Alþýðublaðið - 03.04.1997, Qupperneq 4
ALÞYÐUBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 3. APRIL 1997
ú t I ö n d
Hlið Himinsins urðu að dyruni
Miðvikudaginn fyrir páska féllu 39 sérfræðingar í upplýsingatækni fyrir eigin hendi í Kaliforníu. Fólkið taldi sig vera á leið í geimskip handan halastjörnunr
væri eina flóttaleið mannkynsins frá „þrælsoki illgjarnra geimvera.“ Heimasíða hópsins á Internetinu bar heitið Hlið Himinsins. Alþýðublaðið notar Interne
morðshópsins..
Bandaríkjamennimir 39, sem
fundust fallnir fyrir eigin hendi
miðvikudaginn fyrir páska í
íburðarmiklu einbýlishúsi efst á hæð í
Rancho Santa Fe í Kalifomíu vom
hluti sértrúarhóps, sem töldu sig vera á
leið með geimskipi til fjarlægra hluta
geimsins. Þau undirbjuggu fjölda-
sjálfsmorð sitt vendilega, tóku kveðjur
upp á myndband, pökkuðu niður helstu
hlutum sínum í ferðatöskur, áður en
var haldið í lokaferðalagið frá jörðinn.
Því næst dmkku þau banvæna blöndu
af vodka, hægvirkandi svefnlyfjum, -
og eplasósu.
Vísbendingar á
Internetinu
Atburðurinn var hinn síðasti í ronu
hópsjálfsmorða, sem sértrúarhópar af
ýmsu tagi hafa framið síðan árið 1978,
einsog Alþýðublaðið rekur annars stað-
ar í dag. En hópurinn í Kalífomíu var
sérstakur að því leyti, að hann lifði,
hrærðist - og dó að lokum - í sérstökum
sýndarheimi vísindasagna og upplýs-
ingatækni. Meðlimir hópsins, sem
margir höfðu haldið saman í 20 ár,
voro allir velþjálfaðir tölvufræðingar,
sem unnu fyrir sér og hópnum með því
að hanna afburða vel gerðar heimasíð-
ur fyrir Intemetið. Þeir notuðu einnig
Intemetið til að koma skilaboðum sín-
um á framfæri, og í stíl við það leitar
nú bandaríska lögreglan skýringa á at-
burðinum í gögnum þeirra á Intemet-
Á einni af heimasíðum hópsins, sem
Alþýðublaðið birtir að hluta til í dag, er
að finna snyrtilega gerðar auglýsingar
fyrir starfsemi hópsins, sem auglýsir
sig sem „Higher Source" eða Æðra afl
Þar segir að einstakir meðlimir hópsins
hafi unnið saman í 20 ár. „Á þessum
tíma hefur sérhvert okkar þróað með
sér mikla hæfni og þekkingu í gegnum
persónulegan aga og hnitmiðun," segir
á heimasíðunni.
Hún er að öðru leyti ekkert frá-
brogðin heimasíðum fjölda fyrirtækja,
sem auglýsa þjónustu sína á netinu. I
bakgronni er þó stjömubjartur himinn,
fjarlægar vetrarbrautir og stjömuþokur,
- og þegar stærsta myndin á heimasíð-
unni er skoðuð sést, að hún á að gefa til
kynna ferðalag um geiminn í átt að
Æðra afli. (Slóðin er: http://www.hig-'
hersource.com).
1111*
Vitnað tii Waco og
Masada
Önnur heimasíða hópsins á intemet-
inu lýsir hinsvegar átrúnaði hópsins,
sem kynnir sig þar sem áhangendur
Hliða Himinsins (Heavens Gate). Þar
kemur fram að hópurinn telur að hann
muni innan skamms yfirgefa jörðina
um borð í geimskipi, sem siglir í kjöl-
far halastjömunnar Hale-Bopp, sem nú
er hægt að sjá með berom augum frá
jörðu.
„Við gleðjumst yfir því að Eldri Fé-
lagar á Þróunarsviðinu ofar Manninum
(„kóngsríki Himnanna") hafa gert okk-
ur ljóst að koma Hale-Bopp er vís-
bendingin sem við höfum verið að bíða
eftir...Við munum með gleði búa okkur
undir að yfirgefa þennan heim og
fara...“ segir á heimasíðu Hliða Him-
insins.
Þar var einnig vísað til Waco í
Texas, þar sem 70 manns fórost í eldi
og skothríð eftir 51 daga umsátur lög-
reglu árið 1993, og annarra staða þar
sem fjöldasjálfsmorð voru unnin í sög-
unni, meðal annars harmleiksins í virk-
inu á Masada fjalli árið 73, þar sem
rösklega 900 gyðingar vörðust Róm-
verjum, en þegar ósigur blasti við af-
réðu þeir að falla allir fyrir eigin hendi,
fremur en verða fómarlömb þeirra.
Það er þó athyglisvert að þrátt fyrir
að heimasíða Himinshliða mæli með
sjálfsmorði þeirra sem tilheyra hópn-
um, sem aðferðar til komast til æðri
sviða geimsins, er þar einnig að finna
vamaðarorð gegn sjálfsmorðum ann-
arra. Slóðin var http://www.heavens-
gate.com en bandaríska lögreglan hef-
ur nú lokað henni.
Hugmyndafræðilegur
hrærigrautur
Hópurinn sendi einnig tvö mynd-
bönd og bréf til félaga síns, Rio
D’Angelo, sem hópurinn virðist hafa
sent til að koma á framfæri andlegum
boðum hópsins að loknum sjálfsmorð-
unum. Þar kemur fram, að fólkið
Geimskip að baki halastjörnunni
Firðsjáendur þóttust „sjá“ risastórt geimskip handan Hale-Bopp. Vangaveltur um þetta eru taldar eiga
þátt í fjöldasjálfsmorðum hópsins sem kenndi sig við Hlið himins.
Talið er, að hópurinn sem kenndi
sig við Hlið himins hafi álitið að loft-
skip frá vetrarbrautum í fjarlægum
hluta geimsins, 3-4 sinnum stærra en
jörðin, fylgi í kjölfar Hale-Bopp
halastjömunnar. Á síðustu áratugum
hafa komið fram margir sértrúarhóp-
ar, sem tengja halastjömur við geim-
skip á leið til jarðar, og slíkar hug-
myndir hafa blómstrað á Intemetinu
síðustu mánuði eftir að fregnum um
að risastórt geimskip hafi sést handan
Hale-Bopp halastjömunnar var dreift
á Intemetinu og í spjallþætti, sem út-
varpað var frá meira en 300 stöðvum
í Bandaríkjunum.
Vert er að rifja upp, að einmitt á
þeim dögum sem hópurinn framdi
sjálfsmorðin, var halastjaman næst
jörðu. Það kann að hafa ráðið tíma-
setningu sjálfsmorðanna, en hópurinn
hefur í 20 ár beðið eftir geimskipi,
sem forvígismenn hans töldu myndu
flytja hópinn til æðri sviða í fjarlæg-
um hluta alheimsins.
Misskilningur stjörnu-
skoöara
Fyrrverandi meðlimur segir að
hópurinn hafi litið á Hale-Bopp hala-
stjömuna sem tákn um að tími sjálfs-
morðsins væri ronninn upp, og kveð-
ur félaga sína hafa sagt sér, að þeir
væro um það bil að yfirgefa jörðina á
geimskipi.
Maðurinn, Nick Matzorkis, segir
þá hafa trúað því að handan við hala-
stjömuna væri geimskip, sem notaði
halastjömuna sem skjöld, svo ekki
væri hægt að sjá hana eða skynja frá
jörðinni. Þeir töldu að þetta gæti ver-
ið geimskipið, sem myndi taka þá af
jörðinni.
Upphafið má líklega rekja til þess
að áhugamaður um stjömur, Chuck
Shramek frá Houston í Texas, hringdi
inn í Bell spjallþáttinn, sem frægur er
fyrir að halda fram hvers kyns sam-
særiskenningum og bábiljum. Fregn-
imar sem Shramek hafði að færa voro
vægast sagt furðulegar: Hann kvaðst
hafa tekið myndir af halastjömunni,
sem sýndu að gríðarlega stórt, ljós-
kennt fyrirbæri fylgdi fast á eftir
henni. Hann taldi, að það væri 3-4
sinnum stærra en jörðin. Á Intemet-
inu var myndin sýnd, og því haldið
fram að fyrirbærið væri gríðarstórt
geimskip.
Síðan hafa stjömufræðingar sýnt
fram á, að staðhæfing Shrameks var
ekki hreinn tilbúningur, heldur mis-
skilningur. Það sem hann sá var
stjama langt frá Hale-Bopp hala-
stjömunni, sem stjömukíkirinn hans
bjagaði svo hún virtist sigla í kjölfari
halastjömunnar.
Stjórnmálaprófessor á
villigötum
Mikil umræða hófst um fyrirbærið
meðal hópa sem notuðu Intemetið til
að ræða saman, og útvarpsþátturinn,
sem hratt vitleysunni af stað, hélt
henni gangandi eftir mætti á hverjum
einasta degi.
Kenningunni var fylgt eftir á Bell
útvarpsþættinum með yfirlýsingu frá
manni að nafni Courtney Brown.
Hann er stjórnmálafræðiprófessor við
Emory háskólann í Atlanta, en þar að
auki rekur hann í frístundum sínum
stofnun sem heitir
hlakkar til að yfirgefa hina jarðnesku
tilveru og hefja nýja á æðri stigum
geimsins. Á myndbandinu virðast
menn rólegir og ánægðir, og engin
merki ero um menn sæti nauðung af
hálfu leiðtoga hópsins.
„Þegar þið lesið þetta reiknum við
með að búið sé að finna líkamina, sem
við notuðum," segir í kveðjuboðum
hópsins. „Við komum frá sviði í fjar-
lægum hluta veraldarinnar og höfum
kastað líkamshamnum sem við klædd-
umst meðan við unnum verkefni okk-
ar á jörðinni, og snúum nú aftur til þess
heims, sem við komum frá. Hinn íjar-
lægi staður sem við stefnum nú á er
það sem í bókmenntum ykkar kallast
konungsríki Himinsins, Guðsríki...."
Síðan snemma á áttunda áratugnum
hefur hópurinn sent frá sér skilaboð og
fréttatilkynningar, sem til skamms tíma
var hægt að lesa á Internetinu. Heim-
ildir um hugmyndalegan grunn hans
ero því æmar. Þeir sem hafa skoðað
þær, segja að hugmyndafræði Himins-
hliða sé sorglegur hrærigrautur af krist-
inni mýtólógíu, og órakenndum vís-
indaskáldskap, þarsem geimskip og
fljúgandi furðuhlutir leika stærst hlut-
verk. Þetta er sett á Intemetið og kom-
ið á framfæri við heiminn. Þegar Hale-
Bopp halastjaman var uppgötvuð árið
1995 varð hún dropinn sem fyllti mæli
óranna, og leiddi til sjálfsmorðanna
fyrir páska, þegar stjaman var næst
jörðu.
Hlið Himinsins, líkt og margir aðrir
hálfkristnir hópar af svipaðri tegund,
sem nú blómstra í Bandaríkjunum,
sækir sér einnig hugmyndir í Opinber-
unarbók Biblíunna, en slíkir hópar
tengja gjaman halastjömur við stjöm-
una, sem í Opinberon Jóhannesar
táknar endalok jarðarinnar. Stofnandi
Himinshliða, Marshall Herff App-
lewhite (sjá annars staðar í Alþýðu-
blaðinu) hefur raunar líkt sér og fylgi-
konu sinni, Bonnie Lu Trosdale Nett-
les, sem lést líklega árið 1994, við spá-
mennina tvo sem Jóhannes segir að
verði drepnir, rísi svo upp að nýju og
að lokum sóttir til að ganga inn í
Himnaríki.
Eitraður eplabúöingur
Þegar líkin voro skoðuð, og skilríki
fólksins fundin, kom í ljós að meðal
þeirra voro 21 kona og 18 karlar. Flest
voro á á fimmtugsaldri; hinn yngsti
var aðeins 20 en sá elsti var 72 ára.
Fyrri upplýsingar höfðu gefíð til
kynna, að allir sem tóku líf sitt í húsinu
væro karlar. Ástæðan var sú, að fómar-
lömbin voru öll klædd eins, í svartar
buxur, treyjur og svarta strigaskó, og
öll stuttklippt. Þetta staðlaða, kyndaufa
útlit olli misskilningi lögreglunnar.
Þeir sem tóku líf sitt dóu í þremur
hópum, yfir þijá daga, og að lokum
voro aðeins eftir tveir, sem kæfðu sig