Alþýðublaðið - 03.04.1997, Qupperneq 5
FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 1997
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
5
im til Heljar
íar Hale-Bopp, sem bæri það til fjarlægra vetrarbrauta, er
tið til að kanna atburðinn og birtir hluta af heimasíðu sjálfs-
með því að setja plastpoka yfir höfuð
sín. Lögreglan hefur einnig fundið
kassa með mörgum plastpokum utan
við húsið, og vera má að þeir hafi ver-
ið líka notaðir við sjálfsmorðin, en fjar-
lægð af þeim tveimur sem síðast féllu.
Sjálfsmorðin voru að öllu leyti vand-
lega framkvæmd. Handskrifaðir seðl-
ar, með uppskrift að eitri sem var
blandað við eplabúðing, fundust við
líkin: „Taktu litla pakkann með búð-
ingnum og borðaðu fyrst eina eða tvær
teskeiðar. Helltu lyfinu í og hrærðu.
Borðaðu það nokkuð hratt, og drekktu
svo vodkablönduna. Síðan skaltu
leggjast aftur og hvfla þig hljóðlega....“
Einsog áður segir var það Rio
D'Angelo, félagi í hópnum, sem fékk
myndböndin og bréfið. Hann sýndi það
þegar í stað vinnuveitenda sínum, Nick
Matzorkis, og kvaðst jafnframt hafa
verið valinn til að koma boðum Him-
inshliða á framfæri. Matzorkis gat
þess, að það hefði ekki komið D'Ang-
elo á óvart þegar þeir lásu saman í bréf-
inu eftirfarand orð: „Þegar þið lesið
þetta, þá munum við hafa varpað lflc-
amshamnum. „Þeir óku þegar í stað til
Rancho Santa Fe á miðvikudaginn,
fundu lflcin, og kvöddu til lögreglu.
Lögreglan sagði eftir skoðun, að
herbergin í húsinu hefðu virst lflct og
sótthreinsuð, og afar lítið af persónu-
legum munum hefði sést, fyrir utan það
sem var pakkað í ferðatöskur, sem lágu
snyrtilega til fóta í rúmunum, sem fólk-
ið lá í. í þeim voru einkum föt, en það
kom lögreglunni á óvart, að í vösum
sérhvers hinna látnu var einnig að
finna fimm dollara seðil.
Staðurinn orkaði þannig á lögreglu-
mennina að þeim datt bæði í hug
klaustur og hátæknifangelsi. Allsstaðar
voru mjög öflugar tölvur, en einsog
áður er komið fram framfleyttu félagar
í Hliðum Himinsins sér af því að búa
til háþróaðar heimasíður fyrir fyrir-
tæki.
Einsog áður sagði virðist fólkið hafa
dáið í þremur hópum. I fyrsta hópnum
voru fimmtán manns, og miðhópurinn
lagði til lflcin úr fyrsta hópnum, og
þakti andlit þeirra með appelsínurauð-
um, þríhymdum klút. Þriðji hópurinn
gerði hið sama fyrir miðhópinn, og að
lokum voru eftir tveir menn á fimm-
tugsaldri, sem gengu frá hinum látnu,
og tóku að síðustu banablönduna,
smeygðu plastpokum yfir höfuð sér, og
lögðust til hinsta svefnsins.
Tveir hinna látnu vom blökkumenn,
nokkrir vora af suðuramerískum upp-
mna, en hinir vom hvítir menn.
Aðdáendur vísinda-
skáldskapar
Ef frá em taldar yfirlýsingar hópsins
sem áður var að finna á Intemetinu er
Nick Matzorkis lfldega besta heimildin
Mjúkur Messías
með tómleg augu
Afneitun kynlífs og efnislegra gæða var forsenda ferðar-
innar út í geiminn. Líkaminn er aðeins hamur, sem þarf
að skipta út, - sagði forsprakkinn
Árið 1975 handtóku yfirvöld í
Oregon í Bandaríkjunum mann og
konu, með „mjúklynt yfirbragð og
tómleg augu“ einsog sagði í lög-
regluskýrslu frá þeim tíma. Þar er
þess getið að parið hafi ferðast um
vesturríkin til að safna félögum í
„ferðalag til æðri heima" í geim-
skipi, sem þau sögðu að myndi í
fyllingu tímans koma og flytja burt
þá jarðarbúa, sem máttarvöld
geimsins teldu hæfa til slíkrar
ferðar.
Þetta vom Marshall Herff App-
lewhite, 44 ára, og Bonnie Lu Tr-
usdale Nettles, 48 ára, bæði upp-
haflega frá Houston. Marshall var
sonur prests, og var upphaflega í
metum sem tónlistarprófessor við
sveitaháskóla, og hafði að sögn
þeirra sem kynntust honum mikla
persónutöfra. Bonnie var hjúkran-
arkona, sem snérist til mikils áhuga
á stjömum og nýaldarfræðum sem
þeim tengdust, og fór frá manni og
fjóram bömum til að boða fagnað-
arerindið sem hún meðtók upphaf-
lega frá Marshall.
Saman stofnuðu þau hópinn,
sem kenndi sig við Hlið Himinsins,
og framdi að lokum sjálfsmorð
saman miðvikudaginn fyrir páska.
Stundum kölluðu þau sig Bo og
Peep, og örðum stundum Tiddly og
Wink, og stundum sendu þau slcila-
boð sín til umheimsins undir nöfn-
unum Ti og Wi.
Árið 1974 komust þau raunar
fyrst undir manna hendur, er þau
vora handtekin nálægt landamær-
um Mexflcó, þegar ævareiður sjón-
varpsfréttamaður kom á blaða-
mannafund sem þau höfðu boðað
til á hótelherbergi og komst þá að
því, að þau höfðu leigt herbergið í
hans nafni. En eftirgrennslan lög-
reglunnar leiddi þá jafnframt í
ljóst, að þau voru eftirlýst fyrir að
taka bíl traustataki og misnota
kreditkort. Skýrslur sýna, að þau
játuðu greiðlega á sig sakimar, og
eyddu fjóram mánuðum í fangelsi.
Á hinum fyrstu áram sínum náði
parið að Iaða til fylgis við sig tugi
einstaklinga, sem yfirgáfu fjöl-
skyldur til að undirbúa sig með
þeim fyrir ferðina með geimskip-
inu til æðri heima. Þau kölluðu sig
stundum ýmsum nöfnum. Þau
kváðust ekki gift og þó þau byggju
saman hefðu þau eigi að síður af-
neitað sér um allt kynlíf, enda væri
það nauðsynlegur undirbúningur
fararinnar út í geiminn.
Þau kenndu einnig, að auk þess
þyrftu menn að varpa frá sér öllum
jarðneskum þægindum og efnisleg-
um gæðum, - einungis þannig væri
hægt að undirbúa sig fyrir ferðina
miklu.
Veralegur hluti af boðun þeirra
fólst í því sem þau kölluðu mynd-
breytingu mannsins, eða Human
Individual Metamorphosis (HIM)
Þegar þau skýrðu þetta notuðu þau
oft líkinguna af fiðrildinu, sem
verður að myndbreytast og kasta af
sér ham púpunnar áður en það get-
ur flogið og orðið fullskapað, fal-
legt fiðrildi.
Á myndbandi, sem hópurinn
skildi eftir við sjálfsmorðin, er
einmitt talað um líkamann sem
„hylki“ eða „ham“ sem þau séu að
kasta af sér með sjálfsvígunum, til
að geta komist til æðri heima.
ú t I ö n d
Fjöldasjálfsmorð síðustu áratuga
Síðan 1978 hafa ellefu hópar, yfirleitt sértrúarsöfnuðir, tekið líf sitt sameiginlega.
Það er ekki langt síðan brannin lík
þriggja kvenna og tveggja manna
fundust í húsi í Saint Casimir í
Quebec í Kanada. Öll vora meðlimir
í Hofi Sólarinnar, alþjóðlegum sér-
trúarhópi, sem telur að trúarleg sjálfs-
morð leiði til endurfæðingar á reiki-
stjömunni Síríus. Innan hópsins er
talið farsælast, ef hægt er að koma
því svo fyrir að lflcin brenni.
I desember árið 1995, fundust
einnig sextán félagar í Hofi Sólarinn-
ar látin í brunarústum húss fyrir utan
Grenoble, í frönsku Ölpunum.
Fjölmennustu sjálfsmorð þessa
hóps áttu sér þó stað ári áður, í októ-
ber 1994. Þá fundust 48 brannin lflc
félaga úr Hofi Sólarinnar á bænda-
býli og þremur fjallakofum í Sviss.
Sama dag fundust einnig fimm
brannin Iflc, þar af eitt af ungbami, í
kofa fyrir norðan Montreal í Kanada,
sem einnig voru af meðlimum safn-
aðarins.
Þann 19. apríl árið 1993, dóu í
Waco í Texas að minnsta kosti 70 fé-
lagar í sértrúahóp er kallaði sig söfn-
uð Davíðs, eftir skotbardaga við lög-
reglu sem lyktaði með því að hópur-
inn kveikti í húsinu, sem hann var í.
Með því endaði umsátur lögreglu um
húsið, sem hafði þá staðið í 51 dag.
Leiðtogi hópsins var Davíð Kóresh,
sem boðaði fagnaðarerindi af
messíönskum toga, þar sem lögð var
áhersla á kynlíf, frelsi og byltingu.
Kóresh sagði jafnframt fylgismönn-
um sínum, að hann væri Jesús Kristur.
í október 1993 féllu 53 Víetnamar
úr afskekktu fjallahéraði fyrir eigin
hendi. Þeir notuðu framstæð skot-
vopn við verknaðinn, og töldu að þeir
færa eftir dauðann beint til himna.
Embættismenn í Víetnam sögðu að
hinir látnu hefðu verið fómalömb
loddara, sem lofaði öraggri leið til
Paradísar, gegn dijúgri greiðslu.
I desember árið 1991 dó mexflc-
anski presturinn Ramon Morales Al-
mazan með 29 fylgismönnum sínum,
eftir að eldur var lagður í kirkjuna þar
sem söfnuðurinn var á bæn. Prestur
skipaði söfnuðinum að skeyta engu
um reyk og eld, heldur halda áfram
að biðja. Að lokum kafnaði söfnuður-
inn ásamt prestinum.
Tólf manns dóu einnig í Mexflcó
þann 13. desember, 1990, eftir að
hafa drakkið eitrað áfengi við trúa-
lega athöfn.
í ágúst árið 1987 fundust 32 með-
limir í sértrúarhópi látnir í Seoul í S-
kóreu. Hópurinn laut forystu kven-
prests, Park Soon Ja, sem hélt því
fram að hún væri guð. Flest fómar-
lambanna tóku líf sitt með því að
drekka eitur.
Þann 1. nóvember 1986 fundust
brannin lflc sjö japanskra kvenna á
ströndinni í Wakayam í vesturhluta
Japan. Þær tilheyrðu kirkju sannleik-
ans, og skildu eftir bréf, þar sem þær
útskýrðu að þær vildu ekki lifa áfram
eftir að andlegur leiðtogi þeirra, Ki-
yoharu Miyamoto, lést.
Þann 19. september 1985 frömdu
um 60 meðlimir Ata ættbálksins á
eyjunni Mindanaó á Filippseyjum
sjálfsmorð með því að taka inn eitur
að fyrirskipan leiðtoga síns, Datu
Mangayanon. Mestu sjálfsmorð sög-
unnar, og hið mesta sem sögur fóra af
frá því um það bil 900 gyðingar tóku
líf sitt á fjallinu Masada árið 73 eftir
Krist, meðan stóð á umsátri Róm-
vetja, er þó þau sem kennd era við
Jonestown í Guyana. Leiðtoginn Jim
Jones fyrirskipaði þá 912 félögum í
samfélagi sínu að drekka eitur. Þeir
sem ekki gerðu það sjálfviljugir, vora
neyddir til þess, eða skotnir. Frá
þessu er skýrt annars staðar í þessari
umfjöllun.
um félaga hópsins. Hann rekur fyrir-
tæki í Hollywood, Entertainment Inter-
active Group, sem Hlið Himinsins
vann mikið fyrir. Hann sagði fjölmiðl-
um í Bandaríkjunum fyrir páska að síð-
ustu níu mánuðina hefði hann haft
mikið samband við um það bil fimmt-
án manns úr hópnum. Þeir hefðu verið
á milli tvítugs og fertugs, allir virst há-
menntaðir og allir verið ógiftir.
Hann kvað þá heita aðdáendur sjón-
varpsþátta sem byggðu á vísindaskáld-
skap, einsog „Star Trek“ og „X-Files“ -
sem hér á íslandi era sýndir undir heit-
inu Ráðgátur - og orðið furðu lostin,
þegar Matzorkis sagðist ekki hafa
neinn áhuga á slflcum þáttum.
Eitt atvik situr sérstaklega í huga
Matzorkis. Síðastliðinn nóvember átti
hann afmæli, og nokkrir úr hópnum
komu á skrifstofu hans í Beverly Hills
með afmælistertu. Ein stúlkan í hópn-
urn sagði þá við hann hálfkæruleysis-
lega, að margir karlmannann í hópnum
hefði gengist undir skurðaðgerð til að
láta fjarlægja úr sér eistun. Félagar í
Himnahliðum sögðu honum lflca að
þeir lifðu án kynlífs, og Matzorkis
fannst þeir nánast kynlausir: Bæði kon-
ur og kailar skára hár sitt mjög snöggt,
og klæddust i dökkar skyrtur og buxur,
yfirleitt í svörtum strigaskóm. Ur ný-
legu myndbandi, sem Himnahliða hóp-
urinn gerði, má sjá þann kvíðboga sem
hann bar fyrir framtíð jarðarinnar, og
hversvegna hann taldi sér ríða á að
flýja jörðina. Myndbandið bar titilinn:
„Reikistjama sem innan skarnms verð-
ur endurannin, - eina von þín til að lifa
af er að hverfa burt með okkur.“ Á
kápu þess var lítill texti þar sem sagði:
„Hugsaðu um okkur sem könnunarlið
utan úr geimnum (skipstjóra og áhöfn),
sem í aðdraganda endanlegrar brottfar-
ar frá jörðinni er að gera síðustu tilraun
til að upplýsa íbúa jarðarinnar um einu
flóttaleiðina frá þeim örlögum sem
annars bíða, - að verða seld undir
þrælsok illgjamra geimvera...
Hvað leiðir til fjöldasjálfsmorða?
Sterkir, litríkir leiðtogar verða föð-
urímynd veiklynds ungs fólks sem
hefur gefist upp á lífsbaráttunni.
Hvað gerist í mannshuganum, sem
leiðir tugi, jafnvel hundruð manna til
að taka líf sitt í sameiningu? Spum-
ingar af þessu tagi hafa eðlilega verið
ofarlega á baugi eftir atburðina í San
Diego, þar sem 39 manns frörndu
sjálfsvíg saman. En fjölmörg dæmi
era um atburði af svipuðu tagi, einsog
Alþýðublaðið rekur annars staðar hér
á opnunni í dag.
Sérfræðingar segja, að sammerkt
þeim öllum séu sterkir leiðtogar með
messíasaryfirbragð, sem nái ofurvaldi
á einstaklingum, sem eru veiklyndir
og hafa veika sjálfsmynd. Áður en
kemur að atburðinum eru aðrir, sem
ef til vill hafa vott af gagnrýni, annað-
hvort famir á burt af eigin hvötum,
eða reknir af leiðtogum, sem þola
ekki múður og mas. Yfirleitt séu
áhangendumir í ágætu jafnvægi, og
ekki haldnir örvæntingu einsog þeirri,
sem oft leiðir einstaklinga til sjálfs-
morðs.
John Hochman er sálfræðingur við
háskólann í Kalifomíu, og hefur rann-
sakað sálarlíf þeirra sérstaklega, sem
verða bráð öfgahópa af þessu tagi.
Hann segir að það séu sérstakar mann-
gerðir, sem dragist að mönnum einsog
David Koresh, sem leiddi tugi rnanna
til sameiginlegra sjálfsvíga í Waco í
Texas fyrir nokkrum árum, og Jim Jo-
nes, sem fékk næstum þúsund manns
til hins sama í Guyana árið 1978.
Þessar manngerðir, segir Hochman
og aðrir sérfræðingar, era yfirleitt
veiklynt ungt fólk, sem hefur gefist
upp í lífsbaráttunni og er reiðubúið til
að selja sjálfstæði eigin hugsunar
undir vald litríks leiðtoga, sem verð-
ur oft einskonar föðurímynd, sem þau
treysta fullkomlega og í blindni.
Sjálfsmorð hópa af þessu tagi er ekki
hefðbundið sjálfsmorð, lflct og þegar
einstaklingar taka sitt eigið líf í ör-
væntingu til að enda líf sem þeir líta á
sem vonlaust. Þvert á móti hlakka
meðlimir hópsins oft til þess, því þeir
trúa að með sjálfsmorðinu séu þeir
einungis að flytja sig til æðri staða al-
heimsins.Viðhorf af þessu tagi kom til
dæmis glöggt fram meðal meðlima
Hofs Sólarinnar, trúarhóps með aðset-
ur í Kanada og Sviss, sem hafa á síð-
ustu þrernur árum framið ijöldasjálfs-
morð.