Alþýðublaðið - 03.04.1997, Side 3

Alþýðublaðið - 03.04.1997, Side 3
FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 1997 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 Niðurlæging bændastéttarinnar Eitt af þeim málum sem hvað brýn- ast er að taka á íslensku þjóðlífi er nið- urlæging bændastéttarinnar. Kreppan í íslenskum landbúnaði er auðvitað ekki ný af nálinni, heldur á sér langa sögu. Innreið nútímans í íslenskt samfélag hafði - eins og allir vita - í för með sér nýtt hlutverk fyrir íslenskan landbún- að. Atvinnugreinin hefur löngum átt erfitt með að fóta sig í þessu nýja hlut- verki og verið búið skipulag sem hefur gert bændum ókleift að laga sig að Pallborð i breyttum tímum. Þetta er lykillinn að niðurlægingu bændastéttarinnar. Bændasamfélagið Bóndi er bústólpi, bú er landstólpi, orti Jónas Hallgrímsson. íslenskt bændasamfélag var byggt upp á búinu sem grunneiningu samfélagsins. Að verða bóndi var það sem allir íslenskir karlmenn stefndu að, enda var ekki hægt að gifta sig og stofna fjölskyldu án þess að hafa aðgang að jarðnæði. Að vera bóndi var eþví kki aðeins spum- ing um atvinnu eða lífsviðurværi, held- ur lífsstíl, stöðu og hugmyndafræði. Að vera bóndi var að vera maður með mönnum, frjáls og eigin herra, en ekki upp á aðra kominn. Bjartur í Sumar- húsum er vart annað en ýkt mynd af þessari gömlu hugmynd. Bóndinn var kóngur í sínu ríki og húsmóðirin drottning, í sameiningu héldu þau uppi húsaga á sínu heimili; þau voru full- valda í sínu litla ríki. Að sjálfsögðu var mikill munur á efnum þeirra sem töld- ust bændur, en í ákveðnum skilningi höfðu allir bændur sömu stöðu f samfélaginu. Vinnufólk hafði að mestu sömu stöðu í samfélaginu og böm, að því undanskildu að einu sinni á ári gat fólk skipt um vist, en var þess á milli bundið vistar- bandi. Bændasamfélagið þurfti að sjálf- sögðu að réttlæta sjálft sig eins og önn- ur samfélög. Slíkar réttlætingar vom bæði efnahagslegar, á þá leið að land- búnaður yrði ávallt gmndvöllur ís- lensks samfélags, og á gundvelli sið- ferðis, á þá leið að lífið á mölinni væri siðspillandi í samanburði við dyggðugt líf sveitanna. Sjávarútvegur gæti aldrei lifað sjálfstæðu lífi hér á landi vegna þess hversu sveiflukenndur hann væri og því var með öllum tiltækum ráðum reynt að koma í veg fyrir það að sjálf- stæð verkalýðsstétt - sem hefði ekkert nema vinnuafl sitt að selja og þvf ekki bundin landinu - gæti myndast í þétt- býli. Þegar sjávarútvegur fór að lifa sjálf- stæðu lífi á íslandi, með tilheyrandi auðsöfnun, þéttbýli og launavinnu, hrundi bændasamfélagið. Hugmynda- fræðilegar eftirhreytur þessa samfélags hafa þó verið ansi lífsseigar, t.d. þær að lífið í sveitinni sé betra en hið siðspill- andi líf í bæjunum. Það var einnig vin- sæl hugmynd meðal menntamanna á millistríðsárunum - og allt fram á okk- ar tíma - að sveitamenn væm sannari Islendingar en hinir hálf-alþjóðlegu fs- lendingar í bæjunum. Elskaðir til dauða? I bændasamfélaginu var það að vera bóndi það sama og vera eigin herra; að vera frjáls maður. í nútímanum er bóndi heiti á starfstétt sem vart má sig hreyfa, föst í neti forræðishyggju og ofstjómunar. Bóndi dagsins í dag er ekki eigin herra: hann ræður ekki hvað hann framleiðir, hvemig eða á hvaða verði. Það skipulag sem landbúnaði er sett og það hugarfar sem hefur ráðið ríkjum hjá .bændavinum. á alþingi - og þjóðinni almennt - hefur gert það að verkum að bændur era nánast bundnir eins og nautgripir á bás: þeir mega sig hvergi hreyfa. Afleiðingamar era skelfilegar: Landbúnaðurinn hefur ekki getað lagað sig að breyttum aðstæðum, bændur eru of margir, offjárfesting er landlæg og laun margra bænda víða langt fyrir neðan það sem teljast má mannsæmandi. Það sem er auðvitað dapurlegast við þetta er sú staðreynd að landbúnaður- inn hefur áratugum saman getað virkj- að ríkiskerfið - ríkisbankana, sjóða- kerfi landbúnaðarins, ríkissjóð, laga- setningu og framkvæmdavaldið - til þess að .hjálpa. bændum og landbún- aði. Þegar bóndinn hætti að vera mið- punktur og markmið samfélagsins og landbúnaður fékk það hlutverk fyrst og fremst að framleiða matvæli fyrir bæ- ina fóra bændur að nota stjómmál til að vemda hagsmuni sína. Það reyndist ekki erfitt, þar sem kjördæmaskipanin var þeim afar hagstæð. Fólkið í bæjun- um var þeim líka vinsamlegt, enda flest gamalt sveitafólk með rótgróin tengsl við sveitimar. Hugmyndafræðilegar eftirhreytur bændasamfélagsins lifðu líka góðu lífi í bæjunum og gerðu það að verkum að allir vildu vera góðir við sveitimar. Um þetta vora allir hugsandi menn sammála, þangað til Gylfi Þ. Gíslason og sporgöngumenn hans fóra að benda á brestina í kerfinu. En þeir töluðu fyr- ir daufum eyram - mestanpart. Niður- læging bændastéttarinnar er afleiðing af ástarævintýri þjóðarinnar við draug úr fortíðinni. Við búum ekki í bænda- samfélagi og höfum ekki gert alla öld- ina. Það er ekki seinna vænna að draga að því réttar ályktanir áður en ný öld gengur í garð og gera bónda að þeim bústólpa sem hann eitt sinn var. Gera þarf bændur að sjálfstæðu fólki að nýju. Draugur Bjarts í Sumarhúsum getur aðeins lifað í bændasamfélagi, sem er okkur að eilífu horfið. „Niðurlæging bændastéttarinnar er afleiðing af ástarævintýri þjóðarinnar við draug úr fortíðinni. Við búum ekki í bændasamfé- lagi og höfum ekki gert alla öldina. Það er ekki seinna vænna að draga að því réttar ályktanir áður en ný öld gengur í garð og gera bónda að þeim bústólpa sem hann eitt sinn var.“ Mikil spenna er meðal KR- inga fyrir komandi sumar, ekki vegna þess að þeir séu farnir að velta fyrir sér hvort liðið verði íslandsmeistari eða ekki. Það er annað sem á hug þeirra allan. Spenningurinn er ekki sístur varðandi heilsufar Guðmundar Benediktssonar og Andra Sigþórssonar. Báðir hafa þessir framherjar átt í meiðslum og óvíst er hvort og þá hvenær þeir verða leikhæfir. Leikur liðsins, á síðasta sumri, stóð nokkuð og féll með Guðmundi og margt bendir til, ef allt fer á besta veg, að hann geti farið að leika í júlí. Andri, sem aldrei hefur leikið í meistara- flokki KR, enda nýkominn frá Þýskalandi, þar sem hann lék með unglingaliði Bayern Munchen, er á batavegi og erfitt er sjá hvenær hann verður klár í slaginn. Heimdallur virðist vera fé- lag á fallanda fæti ef marka má heimasíðu þeirra á netinu. Hún rykfellur dag frá degi, og virðist ekki hafa verið uppfærð frá þvi ofvirkinn Glúmur Jón Björnsson var í forystu félagsins. Því miður er sú tíð úti, því meðan á for- mennsku hans stóð taldi hann það skyldu sína að láta þjóð- ina vita skoðanir sínar á öllum sköpuðum hlutum, og náði hæst í grein sem hann birti á heimasíðunni undir fyrirsögn- inni Laun bankastjóra eru eðlileg. Fyrir áhugamenn um stjórnmál var jafnan gleðiefni að lesa greinar Glúms og fylgjast með því hvað Heimdallur var fjarri megin- straumi samfélagsins. Tíminn hefur staðið kyrr frá því á tíma Glúms, því á heimasíðunni er því haldið fram að síðasta stjórn hafi verið kjörin 27. september árið 1995... Meira af KR. Félagið verð- ur 100 ára eftir tvö ár og þegar er hafinn undirbúningur að útgáfu bókar um sögu fé- lagsins. Allt bendir til að Ellert B. Schram, forseti ÍSÍ og fyrr- verandi ritstjóri, ritstýri verk- inu. Reiknað er með að KR- ingar sjái sjálfir um þau verk sem vinna þarf til að geta gef- ið bókina út. Ljóst er að mikið verk er að ræða, því innan fé- lagsins eru starfandi tíu deildir auk annarrar starfsemi. Ekki er að heyra að Fríkort- in umdeildu hafi slegið í gegn. Á einni af bensínstöðv- um Skeljungs sagði af- greiðslumaður að viðskiptin hafi alls ekki aukist og algegnt sé að viðskiptavinir bregðist illa við að vera spurðir hvort þeir séu með Fríkort. Sá sem þetta ritar var staddur í einna af verslunum Hagkaups þegar einn viðskiptavinanna var spurður hvort hann væri með Fríkort. „Ú guðanna bænum hættið að spyrja mig um þetta déskotans Fríkort. Það er ekki lengur komandi í Hagkaup fyrir þessu helvíti," var svarið. Hljópstu 1. apríl Elísabet Arnardóttir nemi: Já, ég trúði fréttinni með uppboð- ið á vörum úr Vikartindi. Lára Harðardóttir ræstingakona: Nei. Ég hlustaði ekki sjónvarp eða útvarp þennan dag og las ekki blöðin Guðrún K. Magnúsdóttir rith: Nei, því miður því ég vil láta plata mig. Ég plataði aldraða móður mína, aldraðan föður minn en enginn plataði mig. Hörður Valgarðsson nemi: Nei, en sjálfur var ég með smá stríðni. Styrmi Bragason: Þegar ég hlustaði á fréttina um uppboðið á vörum úr Vikartindi þá missti ég hökuna niður fyrir mjaðmir, en lét þó ekki plata mig. v i t i m c n n “Þetta var hvorki fyndið né viðeigandi, og allra síst á þessum tíma, laugardag fyrir páska, að gera gys að kvöld- máltíðinni, þegar vitað er að fermingarbörn eru að horfa.“ Herra Ólafur Skúlason biskup að ræða Spaugstofuna, en hann hefur kært páska- þáttinn til ríkissaksóknara, f Mogganum. “Við höfum ekki annað en gott af því að hver og einn skoði hug sinn í þessum málum og mín skoðun er sú að Guði hafi húmor og fyrir meitt leiti er ég sáttur við þáttinn.“ Karl Ágúst Úlfsson um sama mál og í sama blaði. Fyllerí hefur verið þjóðaríþrótt okkar allt frá landnámsöld." Björn Ingólfsson í DT. “Það gengur ekker of vel. Ég hef ekki haft rosalegan áhuga á náminu að undanförnu." Dagný Linda Kristjánsdóttir, skíðameistari í Mogganum. “Það sem safnað var í okkar nafni lenti líklega í rassvösum glæpahunda sem njóta þess að pretta, snýta fólki eins og þeir kalla það sjálfir.“ Matthias Kristiansen, formaður Foreldrafé- lags misþroska barna, vegna samskipa fé- lagsins við símasölufélags, I DT. “Holustvernd er handónýt og sinnir ekki því sem henni er ætlað." Ólafur Magnússon bóndi I Kjós I Alþýðu- blaðinu. “Maður þarf að finna sér eina Ijóshærða - sem er frá jörð sem fylgir einhver kvóti að ráði.“ Kristján Eldjárn Þorgeirsson, átján ára Sel- fossbúi og áhugamaður um búskap.í DT. Hvað er þetta, heldurðu að ég kunni ekki að taka tappa úr flösku. Kolbeinn Kapteinn

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.