Alþýðublaðið - 22.05.1997, Blaðsíða 2
2
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 22. MAÍ1997
Brautarhoiti 1 Reykjavík Sími 562 5566
Útgáfufélag
Ritstjóri
Auglýsingastjóri
Auglýsingasími
Auglýsinga fax
Dreifing og áskrift
Umbrot
Prentun
Ritstjórn
Fax
Alþýðublaðsútgáfan ehf.
Össur Skarphéðinsson
Ámundi Ámundason
562 5576
562 5097
562 5027
Guðmundur Steinsson
ísafoldarprentsmiðja hf.
Sími 562 5566
562 9244
Askriftarverð kr. 1.500 m/vsk á mánuði.
Afrek á Everest
Þegar Bretinn Edmund Hillary komst ásamt sherpanum da
Tenzing við illan leik á hæsta tind Everest fyrstir manna þann 29.
maí árið 1953 vakti það heimsathygli. Ganga þeirra á tindinn var
lokahnykkur fjölmargra árangurslausra tilrauna margra áratuga til
að leggja Everest að velli, og öll heimsbyggðin fylgdist með tilraun
Hillarys.
Hin mikla athygli sem leiðangur þeirra fékk stafaði af sífelldri
þrá mannsins til að leggja undir sig ný lönd og ónumin. Hin upp-
haflega ganga tvímenninganna á Everest var manninum einskonar
landnám í tvennum skilningi. Hún sýndi að hann gat lagt á sig erf-
iði sem vísindamenn þeirra tíma töldu tvísýnt að hann gæti staðið
undir, því á tímum Hillarys og Tenzing höfðu menn ekki viðlíka
stoðbúnað og í dag, til að mynda notaði Hillary ekki súrefni.
Nú hafa þrír íslenslcir ofurhugar lagt Everest að velli. Á okkar
íslensku vísu er afrek þeirra engu minna en þegar heimurinn fylgd-
ist andaktugur með tvímenningunum árið 1953. Kanski er það
bamalegt, og örugglega hégómlegt, en vissan yfir því að eiga að
löndum þrjá slíka ofurhuga, sem með frábærri blöndu af kappi, for-
sjá og þolgæði, fylgdu í fótspor Hillarys og da Tenzings, fyllir
menn örlitlu meira stolti yfír því að vera Islendingur.
Landvinningaþráin er eðlishvötin sem leiddi til þess að ísland
byggðist, og að afkomendur landnámsmannanna fundu Ameríku.
Líkt og hjá Hillary og da Tenzing er afrek íslendinganna þriggja
líka táknrænt landnám í tvenns konar skilningi. Það skapar þjóð-
inni orðstír meðal annarra þjóða, og vinnur henni þarmeð ný lönd.
Meiru skiptir þó, að afrek þeirra sýnir okkur sjálfúm, að þó menn
komi frá lítilli þjóð geta þeir með þrautseigju og þjálfun að lokum
komist hærra en nokkur annar í öllum heiminum.
Einsog Everestfaramir eigum við að setja markið á tindinn.
Frjálslyndir læknar og
lyfjafræöingar
í gær kom fram í fréttaskýringu í blaðinu að gmnur leikur á um
að notkun á lyfinu Dycykloverin hafí hugsanlega valdið andnauð
hjá ungbömum sem hefur verið gefíð lyfið við ungbarnakveisu.
Lyfið er óskráð en flutt inn á undanþágu með heimild frá Lyfja-
nefnd, samkvæmt beiðni lækna, en varað er við því hjá framleið-
anda, að gefa það yngri komabömum en sex til átta vikna. Þrátt fyr-
ir það var komið með fjögurra vikna bam sem hafði fengið öndun-
arstopp á bamadeild Hringsins, en það hafði tekið lyfið samkvæmt
uppáskrift frá heimilislækni tvisvar á dag um tíma.
Lyfjanefnd var ókunnugt um málið en engin tilkynningaskylda
er frá læknum til nefndarinnar um munstur aukaverkanna þrátt fyr-
ir að nefndin eigi að fjalla um leyfi lækna til að ávísa lyfinu, það er
brot á EES samingum um aukaverkunarskrá lyfja. Það er einnig
umhugsunarvert að lyf á EES svæðinu þurfa að fá formlega stað-
festingu heilbrigðsyfirvalda eftir að sérfræðingar hafa yfirfarið öll
gögn sem að þeim lúta, því er framfylgt að því er varðar skráð lyf,
en þegar kemur að óskráðum lyfjum er það alfarið á ábyrgð lækn-
anna sjálfra hvað þeir em að biðja um fyrir hönd sjúklinga sinna.
Nefndin virðist taka á þeim málum eingöngu uppá punt og leggja
metnað sinn í að vera frjálslyndur, enda skili gögn frá læknum sér
misjafnlega.
Þegar kemur að lyfinu Dycykloverin sem er gefið við ungbama-
kveisu sem vissulega tekur á taugar foreldranna en gengur yfir og
er ekki hættuleg, er undarlegt að því skuli vera ávísað í stómm stíl,
lyfi sem getur haft alvarlegar hliðarverkanir, svo sem sljóleika,
þreytu, óreglulegan hjartslátt og öndunartruflanir.
Það skildi þó aldrei vera að læknar væm stundum líka
frjálslyndir þegar kemur að því að skrifa út lyfseðlana sjálfa.
Peking er staðurinn
Annað fólk hefur að vonum fund-
ið sér annan miðdepil í veröldinni og
það er líka allt í lagi. Til dæmis
kemst William Heinesen fallega að
orði um sinn í Fjandinn hleypur í
Gamalíel í þýðingu Þorgeirs Þor-
geirssonar (1978) sem þá skrifaði sig
enn með tveimur essum: „Eins og ég
hef margítrekað, varla þó nægjanlega
oft né kröftuglega því enn virðist
vera til fólk sem efast um þetta; þá er
miðpunktur alheimsins einmitt í Fær-
eyjum og heitir Þórshöfn."
f góðu samræmi við máltækið að
leita langt yfir skammt hef ég aldrei
komið til Þórshafnar. Aftur á móti
hef ég einu sinni komið til Oslóar.
Það var um hávetur í hörðu frosti.
Eftir klukkan tíu á kvöldin var ekki
hægt að kaupa sér kaffibolla hvað þá
meir. En síðan eru liðin mörg ár eins
og þar stendur og bæjarbragurinn
víst allur annar. En því nefni ég Osló
til þessarar sögu að sú borg var mið-
depillinn í tilveru næsta heimildar-
manns, hungurmeistarans í Sulti
Hamsuns og hét þá enn Kristjanía.
1
„Það var á þeim árum, þegar ég ráf-
aði um og svalt í Kristíaníu, þessari
undarlegu borg, sem enginn yfirgefur
fyrr en hann hefir látið á sjá,“ sem
Halldóri Laxness þykir nokkuð dauf-
leg þýðing Jóns frá Kaldaðamesi á at
bli mærket. „Ég held það þýði: án
þess að bíða tjón á sálu sinni, amk
bera þess merki; þess bera menn sár,
stendur einhverstaðar hjá okkur,“
segir Halldór í sínu ágæta skáldverki
Ungur ég var.
Nei. Peking er staðurinn - eða
Beijing, eftir því hvaða stafrófsnálg-
unarkerfi maður aðhyllist og notar til
að bera fram kínversk tákn. Beijing
er nær framburðinum en Peking, en á
móti kemur að síðamefnda orðmynd-
in hefur aldagamla hefð að baki sér
og því ætla ég að halda mig við hana
- og Kína í víðara samhengi Ég hef
áralanga búsetureynslu af því hve
öflugur hinn kínverski menningar-
heimur er. Hann læsir klónum í hvem
þann sem gefur færi á sér og sleppir
ekki þaðan í frá. Ég vona reyndar að
við þessar fáu hérlandshræður sem
höfum átt heima í Miðrikinu um ein-
hverra ára skeið og gert Kína að
hluta af okkar reynsluheimi höfum
ekki látið á sjá í Sultarmerkingunni
hér að framan. Hitt efast ég ekki um
að við bemm þess merki.
Hvað er þá svona merkilegt við
þetta kínverska mannlíf og menning-
arheim? Mér er ljúft að reyna að
segja lesendum Alþýðublaðsins und-
an og ofan af því í nokkrum hálfs-
mánaðarpistlum. Þetta verður ekki
merkileg sagnfræði, og kannski á
stundum vangaveltur um smotterí og
tittlingaskít frekar en stórvægilega
atburði eins og landanum er títt. Öðr-
um þræði er tilgangurinn líka að
halda til haga ýmislegu sem var en er
ekki lengur í Pekingborg sem hefur
breyst flestum öðmm meira og örar.
Víst státar Osló af liprari og fjöl-
breyttari greiðasölu en þegar ég átti
þar leið um fyrir löngu og ekki skal
ég gera lítið úr því, en kennileiti á
borð við aðalstrætið Karl Jóhann er
þó á sínum stað og að mestu í sömu
mynd skilst manni. Peking aftur á
móti þekkir maður ekki fyrir sömu
borg. Ég átti þar heima á árunum
1976 til 1981, þvældist um allt á
reiðhjóli og stærði mig af því að
þekkja borgina út og inn. I skreppitúr
í hittifyrra varð ég svo fyrir þeirri
Tvíhlgypor
Hjörleifi
Sveinbjc
son
skrifar
m»n
niðurlægingu að villast þama á sama
farartæki, og það svo illilega að ég
varð að spyrja þónokkrar umferða-
löggur til vegar áður en villan rann af
mér.
Þetta, að þurfa stöku sinnum að
brjóta odd af oflæti sínu, vera rekinn
á gat og neyðast til að viðurkenna
vanmátt eða götótta þekkingu, er
hverjum manni reyndar hollt og
þroskandi fyrir sálina vegna þess að
það kennir manni hógværð og að
taka sig ekki alltof hátíðlega. Því
gleymi ég til að mynda aldrei aldrei
hve rækilega ég var rekinn á gat í ís-
lenskum bókmenntum þegar ég var
Ég hef áralanga bú-
setureynslu af því hve
öflugur hinn kínverski
menningarheimur er.
Hann læsir klónum í
hvern þann sem gefur
færi á sér og sleppir
ekki þaðan í frá.
nýkominn til Peking haustið 1976 og
heimamenn fóru að rekja úr mér
gamimar. „Jæja, svo þú ert frá Is-
landi, jahá. Ég hef einmitt lesið
skáldsöguna íslenskir sjómenn,"
sögðu margir minna nýju viðmæl-
enda. Svo röktu þeir fyrir mér ein-
hverjar glefsur úr bókinni og höfðu
einkum staðnæmst við harðræðið
sem var hlutskipti sjómanna við Is-
land fyrr á tíð.
Ég hlustaði á þetta eins og tröll í
heiðríkju og kannaðist ekki við bók-
ina. Reyndar lét ég lítið á því bera,
enda þóttist ég betur að mér í íslensk-
um bókmenntum en svo að ég gæti
verið þekktur fyrir að láta hvem Kín-
verjann á fætur öðmm reka mig á gat
á mínum eigin heimavelli. En ekki
gat ég áttað mig á því hvaða bók allt
þetta fólk var að tala um og var þó
fljótlegt að hvima yfir sviðið; hvaða
skáldsögur hafa íslenskir rithöfundar
svosem samið um samlanda sína í
sjómannastétt? í svipinn mundi ég
eftir nokkmm smásögum eftir Jónas
Amason og þar með upptalið. Það
var ekki fyrr en seinna að það rann
upp fyrir mér að þessi „íslenska"
skáldsaga var alls ekki íslensk heldur
frönsk og var eftir Pierre Loti.
Það breytir þó engu um móralinn í
sögunni, þar sem ég hélt allan tímann
að um íslenskt skáldverk væri að
ræða og stóð því miður á gati. Að
sínu leytinu er þetta hliðstætt atviki
sem kom fyrir mig þegar ég dvaldi
sumarlangt við kvikmyndaleik í
Kanton, næsta bæ við HongKong
(Guangzhou og Xianggang sam-
kvæmt nýju stafsetningunni), en sú
sumarvinna var þannig til komin að
það vantaði stómefjaðan og bláeygan
skúrk að vestan í tiltekna bíómynd
sem verið var að taka þar í borginni.
Þama eignaðist ég kunningja sem
vildu kynna mér hinar fáfamari slóð-
ir kínverskrar matargerðarlistar og
buðu mér heim til að snæða með sér
einn sérlegan rétt þar sem uppistaðan
var rottukjöt. Mér leist ekki meira en
svo á, en ákvað að láta slag standa
þar sem ég vildi kanna eigið þanþol
gagnvart framandi matreiðslu. Svo
var rétturinn borinn á borð. Þetta var
dökkrautt kjöt í smáum bitum og ég
lét mig hafa það að smakka, en svo
ekki meir. Ég hafði fundið mín mörk
í þessum efnum.
Ekki var ég betur að mér í tungu-
málinu en svo þegar þama var kom-
ið sögu að ég misskildi húsráðendur í
fyrstu þegar þeir sögðust ekki hafa
getað útvegað rottukjötið, enda
reyndar ekki hlaupið að því. Kjötið
sem.borið var fram var með öðmm
orðum af einhverju allt öðm og
geðugra dýri. En söm var mín gerð-
in: Ég stóð sem sagt í þeirri trú að ég
væri að leggja mér rottukjöt til
munns, og það er það sem gildir.
Aðeins aftur að bókinni íslenskir
sjómenn sem reyndist vera þýðing úr
frönsku. Þau vom fleiri dæmin um að
Kínverjar vissu sitthvað um ísland á
þessum árum. Mér þótti reyndar ekki
einleikið hve fróðir menn vom um
þetta örsmáa, fámenna land á
heimsenda. En svona var nú þetta. Is-
land könnuðust menn gjaman við þó
að önnur evrópsk smáríki á borð við
Danmörku og Belgíu væm mjög í
þoku fyrir þeim.
Skýringarinnar var að leita í „upp-
byggilegri" fréttamennsku áranna á
undan. Ríkisreknum dagblöðunum í
byltingarríkinu þótti það sumsé til
mikillar fyrirmyndar hve ódeigir Is-
lendingar vom að standa uppi í hár-
inu á Bretum í nýliðnum þorskastríð-
um, og gerðu mikið úr kjarki og sam-
heldni smáþjóðarinnar gegn ásælni
stórveldisins. Bentu fréttamiðlar á að
þetta væri lýsandi fordæmi smáum
og kúguðum þjóðum sem enn ættu
eftir að hrista af sér klafa nýlendu-
drottnunar gömlu herraþjóðanna. í
bland við þennan rauða þráð flutu
svo með ýmsir fróðleiksmolar um
land og þjóð eins og gengur.
Síðan þá hefur fréttamatið breyst
eins og annað og er orðið hlutlægara
og kaldara. Og talandi um kulda,
svona í lokin: Merkilegt nokk hafa
Kínverjar þýdd nafnið á landinu okk-
ar bókstaflega og kalla Bingdao sem
útleggst íseyja og fer hrollur um alla
sem heyra. Hitt má nefnilega heita
regla að þýða örnefni og mannanöfn
með runu af hljóðum sem líkjast því
sem verið er að þýða, en aftur á móti
er merkingin víðs fjarri. Dæmi um
þetta er Danmai fyrir Danmörku og
Nuowei fyrir Noreg: líkt en merking-
arlaust. Sama gildir um nafnið á
borginni þar sem þetta er skrifað. Það
hefur ekkert með reyk eða vík að
gera, en þar á móti fáum við rununa
Leikeyaweike.