Alþýðublaðið - 04.04.1997, Síða 6

Alþýðublaðið - 04.04.1997, Síða 6
1- 6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. APRÍL1997 ú t I ö n d Havel forseti og leikkonan íslandsvinurinn Havel byrjaöi nýtt ár á því aö stíga af sjúkrabeði og giftast leik- konu, ári eftir aö kona hans Olga dó. Tékkum líkar dável viö nýju forsetafrúna. Vaclav Havel, forseti Tékklands, kom öllum á óvart þegar hann ný- stiginn af sjúkrabeði í byrjun janúar giftist leikkonunni Dagmar Veskmova án þess að þjóðin hefði nokkum pata af því fyrirfram. Gift- ingin fór fram 4. janúar, en aðeins liðugum mánuði áður gekkst Havel undir erfiða skurðaðgerð vegna krabbameins í lungum, en forsetinn var keðjureykingamaður, einsog Is- lendingar muna frá heimsóknum hans hingað til lands. Síðan hafa landar hans fylgst af áhuga með hin- um nýju hjónakomum, og tékknesk dagblöð á intemetinu skrifa um þau í óða önn. Gifting í ráöhúsinu Havel giftist Dagmar tæplega ári eftir lát fyrri konu hans, Olgu. Hún þjáðist einnig af krabba, sem varð að lokum banamein hennar 27. janúar, Kópavogsbúar- Aðalfundur Alþýöuflokksfélag Kópavogs heldur aðalfund sinn mánu- daginn 14. apríl kl. 20:30 í húsnæöi félagsins Hamraborg 14a. Dagskrá: Venjuleg aöalfundarstörf. Allir velunnarar félagsins velkomnir. Kópavogsbúar- Vorhátíð í tilefni vorsins og komandi aðalfundar boðar Alþýöu- flokksfélag Kópavogs til skemmtikvölds föstudaginn 11. apríl kl. 20:00. Þar verða léttar veitingar og matur á vægu veröi. Nánar auglýst síðar. Verkakvennafélagið Framsókn Orlofshús sumarið 1997 Byrjaö veröur þriöjudaginn 15. apríl aö taka á móti um- sóknum félagsmanna varðandi dvöl í orflofshúsum félags- ins. Þeir sem ekki hafa áöur dvalið í húsunum hafa forgang til umsókna 15., 16., 17., og 18. apríl 1997. Aðrar umsóknir þurfa aö berast skrifstofunni fyrir 30. apríl 1997. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu félagsins aö Skipholti 50 A alla daga. Ath. Ekki er tekið á móti umsóknum í síma. Félagiö á 3 hús í Ölfusborgum, 1 í Flókalundi, 2 á Húsa- felli, 1 í Svignaskarði, 1 á Kirkjubæjarklaustri og íbúö á Akureyri. Einnig er boöiö upp á dvöl á Einarsstöðum og III- ugastöðum. Stjórnin 1996. Olga var þá 62 ára, en Havel sextugur. I fyrsta ávarpi sínu til þjóð- arinnar eftir giftinguna sagði hann að án efa hefði giftingin glatt Olgu. „Hún var félagi minn í næstum því 45 ár,“ sagði Havel. „ Hún er, og verður alltaf, óaðskiljanlegur hluti af lífi mínu og sál. Ég giftist ekki Dag- mar til að hún kæmi í stað Olgu, heldur einfaldlega vegna þess að ég varð ástfanginn af henni, og við vild- um búa saman.“ Forsetinn vakti einnig eftirtekt á því, að gifting þeirrar Dagmar fór fram í ráðhúsinu í Prag, á sama stað og hann kvæntist Olgu á sínum tíma. Það, sagði Havel, gefur til kynna ákveðið samhengi í hlutunum. „Áður en Olga dó sagði hún að ég ætti að kvongast aftur. Á þeim tíma fannst mér það óhugsandi, og ég var afráð- inn í að lifa einn til loka ævinnar. En Olga var sannfærð um að ég hvorki gæti né ætti að búa einn. Hún hafði rétt fyrir sér, einsog svo oft áður, og lífið sjálft staðfesti það þegar ég varð svo lánsamur að kynn- ast Dagmar." Nýja konan, sem gengur undir gælunafninu Dasa, er 43 ára, og eftir giftinguna ber hún ekki lengur hið erfiða eftimafn Veskmova, heldur heitir nú Dagmar Havlova. Hún hef- ur þekkt Havel í mörg ár. Meðan hann syrgði Olgu var hún stoð hans og stytta, og á síðasta ári sáust þau oft saman, meðal annars á hljómleik- um sem Michael Jackson hélt þar í september. Tékkneskir fjölmiðlar veltu því fyrir sér í kjölfar giftingarinnar, hvort verið gæti að hraðinn og leyndin yfir giftingu Havels stafaði af því að þau ættu von á bami, þrátt fýrir háan ald- ur. Ekkert bendir þó enn til þess, og Dasa hefur harðneitað því. Tómas Mikeska, borgarstjórinn í Prag púss- aði hjónaleysin saman. Hann segir ennfremur að forsetinn hafi beðið um hönd Dösu tveimur mánuðum áður en athöfnin fór fram, og ráðahagur- inn hafi því fráleitt verið ákveðinn af skyndingu. Hann kvað Havel hafa haldið ætlan sinni leyndri fram á síð- ustu stundu til að koma í veg fyrir að menn þyrptust að ráðhúsinu þar sem athöfnin fór fram. Þjóðin skilur mig Sjálf giftingin tók aðeins röskan stundarfjórðung, og fór fram að við- stöddu fámenni. Leikarinn þekkti Jan Triska flaug til Prag frá Bandaríkjunum til að vera viðstaddur, og auk hans var þar Nína dóttir Dösu, og einnig vinkona brúð- arinnar, Tana Fischeróva. Um kvöld- ið hélt forsetinn í villu sinni einka- samkvæmi fyrir um 20 nána vini þeirra hjóna. Tékkar voru ekki allir sáttir við að forsetinn gifti sig, sumum fannst þannig alltof skammur tími liðinn frá dauða Olgu, fyrri konu hans. Fyrir skömmu var Havel spurður í fjöl- miðlum, hvort hann hefði áhyggjur af því að giftingin félli í misgóðan jarðveg meðal þegna hans. „Alls ekki,“ svaraði forsetinn. „Ég hef það á tilfinningunni, að flestir skilji af- stöðu mína, og virði hana. Þeir sem þekkja mig vel vita jafnframt, að ég hef ævinlega gert það sem ég hef talið réttast, og aldrei tekið tillit til þess hvort fólki líkar eða mislíkar ákvörðun mín, - ef ég sjálfur er sann- færður um að hún sé rétt.“ ■ Arfleifð sovésku byltingarinnar í upp- námi Deilt um skrokk félaga Leníns Þingmönnum kommúnista í Dúmunni mistókst fyrir páska aö láta samþykkja bann viö greftrun á smurö- lingi Leníns, sem nú er orðinn 126 ára. Skömmu fyrir páska mistókst þingmönnum rússnesku Dúmunnar að ná tilskildum atkvæðafjölda til að samþykkja ályktun, sem hefði bann- að að leifamar af sovéska byltingar- foringjanum Vladimir Iljíts Lenín yrðu um síðir grafnar, í stað þess að vera áfram til sýnis í grafhýsinu á Rauða Torginu í Moskvu. En þar hef- ur líkami Leníns verið síðustu 73 árin. “í nafni verkamanna Rússlands krefjumst við að grafhýsið fái að vera í friði, en munum ella skora á verkamenn og smábændur að leggja undir sig Moskvu til að verja móður- landið og hin heilögu tákn þess,“ sagði þingmaður kommúnista, Vasily Shandíbin, í ræðu sem hann hélt í Dúmunni til stuðnings ályktuninni. En þingsályktunina, sem var lögð fram í neðri deild Dúmunnar, þar sem kommúnistar hafa meirihluta, vantaði eigi að síður 11 atkvæði til að ná fram að ganga. Þingmenn komm- únista voru fljótir að smíða samsær- iskenningu og sögðu að kerfið hefði ekki skráð atkvæði að minnsta kosti fimm þingmanna, sem hefðu greitt atkvæði með tillögunni. Þeir settu jafnframt fram þá kröfu, að greidd yrðu atkvæði á nýjan leik í Dymbil- vikunni. „Það er vægast sagt afar ein- kennilegt að atkvæðakerfið verkaði með fullkomlega eðlilegum hætti þangað til kom að þessari ályktun," sagði kommúnistinn Viktor Iljúkhín. Þegar Lenín dó árið 1924 reyndi ekkja hans, Nadesdja Krupskaja, ákaft að fá hann grafinn í kyrrþey. En fjöldi manna víðsvegar að úr Sovét- ríkjunum streymdi til Moskvu til að sjá leiðtoga byltingarinnar á líkbör- unum, og eftirmenn hans í Kreml voru fljótir að skilja, að með því að varðveita líkama hans höfðu þeir í höndum öflugt tákn hinnar sovésku byltingar. í dag er það einmitt hið táknræna gildi hins smurða leiðtoga í grafhýsinu sem gerir það að verkum, að þingmenn kommúnista berjast svo ákaft gegn því að hann verði jarðsett- ur. Frjálslyndir andstæðingar þeirra bentu hinsvegar á, að það hefði einmitt verið Kommúnistaflokkurinn meðan hann var og hét, sem hefði skapað fordæmi með því að fjarlægja leifar Stalíns úr grafhýsinu á Rauða Torginu árið 1961, átta árum eftir dauða hans. „Jeltsín forseti væri því aðeins að fylgja fordæmi Kommún- istaflokksins ef hann léti greftra leif- ar Leníns,“ sagði Sergei Popov sem tilheyrir hinum friálslynda Jabloko flokki. Það var einmitt Jeltsín, sem hratt af stað síðasta kafla deilunnar, með því að reifa möguleikann á þjóðarat- kvæði um afdrif íbúa grafhýsins. Jeltsín sagði raunar árið 1993, að hann hyggðist þá láta grafa Lenín innan fárra vikna. Fjórum árum síðar eru þær fáu vikur ekki enn liðnar, enda varð forseta Rússlands fljótlega ljóst, að hér var um afar eldfimt mál að ræða, og hvarf því frá fyrirætlan sinni. Júrí Denisof-Nikolskí, sem áratug- um saman hefur leitt hópinn sem sér um að smyrja skrokk kommúnista- leiðtogans með reglulegu millibili, sagði í síðustu viku að veraldlegar leifar hins dauða leiðtoga séu nú í hreinsun, sem sé jafnan gerð annað- hvert ár, til að halda réttum raka húð- arinnar. Meðan á hreinsuninni stendur er skrokkurinn lagður í ker með sér- stakri efnablöndu í tvo mánuði, síðan lyft á börum úr kerinu, vökvinn lát- inn drjúpa af honum, síðan er hann snyrtur til, og að lokum fluttur aftur í sýningarsalinn. Fyrir nokkrum árum urðu mýs til vandræða í grafhýsinu, og munu hafa lagt hluta af nefi Leníns undir tönn., Grafhýsið á að opna fyrir gestum að nýju í næsta mánuði eftir þessa síðustu meðferð sérfræðinganna, sem á að halda hin- um 126 ára gamla skrokki Leníns í sæmilegu horfi. (Kussia Todav)

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.