Alþýðublaðið - 24.04.1997, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 24.04.1997, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 24. APRÍL 1997 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 ú t I ö n d ■ Margrét Elísabet Ólafsdóttir skrifar frá París Catherine Mégret - Leppstjórinn i Vitrolles Vitrolles er fjórða borgin í Frakk- landi sem „fellur í hendur“ Þjóðem- isfylkingarinnar, flokks öfgasinnaðra hægrimanna, svo notað sé orðalag franskra fjölmiðla. Ibúar þessa 39.000 manna svefnbæjar skammt frá Marseille greiddu lista Þjóðemis- fylkingarinnar nflegan meirihluta at- kvæða sinna í aukakosningum til bæjarstjómar 9. febrúar síðastliði.in og felldu þar með sósíalistann Jean- Jaques Anglade, sem fyrir löngu var búinn að tapa trausti bæjarbúa sökum ásakana um spillingu og fjársvik. Það merkilegasta við þennan kosn- ingasigur er ekki að bæjarbúar skuli hafa kosið yfir sig Þjóðemisfylking- una, sigrað, heldur það að efsti mað- ur á lista flokksins, Catherine Mé- gret, núverandi borgarstjóri, var svo greinilega í framboði í umboði eigin- manns síns, Bmno Mégret, að þáð þýddi ekki einu sinni fyrir Mégret hjónin sjálf að reyna að breiða yfir þá staðreynd. Og kvöldið sem sigurinn var í höfn gat frúin ekki stillt sig um að beinlínis eigna hann eiginmannin- um. Borgarstjórinn er fasisti Catherine Mégret er því enginn venjulegur borgarstjóri. f fyrsta lagi tilheyrir hún Þjóðernisfylkingunni, flokki sem byggir kenningar sínar leynt og ljóst á fasískri hugmynda- fræði og vekur ugg hjá meirihluta frönsku þjóðarinnar. í öðm lagi hafði hún aldrei komið nálægt stjómmál- um áður en hún fór út í þetta fram- boð. Astæðan fyrir því að Catherine Mégret var allt í einu komin í efsta sæti framboðslista í bæjarstjómar- kosningum er í beinu sambandi við hjúskaparstöðu hennar. Eiginmanni hennar var á síðasta ári meinað tíma- bundið að fara í framboð, en í síðustu bæjarstjómarkosningum tapaði hann naumlega fyrir Anglade, ífáfarandi borgarstjóra. Hann gat því ekki horft aðgerðarlaus á kosningar í Vitrolles og látið tækifærið renna sér úr greip- um einmitt núna, ári fyrir þingkosn- ingar. Komandi þingkosningar eru þó ekki nema ein ástæðan fyrir því að Mégret eiginmaður ákvað að taka til sinna ráða. Flokkur hans, Þjóðemis- fylkingin, hefur sjaldan verið jafn mikið til umræðu í Frakklandi og einmitt í vetur. Skoðanakannanir síð- ustu tólf mánuði, eða allt þar til í mars síðastliðnum, hafa sýnt að flokkurinn freistar ótrúlega margra Frakka. Mégret hefur kunnað að nýta sér meðbyrinn og er framboð eigin- konunnar aðeins einn liður í úthugs- uðum leik sem lætur ekki tilviljanir ráða ferðinni. Það er því nokkuð ör- uggt að eiginkonan, í hlutverki ný- kjörins borgarstjóra í viðtali við þýska blaðið Berliner Zeitung, hafi ekki sagt neitt sem hann hefði talið óskynsamlegt að segja. í umræddu viðtali lét Catherine Mégret hafa eft- ir sér að hún tryði á „ójafnrétti kyn- þátta“, en fyrir þá skoðun mun hún verða að svara fyrir rétti í lok apríl, þar sem hún hefur verið ákærð fyrir orð sín af 70 einstaklingum á gmnd- velli franskra laga sem telja slík um- mæli á opinberum vettvangi sakhæf. „Mismæli" af þessu tagi era algeng meðal háttsettra innan fylkingarinn- ar, þótt þau komi oftast frá formanni hennar, Jean-Marie Le Pen, á opin- bemm vettvangi. Bmno Mégret er varkárari í orðavali, en finnst greini- lega ekki til skaða að láta eiginkon- una sjá um „mismælin" í skjóli reynsluleysis hennar, því frú Mégret er alger nýgræðingur í pólitík. Ólíkt eiginkonum borgarstjóra Þjóðemis- fylkingarinnar í Orange, Toulon og Marginane, sem er nágrannabær Vitrolles, hefur Catherine aldrei ver- ið virkur þátttakandi í stjómmálum og ekki einu sinni látið í ljós löngun til að skipta sér af framapoti eigin- mannsins. Það er að segja ekki fyrr en hún samþykkti að fara fyrir hann í framboð í Vitrolles. Bruno ætlar á þing Bmno Métret hefur eflaust þótt vænlegri kostur að tefla fram eigin- konunni en fá einhvem flokksfélag- ann til að taka við fyrsta sætinu. Þar með var hann ömggur um að tapa ekki borginni ef til sigurs kæmi. Það sýndi sig líka á landsfundi Þjóðemis- fylkingarinnar um páskana í Strasbo- urg, að leikurinn borgaði sig. Sigur- inn í Vitrolles hefur aðeins styrkt stöðu Mégret innan flokksins. Á Sigurinn í Vitrolles hefur aðeins styrkt stöðu Mégret innan flokksins. Á fundinum fékk hann langflest at- kvæði fulltrúa í mið- stjórn og er þar með ótvírætt orðinn annar áhrifamesti maður flokksins. fundinum fékk hann langflest at- kvæði fulltrúa í miðstjóm og er þar með ótvírætt orðinn annar áhrifa- mesti maður flokksins. Le Pen, sem hefur hikað við að útnefna Bruno Mégret sem varamann sinn frá því embættið losnaði fyrir tæpum tveim- ur ámm, á orðið erfitt með að líta framhjá honum þótt sambandið á milli þeirra sé stirt. Le Pen hefur ifestað að útnefna varamann því hann kærir sig lítið um að deila völd- um með öðmm og Mégret er of hættulegur til að Le Pen geti með góðri samvisku rýmt til fyrir honum og þar með leyft honum að ógna eig- in einveldi. Hann getur hins vegar ekki horft framhjá sigri hans í Vitrolles sem um leið eykur líkumar á því að Mégret komist á þing að ári, en þá er framboðsbann hans mnnið út. Vitrolles er í sama landshluta og hinar borgimar þijár sem þjóðemis- fylkingin stjómar, nokkuð sem vart getur talist tilviljun; Þjóðemisfylk- ingin vill auka völd sín og Bmno Mégret ætlar að komast á þing á næsta ári fyrir atkvæði kjósenda í Provence Cóte d’Azur héraði. Taka fasistar völdin? Kuldi Le Pens í garð Mégret bygg- ist ekki aðeins á ótta um eigin hag. Bruno Mégret kemur úr allt öðm um- hverfi en Jean-Marie Le Pen sem á miklu meira sameiginlegt með keppinauti Mégret og nafna, Bmno Gollnisch. Mégret kemur úr efri borgarastétt og skemmtir sér ekki við að syngja hersöngva. Hann er sonur ríkisráðs- manns og hefur gengið í bestu og virtustu skóla Frakklands. Það em ekki háskólar, heldur hinir svoköll- uðu Grandes Ecoles sem mennta el- ítu landsins. Próf úr sumum þeirra, eins og Polytechnique (Fjöltækni- skólinn), sem Mégret gekk fyrst í, er eins og ávísun á stjómunarstöðu í ríkisfyrirtæki eða góða stöðu í ein- hvetju ráðuneytanna. En þar fyrir utan er Mégret með verkfræðipróf frá ögn minna fínum skóla, vega- verkfræðiskólanum Ponts et chaus- se'es og háskólapróf frá Berkley í Kalifomíu, USA. Frakki úr góðri fjölskyldu með slíkan námsferil að baki þarf yfirleitt ekki að hafa áhyggjur af framtíðinni, til þess hef- ur hann of mörg og of góð sambönd á æðstu stöðum. Bruno Mégret hefði því átt að eiga greiðan aðgang að völdum og frama eftir hefðbundnum leiðum. En það nægði honum greini- lega ekki. f fyrstu hélt hann sig þó á brautinni og gekk í flokk gaullista, þar sem hann tók sæti í miðstjóm árið 1979. Hann virðist hins vegar hafa hallast til meiri harðlínu en sá flokkur leyfir, því hann var meðlimur og síðar for- maður í hinum svokallaða Klukku- klúbbi (Club de l’Horologue), fé- lagsskap sem myndar brú á milli /hefðbundinna hægri manna og öfga- manna. Eftir ósigur hægri manna í þingkosningunum 1982 byijar Mé- gret því að mjaka sér lengra í átt til hægri þótt hann hafi ekki gengið í Þjóðemisfylkinguna fyrr en árið 1985. Hann stýrði kosningabaráttu Le Pens í forsetakosningunum 1988 og bjóst við að vera skipaður vara- formaður þegar embættið losnaði árið 1995. Þegar ekkert varð úr slík- um embættisveitingum tók Mégret til sinna ráða og hefur unnið ötullega að því síðan að sjálfskipa sig í embætt- ið, með góðum árangri. Hann greip tækifærið sem bauðst í verkföllunum í desember 1995, eftir að Le Pen hafði fordæmt þau, og út- skýrði þau sem tjáningu þjóðarinnar á eigin vanlíðan og óánægju með ástandið í landinu. Það var góður leikur, því verkföllin nutu ákveðins stuðnings hjá þjóðinni. Hann gerði flokknum um leið ljóst að hann gæti ekki haldið áfram að láta sér iynda að hafa helst á stefnuskrá sinni mál inn- flytjenda og öryggismál, heldur yrði hann að sýna efnahags- og félags- málum meiri áhuga. Þetta hefur hon- um tekist og því getur Þjóðemisfylk- ingin nú litið á sig sem alvöru flokk sem skiptir sér af alvöru málum. Mé- gret getur því þakkað sér að vonir flokks hans um að ná einn daginn völdum hafa glæðst svo um munar. Á landsfundinum kom fram von flokksmanna um árangur ( komandi þingkosningum, en sigurinn í Vitrolles hefur gert sitt til að styrkja lepenista í þeirri trú að morgundag- urinn sé þeirra. Eitt er víst að Mégret mun leggja sitt af mörkum til að láta drauminn rætast. Hann er þegar byrj- aður að undirbúa kosningabaráttuna næsta vor með fundahöldum um allt Frakkland, um leið og hann stjómar Vitrolles í gegnum eiginkonuna, því hann er jú ráðgjafi borgarstjórans. Það var hann sem kynnti fjárhagsá- ætlun nýja meirihlutans á borgar- stjómarfundi 2. apríl síðastliðinn. Ekki Catherin^ Mégret. Le Pen hefur frestað að útnefna varamann því hann kærir sig lítið um að deila völdum með öðrum og Mégret er of hættulegur til að Le Pen geti meö góðri samvisku rýmt til fyrir honum og þar með leyft honum að ógna eigin einveldi. Alþingismenn Alþýðuflokksins VUTALS- TÍMAR Mánudaginn 28. apríl, verður Sighvatur Björgvinsson, formaður Al- þýðuflokksins - Jafnaðar- mannaflokks íslands oig alþingismað- ur, með við- talstíma á skrifstofum fiokksins, Hverfisgötu " 8-10, frá klukkan 17:00 til 19:00. Þeir sem vilja panta viðtals- tíma, hafi samband við skrifstofuna í síma 552- 9244.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.