Alþýðublaðið - 21.05.1997, Side 7

Alþýðublaðið - 21.05.1997, Side 7
MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ1997 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 Sólveig Ólafsdóttir "Vorið sínum laufsprota á Ijórann ber, égfer áfund við ástina ífylgd með þér. “ Er það ekki skrítið, elsku Sólveig, að þessar ljóðlínur eftir Þorgeir Sveinbjarnarson koma mér í huga, þegar ég horfi á þig í hinzta sinn á líkbörunum. Húðin er silkimjúk en köld, lífið er slokknað. Þú ert farin. Af jörðu ertu komin, og af jörðu ertu aftur upprisin, þú ert búin að kasta ellihjúpnum og flogin fagnandi á fund við ástvin þinn. Lengi hefurðu beðið endurfundanna - í sex löng ár. Og ég sé þig fyrir mér eins og á myndinni hér fyrir ofan, með stór blá augu og bylgjandi svart hár - þar fer heimasætan frá Strandseljum. í rauninni varstu alltaf á heimleið, Sólveig, heim að djúpi. Þar áttirðu rætur, sem stóðu svo djúpt, að þú varst aldrei nema gestur í öðrum borgum. Isafjörður, Reykjavík, þetta voru viðkomustaðir. Hugurinn var bundinn heimahögunum, heiðunum ávölu, grasinu græna og fjörunni neðan við bæinn. Skrítið, þessi sveitastelpa, sem vildi helzt aldrei verða neitt annað, mátti á vegferð langri gista fjarlæg- ar borgir, sitja til borðs með höfð- ingjum og rökræða við andans menn. Hún vakti aðdáun fyrir rök- festu og mannskilning. En það sté henni aldrei til höfuðs. Æðruleysi var hennar helzta prýði. Ég reyni að rifja það upp, hvenær ég sá þig fyrst, Sólveig, og hvemig þú komst mér fyrir sjónir. Og veiztu það, að ég man það ekki. Eins og þú manst, þá beindist athygli allra að manninum þínum, stríðsmanninum sem fór í vxking og gleymdi öllu öðru. Þú stóðst til hlés, af eðlislægri hógværð, lézt hann hafa orðið. Ég var ung og hafði eignast hlutdeild í syni þínum, yngsta syni þínum. ég skildi það ekki fyrr en mörgum árum seinna, hvað ég hafði tekið mikið frá þér. En þú stóðst til hlés, lífsreynd, umburðarlynd og lítillát. Þú varst hin óeigingjarna móðir, sem aldrei krafðist neins og aldrei barst raunir þínar á torg. Samt fór lífið ekki um þig mjúkum höndum. í lífi mínu hafa verið fjórar konur, allar mér nátengdar og allar veitt mér handleiðslu á vegferð langri - amma, mamma, Malla systir og Sól- veig tengdamóðir mín. Hver á sinn hátt. Og nú hefur Sólveig líka kvatt. Eftir á að hyggja var kannski engin þessara kvenna jafn heilsteypt og tengdamóðir mín, Sólveig. Hún hafði mjög ákveðna lífsskoðun sem hún aldrei kvikaði frá, hvemig svo sem vindar blésu í þjóðfélaginu og tímamir breyttust. Hún þreyttist aldrei á að reyna að sannfæra okkur ungu konumar um gildi móðurhlut- verksins, um fóm hverrar konu við bamsburð og uppeldisstörf. Hún hafði sjálf lagt á hilluna þau störf, sem hugur hennar stóð til, þegar hún fór að eignast börn. Hún helgaði sig uppeldi þeirra, gaf bömunum allt það bézta sem hún átti og kom þeim öllum til nokkurs þroska. Ég viðurkenni núna, Sólveig, að þegar ég var ung og metnaðarfull þá hlustaði ég með öðru eyranu, og fannst annað skipta meira máli en sitja heima með börnum mínum. En eftir því sem ég eldist, verð ég æ sannfærðari um, að allt sem þú sagðir, var satt og rétt. Lífið verður að halda áfram, og við verðunt að tengja kynslóð við kynslóð, annars fer allt úr böndum. Börnin okkar eru tengiliðurinn, ekkert skiptir meira máli. “Að skýra og móta sálar sinnar gull, að síðstu reynist það, sem mestu varðar. “ Þessar fallegu hendingar eftir Guðmund skólaskáld vom kjörorð tengdamóður minnar. Hún var af þessari svokölluðu aldamótakyn- slóð. Sú kynslóð var ekki að velta sér upp úr hamingju eða óhamingju. Þau orð voru ekki til í hennar huga. Lífið snerist urn það að lifa af, eiga í sig og á, gera kröfur til sjálfs sín og varðveita virðingu sína. Hamingja þessarar kynslóðar fólst ekki í ver- aldlegum gæðum heldur í ríkidæmi andans. Og þannig var Sólveig, tengdamóðir mín. Hún kunni að greina hismið frá kjarnanum - „að skýra og móta sálar sinnar gull“. Hvað annað skiptir máli? Þakka þér handleiðsluna. Bryndís Schram. Þegar við heimsóttum Sólveigu ömmu á afmælisdaginn hennar í vet- ur lék hún á als oddi. Hún þakkaði hamingjuóskir okkar með að hafa hafið 94. aldursárið en sagðist ekk- ert skilja í guði að leggja þetta á rík- isstjómina, að framlengja jarðvist hennar í enn eitt skiptið með þeim útgjöldum sem fylgja framfærslu aldraðra. Við hlógum með, enda auðvelt að trúa því að guð rnyndi leyfa okkur að njóta samvista við þessa emu konu fram á nýja öld. Hún var kvik í hreyfingum, fylgdist grannt með fjölskyldunni og pólitíkinni og hug- urinn var hnífskarpur allt undir það síðasta. Hún hafði unun af því að ræða um lífið og tilveruna, ekki síst við ungt fólk og hún hafði til að bera innsæi og snerpu í þeim samræðum, sem fengu mann til þess að stein- gleyma því að þar færi kona á tíræð- isaldri. Það var ekkert kynslóðabil á milli okkar og ömmu, en hún sagðist stundum hafa lifað í tveimur heim- um, slíkar vora breytingamar á ís- lensku þjóðfélagi sem hún upplifði. Það lifnaði yfir ömmu þegar hún tal- aði um uppvöxt sinn á Strandseljum við Djúp, fallegasta stað í heimi, en af lýsingum hennar duldist manni ekki að lífsbaráttan þar var hörð og erfitt hlutskipti þeirra sem urðu und- ir. Stuttu áður en amma dó sagði hún að sér væri í bamsminni fátæk kona sem var tíðum gestkomandi á bæn- um, þetta var ákaflega fríð kona um þrítugt, en þegar hún brosti sást að hún var alveg tannlaus. Baminu sveið þessi sýnilega og sára fátækt og öskaði sér að hún gæti hjálpað þessari konu þegar hún yrði fullorð- in. Þetta var jafnaðarstefna ömmu, að okkur bæri skylda að hjálpa ná- unganum og eyða misrétti, sprottin úr íslenskum vemleika í dögun ald- arinnar. Strandseljafólkið var ekki fátækt á þennan mælikvarða, en þar var ekki heldur mikið veraldlegt ríki- dæmi. Foreldrar ömmu hófu búskap á Strandseljum með sex ær, loðnar og lembdar og að auki áttu þau eina kú í hlutafélagi með öðrum bónda. Amma nam á Núpi í Dýrafirði og á Blönduósi, en á öðmm tíma við aðr- ar aðstæður hefði Sólveig amma kannski fetað frekar menntaveginn. Til þess hafði hún greind og fróð- leiksþorsta, en efnin og aðstæðurnar hvöttu ekki til þess. Sólveig amma okkar lést á mæðradaginn. Dánardagurinn var táknrænn - hún amma mat móður- hlutverkið framar öllu og gegndi því af stakri prýði. Sólveig amma var ættmóðirin mikla, afkomendurnir famir að nálgast fimmta tuginn. Við systkinin bárum til þess gæfu að kynnast Sólveigu ömmu og Hanni- bal afa í Selárdal, við allt aðrar að- stæður en amstur hversdagsins í höf- uðborginni. Amma stóð í ströngu við að elda, þvo og baka og hafa stjóm á stóm krakkastóði, en þó gafst tími til að segja sögur af fyrri tíð. Frásagnargáfan var slík að erfitt reyndist að slíta sig frá ömmu þegar hún minntist liðinnar tíðar. Nú er hún horfin úr þessari jarð- vist og við systkinin og Anna móðir okkar þökkum henni samvistina. Ef það er til Ögurhreppur handan djúpsins mikla þá er ömmu fagnað þar vel nú, en hún lifir einnig í brjóstum okkar sem kynntust henni á langri og farsælli ævi. Hugi, Sólveig, Kristín. Sunnudaginn 11. maí síðast liðinn lést á Landspítalanum Sólveig Ólafsdóttir, ekkja stjómmálaskör- ungsins Hannibals Valdimarssonar. Sólveig fæddist að Strandseljum við Isafjarðardjúp árið 1904 og var á 94. aldursári þegar hún lést. Hún stund- aði nám við Núpsskóla í Dýrafirði, sem var fræðasetur vestfirskra ung- menna þá og lengi síðan og að dvöl- inni þar lokinni við Kvennaskólann á Blönduósi. Þrítug að aldri stofnaði Sólveig heimili á Isafirði með Hannibal Valdimarssyni, síðar alþingismanni og ráðherra. Þá strax gerðist hún virkur þátttakandi í verkalýðs- og stjómmálabaráttu mannsins síns og var ávallt síðan manni sínum, heim- ili og börnum skjól og vöm. Verka- lýðs- og stjórnmálaátökin á þessurn árúm vom svo hatrömm og persónu- leg, að fáir af yngri kynslóðum fá ímyndað sér. Verkalýðs- og stjóm- málaforingjar eins og Hannibal vom skotspónar, dýrkaðir af fylgismönn- um og hataðir af andstæðingum. Atökin vom ekki aðeins við and- stæðinga í öðmm herbúðum heldur einnig við suma þeirra, sem sam- herjar áttu að teljast; enda riðu þá húsum jafnhliða átökunum við póli- tíska andstæðinga og atvinnurek- endavaldið alvarleg innanmein og uppgjör í röðum samtaka launafólks og jafnaðarmanna. Sú heiftrækni og óvild, sem fylgdi þessum átökum, beindist ekki bara gegn þeim ein- staklingum, sem áttust við, heldur líka fjölskyldum þeirra. Heimili Hannibals og Sólveigar fór ekki varhluta af því. Meðan Hannibal háði orrustur sínar á hin- um haslaða velli kom það í hlut Sól- veigar að verja heimavígstöðvamar. Það hlutverk rækti hún af mikilli alúð. Gamall ísfirðingur og baráttufé- lagi Hannibals sagði um Sólveigu, þegar ég spurði hvað honum kæmi fyrst í hug, þegar á hana væri minnst: „Hún var mikil móðir.“ Það mun ekki ofmælt. Sá sonur hennar, sem ég er kunnugastur, bar fyrir henni mikla virðingu og ástúð. Sama mun einnig vera að segja um hin börnin. Það mun ekki hafa verið að ástæðulausu. Hannibal hafði marga og góða kosti, en hann var mikið fjarvistum frá fjölskyldunni starfa sinna vegna og hvorki safnaði hann skotsilfri né eignum á ferli sín- um. Það var því fremur Sólveig en hann, sem sá um uppeldi bamanna og fjölskyldulífið og hafði oft ekki úr þeim efnum að spila, sem mölur og ryð fá grandað. Þó vettvangur Sólveigar væri fyrst og fremst heimilið og varð- staða um velferð fjöskyldunnar skoraðist hún ekki undan því að ganga fram fyrir skjöldu, þegar hún taldi að þess þyrfti við. Hún var virk í starfi Alþýðuflokksins á Isafirði og gegndi meðal annars formennsku í Kvenfélagi Alþýðuflokksins þar. Til stuðnings við mann sinn og málstað hans tókst hún það verk á hendur að bjóða sig fram gegn bróður sínum, Friðfinni, í Norður- ísafjarðarsýslu í átakakosningunum 1956, þegar Hannibal hafði horfið úr Alþýðu- flokknum og gerst forvígismaður kosningabandalags undir nafninu Alþýðubandalagið. Ekki mun Sól- veig hafa gengið glöð til þess leiks, enda segja mér fróðir menn, að ekki muni hún hafa verið allskostar sátt við þá atburðarás, sem á undan var gengin - enda ef til vill ekki vitað nákvæmlega um öll málsatvik. En eiginmaðurinn þurfti á stuðningi hennar að halda og honum brást hún aldrei. Sólveig Ólafsdóttir var vel gefin skýrleikskona, glaðsinna og kát eins og ættmenni hennar em orðlögð fyr- ir. Hún átti ýmsum erfiðleikum að mæta á lífsleiðinni, en lét þá aldrei buga sig. Tók því með æðruleysi, sem að höndum bar. Það hefur vart verið tilhlökkunarefni fyrir konu á fullorðinsaldri að hverfa úr þeirri hringiðu mannlífsins, sem hafði svo lengi verið hlutskipti hennar og hennar fólks, í fásinnið í einangraðri sveit vestur í Selárdal. Draumur Hannibals við verkalok var að end- urreisa það gamla höfuðból til vegs og virðingar; stunda þaðan útræði, yrkja jörðina og uppfræða æskulýð í rómantískum anda hins gamla sveitasamfélags í dögun upplýsinga- aldar. Sá draumur gat aldrei ræst, enda andstæður öllum þeim breyt- ingum, sem þjóðmálabarátta Hanni- bals og samferðamanna hans hafði fengið áorkað. Eftir andlát Hannibals Valdimars- sonar bjó Sólveig að sínu hér í Reykjavík og gat nú varið öllum sín- um tíma í samfélagi við böm sín og barnaböm, sem henni var svo um- hugað um. Oft gerast þau atvik í mannsævinni, sem á óvænt koma. Fáir myndu hafa spáð því, að yngsti sonur þeirra Sólveigar og Hannibals ætti eftir að verða setjast í sæti föð- ur síns sem formaður Alþýðuflokks- ins - Jafnaðarmannaflokks Islands og sitja í þeim stóli næstlengst allra þeirra manna, sem gegnt hafa þar formennsku frá upphafi. En svo varð nú samt og Sólveig varð aftur þátttakandi í lífi og starfi annars glæsilegs stjórnmálaforingja, sem stríð hefur jafnan staðið um. Nú em leiðarlok. Eftir aðsvif, sem Sólveig fékk á heimili sínu, lá leiðin á Landspítalann og þar lauk lífi hennar eftir fárra daga sjúkrahús- vist. Hún fékk hægt andlát. Flokkur- inn hennar garnli, Alþýðuflokkur- inn, sendir henni kveðjur og þakkir. Ég ber henni líka kveðjur frá göml- um vinum og samferðamönnum vestan af ísafirði. Börnum hennar, bamabömum og barnabamabömum sendum við einlægar samúðarkveðj- ur. Hún var ykkur öllurn rnikil móð- ir. Sighvatur Björgvinsson, formað- ur Alþýðuflokksins - Jafnaðar- mannaflokks Islands. Móðurástin er himnesk. Hún leiðir okkur og verndar og er alltaf svo góð. Hún fyrirgefur allt og finnur alltaf rétta augnablikið til uppörvun- ar. Systir Ijóssins, sem glæddi lífið og vonina í mannkyninu. Sólveig var yndislegur fulltrúi móðurástarinnar. Hún fylgdist með bömum sínum og barnabömum, studdi þau í blíðu og stríðu og gladdist með þeim á góðri stundu. Andstreymið brotpaði á henni, hún var skjólið þar sem sprotamir döfn- uðu. Ég kynntist Sólveigu fyrst fyrir nær aldarfjórðungi, þegar við Frið- finnur heitinn, bróðir hennar, heim- sóttum þau Hannibal í Bogahlíðina. Vomm reyndar að hvetja kempuna miklu og heimilisföðurinn að mynda ríkisstjóm. Sólveig tók á móti okkur með kankvísu brosi og innti okkur eftir því, hvort Alþýðu- flokkurinn hefði jú virkilega áhuga á pólitík. Við dmkkum kaffi og borð- uðum kökur, milli þess að Friðfinn- ur sagði mági sínum ótæpilega álit sitt á viðmælendum hans, en síminn þagnaði ekki allan tímann sem við vomm, - stóðu greinilega öll spjót á Hannibal, sem oft áður. Sólveig var Vestfirðingur að ætt og uppruna, þeirrar gerðar sem gaf okkur frelsishetjuna Jón Sigurðsson og Kristrúnu í Hamravík. Gullkistan í Djúpinu brást aldrei Islendingum og öldum saman sóttu stórveldi Evr- ópu, Bretar og Frakkar björgina í Vestfjarðamið. Sólveig bar glögg merki síns fagra og gjöfula héraðs, sem þó hef- ur mætt svo miklu andstreymi vegna breyttra atvinnuhátta þjóðarinnar. Sjálfsagt hefur það ekki verið tekið út með sitjandi sældinni að vera þingmaður Vestfjarða og forseti ASI að auki. Dugnaður og staðfesta verða aðall eiginkvenna slíkra manna, drengskapur og hlýtt viðmót dagfarið. Yngsti sonurinn á heimilinu helg- aði sig stjómmálum. Jón Baldvin varð foiTnaður Alþýðuflokksins, eins og faðir hans hafði verið, og nú vissi Sólveig aftur að Alþýðuflokk- urinn hefði áhuga á pólitík. Sonur- inn varð þjóðhetja í mörgum lönd- um og lét ekki hótanir eða skrið- dreka alræðisins stöðva sig frekar en Jeltsín Rússlandsforseti. Sáu rnenn svipmikil vestfirsk fjöll í traustri skapgerð og göfuglyndi elskandi móður. Gömlu stórveldin í Evrópu ákváðu líka að hætta að hatast og fara að vinna saman. Þrátt fyrir tvær heimsstyrjaldir á öldinni var hið Evrópska efnahagssvæði stofnað um frið og framfarir. Hverjir gáfu tóninn á stofnfundinum? Delors, - faðir Evrópusambandsins, gestgjaf- inn, utanríkisráðherra Portúgal, Aníbal Costa da Silva, og sonur Sólveigar, íslenski utanríkisráðherr- ann, Jón Baldvin Hannibalsson, talsmaður EFTA ríkjanna. Islendingar hafa átt sínar stóra stundir á alþjóðavettvangi, sem eðli- legt er. Upplag þjóðarinnar, saga og menning lítur svo ákveðið í þá átt. Stofnun EES er vissulega ein þess- ara stóra stunda. Forystuhlutverk Jóns Baldvins þar sannar það, eins og svo margt annað, að smæð og fá- rnenni þjóðar skiptir engu máli þeg- ar hæfileikar, dugnaður, kjarkur, agi og góður hugur einstaklingsins eru til staðar. Þá hrynja múramir og landamærin eins og óttinn og efa- semdimar sem ást og umhyggja góðra foreldra blæs út í buskann. Ég votta börnum, bamabörnum, ættingjum og vinurn öllum nu'na dýpstu samúð. Sólveigu þakka ég fögur orð og stuðning. Algóður Guð, ástar og gleði, taki hana sér að hjarta og veiti henni sinn frið. Guðlaugur Tryggvi Karlsson.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.