Alþýðublaðið - 04.04.1997, Side 3
FÖSTUDAGUR 4. APRÍL 1997
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
3
ó n a r m i ð
Eru barnalög jafnréttislög?
Ný bamalög litu dagsins ljós fyrir
rétt um fjórum árum síðan. Lögin
voru bragarbót þeirra fyrri í mörgu
tilliti. Þau eru smíðuð um þær mund-
ir er andi jafnréttis sveif yfir vötnum
í á Alþingi . Tekin eru af öll tvímæli
um sérstakan rétt móðurinnar til
bamsins. Þessi þróun í átt til „for-
eklrahyggju" á kostnað ríkjandi
móðurhyggju kemur með seinni
skipum til íslands. Grannar okkar og
bestu vinir Norðmenn til að mynda
afnámu þá ósvinnu úr lögum sínum
drjúgum áratugi fyrr. Að þessu leyti
eru barnalögin jafnréttislög. Skýrt er
kveðið á um jafnan rétt foreldra til
bama sinna og rétt bama til að mega
njóta aðhlynningar og uppeldis
Pallborð i
beggja foreldra. En þegar til skilnað-
ar foreldra kemur, bregður mjög til
beggja vona með það.
Ljóst má vera, að löggjafmn ætlist
til, að virtur sé áður véfengdur réttur
feðra til bama sinna. Þetta er nauð-
synlegt að hafa í huga, þegar túlkað-
ir em bestu hagsmunir bama. En vit-
anlega er lögunum ætlað að stuðla að
lífshamingju þeirra. Samneyti við
föður er hér lykilatriði, enda vegur
löggjafínn giska hnitmiðað gegn ríkj-
andi móðurhyggju.
Hvemig hefur lögunum reitt af?
Hafa þau auðveldað feðmm að rækja
uppeldiskyldur sínar við bömin og
hlýða kalli hjarta síns? Augljóst má
vera, að eftir stuttan gildistíma er of
snemmt að leggja mat á áhrif þeirra í
heild. Þrátt fyrir það má greina,
hvert stefnir í mikilvægum greinum.
Dómarar og úrskurðaraðiljar í stjóm-
sýslunni hafa komist að þeirri niður-
stöðu við úrlausn forsjárdeilna, að
mæður séu í um 80% tilvika hæfari
til að axla meginþunga af uppeldi
bams. Af sjónarhóli jafnréttis er
þetta fráleit niðurstaða. Skýr bók-
stafur bamalaganna virðist ekki duga
feðrum. Fróðlegt er einnig að skoða
sameiginleg forsjá í þessu sambandi.
Akvæði um hana eru nýmæli í lög-
um. Enda þótt um þriðjungur for-
eldra semji um slíkt fyrirkomulag, er
það er áhyggjuefni, að í langflestum
tilvika (eftir því, sem best verður
séð) fær bamið lögheimili hjá móður
sinni. Slík tilhögun kemur tíðum í
veg fyrir, að börn fái að njóta þeirrar
föðuraðhlynningar í amstri lífsins,
sem er grundvöllur náinna samskipti.
Þetta úrræði dugar þar af leiðandi
bömum og feðmm skammt.
Með hliðsjón af yfirlýstum ásetn-
ingi löggjafans með lögfestingu föð-
urréttar og nauðsyn náinna tengsla
bams við föður sinn, er það heldur
dapurleg og kvíðvænleg þróun, að
engin eiginleg breyting í þessa vem
haft átt sér stað síðustu tuttugu árin.
Tilhögun umgengisréttar er sömu-
leiðis mælistika á rétt feðra og bama
til náinna samvista.
Því miður segir reynslan okkur
sömu sögu og innlendar og erlendar
rannsóknir. Umgengisréttur feðra er
oftar en ekki ófullnægjandi eða á
þeim brotinn. í þessu sambandi kem-
ur stjómsýslan eða framkvæmda-
valdið óhjákvæmilega í kastljós,
enda þótt skoða verði fleiri hliðar
málsins. Þó of djúpt væri í árinni
tekið að staðhæfa, að lögin heimiliðu
lögbrot af þessu tagi, er varla um það
blöðum að flétta, að ákvæði um við-
urlög em gagnslítil. Dagsektir em
einustu viðurlög, sem sýslumönnum
er heimilt að beita, þegar umgengis-
réttur er virtur að vettugi. En þeim er
sára sjaldan beitt.
Venjulega brjóta mæður umgeng-
isrétt á feðram og bömum. Umgeng-
isréttarharmsögur eru margar og oft
má ætla að andlegri heilsu bama sé
stefnt í voða. Raunar er það svo sök-
um loðins lagatexta, að sýslumanni
er ekki skylt að veita umgengisrétt né
breyta honum, hvað þá að beita sér
gegn mæðmm, er brjóta lög með
þessum hætti.
Því er ekki að undra, að ábyrgir
feður séu örvæntingarfullir og ráða-
lausir. Eins og áður er drepið á, virð-
ist sýslumönnum heldur óljúft að
beita sér, en þó er mér kunnugt um,
að sýslumaður í Vestmannaeyjum
hafi beitt sér í þágu bama og feðra.
„Svona eiga sýslumenn að vera.“
Bamavemdamefndir vísa um-
gengisréttarbrotum og umgengisrétt-
arkröfum ósjaldan á bug ellegar veita
feðmm ófullnægjandi úrlausn. Af
þeim sökum verður sú ályktun nær-
göngul, að bamavemdin víða í land-
inu telji slíkt óheillaháttalag sam-
rýmast uppeldishlutverki hinnar
góðu móður. Það er uggvænlegt.
Foreldri, sem brýtur hvort tveggja
bamalög og lög um vemd bama og
ungmenna, ætti ekki að treysta fyrir
uppeldi bams.
Höfundurinn er ráögjafi og
cand. mag. í samfélagsvisindum,
Pað hefur ekki farið framhjá
neinum að Friörik Friöriks-
son, fyrrum eigandi Pressunnar og
Almenna bókafélagsins er nýr for-
stöðumaður breiðbandsdeildar
Pósts og síma. Þessi sami Friðrik
er fyrrum boðberi frelsis og því
vekur athygli að þessi sami maður
sé nú starfsmaöur einokunrfyrir-
tækis og stýri deild sem stefnir aö
óvæginni samkeppni við einkafyrir-
tæki. Svona er ísland í dag.
En Friðrik Friöriksson er ekki
eini starfsmaður Póst og síma,
þessa öfluga ríkiseinokunarfyrir-
tækis, sem hefur verið áberandi
frelsisbaráttumaöur. Þaö sama á
við um upplýsingafulltrúann,
Hrefnu Ingólfsdóttur, en hún er
jafnframt formaður Hvatar, sem er
eitt félaga kvenna í Sjálfstæðis-
flokknum.
Það næöir um Helgarpóstinn,
bæði í nútíö og þátíð. Stefnun-
ar hrúast inn, búiö er að stefna
Guörúnu Kristjánsdóttur, fyrrver-
andi ritstjóra blaðsins, og Páii Vil-
hjálmssyni, núverandi ritstjóra.
Það nýjasta úr herbúöum Helgar-
póstsins er aö auglýsingastjórinn
Orn Isleifsson er hættur. Þaö
merkilega við stefnurnar tvær er að
þær eru annars vegar frá útgáfufyr-
irtæki Dags-Tímans og hins vegar
frá Hreggviöi Jónssyni eins af
stjórnendum Stöðvar 2. Fjölmiðlar
stefna fjölmiðlum er það nýjasta í
meiðyrðamálum.
Gjaldeyrisforði Seðlabankans
hefur lækkaö um fjóran og
hálfan milljarö frá áramótum og á
sama tíma hafa kröfur Seðlabank-
ans á banka og sparisjóði hækkaö
um 1.150 milljónir króna.
Sjómenn voru furðu lostnir þegar
DV greindi frá fækkun starfa
farmanna aö hvergi var minnst á
Eimskip, sem hefur nú mun fleiri
erlenda sjómenn á sínum snærum
en verið hefur allra síðustu ár. Hins
vegar er Samskip nefnt, en sökum
smæðar þess munar minna um
þeirra afstööu en stóra skipafélags-
ins. Þeir sem ræddu þetta við blaö-
iö telja að forsvarsmenn Stýri-
mannafélags íslands, hafi ekki haft
þor til að nefna Eimskip á nafn I
fréttinni vegna þess að þeir hafi
ekki viljað ergja Hörö Sigurgests-
son og hans menn.
Mikil spenna er framundan i úr-
slitakeppnunum í handbolta
og körfubolta. Handboltamenn
horfa meö eftirvæntingu til einvígis
Aftureldingar og KA, sérstaklega er
gert ráö fyrir aö KA-menn verði
ákveðnir. Þjálfari þeirra og leikmað-
ur, Alfreö Gislason, er að hætta
eftir tímabilið og haft er fyrir satt að
hann leggi óvenju hart að sér og
sínum mönnum til að liðinu takist
að sigra. Alfreð mun vera kvíðinn
takist Aftureldingu að gera Dura-
nona óvirkan, en hann skiptir nán-
ast öllu fyrir liðið. í körfuboltanum
er hafiö einvígi nágrannaliðanna
Grindavíkur og Keflavíkur. Þar er
áberandi Jón Kr. Gíslason, lands-
liðsþjálfari, leikmaður Grindavíkur
og fyrrverandi þjálfari Keflavíkur,
en þar sem Jón Kr. er áberandi
hvar sem hann fer innan íslenska
körguboltans, er talið að einvígi lið-
anna snúist að miklum hluta um
Jón, hann er jú sá leikmaöur sem
Grindvíkingar leggja hvað mest
traustið á og auk þess fyrrum þjálf-
ari andstæðinganna og að endingu
þjálfar hann landsliðsmenn beggja
liðanna og ætti því að þekkja vel til
bæði samherja og andstæðinga.
h i n u m c g i n
"ForSide" offtir Gary Larson
Þú ættir aö horfast í augu viö þaö Friðrik. Þú ert villtur!
Heiöa Lára Aðalsteinsdótt-
ir stjórnmálafræöingur:
Nei, ég er með ofnæmi fyrir
flestum dýmm, það er helst að
ég gæti átt gullfi.sk.
Eydis Torshamar nemi:
Nei, en mig langar í gullfisk.
Charlotte frá London:
Ég á stökkmýs og þrjá pers-
neska ketti.
Kristína Luchoro nemi:
Nei, en mig langar í hund sem
ég myndi skíra Pallominock.
'
.
jenny iryggvaaottir
starfsstúlka á Hrafnistu:
Nei, ekki lengur. Trína, hundurinn
minn, var af deyja úr krabba-
meini. Ég vil ekki að fá mér ann-
an, ég myndi alltaf bera þá saman.
m q n n
“Það skiptir nú ekki miklu
máli á hvaða tíma sólarhrings
starfsleyfi er gefið út, það er
algert aukaatriði í mínum
huga.“
Umhvefisráðherrann í DT.
“Ég er í fullu starfi við að
segja heilii þjóð að slappa
af.“
Páll Óskar Hjálmtýsson í sjónvarpsþættin-
um Á elleftu stundu, þegar hann var aö
ræða áhyggjur íslendinga vegna Júró-
visjonkeppnínnar.
“Menn hafa örugglega haldið
nógu marga fundi og vísað
hver á annan.“
Margrét Frímannsdóttir í Alþýöublaöinu að
ræða hið sögulega Vikartindsmál.
“Mér fannst þátturinn ekki
vera fyndinn. “
Séra Geir Waage um Spaugstofuna og
meint guölast þeirra í DT.
“En að taka kvöldmáltíðina,
kratfaverk og fjallræðuna og
snúa út úr og gera spé eins og
þarna var gert, það hreinlega
gengur ekki. Það er satt að
segja fyrir neðan allar hellur.“
Herra Ólafur Skúlason um sama þátt. í
gær var fariö með þau mistök aö biskup
heföi kært Spaugstofuna vegna hins um-
deilda þáttar, en svo er ekki og er beðist
afsökunar á mistökunum.
“Niðurlæging bændastéttar-
innar er afleiðing af ástaræv-
intýri þjóðarinnar við draug úr
fortíöinni. “
Birgir Hermannsson í Alþýöublaðinu.
“Ég þurfti að styrkja rass og
læri og gerði það en annars
var það ósköp lítiö.“
Katrin Árnadóttir, Ungfrú Noröurlands, að
ræöa um hverju hún þurfti aö „breyta" fyrir
fegurðarsamkeppnina, í DT.
nct daqsins
Intemetið er tækninýjung sen hef-
ur það eitt að markmiði að gera illa
innrættum hommum og lesbíum
kleift að komast í tæri við bömin
þín.
Háðfugl að nafni Peter Gutman ráðleggur
hægri sinnuðum fjölmiðlum hvernig eigi
að skrifa um netið en hann segir hægri
menn besta markhópinn þegar kemur að
þvi aö gera netið tortryggilegt, svo og rót-
tæka femínista og ótta fólks við tækninýj-
ungar. Timaritið Tölvuheimur birti grein
Peters sem auövitað birtist á netinu.