Alþýðublaðið - 14.03.1997, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 14.03.1997, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. MARS 1997 MMDUBIMl Brautarholti 1 Reykjavík Sími 562 5566 Útgáfufélag Alþýðublaðsútgáfan ehf. Ritstjóri Össur Skarphéðinsson Auglýsingastjóri Ámundi Ámundason Auglýsingasími 562 5576 Auglýsinga fax 562 5097 Dreifing og áskrift 562 5027 Umbrot Guðmundur Steinsson Prentun ísafoldarprentsmiðja hf. Ritstjórn Sími 562 5566 Fax 562 9244 Áskriftarverð kr. 1.500 m/vsk á mánuði. Lottóvinningur hátekjumanna Skattapakka ríkisstjómarinnar var beðið með mikilli eftirvænt- ingu. Allir em sammála um, að skattbyrði Islendinga hefur fyrir löngu keyrt úr hófi. Þar getur heldur enginn einn stjómmálaflokk- ur, ekki heldur sá sem Alþýðublaðið fylgir að málum, hreinsað sig af allri sök. Það verður hinsvegar að segjast einsog er, að þá fyrst kastaði tólfunum um skattheimtu íslendinga þegar Friðrik Sophusson sett- ist í sæti fjármálaráðherra. Það kann að virðast þversögn því eng- inn annar stjómmálamaður hefur hjalað eins fagurlega um nauðsyn þess að minnka skattaálögur á þegna landsins. En undir hans stjóm hafa álögur landsmanna þó aukist meira en í tíð nokkurs annars fjármálaráðherra í sögu lýðveldisins. Hann, og enginn annar, ber með réttu hinn vafasama titil: Skattmann íslands. Friðrik Sophusson, og raunar öll ríkisstjóm Davíðs Oddssonar, hefur sætt mikilli gagnrýni vegna aðgerða þeirra í skattamálum. Hún hefur ekki síst komið úr röðum Sjálfstæðisflokksins, og skemmst er að minnast andófs ungra sjálfstæðismanna í þeim efn- um. Stjómarandstaðan hefur einnig gagnrýnt skattastefnuna, en af öðram sjónarhóli. Hún hefur ekki síst átalið ráðherrana fyrir að aka seglum skattheimtunnar þannig, að verstum byr hafa láglauna- mennimir fagnað. Gott dæmi um það var ákvörðun ríkisstjómar- innar undir lok síðasta árs, að hækka ekki skattleysismörkin. Hveijir töpuðu mest á því? Vitaskuld þeir sem fylla raðir lág- launafólksins. En batnandi mönnum er best að lifa. Ríkisstjómin lofaði gildum skattapakka í tengslum við kjarasamningana, sem nú standa yfir, og orð hennar voru skilin á þann veg, að hann ætti ekki síst að bæta hag þeirra bræðra okkar og systra, sem erfiðast eiga uppdráttar. Skattapakkinn var vissulega umtalsverður, og er ótvírætt skref að því markmiði að lækka skattbyrði landsmanna. En við útfærslu hans er því miður margt að athuga. f fyrstu kann mönnum að virðast það bera vott um óvanalegan stórhug, að útdeila með einni ákvörðun fjármagni, sem tölvísir menn meta ígildi 4-5 milljarða króna? En er ákvörðun ríkisstjóm- arinnar rausnarleg? Sighvatur Björgvinsson, formaður Alþýðu- flokksins, svarar því fyrir sitt leyti með eftirfarandi hætti í Alþýðu- blaðinu fyrr í vikunni: „Jafnvel góðgjömustu menn hljóta að setja spumingarmerki við rausn af þessu tagi. Þeir sem leggja það á sig að brjóta yfirlýsingu ríkisstjómarinnar til mergjar komast að því, að hún er ekki að gera neitt annað en skila launþegum til baka þeim skattahækkunum, sem hún hefur af þeim tekið á síðustu fimmtán mánuðum.” Þetta felur í sér kjama málsins. Ríkisstjómin er að láta það af hendi, sem hún hefur nýlega tekið sér í auknum álögum. Þar með er sagan ekki öll sögð. Önnur sjónvarpsstöðin sýndi fram á í kvöld- fréttum sínum í fyrrakvöld, að miklar líkur eru á því, að þegar upp verður staðið muni skattapakkinn ekki kosta ríkissjóð neitt. Það stafar að hluta til af aukinni veltu í þjóðfélaginu í kjölfar kjara- samninganna. Hitt skiptir þó meiru, að skattleysismörkin vom ekki hækkuð í takt við væntanlegar launahækkanir. Það þýðir, að fjöldi láglaunafólks, sem lengi hefur beðið eftir réttmætum kauphækkun- um, þarf að greiða stóran hluta þeirra í skatta. Hver hagnast? Rík- issjóður! Þannig tekur önnur höndin til baka það sem hin gefur. Þó er að finna hópa, sem hafa sannarlega ríka ástæðu til að fagna skatta- pakka ríkisstjómarinnar. Það em hátekjumennimir, þeir sem þegar bera mest úr býtum, og þurfa minnst á kjarabótum að halda. Þeir hafa í dag æma ástæðu til að stíga dans mikillar gleði. Þeir hagnast nefnilega ekki bara langmest í krónum talið, heldur líka hlutfalls- lega. Alþýðublaðið óskar hátekjumönnum íslands til hamingju með ríkisstjóm sem hefur útdeilt þeim glæsilegum lottóvinning án þess að þeir hafi einu sinni þurft að kaupa miða. skoða n Barbarar ráðnir til landvarna Lífið færir manni ótrúleg umhugs- unarefni. Upp á síðkastið hef ég til dæmis verið að velta fyrir mér um hvað villtustu draumar Harðar Sigur- gestssonar snúast. Kannski lætur for- stjón Eimskipafélagsins sig dreyma um að verða aðmíráll af hæstu gráðu og ráða öllum siglingaleiðum um höfin sjö. En jafnvel hugmyndarík- um og kappsfullum manni einsog Herði Sigurgestssyni kæmi varla til hugar kerfi þar sem hann sjálfur hefði einkaleyfí á sjóflutningum og gæti látið hið opinbera hirða og fang- elsa þá sem reyndu að veita honum samkeppni. Auðvitað hljómar þetta eins og hver önnur fjarstæða, lesendur góðir. Hörður Sigurgestsson hefði auk þess áreiðanlega engan áhuga á kerfi sem gerði honum kleift að senda Land- helgisgæsluna á öll skip sem nálguð- ust landið. Afhverju erum við að velta fyrir okkur draumum Harðar Sigurgests- sonar? Það er saga að segja frá því. Hún hófst fyrir tæpum þremur árum þriðji mqðurinn | Hrafn Jökulsson skrifar þegar Franklín Steiner bað Bjöm Halldórsson að skrifa upp á meðmæli með umsókn um byssuleyfi. Fyrir þá lesendur míns gamla blaðs sem ekki þekkja þessar kempur er vert að taka fram að Bjöm Hall- dórsson hefur verið yftrmaður Fíkni- efnadeildar lögreglunnar síðan 1991 en Franklín Steiner hefur hinsvegar setið í fangelsi í þremur löndum fyr- ir að smygla, dreifa og selja eiturlyf. Það hljómar sem sagt eins og ósvíf- inn brandari að Franklín hafi svo mikið sem látið sér detta í hug að biðja Bjöm Halldórsson að skrifa upp á byssuleyfi fyrir sig. En hvað gerir yfirmaður fíkniefnadeildarinnar þegar einn stærsti eiturlyfjasali landsins biður hann um meðmæli með byssuleyfi? Hann skrifar upp á. Nema hvað. Þegar fjölmiðlar sögðu í ársbyrjun frá þessu fáránlega máli komst fíkni- efnadeildin upp með að svara í engu þeim áleitnu spumingum sem bmnnu á mönnum. Lögreglustjórinn sagði ekkert. Yfirmenn í Dómsmálaráðu- neytinu sögðu ekkert - annað en að þeir bæm fyllsta traust til Bjöms Halldórssonar. Sjálfur sagði Bjöm Hali- dórsson ekkert fyrr en hann dúkkaði upp í viðtalsþætti hjá Eiríki. Þar sagðist Bjöm vera orðinn hundleiður á því að vera í fíkniefnalögg- unni og að hann ætlaði að hætta innan tíð- ar. Hann er að hugsa um að taka upp þráð- inn í lögfræði- náminu. Byssuleyfis- málið er reynd- ar aðeins þúfa sem veltir þungu hlassi. Það varð til að þess að kast- ljósið beindist að Franklín Steiner og samskiptum hans við lög- regluna. Niðurstaða ítarlegrar rann- sóknar er þessi: í allt að tíu ár hefur Franklín Steiner haft einskonar „starfsleyfi” hjá fíkniefnadeild lög- reglunnar. Hann hefur óáreittur stundað verslun og viðskipti með eit- urlyf en í staðinn hefur hann „skammtað lögreglunni menn til að 0g Franklín Steiner er svo óhræddur um stöðu sína að hann býr í reisulegu einbýlishúsi, ekur um á dýrum bílum og segir hverjum sem heyra vill að hann sé „rosalega ríkur.” Hann lætur ekki einu sinni í veðri vaka að hann hafi tekjur á heiðarlegan hátt. Kerfi Franklíns tryggði honum öryggi og auð. taka,” svo ég vitni í traustan heimild- armann í kerfinu. Ámm saman hefur fíkniefnadeildin aldrei tekið Franklín með eiturlyf þótt fjölmörg tækifæri hafi gefist. Hann hefur sem sagt komist í þá aðstöðu að geta stjómað fíkniefnamarkaðnum og látið fíkni- efnadeildina taka þá sem gera sig lík- lega til að ryðjast inn á markaðinn. Og Franklín Steiner er svo óhræddur um stöðu sína að hann býr í reisulegu einbýlishúsi, ekur um á dýmm bflum og segir hverjum sem heyra vill að hann sé „rosalega ríkur.” Hann lætur ekki einu sinni í veðri vaka að hann hafi tekjur á heiðarlegan hátt. Kerfi Franklíns tryggði honum öryggi og auð. En hvað segir þetta okkur um mannfélagið sem við lifum í? Hvað segir þetta stjómmálamönnunum sem að undanfömu hafa boðað fíkni- efnalaust ísland árið 2002? Hvað segir þetta um starfsaðferðir fíkni- efnadeildarinnar? Hvað segir það okkur þegar friður er saminn við höf- uðóvininn?* Þegar Rómvetjar vom hættir að hafa þrek til að veijast innrásum bar- bara og lagstir í hóglífi og aumingja- skap keyptu þeir frið við barbararana og réðu þá til að annast landvamir ríkisins. Þessi samningur leiddi til þess að barbarar yfirtóku smám sam- an Rómarveldi án þess að nokkuð yrði að gert. Þegar fíkniefnadeildin er farin að vinna með stærsta eiturlyfjasala landsins ættum við að hugsa til ör- laga Rómveija og annarra sem hafa keypt frið við óvininn. En ef þetta er stefnan í löggæslu- málum hlýtur næsta skref að vera að fá fjöldamorðingja til samvinnu við lögregluna og láta hann koma upp um vasaþjófa.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.