Alþýðublaðið - 16.05.1997, Side 7

Alþýðublaðið - 16.05.1997, Side 7
FIMMTUDAGUR 8. MAÍ 1997 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 Um það leyti sem fulltrúar fimm stétt- arfélaga hittust í Bárubúð í Reykjavík til þess að stofna Alþýðusambandið og Alþýðuflokkinn, var ungur maður, fóstraður í Fljótshlíðinni, að hefja lífs- baráttuna í verbúð í Herdísarvík. Hann var 16 vetrá - jafngamall öldinni. Véla- öld var enn ekki upp runnin á þessum slóðum. Þeir réru á árabát og íétu hafn- leysuna ekki aftra sér. Hann átti ekkert nema vonina í bijóstinu og þá krafta í kögglum, sem stritið ljær þeim sem standast það. Þennan mann, Elías Sigfússon úr Vestmannaeyjum, kveðjum við í. dag. Það munaði ekki miklu að hann hefði í. fullu tré við öldina, þótt vegarnestið væri frá öndverðu af skomum skammti. Hann var einn þeirra sem lét stritið aldrei smækka sig, hfeldur harðn- aði við hverja raun. Og hélt andlegu þreki til hinztu stundar, þótt sjónin væri farin að gefa sig undir lokin. Mér finnst ótrúlegt til þess að hugsa eftir á, að Elías hefur verið kominn fast að áttræðu þegar kynni tókust með okkur. Samt finnst mér eins og ég hafi þekkt hann alla tíð. Það var Alþýðublaðið sem Teiddi hugi okkar saman. Haustið 1979 settist ég þar á ritstjórastól, nýkominn af dekkinu á Snorra Sturlusyni og skrifaði sex leiðara á viku og nokkrar pólitískar breiðsíður að auki og skemmti mér konunglega. Það var strax í fyrstu vikulokin sem Elías lét til sín heyra: Skýr og fast- mæltur, en spozkur í bland. Og þurfti að leiðrétta sögulegan misskilning og herða nokkra hnúta, sem of laust vom bundnir. Mér þótti strax nokkuð til mannsins koma og þeim mun meir sem ég kynnt- ist honum betur. Hann fór að senda mér pistla. Rithöndin var skýr. Þetta vom engar langlokur. Hann kom til dyranna eins og hann var klæddur. Hann var einarður og afdráttarlaus, en kryddaði mál sitt einatt kímni, stundum hæðni. Og þegar mikið lá við eða vel lá á hon- um dugði ekki minna en að senda pistilinn í bundnu máli. Þegar ég vissi meiri deili á manninum kom mér ekki á óvart að hann átti til presta, sýslu- manna og prófasta að telja að lang- feðgatali. Elías varð í mínum huga persónu- gervingur þess fólks, sem í upphafi nýrrar aldar smíðaði sér verkalýðs- hreyfmgu og jafnaðarmannaflokk til þess að brjóta af sér aldagamla hlekki fátæktar og réttleysis. I fari hans var að finna marga helztu kosti þessarar kyn- slóðar. Þeir birtust meðal annars í því að gera meiri kröfur til sjálfs sín en annarra; að hafa heita samúð með lítil- magnanum; að taka því sem að hönd- um bar með stillingu, en gefast aldrei upp, þótt á móti blési. Þessar fomu dyggðir heita á máli mannþekkingar- innar: Fómfýsi, drengskapur, æðm- leysi og kjarkur. Svona menn þurfa ekki langa skóla- göngu til að menntast. Enda var and- legur kotungsbragur ekki til í fari Elí- asar Sigfússonar. Þitt er menntað afl og önd eigirðufram að bjóða, hvassan skilning, liaga hönd hjartað sanna og góða. Þannig orti annar erfiðisvinnumaður - Stephan G. Stephansson - sem aldrei lét baslið buga sig. Og þannig geymi ég minninguna um Elías Sigfússon, þakklátum huga fyrir mannbætandi kynni. Jón Baldvin Hannibalsson. í dag er til moldar borinn Elías J. Sig- fússon. Hann var einn af þeim fáu, sem eftir vom á lífi af þeim, sem borið hafa sæmdarnafnið „fmmherjar íslenskrar jafnaðarstefnu". Þegar Elías nú hverfur úr þeim fámenna hópi frumherja, sem enn lifa, er að honum mikill sjónar- m Elías J. Sigfússon sviptir. Hann var ekki aðeins einn af þeim allra einörðustu sem stóðu þar í fylkingarbrjósti, sem hríðin var hörð- ust, heldur jafnframt í hópi þeirra glæsilegustu - mikill að vallarsýn, þreklegur maður og myndarlegur, glaðlegur og skemmtilegur. Elías var eftirminnilegur maður öllum þeim, sem honum kynntust. Elías J. Sigfússon var Vestmannaey- ingur og skipaði sér þar snemma í hóp talsmanna jafnaðarstefnunnar. Hann var greindur að eðlisfari og minnugur og hefði sjálfsagt átt auðvelt með eðlis- kosta sinna vegna að feta menntaveg- inn, en aðstæður alþýðufólks voru þannig á íslandi á uppvaxtarárum Elí- asar að fáir áttu þess kost. Hans hlut- skipti eins og svo margra hæfileika- rfkra ungmenna af hans kynslóð varð því að takast strax á unglingsárunum á við vinnuna og axla urtgur þá lífsins byrði að sjá sér og sínum fyrir björg- inni - að afla til hnífs og skeiðar. Elías var þrekmenni og gekk að því verki af snerpu. Hann var einn af þeim, sem námu jafnaðarstefnuna í erfiðum lífs- ins skóla og öfugt við marga aðra, sem þurftu minna lyrir því námi að hafa, þá gleymdi hann aldrei því, sem hann þar lærði. Elías gekk ungur að árum til liðs við verkalýðshreyfinguna og Alþýðuflokk- inn. Hann valdist til formannsstarfa í verkalýðsfélaginu í heimabyggð sinni og sat fjölmörg þing Alþýðusambands fslands. Hann var einn af þeim fáu mönnum, sem enn eru ofar moldu, sem setið hafa þau þing á meðan Alþýðu- samband íslands og Alþýðuflokkurinn voru enn skipulagsleg heild og höfðu sameiginlegt þing. Eftir að leiðir Alþýðuflokksins og ASÍ skildu sat Elías mörg þing Alþýðu- sambandsins og Alþýðuflokksins og er mér hann minnisstæður frá þingum Al- þýðuflokksins. f átökunum milli kommúnista og jafnaðarmanna lét Elí- as mjög að sér kveða, var þar afdráttar- laus og einarður og brutu þá á honum margir sjóir, ekki síst í heimabyggð- inni. Emil heitinn Jónsson var í miklu uppáhaldi hjá Elíasi og tryggð hans við Alþýðuflokkinn og forystumenn hans var ávallt óskoruð. Talsvert er nú um liðið frá því Elías flutti búferlum til Reykjavíkur. Hingað kominn tók hann virkan þátt í störfum Alþýðuflokksins í Reykjavfk, var áhugasamur, ráðhollur og nýtur liðs- maður. Nú að leiðarlokum sendir Alþýðu- flokkurinn - Jafnaðarmannaflokkur ís- lands Elíasi kveðjur og þakkir fyrir störf hans í þágu flokksins og jafnaðar- stefnunmr. Hann ólst upp við kröpp kjör og takmörkuð réttindi alþýðufólks til þess að fá notið sín og hæfileika sinna. Allan aldur sinn barðist Elías fyrir bættum kjörum þess fólks, aukn- um tækifærum þess til þroska og betra mannlífs. Honum og félögum hans auðnaðist að sjá uppskeru af þeirri bar- áttu. Langt og mikið ævistarf skilaði árangri. Þökk sé honum fyrir það. Alþýðuflokkurinn - Jafnaðarmanna- flokkur fslands sendir bömum Elíasar og öllum afkomendum hans og fjöl- skyldum þeirra samúðarkveðjur. Sighvatur Björgvinsson form. Alþýðuflokksins - Jafnaðarmannaflokks Islands. Afi minn, Þórður Elfas Sigfússon, er látinn á nítugasta og áttunda aldursári. Hann var aldamótabam sem eftir lang- an vinnudag og heilsteypt og heiðar- legt lífshlaup á hvfld skilið. Engin kyn- slóð hefur upplifað eins miklar breyt- ingar á aðstæðum og aldamótakynslóð- in sem yfirgaf gamla tímann og tókst á við að laga samfélagið og sjálfa sig að nýjum háttum. Þórður Elías Sigfússon var fæddur 17. mars árið 1900 að Valstrýtu í Fljótshlíð, sonur hjónanna Sigfúsar Þórðarsonar frá Finnshúsum í Fljóts- hlíð og Þómnnar Magnúsdóttur frá Dagverðamesi á Rangárvöllum. Þau komu syni sínum fljótlega í fóstur, eins og algengt var á þeim tíma meðal efna- minna fólks. Elíasi var komið fyrir hjá hjónunum Kristínu Þorleifsdóttur og Einari Magnússyni bónda á Amgeirs- stöðum í Fljótshlíð. Foreldrar Elíasar, þau Sigfús og Þómnn, settust síðar að í Hafnarfirði. A Amgeirsstöðum ólst Elías upp við gott atlæti á þeirra tíma mælikvarða hjá fósturforeldmm sínum. Sveitastörfin og félagslífið í Fljótshlíðinni vom vett- vangur mótunarskeiðs hans í anda hins aldalanga sjálfsþurftarbúskapar, þar sem forræðið var byggt á gildum land- búnaðar og aldagömlum hefðum. f birtingu nýrrar aldar höfðu vor- menn íslands tekið að blása nýjum og ferskum straumum inn í þjóðfélagsum- ræðuna og sjálfstæðishugsjónin var farin að setja mark sitt á vonir fá- mennrar eyþjóðar í harðbýlu landi. Elías tók virkan þátt í starfi ung- mennafélags sveitarinnar, sem var að hans sögn blómlegt á þeim ámm. Þá vom allir þátttakendur í gangverki vinnunnar og árstíðir réðu verkskipu- lagi. Elías vann á búi fósturforeldra sinna og fór fimmtán ára unglingur á sjó. Hann reri tvær vertíðar á opnu ára- skipi, Farsæli frá Eyrarbakka sem gerður var út frá Herdísarvík. Þar bjó hann í verbúð og vetrarhýran rann til heimilisins að Amgeirsstöðum. Þessi lífsreynsla var honum minnisstæð, sem og verslunarferðir sem famar vom með búfénað og afurðir sveitarinnar úr Fljótshlíðinni til Eyrarbakka og Reykjavíkur. Vosbúð hefur vafalaust fylgt slíkum störfum og erfitt er fyrir okkur sem lifum við nútímaaðstæður að setja okkur í þau spor. Árin í Fljóts- hlíðinni vom sveipuð ljóma í minningu gamla mannsins, og eins og um allar minningar er mannshuganum það gefið að varðveita af sjálfu sér það sem á kröfu til að varðveitast umfram annað. Átján ára gamall keypti hann sér lausamennskubréf, sem var undanþága frá gamla vistarbandinu sem skyldaði vinnufólk til að hlíta forræði bænda- veldisins. Eftir það stundaði hann land- búnaðarstörf heima og heiman. Á vetr- arvertíðum vann hann í Vestmannaeyj- um og settist þar að upp úr 1920 Elías giftist árið 1925 fyrri konu sinni, Guðrúnu Jónsdóttur frá Kirkju- læk í Fljótshlíð. Þau fluttu til Vest- mannaeyja og hófu þar búskap. Ungu hjónin eignuðust tvö böm, Emu Krist- ínu og Sigfús Ágúst. Árið 1928 hófust þau handa, af litlum efnum, við bygg- ingu hússins að Hásteinsvegi 15, sem hann stækkaði síðan á ámnum eftir stríð. Vestmannaeyjar vom uppgangs- staður á landsvísu, sem sökum legu sinnar og hafnaraðstæðna urðu stór- veldi í framleiðslu sjávarafurða, þegar samfélagið tók að nýta sérmöguleika sjávarins til aukinna útflutningstekna. Fjöldi fólks leitaði til Eyja í von um bjartari framtíð og tekjumöguleika á fyrstu áratugum aldarinnar. Elías varð fyrir því áfalli að missa Guðrúnu, konu sína, frá bömunum tveimur, en hún lést árið 1930, aðeins þrjátíu og fjögurra ára að aldri. Erfið- leikar kreppuáranna, með ótryggri at- vinnu, var ærin byrði að axla fyrir efnalítinn ekkil með tvö böm. Elías giftist seinni konu sinni, Guð- finnu Einarsdóttur frá Stuðlum í Norð- firði 1932. Guðfinna kom til Eyja að austan ásamt móður sinni, fóstra og hálfsystkinum. Guðfinna átti fyrir einn son, Sigurberg Hávarðsson, sem fædd- ur er árið 1927. Elías og Guðfinna eignuðust synina Einar Pálma árið 1935 og Sigfús Þór árið 1944. Son sinn, Ágúst, missti Elí- as 1948, en hann dmkknaði í Vesta- mannaeyjahöfn. Heimili Elíasar og Guðfinnu var dæmigert alþýðuheimili þar sem vinnusemi og ráðdeild skópu aðstæður til að ala önn fyrir sínum og koma þeim til manns. í Eyjum vann Elías lengst af í fiski, við beitingu og við veiðarfæri í landi hjá ýmsum útgerðarmönnum. Hann var verkstjóri hjá Vestmannaeyjabæ og vann við smíðar hjá Rafveitu Vest- mannaeyja og Smið hf. Sumarið 1935 vann hann lengst af í fiski, við beitingu og við veiðarfæri í landi hjá ýmsum útgerðarmönnum. Hann var verkstjóri hjá Vestmanna- eyjabæ og vann við srníðar hjá Raf- veitu Vestmannaeyja og Smið hf. Sumarið 1935 vann hann við sfldar- verksmiðjuna á Flateyri og næstu sum- ur þar á eftir við Síldarverksmiðju rík- isins á Raufarhöfn. Síðustu ár sfn starfaði Elías við smíðavinnu hjá Vinnslustöð Vest- mannaeyja. Eftir að hann fluttist til Reykjavíkur 1965 vann hann hjá Kassagerð Reykjavíkur á meðan starfs- orka entist og fram til ársins 1981, ým- ist sem verkstjóri, verkamaður eða næturvörður. Jafnaðarstefnan varð órjúfanlegur hluti af lífshlaupi Elíasar. Hann var af þeirri kynslóð, sem stundum er kölluð kreppukratar. Hlutverk þess fólks var að leggja sitt lóð á vogarskál réttinda og velferðarbaráttu venjulegs alþýðu- fólks, sem samfara batnandi lífskjörum þjóðarinnar krafðist hlutdeildar fyrir störf sín. • Baráttan var ekki einvörðungu launábarátta heldur ekki síður réttinda- barátta þar. sem hægt og sígandi var ofið öryggisnet samtryggingar þegn- anna. Ávöxtuhum af framfarasókn þjóðarinnar var beint í auknum mæli í sameiginlegan sjóð landsmanna til að veita nýjum áherslum samfélagsins brautargengi. Þessi barátta var f anda þess sem gerðist á meginlandi Evrópu í kjölfar iðnbyltingar, en uppgangur sjávarút- vegs og fiskvinnslu orsakaði breyting- amar hér á landi. Þátttaka Elíasar í stjómmálastörfum var tengd verkalýðsmálum og málefn- um hins váxandi bæjar. Hann var um árabil formaður verkalýðsfélags Vest- mannaeyja, sat yfir fimmtíu fundi bæj- arstjómar sem varamaður Alþýðu- flokksins og var frambjóðandi hans til þings 1953 og tók oft síðar sæti á lista flokksins. Þær samfélagsdlraunir sem einkennt hafa öldina með tilheyrandi mistökum, öfgastefnum og styrjöldum settu mark sitt á lífshlaup og skoðanir aldamóta- fólksins. Heimsstyrjaldir ógnuðu lýð- ræðishugsjóninni og taka varð afstöðu í málefnum. Það var af uppruna, stöðu og aðstæðum hvers og eins sem menn skipuðu sér í fylkingar á mótunarskeiði stjómmálakerfisins. Ört stækkandi verkalýðsstétt við sjávarsíðuna skóp fylgi Alþýðuflokksins á fyrstu ámm hans og býr hann enn að því í rótgrón- um sjávarplássum allt í kring um land- ið. Pólitíkin átti hug Elíasar afa og fylgdist hann með henni af áhuga með- an lffsorka entist. Á fyrstu ámm starfs síns fyrir Alþýðuflokkinn var þátttaka á Alþýðusambandsþingum samofin starfi Alþýðuflokksins. Klofningurinn 1938 og brottför Héðins úr flokknum var honum minnisstæð og vitnaði hann oft til átakanna sem þar áttu sér stað og lýsti þeim eins og gerst hefðu f gær. Elli afi var eindreginn lýðræðisjafnað- armaður og mat ekki mikils skoðanir fyrram félaga sinna, sem yfirgáfu flokkinn vegna óbilandi trúar á Sovétið og drauminn um byltingu. Áherslur flokkanna tveggja hneigðust síðan sitt til hvorrar áttar fram eftir öldinni. Og fleiri fóra úr flokknum þrátt fyr- ir glæsta afrekaskrá hans. Hannibal, Vilmundur og Jóhanna. Allt þetta fólk, að Héðni meðtöldum, þekkti Elías og mat það að verðleikum, en veittist erfitt að skilja samstöðuleysið. Reyndar átti þetta fólk aðdáun hans umfram marga, en þrátt fyrir það setti hann traust sitt á flokksvélina, þó lftil væri oft og tíðum. Ég er þakklátur fyrir að hafa haft Elías, afa minn, að viðmælanda um fortíð og nútíð í þessum efnum og tel mig hafa öðlast þekkingu á sögunni og skilning á þeim gildum sem hann grandvallaði lífsafstöðu sína á. Hann hafði gaman af að setja á blað kvæði og hendingar og notaði þann hæfileika til að senda skyldmennum og vinum hlýjar kveðjur og til að semja beinskeyttar vísur um menn og mál- efni. Frásagnarhæfileika hafði hann góðan og sló oft á létta strengi í frá- sögnum af samtímamönnum og at- burðum. Ekkert er eðlilegra gangverki lífsins en að kveðja aldinn heiðursmann sem skilað hefur með reisn sínu hlutverki. Viðtaka kynslóðanna, samskipti þeirra og áframhaldandi leit að réttum lausnum er eilífðarverkefni þar sem ár- angur næst með því að líta yfir farinn veg og leggja á vogarskálamar það sem áunnist hefur. Ég kveð Elías, afa minn, með þakklæti og virðingu í huga. Bergsteinn Einarsson.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.