var bandaríska baráttukonan Francis E. Willard í Hvítabandshreyfingunni en hreyfingin sendi hingað fulltrúa árið 1895 en Ólafía var þá fenginn til að vera túlkur, en hún talaði ensku sem var fátítt um íslenskar konur í þá daga,” segir Margrét Guðmundsdótt- ir. “Þær virðast hafa hrifist mjög af eldmóði og persónutöfrum Ólafíu því þær sögðu Francis Willard frá henni sem leiddi til þess að henni var boðið að sækja Landsþing Hvíta Bandsins I Edinborg. Þær styrktu hana auk þess til að ferðast um Island og vinna fylgiskonur til lags við sam- bandið og það gefur auga leið að slíkt trúnaðarstarf fyrir fimmhundruð þúsund manna alheimshreyfingu, hefur verið einsdæmi fyrir íslending á þessum tíma. Þetta sama ár stofnaði Ólafía Hvítabandsdeild á íslandi og gengu fimmtíu konur til liðs við hreyfinguna. Hún var einnig kosin í stórstúku íslands árið 1997. Hvíta- bandskonur buðu henni vestur um haf, þetta sama ár og og dvaldist hún þar í einn vetur og hélt fyrirlestra víða, meðal annars í íslendinga- byggðum í Kanada. Aldamótaárið fór Ólafía til London á Aðalþing stórstúkunnar en þaðan hélt hún beint til Edinborgar til að vera viðstödd heimsþing Hvíta- bandshreyfingarinnar, í þeirri ferð blandaðist hún inn í borgarstjómar- kosningar í borginni þar sem hún var ráðin um mánaðartíma til að vinna ákveðnum lista brautargengi sem síðan fór með sigur af hólmi. Þessi skjóti frami í ókunnri borg er furðu- legur og segir sína sögu um nær ótrú- lega persónutöfra hennar.” í götóttum skóm, meö slitna svuntu Starf Ólafíu á vegum Hvíta- bands hreyfingarinnar erlendis krafðist samskipta við aðalskonur og fyrirfólk, það virtist ekki vefjast fyr- ir henni utan einu sinni. “Hún minn- ist þess einu sinni að hafa verið feim- in, í boði þar sem hún var á peysuföt- unum sínum með slitna svuntu og í götóttum skóm, en henni á hægri hönd sat biskup og umhverfis borðið lafðir og lávarðar,” segir Margrét Guðmundsdóttir. Ólafía ögraði smáborgurum í Reykjavík sem töldu það ekki sæm- andi að hún væri að draga drykkju- hrúta upp úr ræsinu og styðja þá heim, milli þess sem hún sæti í kaffi- samsætum hjá betri borgurum í Reykjavík. Ólafía lét það sem vind um eyrun þjóta og átti það líka til að rífa fötur af gömlum vatnsberum og rogast með þær sjálf. “Þær Ólafía og Þorbjörg tóku að sér konu, gamlan vatnsbera, sem hét Signý Sigmunds- dóttir og bjó hún lengi á heimili þeirra að Skólavörðustíg en Ólafía sendi henni fé til viðurværis, frá Nor- egi,” segir Margrét. “Ólafía segir í bréfi til fátækrar verkakonu í Reykja- vík að hún skuli stinga bréfum til sín í bréfin hennar Signýar, “Signý skrif- Tobbukot á Skólavöröustíg 11, heimili Þorbjargar og Ólafíu. ar svo lítið,” sagði Ólafía og væntan- lega hefur hún viljað spara vinkonum sínum póstburðargjöldin.” Signý þessi mun hafa haft tvö átrúnaðargoð í lífinu, Jesúm Krist og Ólafíu og voru myndir af þeim báð- um á vegg við rúm hennar, Jesús með þymikórónuna og Ólafía með peysufatahúfuna. Hin lifandi trú ✓Ólafía bjó sig undir að setjast að í Noregi eftir andlát Þor- bjargar Sveinsdóttur árið 1903, í blaðafrétt í maí það sama ár er sagt að hún sé alfarin að landi brott. Hún seldi húseign sína að Skólavörðustíg 11, til frænda síns en óskaði eftir því að herbergi í viðbyggingu númer 11 a væri haldið óleigðu næstu árin. En hún átti ekki afturkvæmt til landsins í 17 ár. Hún átti við veikindi að stríða og í veikindunum urðu trúmál henn- ar aðaláhugamál og hún frelsaðist til lifandi trúar. Það gerðist er hún, varð fyrir, “reynslu sem vart verður með orðum lýst, að heilagur andi sann- færði mig um synd og um réttlæti og um dóm,” (Jóh. 16,8.) Ólafía gekk af Lúterstrú og gerðist babtisti og einnig segir frændi hennar Bjami Benediktsson í formála að ritsafni hennar sem hér er mikið vitnað til að hún hafi fengið með árunum meira dálæti á Kalvín en Lúter. Árið 1908 er Ólafía farin að ná sér að nokkxu en er þá orðin altekin af trúarlegum eld- móði, hefur gefið frá sér allt skart, meðal annars hring Þorbjargar fóstrn sinnar. Hún fer til starfa fyrir Hvita- bandshælið í Osló og fer um götum- ar og leitar uppi sjúkar utangarðs- konur, hún fluttist á Lakkagötu og síðar í Mjóstræti 4 og heima hjá henni áttu þurfandi jafnan athvarf hvort sem var um lengri eða skemmri tíma. Frá árinu 1913 varð hún for- stöðukona fyrir Hvítabandshælinu þar sem bjuggu á annað hundrað stúlkur en þurfti heilsu sinnar vegna að láta af störfum árið 1915. Bók hennar aumastar allra kom út árið 1916 en Ólafía þráði að fara heim til íslands og rættist sá draumur hennar árið 1921. En hún varð fyrir nokkmm vonbrigðum: “Vatnsveitu, holræsi og gas, höf- um við fengið og umfram allt höfn með bryggjum, sem skipin geta lagzt upp að. Við höfum einnig fengið margar fínar götur og nokkur allt of fín hús. Svo er búið að byggja hér nokkur glæsileg kvikmyndahús sem ég hef aðeins séð að utan. Flugvél flýgur beint yfir bænum með farþega og borgaðar em 30 krónur fyrir fimm mínútna flugferð. Og kaffihús höfum við fengið með glymjandi rnúsík, sem plagar mann alveg út á götu. Konumar ganga, jafnvel þó þær séu komnar til ára sinna, í gagnsæjum silkisokkum og þunnum blússum - sem betur fer ekki allar. Margar em klæddar eftir síðustu stórborgartísku, aðrar í íslenzkum búningi, og gull- baldýmðum upphlut. Hér er hræði- legt andlcgt myrkur, andatrú og guð- speki, ásamt almennri afneitun og vantrú. En svo er Guði fyrir að þakka að hann á nokkra af sínum einnig hér.” Hún fór aftur að landi brott til Nor- egs í janúar árið 1924 en lést það sama ár í þann 21. júní. Lík hennar var flutt til Reykjavfkur og lagt í gröf við hlið Þorbjargar frænku hennar, svo sem hún sjálf hafði óskað. Þegar fangamir í norska landsfangelsinu heyrðu að lík hennar hefði verið flutt úr landi fóm þeir út í fangelsisgarð- inn og grófu með bemm höndum blómsturbeð á lítilli hæð eða haug og átti þetta að verða minningarreitur hennar. Islenskir vinir hennar reistu bautastein á gröfina hennar í gamla kirkjugarðinum við Suðurgötu og norskir vinir hennar létu gera andlits- mynd af henni sem var afhjúpuð í Osló í Júní árið 1930. Ólafur Ragnar Grímsson lagði blómsveig að styttu hennar er hann fór í opinbera heim- sókn til Noregs nú í síðasta mánuði.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.