Alþýðublaðið - 13.03.1997, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 13.03.1997, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 13. MARS 1997 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 ir alþingismanna um sameiningarmálin, framtíð Þjóðvaka, ríkisstjórnina, velferðarmálin og sitthvað fleira g fyrir aldamót “ Það tel ég ekki. Telur þú að það væri betra fyrir Alþýðuflokkinn að vera núna í ríkisstjóm með Sjálfstæðisflokknum?” Ég tel að við hefðum getað komið ýmsum góðum málum til leiðar í því samstarfi. “Ég held að það hefði orðið vonlaust samstarf. Og þá væri hvorki líf í sam- einingarumræðunni né draumnum um stóra jafnaðarmannaflokkinn.” En ertu þá súr út íþá Alþýðuflokks- menn sem höfðu áhuga á áframhald- andi samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn. “Það voru mannlegir draumar um völd. En ég held að þeir menn hafi tek- ið sönsum - mér sýnist það.” En ertu ekki í ákveðnu tómarúmi þessa stundina? Þú ert í þingflokki jafnaðarmanna og einnig í Þjóðvaka sem nýtur ekki mikils fylgis. Er ekki bara ráð að ganga iAlþýðuflokkinn? “Það verður að koma í ljós hvert framhaldið verður og hvaða leiðir eru vænlegastar til að ná breiðri samfylk- ingu.” Hvemig finnst þér fyrrum félagar þínir í Framsóknatflokknum standa sig í ríkisstjóm? “Æ, það er grátlegt að horfa upp á það. Þeta era miðaldra karlar af Suðurlandi, að minnsta kosti í “Forystumaðurinn mun koma. En það eru tvö ár í kosningar. Við skulum gefa þeim sem þama gæti komið inn tíma.” Ef Sjálfstœðisflokkurinn vinnur borgina í næstu kosningum hvaða áhrif mun þaðþá hafa á sameiningarferlið? “Það yrði áfall fyrir jafnaðarmenn. En ég hef trú á því að Reykjavíkurlist- inn haldi borginni því hann hefur verið farsæll í stjóm sinni.” Ekki unnið til einskis Ef við víkjum aðeins að helstu áherslumálum þínum, sem eru velferð- armál. “Ég vann lengi hjá Tryggingastofn- un og er því vel kunnug velferðarmál- um. Mér finnst að þar beri ég ákveðna ábyrgð og verði að taka á þessum mál- um meðan ég er í aðstöðu til þess. Ég er í góðum tengslum við það fólk sem þarf á velferðarþjónustu að halda og það heldur áfram að hafa samband við mig þótt ég sé hætt hjá Tryggingastofn- un og komin á þing. Svo er ég svo mik- ill ástríðumanneskja í þessum málum að ég fyllist reiði ef veist er að þessu fólki sem getur ekki varið sig.” En langar þig ekki til að verða fé- lags- eða heilbrigðisráðherra? Um Kvennalistann: „Ég tel að Kvennalistinn hafi, með því að bjóða ítrekað fram, hamlað framgöngu kvenna í pólitík.” Um framtíð Þjóðvaka: „Ég geri ekki ráð fyrir að Þjóðvaki bjóði fram aftur. En ég vildi gjarnan taka sæti á lista í sameiginlegu framboði jafnaðarmanna.” “Auðvitað myndi ég vilja komast í aðstöðu þar sem ég gæti raunverulega breytt hlutunum. En ekki bara í vel- ferðarmálum heldur einnig í ýmsum öðrum málum. Ég hef til dæmis mikinn áhuga á samgöngumálum, starfaði lengi við ferðamál og er eina konan í samgöngunefnd.” Fyllistu aldrei tilvistarþunglyndi af því að sitja á þingi og hafa engin völd? “Jú, það kemur vissulega yfir mig einstaka sinnum. Auðvitað vildi ég Geri ekki ráð fyrir framboði Þjóðvaka meginmál:”Ég geri ekki ráð fyrir að Þjóð- vaki bjóði fram aftur. En ág vildi gjarnan taka sæti á lista í sam- eiginlegu framboði jafnaðarmanna.” Reykjavík. En svo allrar sanngimi sé gætt þá verður að taka fram að Siv hefur staðið í þeim.” Það sama verður ekki sagt um íngi- björgu Pálmadóttur. “Ingibjörg lýtur stjóm fjármálaráð- herra. Það er ekki stefna Ingibjargar Pálmadóttur sem er í framkvæmd £ heilbrigðisráðuneytinu. Hún er hjúkr- unarfræðingur og það er henni ekkert hjartans mál að beita sér fyrir niður- skurði í málefnum aldraðra og öryrkja. Hún veit að það fólk er ekki aflögu- fært.” Heldurðu að þessi ríkisstjóm haldi velli ínœstu kosningum? “Ég vona ekki.” En það gœti gerst og þá erum við í vondum málum. “Ég ítreka það enn að ég ætla bara rétt að vona að jafnaðarmenn og fé- lagshyggjumenn beri þá gæfu að bjóða fram sameiginlega í næstu Alþingis- kosningum. Ef við náum ekki sigri í næstu kosningum þá er engu að treysta fram á næstu öld.” En fólk mun varla kjósa slíkan lista nema þar sé sterkur forystumaður. Hver finnst þér að eigi að leiða list- Urn áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks: „Ég held að það hefði orðið von- ann? laust samstarf. Og þá væri hvorki líf í sameiningarumræðunni né draumnum um stóra jafnaðarmannaflokkinn.” hafa meiri völd. En ég er samt ekki til- búin að fallast á það að stjómarand- staðan hafi ekki áhrif þótt hún hafí ekki bein völd. Maður vekur máls á ástandi sem manni þykir óréttlátt, fjölmiðlar fá áhuga á málinu og taka það upp. Mál hafa verið leiðrétt í kjölfarið. Þetta sannfærir mann um að ekki sé unnið til einskis.” Nú finnst mörgum þingmönnum sem þú fáir mjög mikla athygli fjölmiðla fyrir málflutning þinn, og kannski er ekki laust við að í einhverjum þeirra blundi öfund. Kannastu við það? “I eitt skipti var því hreytt í mig úr Framsóknarflokknum að ég þyrfti ekki annað en að opna munninn þá væru fréttamenn komnir hlaupandi með míkrófóna. Jú, jú, sem betur fer hef ég fengið umfjöllun fyrir málflutning minn og ég held að það sé einfaldlega vegna þess að ég hef verið að fjalla um mál sem koma fólki við og skipta máli.” / umrœðum á þingi vekur það oft furðu manns hvað menn geta þvœlt fram og aftur í endalausum ræðum st'n- um, þegar hœgt vœri að koma skila- boðum áframfœri í mun styttra máli. “Ég er sífellt að furða mig á því hvað sumir geta notað mörg orð um einfalda hluti. Kannski hafa þessir menn svona óskaplega gaman að hlusta á sjálfa sig tala en ég held að þetta sé algengara hjá körlunum en konunum. Ég held að konur komi fyrr að kjama málsins.” En maður sér ekki annað en þessi málgleði tejji beinlínis fyrir störfum þingsins. “Það er alveg rétt. Þessu þarf að breyta. Langar umræður missa marks því enginn nennir að hlusta á þær.” Hefurðu hugsað þér að verða at- vinnupólitíkus? “Það getur maður ekki ákveðið sjálf- ur. Ég hef áhuga á þessari vinnu minni og trúi því að ég geti gert gagn. En ef það kemur að því að menn hafi ekki lengur trú á mér þá nær það ekki lengra.” Hvað myndir þú þá gera? “Ég gæti alltaf farið aftur í Trygg- ingastofnun eða unnið sem fararstjóri, eins og ég gerði árum saman. Ég myndi hafa nóg að gera. En ég er nú, eins og karlamir segja, á miðjum starfsaldri og sé ótal verkefni framund- an sem þarf að sinna og ég treysti mér fyllilega til að taka á.”

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.