Alþýðublaðið - 23.05.1997, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 23.05.1997, Blaðsíða 6
ALÞYÐUBLAÐiÐ minnm FÖSTUDAGUR 23. MAÍ1997 Sólveig Ólafsdóttir frá Strandseljum Fædd 24/2 1904 - dáin 11/5 1997 Hún amma mín var stór kona. Sú stærsta sem ég hef kynnst. Hún gnæfði svo himinhátt yfir mig í reynslu, þekk- ingu og styrkleika. Á milli okkar voru rúm sjötíu ár, enda amma og afi að mestu sest í helgan stein þegar ég kom í heiminn. Ég missti því af Selárdals- sumrunum, sem eldri frændsystkinin tala um með glampa í augum. Þar sem amma synti í sjónum með selunum og afi naut sín á æskuslóðunum. En ég naut þeirra forréttinda að vera yngsta barnabarnið í fjórtán ár, og átti alltaf öruggt skjól í hlýjum faðmi þeirra í Bogahlíðinni. Það var ekkert til sem hét kynslóðabil á því heimili. Hver ein- staklingur var jafn merkilegur, hvort sem hann var fimm ára eða fimmtugur. Menntaskólaárin liðu með hádegismat hjá þeim, þar sem afi las upp úr blöðun- um og þau ræddu það sem efst var á baugi í stjórnmálunum. Og í einfeldni minni fannst mér að svona hlyti þetta alltaf að verða. Það var stór missir fyr- ir ömmu þegar afi fór og hennar eigin líkamsþrek að þverra. Við það var hún ekki sátt og það kom fyrir að ég kom að henni hálfri inni í ísskáp að þrífa og af- frysta - 92 ára gamalli. Hún hafði séð Bækur til sölu Árbækur Espólíns 1.-12. bindi, skb., Flateyjarbók 1.-3. b. (frumútg. 1868), Flateyjarbók 1.-4. b., útg. Sig. Nordals 1944, skb., Maríu saga 1-2, útg. Ungers 1871, Heilagra manna sögur 1.-2. b., útg. sama 1877, Deildartunguætt 1.-2. bindi, Ættarskrá Bjarna Hermanns- sonar og mikill fj. ýmissa ættfræðirita, Alþingishátíoin 1930, Lýöveldishátíðin 1944, bækur um aörar hátíöir sögunnar og afmælisrit félaga, Árbækur Reykjavíkur 1786-1936 e. Jón bisk- up Helgason, Verkleg sjóvinna e. Ársæl Jónasson kafara, Tímaritiö Veiöimaöurinn 1.-80. hefti, ib. eintak, einnig annað eintak, ób.m.k., Náttúrufræ&ingurinn 1931-1965, ib. sett, Sama verk 1931-1980, ób.m.k., Læknablaöio 1915-1966, ib. eintak, Heilbrigðisskýrslur 1881-1971, ib. sett, Hlynur, tímarit samvinnumanna 1.-19. árg., skb., Leikhúsmál, tímarit Haraldar Bjömssonar 1.-10. árg. 1940-1949, vandað handb. skb., tímaritið Líf og list 1.-4. árg. með fylgiblöðum, Hádegisblaðið 1940 (með greinum e. Stein Steinarr), Tímaritiö Óðinn 1.-32. árg., ib. skb., Salomonsens Konversationsleksikon 1.-26. bindi, (náma um íslenzka og norræna menningar- og persónusögu), Tímarit laganema Úlfljótur, 1.-40. árg., allt frum- prent, ób.m.k., Tímaritið Vaka 1.-3. árg. (útg. Sig. Nordal o.fl.), einnig ób. sett, Hver er maður- inn 1-2, frægt ættfræðirit, ób. eintök, Lækningabók Jónassens landlæknis 1884, gamalt skb., Lækningabók Jóns Péturssonar, Kh. 1834, ób., Um eðli og heilbrigði mannlegs lík- ama e. Jónassen, ýmis gömul Sjómannaalmanök, Almanak Þjóðvinafélagsins frá upphafi, ób.m.k., mörg eintök, Frá Djúpi og Ströndum e. Jóhann Hjaltason, Stríð fyrir ströndum e. próf. Þór Whitehead, Kolkrabbinn, ævintýrabók Örnólfs Árnasonar, Pað vorar um Austur- Alpa, lofgjörð Knúts Arngrímssonar um Þriðja ríkið, Byltingin á Spáni e. Þórhall Þorgilsson, í styrjöldinni á Spáni e. Hallgr. Hallgrímsson, Bifreiðabókin 1931 (með bílnúmeraskránni gömlu), Strandamannabók e. Pétur frá Stökkum, Flóra 1-6, tímar. um grasafræði, ísl. tunga 1-6, tímarit um ísl. málvísi, Tímarit Halldóru Bjarnadóttur, Hlín 1.-40. árg., kplt, Hagskýrslur íslands 1.-75. hepti, ib. Weilbachs Kunstner Leksikon 1.-3. bindi, skb., Ljós yfir landi, hirðisbréf dr. Sigurbjarnar Einarssonar og ýmsar aðrar af bókum hans herradóms, Skrá um prentaöar íslenzkar bækur 1874 (aleina bókaskráin, sem Landsbókasafn íslands hefur út gef- ið), Skýrslur um landshagi á íslandi 1.-5. bindi, ib., Palæografisk Atlas, öll bindin þrjú, Ant- iquités Russes d'aprés les monuments historiques des Islandais..., útg. C.C. Rafn 1850-1852, ób. sett, Prozessbericht úber die Strafsache des sowjetfeindlichen trotzkiistischen Zentr- ums, Moskva 1937 (heimildaútgáfa sovéskra yfirvalda um réttarhöldin, sem Laxness prísaði í Gerska ævintýrinu 1938), Iðnsaga íslands 1-2 (þar í ísl. byggingasaga), Úr landsuðri e. Jón Helgason, frumútg. 1938, vandað handb. skb., Öll verk Augusts Strindbergs á sænsku 1.-238. hepti, ób. (fyrsta heildarútg.) Gyldendals bibliotek 1.-53. bindi, skb., Frumútgáfa á mynd- og textaverki e. Andy Warhol, 1967, Þjóðsagnabók Ásgríms Jónssonar, Þjóðsögur og ævintýri útg. Einars Ól. Sveinssonar og margar af bókum þess höf., íslenzk myndlist 1-2 e. Björn Th. Bjórnsson, Örnefni í Vestmannaeyjum e. Þorkel Jóhannesson, Leyndardómar Parísarborgar 1.-5., ób., Eldur og regn e. Vigdísi Grímsd., Þangað vil ég fljúga, Ijóð Ingi- bjargar Haraldsdóttur, Corda Atlantica e. Karl Einarsson Dunganon, hertoga af Skt. Kildu, Sælueyjan á ísl. e. Strindberg, Síðasti bærinn í dalnum e. Loft Guðmundsson og fjöldi gam- alla ísl. barnabóka, Barn náttúrunnar e. Halldór frá Laxnesi, frumútg. fyrstu bókar skáldsins, 1919, ób.m.k., Kaþólsk viöhorf e. sama, Sjö töframenn, ób.m.k., frumútg., auglýsingaskjal um Vefarann mikla frá Kasmír, undirritað af nóbelsskáldinu 1927, Það blæöir úr morgunsár- inu e. Jónas E. Svafár, frumútg., ób.m.k., Kvæði Eggerts Ólafssonar, Kh. 1832, gamalt skb., Alfinnur álfakóngur, Stofnunin e. Geir Kristjánsson, Tæmdur bikar e. Jökul Jakobsson og tugþúsundir annarra bóka í fræðum og fagurfræðum frá öllum tímabilum íslenzkrar prentsögu. í bóka- og reykelsisilmi að Vesturgötu 17, ríkir jákvæður andi þjóðmenningar og alþjóðlegrar sögu og menningar. Þar koma saman virðulegir prófessorar, blásaklausar skólameyjar af ýmsum þjóðemum, snar- borulegir háskólanemar, harðsvíraðir fjölmiðlamenn og konur, rænuskert og ofsótt ungskáld, menningarelítuviðurkenndir tízkuhöfundar, misvitrunarlegir stjómmálamenn og ráðherrar af ýmsu tagi. Þar prýða veggi myndir af Julie Christie, Davíð Oddssyni, Hindenburg, og Adolf Hitler, Birni Bjamasyni, Hedy Lamarr og Jósep Stalín, Doris Day, John Lennon, Friðrik Sophussyni og ótal öðrum gengnum og lífs. Við kaupum og seljum íslenzkar og erlendar bækur frá öllum tímum, heil bókasöfn og stakar bækur, fornmuni og eldri myndverk eftir íslenzka málara. Metum bækur og bókasöfn fyrir opin- berar stofnanir og einkaaðilja. Gefum út bóksöluskrár sem sendar eru til þeirra sem þess óska utan Reykjavíkursvæðis án endurgjalds. Vinsamlega hringið - skrifiö - eöa lítiö inn. Bókavarðan - Bækur á öllum aldri - Vesturgötu 17 S. 552 9720 um sitt heimili frá upphafi og vildi halda því áfram allt til enda. Stoltið var óbilandi og hún hélt sínum einstöku, andlegu kröftum fram á síðustu stund. Hún fylgdist með mér byrja að taka þátt í pólitíkinni með flokknum sem var svo stór hluti af lffi hennar, Alþýðu- flokknum. Studdi mig með ráðum og dáð, þó hún hefði sagt í hálfum hljóð- um: „Æ, ætlar þessi liður ekki að sleppa heldur við þessa bakteríu". Hún vissi betur en flestir aðrir hvað fylgir því starfi. Hún fylgdist iðulega betur með því sem var að gerast á þinginu en ég og spurði einatt frétta úr flokksstarf- inu með gamalkunnuga glóð í augun- um. Enda er hún einn sannasti jafnað- armaður sem uppi hefur verið og óþreytandi talsmaður réttlætis, jöfnuð- ar og mikilvægis fjölskyldunnar. Þegar maður kom á fartinni, fleygði sér upp í sófa og fannst heimurinn hvfla á herð- unum, hafði hún einstakt lag á að róa og sefa, gera manni grein fyrir því sem máli skiptir. Tengdi nútíð við fortíð þannig að baráttusaga þessarar þjóðar á öldinni sem nú er senn á enda, stóð manni ljóslifandi fyrir hugskotssjón- um. Fyrr en varði voru klukkutímarnir flognir og maður sofnaði á sófanum, endurnærður á sálinni. Betri sálfræðing mun ég aldrei fyrir hitta. Þó að amma hafi verið orðin þreytt, þá er alltaf sárt að kveðja. En ég hef engar áhyggjur, því ef tekið er á móti einhverjum í himnaríki með rauðum dregli, þá er það ömmu Sól. Við end- ann bíður afi Hannibal með opinn faðminn. Elsku amma, takk fyrir allt og allt. Þóra Arnórsdóttir. Haraldur t Böðvarsson hf. Aðalfundur Haraldar Böðvarssonar verður haldinn laugardaginn 24. maí 1997 kl. 11 í veitingasal félagsins á Bárugötu 8-10, Akranesi. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. . 2. Tillaga um aukningu hlutafjár með útgáfu jöfnunarhlutabréfa. 3. Tillaga um sameiningu Miðness hf. við félagið sámkvæmt samrunaáætlun stjórna félaganna. 4. Tillaga um breytingar á 3. gr. og 19. gr. samþykkta félagsins. 5. Önnurmál. Ársreikningar félagsins pg samrunaáætlun vegna sameiningar Miðness hf. við félagið liggja frammi á skrifstofu félagsins. Stjórnin. Steinullarverksmiðjan hf. Aðalfundarboð Aðaifundur Steinullarverksmiðjunnar hf. verður haldinn 30. maí 1997, kl. 16.00, á veitingastaðnum Króknum Sauðárkróki. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf, en skv. 16. gr. samþykkta félagsins, skal taka fyrir eftirtalin mál: 1. Skýrslu stjórnar félagsins um starfsemi þess sl. starfsár. 2. Efnahags- og rekstrarreikingar fyrir liðið reikningsár, ásamt skýrslu endurskoðenda, verða lögð fram til stað- festingar. 3. Tekin skal ákvörðun um hvernig fara skuli með hagnað eða tap félagsins á reikningsárinu. 4. Tekin skal ákvörðun um þóknun til Ftjórnarmanna og endurskoðenda. 5. Kjósa skal stjórn og varastjórn og tilnefna fulltrúa ríkis- ins. 6. Kjósa skal endurskoðanda. 7. Önnur mál, sem löglega eru upp borin. Dagskrá fundarins, árskreikningur og skýrsla andurskoðenda liggur frammi á skrifstofu félagsins viku fyrir aðalfund skv. 14. gr. samþykktar þess. Steinullarverksmiðjan hf.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.