Alþýðublaðið - 23.05.1997, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 23.05.1997, Blaðsíða 1
MÞÍÐMMD Fimmtudagur 23. maí 1997 Stofnað 1919 65. tölublað - 78. árgangur ¦ Sveitarfélögum var heitið að tekjutap vegna afnáms aðstöðugjaldsins myndi bætt Munar 770 milljónum á einu ári fyrir Reykjavíkurborg Þegar aðstöðugjaldið var afnumið, á árinu 1993, var sveitarfélögunum heitið að tekjutap þeirra þess vegna yrði bætt. Við það hefur ekki verið staðið. Mestu munar þetta fyrir Reykjavíkurborg, en borgin hafði hlutfallslega meiri tekjur af aðstöðu- gjaldinu en önnur sveitarfélög. A ár- inu 1992, sem var síðasta ár aðstöðu- gjaldsins, voru meðalskatttekjur borgarinnar á hvern íbúa 116 þúsund krónur, en á síðasta ári voru skatt- tekjurnar 109 þúsund krónur á íbúa, að meðaltali. Munurinn milli þessara ára er því sjö þúsund krónur, sem lætur nærri að vera um 770 milljónir króna. Nánast árlega bætir ríkisvaldið álögum á sveitarfélögin með nýjum eða breyttum lögum, án þess að skapa alltaf tekjur á móti. Með þessu hefur þrengt að rekstri sveitarfélaga, sem víða er erfiður. Þegar ríkisstjórnin ákvað að lækka skattgreiðslur almennings, í kjólfar kjarasamningar var meðal annars gert ráð fyrir að sveitarfélögin lækk- uðu skatta á borgarana. „Við inn- heimtum lágmarskútsvar, samkvæmt lögum, og komumst því ekki neðar," sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri. Sem dæmi um hvað þrengt hefur að í rekstri sveitarfélaga má nefna að á árunum 1991 til 1004 jukust skuld- ir borgarsjóðs um 7,7 milljarða. Hjá borginni hefur tekist að spyrna við fótum, því á síðasta árí lækkuðu skuldirnar, að vísu ekki mikið, eða um fjórar milljónir króna. ¦ Framkvæmdastjóri kærður fyrir fjárdrátt Dróað sér sjö milliónir ¦ Áfengismeðferð á'Vogi Ungu fólki fjölgar „Og heldur áfram að fjölga," segir læknir á Vogi Um 290 manns eru nú á biðlista eftir áfengismeðferð á Vogi að sögn Guðbjörns Björnssonar læknis hjá SÁÁ. Það þýðir um þriggja til fjög- urra vikna bið á hvern einstakling en þeir sem eru að koma í fyrsta skipti hafa forgang og eins þeir sem eru mjög veikir. "Ungu fólki 25 ára og yngri hefur fjölgað gríðarlega, það er mikil aukn- ing bara ef litið er til þess sem er lið- ið af þessu ári," segir Guðbjörn og bætir við að sjálfsagt sé enga einhliða skýringu að fmna á þessu: „En blönd- uð neysla hefur aukist mikið, auk þess sem hún er harðari og fólk er því fljótara að brjóta sig niður. Það virð- ist líka vera ákveðin viðhorfsbreyting í gangi hjá ungu fólki, það er hægt að sjá merkja hana með því að oft fylgja vinir og kunningjar í kjölfar hvers annars inn í meðferð." Um þá umræðu að bjórkynslóðin sé að skila sér inn í meðferð, segir Guðbjörn: „Bjórinn skiptir engu til eða frá. Það á að vera jafn erfitt að ná í bjór og vodka. Mynstrið er að breyt- ast en það er ekki höfuðmálið hvað er drukkið. Áttatíu prósent að því magni sem er drukkið drekka alkólhólistar." Um helgina mun verða gengið í hús með álfinn, en söluandvirðið rennur til forvarnarstarfs meðal ungs fólks. Sólveig Olafsdóttir, ekkja Hannibals Valdimarssonar, fyrrver- andi formanns Alþýðuflokksins, var borin til grafar sfðastliðinn miðvikudag. Sólveig tók mikinn þátt í félagsstórfum Alþýðu- flokksins og var um skeið formaður Kvenfélags Alþýðuflokks- ins á ísafirði. Hún var á 94. aldursári þegar hún lést. Málið er alvarlegra en talið var í fyrstu segja forsvarsmenn fyrirtæk- isins og hafa óskað eftir opinberri rann- sókn þrátt fyrir áð játn- ing liggi fyrir Flutningamiðstöð Norðurlands hefur kært fyrrum framkvæmdastjóra fyrirtækisins fyrir fjárdrátt en um er að ræða upphæð sem nemur sjö milljónum króna og er að hluta til bein úttekt af bankareikningum fyrir- tækisins og kostnaður sem bókfærð- ur var án skýringa eða færður á ófull- nægjandi hátt. Framkvæmdastjórinn hefur játað fjárdráttinn og lýst til fús- an til að hjálpa til við að upplýsa málið og endurgreiða þá fjármuni sem um er að ræða. Þrátt fyrir það hefur fyrirtækið falið lögmanni sín- um að óska eftir opinberri rannsókn. Ákærði var var ráðinn fram- kvæmdastjóri Flutningamiðstöðvar- innar í júm' árið 1995. Hann sagði upp starfi sínu áttunda apríl að ósk stjórnar Flutningamiðstóðvarinnar en ekkert hafði komið fram á þeim tíma sem benti til fjárdráttar. Við innri endurskoðun félagsins vöknuðu hinsvegar grunsemdir um að ekki væri allt með felldu í rekstrinum og sá grunur var síðar staðfestur af end- urskoðanda. AST OOMPUTÉ R bin mest sei pa fyr i r I, fflíysW; fyrir þá frqmsækhu ¦ t æ k i a t o 1 \fa a l sTa ndi. T fenni saifemast bestu kostirnir o g ný g nýjasta tæknin AST Bravo • Pentium og Pentium Pro tölvur • Þriggja ára ábyrgð • EJS þjónusta 133 MHz Pentium. Tilboðsverð Irá 124.500 kr., stgr.m/vsk. Sími 563 3050 Grensásvegur 10 • Bréfasími 568 7115 http://WWW.ejs.is • sala@ejs.is

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.