Alþýðublaðið - 14.03.1997, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 14.03.1997, Blaðsíða 6
6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. MARS 1997 Húsbréf Innlausn húsbréfa Frá og með 15. mars 1997 hefst innlausn á útdregnum húsbréfum í eftirtöldum flokkum: 4. flokki 1992 - 13. útdráttur 4. flokki 1994 - 6. útdráttur 2. flokki 1995 - 4. útdráttur Innlausnarverðið er að finna í Morgunblaðinu föstudaginn 14. mars. Upplýsingar um útdregin húsbréf liggja frammi í Húsnæðisstofnun ríkisins, á Húsnæðisskrifstofunni á Akureyri, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum. HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS LJ HÚSBRÉFADEIID • SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVlK • Slttl 569 6900 Gróska í íslenskum stjórnmálum? Opinn fundur á Kornhiöðuloftinu við Bankastræti Félag frjálslyndra jafnaðarmanna og Birting-Framsýn boða til opins fundar á Kornhlöðuloftinu þriðjudagskvöldið 18. mars kl. 20:30. Framsögu hafa þrír af stjórnarmönnum Grósku: Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarfulltrúi. Steinunn mun kynna Grósku, tilurð samtakanna, stefnuskrá þeirra, skipulag og framtíðaráform. Þóra Arnórsdóttir, heimspekinemi. Þóra mun fjalla um nútímalega jafnaðarstefnu og félagshyggju, stöðu velferð- arkerfisins, jafnréttismálin, umhverfismál og alþjóða- hyggju. Róbert Marshall, blaðamaður. Róbert mun ræða um ís- lenskt flokka- og valdakerfi. Fundarstjóri er Vilhjálmur Þorsteinsson, formaður FFJ. Fundurinn er öllum opinn. Kaffigjald er kr. 500. Flokksstjórnarfundur Opinn fundur flokksstjórnar Alþýðuflokksins um málefni líðandi stundar verður haldin miðviku- daginn 19. mars kl. 17 -19 að Grand Hotel. FUJR Stjórn félagsins fundar á sunnudaginn 16.3. í Al- þýðuhúsinu Reykjavík, Hverfisgötu 8-10. Fund- urinn hefst stundvíslega kl. 13.00 og er opinn öllum félagsmönnum. Stjórnin Úthlutun úr forvarnasjóði Sjóðurinn starfar á grundvelli 8. gr. laga um gjald af áfengi, nr. 96 frá 1995, en þar segir m.a: “Af innheimtu gjalds skv. 3. gr. skal 1% renna í Fornvarnasjóð. Tilgangur sjóðsins skal vera að stuðla að forvörnum gegn áengis- og fíkinefnaneyslu. Styrki skal veita úr sjóðnum til fornvarnar- starfa á verkefnagrundvelli.’’ í samræmi við niðurlagsákvæði ofangreindrar 8. gr. hefur heilbrigðisráðherra sett reglugerð um For- varnasjóð. Bent skal á verkefni sem stuðla að framgangi stefnu ríkisstjórnarinnar í áfengis- og fíkniefnamálum, sem samþykkt var hinn 3. desember sl., njóta forgangs og einnig að samkvæmt reglugerð um forn- varnasjóð skal sjóðurinn sérstaklega leggja áherslu á að styrkja verkefni sem snúa að ungmennum og áfengis- og vímuefnavörnum. Sjóðsstjórn hefur ákveðið stuðning við áfangaheimili sem heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið mun útdeila. Þá hefur stjórn Fornvarnasjóðs ákveðið að forgangsverkefni til næstu tveggja ára verði: Að koma í veg fyrir neyslu barna og unglinga á áfengi og öðrum vímuefnum og vinna gegn þeim vandamálum sem af neyslunni hljótast. Að vinna gegn ofurölvun og vandamálum sem henni tengjast. Tekið skal fram að verkefni geta hlotið styrk þó þau falli ekki undir forgang þann sem að ofan greinir, t.d. verkefni vegna rannsókna, fræðslu og samkomuhalds. í umsókn um styrki til verkefna skal greina svo skýrt sem kostur er a.m.k. eftirfarandi atriði: Almenna lýsingu. Markmið. Framkvæmdaáætlun. Hverjir vinni að verkefninu. Lýsing á hlutaðeigandi félagsskap. Hvernig samstarfi er háttað við aðra aðila. ítarleg lýsing á markhópi og vandamálum þeim sem bregðast skal við. Með hvaða hætti árangur verður mældur. Hvort og þá hvernig verkefnið falli að forgangi þeim sem að ofan greinir. Að jafnaði skal eigin fjármögnun framkvæmdaaðila og/eða fjármögnun annars staðar frá nema a.m.k. 60% heildarkostnaðar við framkvæmd verkefnis. Styrkir skulu almennt veittir félögum og samtökum en einstaklingar koma einungis til greina varð- andi styrki til rannsóknarverkefna. Nánari upplýsingar, reglugerð um sjóðinn og vinnureglur sjóðsstjórnar liggja frammi í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, Laugavegi 166, Reykjavík. Umsóknarfrestur ertil 5. apríl 1997. Umsóknum skal skilað skriflega, merktum: Forvarnasjóður, Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, Laugavegi 166, Reykjavík. LÖG OG REGLUR ÚTHLUTUNARRE' tp:/ /www-itn. AUKÞESSIR UMSÓKNilÍ OG UMSÓKNARFRESTIR Lánasjóður íslenskra námsmanna starfar í dag eftir lögum nr. 21 frá 15. maí 1992 og reglugerð um L(N frá 21. maí 1993. Úthlutunarreglur 1996-1997 fást í afgreiðslu LlN, láns- hæfum skólum hérlendis, útibúum banka og sparisjóða oq sendiráðum (slands. Allir sem sækja um iðn sKulu skiia sérstoku ums fást í afgreiðslu sjóðsins, lánshæfum skólum hérlendis, útibúum banka og sparísjóða og sendiráðum fslands. Umsóknir verða að hafa borist LÍN fyrir: SKRIFSTOFA LÍN i láns á haustmisseri; na láns á vormisserí; i hefst eftir 1; apríl 1997; __1S'/«tófl1997 vegna sumarlána. Umsóknir sem berast eftír að umsóknarfrestur rennúr út taka fyrst gildi að fjórum vikum liðnum. Ef námsmaður á ekkí gPdá umsókn á vormisseri 1997 er umsóknarfrestur um sumarlán 1. mars. ffw W Skrifstofa sjóðsins er við Laugaveg 77 í Reykjavík. Hún er opin frá kl. 09:15 til 15:00 alla virka daga. Símanúmer sjóðsins er 560 40 00 og grænt númer er 800 66 65. Bréfasími er 560 40 90. Skiptiborðið er opið frá kl. 09:15 til 12:00 og frá 13:00 til 16:00. Starfsmenn lánadeildar veita upplýsingar og ráðgjöf í síma og með viðtölum. Símatími lána- deildar er alla virka daga frá kl. 09:15 til 12:00. Viðtalstími er alla virka daga frá kl. 11:00 til 15:00. Mánudaga: Þriðjudaga: Miðvikudaga: Fimmtudaga: Föstudaga: Almenn viðtöl Norðurlönd Enskumælandi lönd fsland Önnur lönd. Starfsmenn innheimtudeildar veita upplýsingar í síma alla virka daga frá kl. 09:15 til 12:00 og frá kl. 13:00 til 16:00. Afgreiðslutími gjaldkera er frá kl. 09:15 til 15:00.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.