Alþýðublaðið - 13.03.1997, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 13.03.1997, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. MARS 1997 s k o ð a n ALMBIIBLMD Brautarholti 1 Reykjavík Sfmi 562 5566 Útgáfufélag Alþýöublaösútgáfan ehf. Ritstjóri Össur Skarphéöinsson Auglýsingastjóri Ámundi Ámundason Auglýsingasími 562 5576 Auglýsinga fax 562 5097 Dreifing og áskrift 562 5027 Umbrot Guömundur Steinsson Prentun ísafoldarprentsmiöja hf. Ritstjórn Sími 562 5566 Fax 562 9244 Áskriftarverð kr. 1.500 m/vsk á mánuði. Hjálpum hjartveikum börnum Árlega greinast 40 til 50 íslensk böm með hjartasjúkdóma. A Is- landi eru því hundmð fjölskyldna, þar sem hjartveikt bam er að finna. Sum þeirra geta sem betur fer lifað ágætu lífi án þess að gangast undir aðgerð, svo fremi þau eigi kost á stöðugu og traustu lækniseftirliti og aðgangi að sérstökum tækjum. Önnur em ekki jafn heppin. Þau verða að gangast undir aðgerðir, stundum margar, sem oftar en ekki em flóknar og erfiðar. Hér á landi sveiflast fjöld- inn í þessum hópi á milli 20 til 25 á ári. Til skamms tíma áttu for- eldrar þessara bama engan annan kost en fara með þau, yfirleitt komung, í aðgerð til annarra landa. Þvílíkar læknisferðir vom ekki aðeins dýrar fyrir alla, almanna- tryggingakerfið sem einstaklingana sem tókust þær á hendur, held- ur var álagið sem fylgdi því að vera með fársjúkt bam í ókunnu landi gríðarlegt á viðkomandi fjölskyldu. Góðu heilli tókst því samstaða um að verja fjármagni til að byggja upp tækjabúnað hér á landi sem gerði íslenskum læknum kleift að flytja skurðaðgerðir á hjartveikum bömum að stómm hluta inn í landið. Á hverju ári greinast þó jafnan um 5 til 7 böm með svo flókinn hjartasjúkdóm að þau þarfnast aðgerðar erlendis. Fjölskyldu sem þarf að leggja í slíka langferð með hjartveikt bam fylgir, einsog fyrr sagði, gífurleg röskun. Oft er ekki hægt að komast hjá því að dvelja vikum og mánuðum saman við erlenda sjúkrastofnun. í útlöndum hefur enginn sérstaka skyldu til að ríða andlegt öryggisnet þegar angistin yfir afdrifum elskaðs bams krem- ur sálarhrip hugstola ferðalangs. Þar er enginn íslendingur til halds og trausts þegar neyðin stærsta lemur dyr, og langt aðkominn gest- ur er svo mállaus að hann getur ekki einu sinni syrgt nema aleinn. Er þá ekki álagið sem sjúkraleiðöngmm af þessu tagi fylgir nánast ómanneskjulegt? Ekki bætir skákina hinn gríðarlegi kostnaður sem fylgir. Stund- um svo mikill, að þegar bamið er loksins læknað riðar fjölskyldan á barmi gjaldþrots. Hlutskipti þeirra er litlu betra, sem landsbyggð- ina búa, og þurfa ekki lengra en til Reykjavíkur með sitt hjartaveila ungbam. Þörfin fyrir aðstoð læknis og eftirlit er einfaldlega svo Ahrif almennings á alþjóðastjórnmál “Lýðræðið er okkar eina og besta von,” sagði Abraham Lincoln, en ekki eru allir sammála honum. I það minnsta ekki þeir sem leggja allt undir í heilögum stríðum eða eru að leggja heiminn undir snjallar við- skiptahugmyndir. Þeir vanvirða lýð- ræðið og hylla stjómleysið meðan það hentar þeirra markmiðum. Jihad - heilagt stríð múslíma á hendur kristnum, er stundum notað sem táknorð fyrir hverskonar heilög stríð í samtímanum. Bosnía, Sri Lanka, Tatsjekistan og Rwanda minna okkur á blóði drifnar erjur vegna þjóðemis- og trúarbragðaof- stækis. Miklu fleiri dæmi mætti taka, svo sem Iran og Líbanon, eða Alsír þar sem Múslímar vilja stofna heilagt ríki á rústum vonanna um réttlátt og vestrænt þjóðfélag sem vöknuðu við sigur í frelsisbaráttunni - Jihad. Mcheimur er það fyrirbrigði kall- Pallborð | Einr Karl Haraldsson skrifar að þar sem veröldin verður einni staðlaðri viðskiptahugmynd að bráð. McDonalds opnar í Kína, Coke í Ví- etnam og Microsoft út um allar triss- ur. Óeirinn kapítalismi og alþjóða- hyggja auðhringa spyrja ekki um landamæri, lýðræði, menningarleg sérkenni eða fomar hefðir. Allt fær sinn hamborgarastíl og kókflösku- lögun -Mcheimur. Þjóðríkið gestgjafi lýð- ræðisins Jihad er ekki síst háð gegn Mcheimi en samt eiga þessi fyrirbæri það sameiginlegt að standa utan við hið meðvitaða og sameiginlega bremsu og stýrikerfí sem við köllum lýðræði. Talsmenn heilagra stríða og staðlaðra viðskiptahugmynda geta ekki tekið þátt í lýðræðislegu samtali heldur aðeins prédikað endanlegar lausnir. Jihad og Mcheimur era í stríði við þjóðríkið og grafa undan lýðræðislegum stofnunum þess, þau sneiða hjá almannahreyfingum og gera lítið úr lýðræðisþátttöku al- mennings. “An important tu-W book.” —A'ewsuvek JIHAD McWORLD 'Mr. Lkírbcr is...lhe first to pmjihad and McWorld togethcr ín an inescapahk dijJeciic... (11) stands as a bold invitation to dchatc the broad conUiuo and futurc of MKicty. —Barhara Khnairwdt, 7beSm> York Tsmes Book M4eu BENJAMIN R. BARBER Hvað sem segja má um þjóðríkið, er það nú hefur þraukað í tvö hund- mð ár, þá hefur það þrátt fyrir allt reynst besti gest- gjafi lýðræðisins sem við enn höfum kynnst í sögunni. Þjóðríkið er enn helsta skipulags- form þjóðfélaga og alþjóðasamstarf byggir í meginat- riðum á því skipu- lagi. En meðal ann- ars til þess að ráða við Jihad og Mcheim hefur svæðisbundinn og alþjóðlegur sam- mni þjóðríkja verið settur í tilrauna- smiðju heimsmál- anna. Gallinn er sá að þar er í flestum tilfellum um að ræða ríkisstjómar- samstarf sem verður ógn fjarlægt al- menningi og oftast fullkomlega óá- hugavert fyrir aðra en þá sem taka þátt í fundum og veislum og í glæst- um sölum og höllum. Allt fær sinn hamborg- arastíl og kókflösku- lögun -Mcheimur. Upprennandi „eftirlýö- ræöistímar” Benjamin R. Barber prófessor við Rutgers háskóla í Bandaríkjunum og forstjóri Walt Whitman miðstöðvar- innar fyrir menningar- og lýðræðis- stefnumótun hefur rítað bók, sem vakið hefur athygli vestra, um þessi efni. Hann vekur máls á því að nú á eftirstríðstímum, eftir kommún- ismann, eftir iðnbyltingu og eftir blómatíma þjóðríkisins kunni að renna upp „eftirlýðræðistímar”. Þess vegna sé fátt mikilvægara en að berj- ast fyrir auknu lýðræði á heimsvísu. Hann setur ekki traust sitt á fleiri eða öflugri ríkisstjómarstofnanir. Hann vill finna leiðir fyrir almannasviðið í öllum þjóðríkjum til þess að tengjast og láta til sín taka á alþjóðavettvangi. Á milli ríkis og markaðar em hinir sjálfstæðu og ábyrgu þátttakendur í lýðræðislegum og sameiginlegum ákvörðunum þjóðfélagsins, þeir þurfa að ná saman á alþjóðavett- vangi, þeirra vilji þarf að ráða förinni í heiminum, segir Barber. Þetta er sannarlega fallegur þanki og kemur til móts við þá tilfinningu almennings að heimsmálum sé ráðið til lykta utan og ofan við hans þekk- ingar og áhrifasvið. En hvemig? Þar um segir Barber ekki margt en nefn- ir meðal annars upplýsingahrað- brautir nútímans, sem eiga að geta gert alla jafna, upplýsta og heimstengda. En þar rekumst við á það að aðgengið er takmarkað vegna þess að það fer sífellt í vöxt að upp- lýsinganetin breytist í viðskiptanet þar sem upplýsingar ganga kaupum og sölum. Næsta mannréttindaskrá þarf að vera um rétt allra manna til þess að nýta sér rafeindatæknina, að dómi Barbers og fleiri góðra amerískra samhyggjusinna, en sú stefna, communitarisminn, hefur vaxandi áhrif á orðfæri stjómmálamanna í lýðræðisríkjum. Samhyggjusinnar setja vonina á lýðræði og sterka ein- staklinga sem mótast hafa í heil- brigðu félagi og í góðum hópi. mikill, að ferðakostnaður og vinnutap foreldra frá vinnu nægir til að rústa fjárhag fjölskyldunnar. Er það velferðasamfélagið Island, sem undir lok tuttugustu aldar býður þegnum sínum upp á örbirgð á lúsarbótum hins opinbera, ef þeir eru foreldrar bama, sem fæðast með veil hjörtu?. Svarið er já. Þannig er ísland í dag. Er það ekki ömurleg niður- staða í þjóðfélagi sem kennir sig við velferð? Vissulega. Á morgun ætla menn að freista þess að breyta því að mikilvægu leyti, því þá verður ráðist í umfangsmikla landssöfnun til styrktar hjartveikum bömum. Neistinn, styrktarfélag hjartveikra bama, stendur að henni í samvinnu við íslenska útvarpsfélagið og nokkur önnur fyrirtæki. Söfnunin hefst að morgni dags á Bylgjunni, sem mun daglangt fjalla um málefni hjartveikra bama, og henni lýkur með beinni út- sendingu á Stöð 2 um kvöldið. Afrakstur söfnunarinnar fer í sér- stakan styrktarsjóð, en hlutverk hans er að styðja fjölskyldur hjart- veikra bama, sem hafa lent í fjárhagskröggum vegna sjúkleika bamanna. Ennfremur er stefnt að því að aðstoða við kaup á tækj- um, sem geta auðveldað bömum með veilt hjarta að lifa sem eðli- legustu lífí utan sjúkrahúsa. Böm era sérstök gjöf guðs. Alþýðublaðið hvetur allra lesendur sína til að gera örlætið að dyggð morgundagsins.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.