Alþýðublaðið - 04.04.1997, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 04.04.1997, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. APRÍL 1997 Brautarholti 1 Reykjavik Sími 562 5566 Útgáfufélag Alþýöublaösútgáfan ehf. Össur Skarphéðinsson Ámundi Ámundason 562 5576 562 5097 562 5027 Umbrot Guðmundur Steinsson Prentun ísafoldarprentsmiöja hf. Sími 562 5566 562 9244 Ritstjóri Auglýsingastjóri Auglýsingasími Auglýsinga fax Dreifing og áskrift Ritstjórn Fax Áskriftarverð kr. 1.500 m/vsk á mánuöi. Týnd er æra - töpuð sál Fjölmiðlar eru ómissandi þáttur í hinu lýðræðislega samfélagi sem er einkenni Islands í dag. Hlutverk fréttamanna er að beita hiutlægni og áræði til að brjóta til mergjar þau mál, sem mestu skipta í samtímanum hverju sinni. Þeir mega aldrei eira rangindum eða ofríki. Gagnrýni og aðhald þeirra eru vaxandi burðarstoð í lýð- ræði nútímans, þar sem alltof víða er þrengt að rétti einstaklingsins. Þetta gildir ekki síst á tímum, þar sem þróunin færir stöðugt meiri völd á fárra hendur. Raunar stappar nærri, að fjölmiðlamir séu að verða helsta brjóstvöm litla mannsins í eilífum slagsmálum hans um rétt sinn, hvort heldur þau em háð við hið opinbera eða auðhringa sem sælast til æ meiri valda. Þeir sem hafa völdin reyna þessvegna að þrengja að fjölmiðlum með margvíslegum hætti. Stjómmálamenn beita óbeinni ritskoðun á starfsmenn ríkisfjöl- miðlanna. Þegar valdamiklir ráðherrar setja opinberlega ofan í við nafngreinda einstaklinga á sviði fjölmiðla, eða snupra tiltekin vinnubrögð em þeir að beita valdi. Þeir em að minna gervalla starfsmenn ríkisfjölmiðlanna á, hvar valdið liggur, og til að undir- strika það frekar, em sendiboðar þeirra í útvarpsráði annað slagið látnir bóka vanþóknun sína á tilteknum vinnubrögðum. Síðasta dæmið em skattyrði menntamálaráðherra gagnvart stjómendum Dagsljóss, eftir að þátturinn hafði hæðst að ráðherranum. Því lyktaði með því að útvarpsráð klæddist kjóli hinnar siðavöndu Viktoríu drottningar og sagði líkt og ráðherrann: Oss er ekki skemmt! í fjölmiðlaheiminum hefur eignarhald færst á færri hendur, og þarmeð það vald, sem þeim fylgir. Þessi samþjöppun felur líka í sér vissar hættur fyrir frjálsa og óháða íféttamenn, og atgervi fjölmiðl- anna til að veita samfélaginu aðhald. í fyrsta lagi getur þetta deyft eggjar fréttamanna, sem þrátt fyrir yfirlýsingar eigenda um rit- stjómarlegt sjálfstæði, beita sjálfa sig innri ritskoðun. Hún getur birst í því, að þeir fjalla öðm vísi og mildilegar um þau fyrirtæki, sem þræðir valdamikilla eigenda liggja um. í öðm lagi er mögulegt, að við það að fjölmiðlar færast á færri hendur dragi úr samkeppni þeirra á milli. Það er hinsvegar ekkert efamál, að samkeppni á milli fjölmiðla og fréttamanna er öflugur hvati á aðhaldið, sem þeir veita samfélaginu. Minni samkeppni er því líkleg til að ala af sér verri fjölmiðla. Sjálfstæðir og öflugir fréttamenn em þomar í síðu valdamikilla einstaklinga. Þeir skapa hættu. Skotspænir þeirra em oftar en ekki valdastoðir í samfélaginu, og eðlilega reyna þeir af bestu getu að takmarka svigrúm þeirra og slagkraft. Sagan sýnir hvemig komm- únistar og fasistar víðsvegar um heiminn fóm að því: Þeir tóku þá einfaldlega úr umferð, sendu þá á sífrera túndmnnar, settu þá í fangelsi, eða hreinlega tóku þá af lífi. Á Vesturlöndum er þetta auð- vitað gert með öðrum hætti. Þar em þeir settir á svartan lista, og þeir sem völdin hafa reyna að koma í veg fyrir að þeir fái aðstöðu til að sveifla vígpennum á síðum útbreiddra blaða eða ríða öldu- falda ljósvakans. Hér á landi hafa fréttamenn í vaxandi mæli sætt því, að reynt er að nota meiðyrðalöggjöfina til að skerða ritfrelsi þeirra. Vissulega eiga lögin að vemda einstaklinginn fyrir níði og röngum staðhæf- ingum. Um það er ekki deilt. En á síðustu ámm hefur löngu úreltri meiðyrðalöggjöf verið beitt með þeim hætti, að það fer að verða útilokað að halda uppi blaðamennsku á forsendum þeirrar rann- sóknaraðferðar sem erlendis er talin helsta aðhaldið, sem valdhaf- amir sæta. Blaðamenn eiga það einfaldlega á hættu að vera knúnir til að gefa upp nöfn heimildarmanna, en þola ella fangelsun eða himinháar sektir. Allir alvöm fjölmiðlar hljóta að beita sér harkalega gegn þess- ari þróun. í því liggja sameiginlegir hagsmunir þeirra og lýðræðis- ins. En síðustu daga hefur komið fram dapurlegt dæmi um hið gagnstæða, þar sem sá heggur, sem helst skyldi hlífa. Það er mál Dags-Tímans gegn Guðrúnu Kristjánsdóttur, fyrmrn ritstjóra Helg- arpóstins, þar sem krafist er þriggja milljón króna sektar vegna sak- leysislegrar smáfréttar, þar sem líklega var farið rangt með hluti, sem áhorfanda finnst skipta litlu máli. Æra einskis liggur lemstmð í blóði eftir umrædda frétt. Enginn einstaklingur er borinn níðþung- um sökum. Kæra Dags-Tímans og fjárkröfumar sem henni fylgja er einfaldlega óskiljanleg. Dagur-Tíminn er vaxandi blað, sem undir stjóm Stefáns Jóns Hafstein hefur kvatt sér hljóðs sem málsvari frjálslyndis. Ritstjór- inn sjálfur er eitthvert besta dæmið um öflugan fjölmiðlahauk, sem hefur haldið á lofti gildum harðrar blaðamennsku. En frjálslynt dagblað, sem stendur í málaferlum af þessu tagi getur ekki nema tapað eigin sál og týnt æranni um leið. skoðanir ekki fallega gert gagnvart bömum að kenna þessa þróun við þau. Alltént eru þetta ekki hinir frjóu þættir bemskunnar, ekki sköpunargleði hennar, forvitni og flippaður húmor. Þetta em einmitt síbylju stælamir í óþolandi bami nágrannans, sem þama em fjölmiðlaðir. Þetta er af- neitun allrar tillitsemi, hin frekjulega fyrirferð þess sem þarfa að skvetta yfir alla í kringum sig þegar hann lendir t polli. Og hlær um leið rosa- lega. Það hlýlegasta sem segja má um framgöngu af þessu tagi í fjöl- miðlum er upp á dönsku: hún er svo- lítið rörende. Við Islendingar höfum sloppið furðu vel við þessa þróun hingað til; við eigum fáa þætti jafn vangefna og þá sem dynja yfir áhorfendur ríkustu landa heims á hverju kvöldi, þótt víða megi finna til þess vott hvað koma kunni. Það sýnir snilld spaug- stofumanna að þeir hafa bmgðist við með því að ljá húmor sínurn alvar- legri undirtón en löngum fyrr, og hafa í sumum myndum fangað anda framtíðarinnar. Einsog í þætti um daginn, þar sem öll fjölskyldan lá af- velta í sófasettinu og góndi tómeygð á stillimynda, en eitt bamið spurði skerandi: Hvenær kemur Gaui litli? Fermi á sunnudag Það verða þrír leikir í ensku knatt- spymunni í sjónvarpinu um helgina. Bjami Fel lýsir tveimur leikjanna, sem báðir fara fram á laugardaginn. “Eg get ekki lýst sunnudagsleikn- um þar sem ég fermi yngsta barnið þennan sama dag,“ sagði Bjami Fel. En þú lýstir leik sama dag og þú varðst sextugur, því ekki leiknum á sunnudaginn? “Nú er ég öðmm háður, en ég lofa að þetta komi ekki fyrir aftur, enda yngsta bamið sem er að fermast og þau verða varla fleiri." Nú er þetta síðasta leiktímabilið sem enska knattspyrnan er í Sjón- varpinu, munt þú ekki saknar hennar eftir að hafa lýst leikjunum í aldar- fjórðung? “Jú, auðvitað geri ég það. Ég hef talað í mörg ár fyrir daufum eyrum um hversu vinsælt sjónvarpsefni enska knattspyman er. Mér hefur ekki verið trúað til þess en nú sjá menn, þegar við emm að missa þetta góða efni, hvað ég hef verið að segja.“ Þegar Bjami var spurður hvort hann kvíði ekki vinnunni þegar enska verður komin á aðra sjónvarpsstöð, sagðist hann ætla fylgjast með henni, eins og hann hefði alltaf gert, ekki í sjónvarpi. Infantílismi Þáttastjórnendur í út- varpi og sjónvarpi og ýmsar opinberar fígúr- ur aðrar reyna að slá hver annan út í bjálfa- gangi og grýta tertu- botnum húmorsleysis- ins í kringum sig svo engan gruni að með þeim leynist hugsunar- vottur. Mest mun bera á þessari þróun í fjölmiðlum stóm landanna, svo sem í Bandaríkjunum og Þýskalandi. Er- lendir höfundur em af þessum sökum farin að kenna þetta stig menningar- innar við smáböm og tala um in- fantílisma (hver setti alla þessa in- fanta í exítin segja flugfreyjumar þegar þær sjá fjölskyldur með smá- böm við neyðarútgangana). Það er raunvemleikans yfir hvert heimili - það er á einskis manns valdi að halda ósköpum fréttatímans frá jafnvel minnstu bömum. Og líklega ekkert við því að gera, því þetta eru ekki vélráð vondra manna heldur þróun nútímans, einsog við segjum um allt sem við höfum gefist upp fyrir. Þar af leiðandi verður sakleysi bemskunnar sem svo er kallað afar einkennilega samsett; bamið sem er að hefja skólagöngu hefur kannski sloppið við að sjá beinagrindumar í skápum fjölskyldulífsins, en það veit margt um fjöldamorð ættbálka í Afríku og skelfilegar afleiðingar þeirra. Og hvemig bregst vestræn fjölda- menning nútímans við þessu: Með því að framlengja bemskuna bókstaf- lega fram í rauðan dauðann. Þátta- stjómendur í útvarpi og sjónvarpi og ýmsar opinberar fígúrur aðrar reyna að slá hver annan út í bjálfagangi og grýta tertubotnum húmorsleysisins í kringum sig svo engan gmni að með þeim leynist hugsunarvottur. Það er með þetta einsog brandarann sem bamið þitt lærir: í fyrsta skiptið hlærðu með bakföllum, en í það fjög- urþúsundþrjúhundruðogsextugasta ertu farinn að vonast eftir komu nýs þroskastigs. Halldór Guömundsson skrifar Flapaleg röddin, fánalegt brosið, uppglennt augun: Haaæ, þetta er Jonni ponni héma. Mig langar að segja ykkur frá nýju undra fjölvítamínusunum... Er ekki merkilegt hversu margir af þeim sem ávarpa okkur ótilkvaddir í fjölmiðlum em eins og ofvaxin böm, eða láta eins eins og við séum böm, nema hvort tveggja sé. Ýmist er tal- að til okkar með svolítið brostnum en þó furðu þolinmóðum leikskólakenn- arahreim, eða hafður í frammi ýktur bjálfagangur einsog bömum einum dettur í hug. Þó ekki skemmtilegum bömum, heldur minnir þetta fólk á leiðinlega bamið sem þú lentir við hliðina á í strætó, eða rútu, eða flug- vél um daginn - þetta sem var að gera útaf við alla nema foreldra sína með relli og frekju og sem jafnvel í gleði sinni er eins og tifandi tímasprengja. Þetta er ein af þverstæðum fjöl- miðlanna. Þeir eiga stóran þátt í því að svipta böm okkar bemsku sinni, útvarp og sjónvarp hella hryllingi

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.