Alþýðublaðið - 04.04.1997, Qupperneq 7

Alþýðublaðið - 04.04.1997, Qupperneq 7
t FÖSTUDAGUR 4. APRIL 1997 ALÞYÐUBLAÐIÐ f r c t t i r ■ Grétar Mar Jónsson skipstjóri um fiskveiðistjórnunina, sjávarútvegsráðherrann og fiskifræðinga Það skal verða hlustað á okkur Segir Hafrannsóknatofnun líta niöur á sjómenn og þeirra sjónarmið “Það er vandamál að veiða aðrar tegundur, svo sem ufsa, ýsu og fleira þar sem allstaðar er þorskur, en það eru að sjálfsögðu gleðitíðindi," sagði Grét- ar Mar Jónsson, skipstjóri og formaður Vísis, félags skipstjómarmanna á Suð- umesjum, en hann hefur ásamt félagi sínu krafist þess að veiðiráðgjöfin verði endurmetin og að þorskkvótinn verði aukinn um allt að 50 þúsund tonn. En er hœgt að kvarta undan því að eiga ekki þorskkvóta, gátuð þið ekki séð fyrir að ekki dugir að klára liann ogfara síðan í aðrar tegundir? “Það er sama hvað við höfum gert, það er allstaðar þorskur. margir okkar félaga hafa verið skipstjórar í áratugi og þeir hafa aldrei áður séð eins mikið af þorski og einmitt núna. Við emm í lágmarksheildarkvóta, 186 þúsund tonn, sem er með því minnsta sem hef- ur verið veitt við ísland á einu ári. Þetta er á sama tíma og þeir sem best til þekkja skynja að sennilega hefur aldrei verið eins mkið af þorski á veiðislóð- um. Það hafa verið veidd hátt í 500 þúsund tonn á einu ári, þá urðu menn ekki varir við eins mikið af þorski og nú.“ Þið hafið líka á síðustu árum talað' svipað, er meiri þorskur nú en ífyrra? “Við höfum bent á þetta síðustu fjögur til fimm árin. Þorskurinn hefur aukist með hverju áriiiu. Þrátt fyrir mikla veiði er enginn bátur á fullum af- köstum. Menn em að reyna við ýsu eða aðrar tegundir, svo em bátamir með fáar trossur og léleg net, samt er mok- fiskirí. Ég veit dæmi af bát sem lagði sex trossustubba og dróg eftir aðeins tvo tíma, samt var aflinn 21 tonn. Þetta er bara eitt dæmi af mörgum, en svona sögur hafa menn ekki heyrt áður.“ Hefur aldrei migið í saltan sjó Getið þið gert ykkur vonir um að á ykkur verði hlustað? “Nei, það er það sorglega. Við ætl- um að gera eitthvað til að á okkur verði hlustað. Við látum ekki valta yfir okk- ur ár eftir ár. Við getum ekki sætt okk- ur við að ekkert tillit sé tekið til okkar. Við teljum okkur þekkja fiskislóðimar best. Fiskifræðingamir eru alltof lítið út á sjó til afla sér þeirra gagna sem við höfum. Þeir byggja sínar upplýsingar á togararallinu og aflaskýrslum, en við höfum miklar efasemdir um ágæti þeirra hluta til mælinga á stofnstærð. Það sem þeir segja er í þversögn við það sem við heyrum allstaðar af land- inu, það er allsstaðar meiri fiskur nú en verið hefur á síðustu ámm. Því má ætla að óhætt sé að fara eftir því sem við vitum og segjum. Auðvitað er það vandamál að sjávarútvegsráðherrann hefur hvorki vit né þekkingu til að meta hvort hann á að fara eftir fiski- fræðingum eða taka tillit til sjómanna. Hann veðjar á, í nafni vísinda, að best sé að fara eftir vísindamönnunum, sama hvort þeir em að gera rétt eða rangt. Ég hef miklar efasemdir um allt sem fiskifræðingar hafa verið að segja. Það er vont þegar ráðherra sem aldrei hefur migið í saltan sjó eða stungið hendi í kalt vatn, er að taka ákvarðanir og leggja allt sitt traust á svokölluð vís- indi, þetta segi ég þar sem þetta em ekki vísindi, þetta er að stómm hluta fálm og ágiskanir. Jón Jónsson fiski- fræðingur sagði, um 1960 og 1970, að réttast væri að taka stóra fiskinn í nót þar sem hann væri að drepast úr elli. Hverjum dytti þetta í hug í dag? Jakob Jakobsson hældi Kanadamönnum, á Fiskiþingi 1989, fyrir frábæra fisk- veiðistjóm og sagði að eftir því sem austar kæmi á jarðkúlunni væri hún vitlausari. Var þetta rétt? Það má skoða í reynslu sögunnar. Það sem hann sagði um? “Hann tekur þann pól í hæðina að byggja alfarið á þessum svokölluðu vísindamönnum, mönnum sem telja sig vita allt og geta allt. Við skipstjórar emm hinsvegar vissir um að veiði- stofninn sé mun stærri en þeir segja, menn segja tvisvar sinnum stærri og jafnvel þrisvar sinnum stærri. Astæða þess að ráðherrann fer svona varlega er kannski sú að hann tekur ekki áhættu á því að vera ráðherra þegar síðasti þorskurinn verður drepinn. Þegar þeir sem stjóma em ekki í nánara sambandi við okkur sem emm með puttann á slagæðinni er þessi kosturinn valinn. Þetta er kannski skiljanlegt, ráðherrann hefur aldrei unnið nálgæt þessu, eins og ég sagði áðan, hann hefur hvorki migið í saltann sjó né dýpt hendi í kalt vatn, taki þennan pól í hæðina, skýli sér á bakvið þá sem segjast vera vís- indamenn." Þú og þittfélag hafið gert mikið til að ná athygli, hver er árangurinn, til dœmis varðandi Hafrannsóknastofn- un? “Það er alltaf eins, sama hvað við gagnrýnum að við fáum engin við- brögð. Þeir líta niður á okkur og telja okkur ekki hafa neitt vit á þessu. En það er ekki rétt. Við vitum að það er meiri fiskur nú en á síðustu árum. Við viljum fara varlega og ekki taka áhættu. Það eru okkar hagsmunir, við vitum aftur á móti að nú má fiska meira af þorski. Við spyrjum líka hver árangurinn er af þeirri fiskveiðistjóm- un sem hér hefur verið og menn gorta af á fundum erlendis? Það var bætt við 30 þúsund tonnum eftir 14 ára kvóta- kerfi á sama tíma og það er búið að stúta gráluðustofninum og karfastofn- inum og sjaldnast næst að fiska allan ýsukvótann og sama má segja um ufs- ann og fleiri tegundir. Það þarf að stokka upp vinnubrögð Hafrannsóknarstofnunar. Til dæmis mættu þeir fara með fiskiskipunum og auka við þekkingu sína, auka merking- ar sem ekkert var gert af í tuttugu ár og ekki síst að hlusta á þá sem starfa við þetta. Þeir vita manna best hvemig ástandið er. Við höfum horft upp á það að ekki hefur verið hlustað á okkur og það sættum við okkur ekki lengur við. Markmiðið er að gera þær ráðstafanir að ekki verði hægt lengur að ganga framhjá okkur. Ef ekki verður rætt við okkur munum við grípa til aðgerða sem tekið verður eftir. Héðan í frá gef- um við ráðamönnum tvær til þrjár vik- ur til að taka tillit til okkar, að öðmm kosti verður eftir okkur tekið." Það er búið aö herða veiðieftiriitið þaö mikiö að nú þorir enginn að landa þorski sem öðrum tegundum eða framhjá vigt. imililllMI - GVA og Kristinn Pétursson frá Bakkafirði, en Hafró svarar aldrei gagnrýni og kemst upp með það. Það er valtað yfir alla sem gagnrýna." 50 þúsund tonnum af þorski hent í sjóinn? Ef þið hafið rétt fyrir ykkur og að veiðistofninn þolir mun meiri veiðar en heimilaðar eru, þá er verið að tala um gríðarlegt tap fyrir þjóðarbúið, ekki rétt? “50 þúsund tonn myndu eflaust skila átta til níu milljörðum þegar allt er talið. Annað mál, það er búið að herða veiðieftirlitið það mikið að nú þorir enginn að landa þorski sem öðrum teg- þá var bull og vitleysa. Þrátt fyrir þetta og annað leggja ráðamenn allt sitt traust á þennan mann og hans vinnu- brögð.“ Fiskifræðingar líta niður á okkur Hvað hafið þið gert til að viðra ykk- ar skoðanir við fiskifrœðingana hjá Hafrannsóknastofnun ? “Við höfum haldið fundi með þeim og rætt þessi mál við þá, bæði afturá- bak og áfram. Það er ekki nóg með að þeir tali niður til okkar, þeir líta niður á okkur og okkar sjónarmið. Það gera þeir þrátt fyrir að við höfum nýlega sent frá okkur yfirlýsingu þar sem við vörum við ofveiði á humri, karfa og grálúðu. En þeir leggja til of mikla veiði í þá stofna, sem er ein vitleysan enn frá þeim. Við erum ekki veiði- rgráðugir villimenn sem viljum klára allan fisk.“ Það er samt þannig að ykkur er ekki trúað allsstaðar, þar sem hagsmunir ykkar eru þeir að fiska sem mest. “Þegar við viljum auka aflann þá er sagt að við viljum veiða síðasta þorskinn en þegar við viljum fara var- lega í eitthvað þá er sagt að við höfum ekki vit á því sem við erum að segja. Það eru ekki bara við sem gagnrýnum Hafró, það gera líka fiskifræðingar sem ekki starfa þar. Það hefur verið bent á að náttúran hafi meiri áhrif á stofninn en veiðamar. Menn hafa byggt gagnrýni á tölum frá Hafró, eins twiniin - pök allt að fjórðungi, eða hátt í 50 þúsund tonn á þessu fiskveiðiári, sem er ekki fjarri því sem við viljum auka kvótann um.“ Stórútgerðirnar ráða öllu innan LÍU Þið segist cetla að tiyggja að á ykk- ur verði hlustað. Hvað getið þið gert til þess? “Við sendum þremur ráðherrum áskorun um að bæta við kvótann og auðvitað vonum við að þeir skoði þetta erindi okkar. Það voru sjávarútvegs- ráðherra, forsætisráðherra og utanríkis- ráðherra sem fengu áskorunina, það er þeir sem stjóma ferðinni. Þar sem búið er að gefa það út að óhætt sé að fiska 25 prósent af veiði- stofhinum þá er mikill munur á hvenær fiskveiðiárið hefst, ef það hæfist um áramót en ekki 1. september mætti nú þegar auka kvótann um 20 til 30 þús- und tonn. Við vitum að við eigum stuðning margra útgerðarmanna um að það verði bætt við, en þá lendum við á vegg, vegna þess að kvótaeigendumir í LIU, sem velja þá leið að vilja ekki meiri kvóta þar sem þeir græða mest og best á því að hafa þetta svona. Þeg- ar þeir geta leigt kvótann á 80 krónur er betri afkoma að gera ekki út og leigja kvótann frá sér. I LIU er atkvæðavæg- ið með þeim hætti að fyrir skipið er eitt atkvæði og eitt atkvæði fyrir hver 25 tonn. Stórútgerðimar ráða því öllu sem þeir vilja innan LIU. Minni útgerðimar hafa engann hljómgmnn innan LÍÚ.“ Telja sig vita alit og geta allt Þú ert búinn að gagnrýna Þorstein Pálsson harðlega, efast þú um að liann haft þekkingu til að ráða þessum mál- undum eða framhjá vigt. Það versta við þetta er það að þá hefur brottkast á fiski aukist verulega. Það er hvítur glæpur að landa fiski framhjá en það er svart- ur glæpur að henda fiski í sjóinn." Með þessu ertu að segja að í raun sé verið að fiska mun meira en þau 186 þúsund tonn sem kvótinn segir til um. Já, það hefur verið fiskað meira á síðustu ámm en kvótinn heftur sagt til um og ekki síst þess vegna á að endurskoða það sem Hafró segir. Á síðustu áram hefur sífellt meira verið hent af þorski eða honum smyglað á land, þannig að landaður afli er ekki sá sami og raunvemlegar aflatölur. Það er erfitt að geta sér til um hversu mikið þetta er, en ágiskanir emm að þetta sé

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.