Alþýðublaðið - 24.04.1997, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 24. APRÍL 1997
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
3
ónarmið
Tímamótafundur
Á einum af fyrstu stjómarfundum í
Alþýðuflokksfélagi Reykjavíkur
kom sú hugmynd upp að sniðugt
væri að athuga hvort það yrði mögu-
legt að stefna saman allaböllum og
krötum hér í Reykjavík niður á Hótel
Borg og sjá svo til hvort þetta ágæta
fólk gæti drukkið kaffi saman þó
ekki væri meira. Stjómarmönnum
þótti hugmyndin skondin og vel þess
virði að reyna þetta. Það fór því svo
að mér var falið sem formanni að
bera þessa hugmynd upp við for-
mann Alþýðubandalagsfélags
Reykjavíkur. Gestur Ásólfsson for-
maður tók beiðni minni vel og sagð-
ist mundu bera hana undir stjóm
sína. Gestur formaður hafði síðan
Pallborð |
Rúnar
Geirmundsson
skrifar
Það er von mín að þetta uppátæki okkar, að
drekka kaffi með allabölium á 1. maí á Borginni
mælist vel fyrir hjá öllu alþýðuflokksfólki og ég
treysti því að þið, ágætu félagar, látið sjá ykkur
og takið þátt í hátíðahöldum á þessum frídegi
verkamanna.
samband við undirritaðan og stjóm
hans leist vel á hugmyndina og var
ákveðið að við formennimir hittumst
á Borginni til að handsala kaffisam-
sætið.
Gestur formaður bauð síðan stjóm
Alþýðuflokksfélagsins að koma á
fund hjá Alþýðubandalagsfélagi
Reykjavíkur iaugardaginn 19.04 kl.
10.00 til skrafs og ráðagerða um fyr-
irkomulag dagskrár fyrir 1. maí. Ja,
það sem maður lætur hafa sig í!
Aldrei hafði það hvarflað að mér að
ég ætti eftir að fara á fund hjá alla-
böllum. En hvað með það, á fund
þeirra stormaði ég og Ingvar Sverris-
son varaformaður, en aðrir stjómar-
menn áttu ekki heimangengt og
þarna var haldinn tímamótafundur.
Það verður að segjast eins og er, að
okkur var tekið með kostum og boð-
ið upp á kaffi og bakkelsi.
Við formennimir voram fyrir
fundinn búnir að tala við tvo þing-
menn okkar Reykvíkinga, ég við Jón
Baldvin og Gestur við Svavar Gests-
son og þeir tekið vel í að flytja ávörp.
Þar með var kominn grannur að dag-
skrá. Hugmyndir að dagskrá vora
settar niður á fundinum og era í
vinnslu og verður auglýst síðar.
Það er von mín að þetta uppátæki
okkar, að drekka kaffi með allaböll-
um á 1. maí á Borginni mælist vel
fyrir hjá öllu alþýðuflokksfólki og ég
treysti því að þið, ágætu félagar, lát-
ið sjá ykkur og takið þátt í hátíða-
höldum á þessum frídegi verka-
manna.
Höfundur er formaður Alþýðuflokksfélags
Reykjavfkur.
að kom mörgum á óvart
þegar Davíð Oddsson
sagði í ræðu á Akureyri, þar
sem rætt var um byggðamál,
að ekki væri lengur að
treysta á sértæk-
ar aðgerðir
stjórnvalda
til bjargar
einstökum
fyrirtækj-
um eða
byggðar-
lögum.
Þetta er sami
maður og sagði þetta hvað
eftir annað eftir að hann
fyrst settist í stól forsætis-
ráðherra, en hefur á sínum
valdatíma aldeilis staðið fyrir
eða tekið þátt í öðru. Sjálf-
stæðismaður sem gerði at-
hugasemd um orð Davíðs
sagði að fyrir sig væri nóg
að minnast á Vestfjarðaað-
stoðina.
Fótboltafíklar landsins eru
farnir að dusta rykið af
regnhlífunum, enda styttist
óðum í að íslandsmótið hefj-
ist. Þeir sem eru duglegastir
að mæta á völlinn virðast
eiga lítinn rétt. Aðstaða fyrir
áhorfendur er afar bágborinn
hér á landi. Þeim er boðið
upp á að standa í gras-
brekkum, sem oftar en ekki
eru rennvotar og því afskap-
lega óþægilegar sem áhorf-
endapallar. Þar sem stór
hluti, þeirra félaga sem eiga
lið í efstu deild, geta ekki
boðið fólki upp á viðunandi
áhorfendapalla og mann-
sæmandi salerni hlýtur að
vera spurt hvort hægt sé að
selja aðgang sama verði og
á þá velli þar sem boðið er
upp á mun betri aðstöðu.
Það eru aðeins þrjú félög
sem hafa haft dug og getu til
að bjóða áhorfendum upp á
yfirbyggða palla á sínum
heimavöllum, en það eru
KR, ÍA og Keflavík. Reyndar
búa Framarar að því að
spila á Laugardalsvelli, þar
sem aðstaðan er að sjálf-
sögðu sú besta, en það er
ekki vegna þeirra áræðni.
hinumggin
"FarSide" eftir Gary Larson
Ljóst er að mikill kurr, er
meðal margra verkalýðs-
foringja á landsbyggðinni, í
garð forystu ASÍ. Á síðasta
þingi sambandsins var með-
al annars samþykkt ályktun
um að ASÍ berðist fyrir jöfn-
un hitunarkostnaðar. Við ný-
gerða kjarasamninga
gleymdist þessi ályktun al-
farið og ekki
er annað að
heyra en
málið sé
geymt en
ekki
gleymt. Þá
þykir mörg-
um sem ein-
hugur sé enginn og er
Magnúsi L. Sveinssyni,
formanni VR, helst kennt um
að hafa rofið þá samstöðu
sem menn töldu sig sjá. Bú-
ast við má miklum átökum
innan heildarsamtakanna á
komandi misserum.
Dverga-vestrar.
Er rétt að gera upp fyrsta forsetabílinn og nota sem viðhafnarbíl?
Heimir Hauksson,
járnsmiður:
“Já, já.“
Guðrún Helgadóttir, nemi:
“Já, að sjálfsögðu."
Egill Már Halldórsson,
nemi:
“Já, er það ekki?“
Gunnar Gunnarsson,
gluggaþvottamaður:
“Er það ekki tilvalið?"
Helgi Magnússon,
starfar við bókaútgáfu:
“Já, ég stóð fyrir þessu og
styð það heilshugar."
v i t i m q n n
“Víkverji á nokkur viðskipti
við íslandsbankann í Lækjar-
götu, sem áður var Iðnaðar-
bankinn."
Vfkverji Moggans.
“Nú er það ekki svo að Vík-
verji þekki þessa ágætu síma-
dömu á nokkurn hátt, en hefur
þó komist að því að hún heitir
Guðrún og er kölluð Dúna.“
Víkverji Moggans.
“Þeir sem ekki fara í gott skap
við að hringja í íslandsbanka
og fá hina glaðlegu og liölegu
þjónustu frá Dúnu, eru að lík-
indum ólæknandi fýlupúkar.“
Vfkverji Moggans.
“Það þyrfti reyndar helst að
borga mér bankastjórakaup
fyrir að horfa á auglýsingar.“
Árni Björnsson þjóöháttafræðingur í Mogg-
anum.
“Ólög, sem staðið hafa rúman
áratug, verða ekki lögleg, þó
þau hafi náð þeim aldri.“
Dr. Gunnlaugur Þórðarson f Mogganum.
“Pabbi heldur með United og
ég gerði það fyrst en fattaði
snemma að Liverpool er
best.“
Stefán Friðriksson Líverpoolaðdáandi í
Mogganum.
“Pétur verður að fara niður úr
trénu og átta sig á því að
þetta gengur ekki.“
Arnar Sigurmundsson í DT að ræða um
Pétur Sigurðsson formann Alþýðusam-
bands Vestfjarða.
Laun prófessora eru jafnvel
lægri heldur en iaun nemenda
sem eru að vinna sem forritar-
ar og eru að úrskrifast eða
ekki eru búnir að útskrifast. “
Jóhann P. Malmquist, prófessor og skorar-
formaður við tölvunarfræðiskor Háskóla ís-
lands, f Mogganum.
Hann var læknir, fæddur og
menntaður í Þýskalandi, sem notaði
fæði og hreinsun líkamans til að
berjast á móti krabbameini. Meðal
annars notaði hann þá sérkennilegu
aðferð að beita daglega stólpfpu en
ekki með vatni heldur kaffi.
Úr bókinni Lffsspursmál eftir Einar Þor-
stein, sem fjallar um Heilsufrelsi. Nú er
bara eftir að athuga hvort einhverjir vilja
gangast undir þessa meðferð og hvort
Gevalia kaffi ætlar að kosta ósköpin.