Alþýðublaðið - 27.05.1997, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 27.05.1997, Blaðsíða 1
MÞBUBLMA Þriöjudagur 27. maí 1997 Stofnaö 1919 66. tölublað - 78. árgangur Saksóknari kærir mál til Hæstaréttar Sýslumaður vanhæfur - við að sækja mál vegna opinberra gjalda. Getur haft gríðarleg áhrif Hallvarður Einvarðsson, og hans fólk hjá embætti ríkissaksóknara, hefur kært til Hæstaréttar úrskurð Héraðsdóms Reykjaness í sérstöku máli. Sýslumaðurinn í Keflavík átti að sækja málið fyrir dómi, en ákærði í málinu taldi sýsmumann vanhæfan, ekki síst þar sem svo gæti farið að kalla yrði sýlsumann fyrir sem vitni. Sá sem er ákærður í málinu rak fyrirtæki á Suðurnesjum og greiddi því opinber gjöld tilíSyslumannsins í Keflvík, þar sem hann er innheimtu- maður ríkissjóðs á Suðurnesjum. Fyrirtækið er nú gjaldþrota og eru kröfur ríkissjóðs, vegna virðisauka- skatts á sjöundu milljón króna. Fyrir liggur að eigandi fyrirtækisins skil- aði virðisaukaskattsskýrslum tíl embættisins án þess að greiðslur fylgdu. Síðar tók hann að greiða í slumpum og sýlsumannsembættið ráðstafaði þeim peningum inn á skuldir fyrirtækisins. Einnig hafði embættið ráðstöfunarrétt yfir pening- um sem fengust við nauðungarsölu á eignum fyrirtækisins. Sá ákærði spyr hvort ekki hafi ver- ið eðlilegra að sýslumannsembættið hefði ráðstafað þeim peningum sem það fékk í hendur til greiðslu á vörslusköttum, það er til dæmis virð- isaukaskatti og staðgreiðslu, en alls annaðist sýslumaður innheuntu á um tuttugu gjöldum. Vegna þess hvernig sýslumaður ráðstafaði þeim peningum sem hann fékk í hendur gerir lögmaður eiganda fyrirtækisins ráð fyrir að sýslumaður verði jafnvel kallaður fyrir sem vitni í málinu. Því var gerð krafa um að sýslumaðurinn viki sæti sem sækj- andi í málinu. Sýslumaður reyndi að verja sæti sitt og hélt því fram að ekkert hafi komið fram sem gerir hann vanhæf- an. Dómarinn, Finnbogi Alexcanders- son, segir meðal annars i úrskurðin- um að telja verði að ekki fari saman að sami aðili sæki opinbert mál og verði eða kunni að verða vitni í mál- inu varðandi þau atvik sem málið er sprottið af. Finnbogi dómari úrskurð- aði um að sýslumaðurinn skuli víkja sæti í þessu máli. Verði Hæstiréttur sammála héraðs- dómaranum mun sú niðurstaða hafa mikil áhrif, þar sem til þessa hafa sýslumenn farið með saksóknaravald í slíkum málum og 1. júlí í sumar færist rannsókn og ákæruvald alfarið yfir á sýslumennina, þannig að þeir verða innheimtumenn, rannsóknar- aðilar og sækjendur í einu og sama málinu. Hæstiréttur kveður upp úrskurð innan fárra daga. Hlutverki Þjóðvaka er lokið, að dómi Svanfríðar Tjái mig ekki opinberlega segir Jóhanna Sigurðardóttir. Skilaboð kjósenda eru skýr, segir Svanfríður Jónasdóttir varaformað- ur Þjóðvaka. „Þeir vilja einn Jafnarmannaflokk, einn valkost. "Þessi ummæli mín standa, þetta er staðreynd og skoðun sem ég deili með kjósendum. Skilaboð þeirra eru skýr, þeir vilja einn jafnaðarmanna- flokk, einn valkost. Ég er því ein- göngu að staðfesta tiltekin veru- leika," segir Svanfríður Jónasdóttir varaformaður Þjóðvaka en hún sagði í útvarpsviðtali um helgina að hlut- verki Þjóðvaka í íslenskri flokkapóli- tík væri lokið að hennar mati. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir þingmaður Þjóðvaka talaði á sömu nótum í viðtali við Alþýðublaðið fyr- ir skömmu. „Þetta er mat okkar og kjósenda líka," sagði Ásta Ragnheið- ur í gær. En deilir þú þessari skoðun með formanninum? "Jóhanna er hluti af þessum sama veruleika og ég. Eg legg á það mikla áherslu að við erum hluti af hreyf- ingu jafhaðarmanna, um það snerist þetta og um það snýst þetta," segir Svanfríður. "Ég hef ekki ákveðið hvort ég tjái mig um þetta opinberlega, en geri ég það mun ég hafa samband," sagði Jó- hanna Sigurðardóttir þegar blaðið setti sig í samband við hana í gær. Fyrsta íslenska sögu- þingið Sigríður Matthíasdóttir sagnfræðingur og fram- kvæmdastjóri Islenska sögu- þingsins 1997, og Þórmundur Jónatansson blaðafulltrúi Þingsins hafa staðið í ströngu undanfarið ár við undirbúning en hugmyndin af þinginu fæddist fyrir tveimur árum síðan og var strax farið að leggja drögin. Skipulegur undirbúningur hófst svo fyrir árí síðan og hafa fjórir starfs- menn unnið að því ásamt stjórn þingsins. Sjá bls. 5 mwmhuii - HILMAR ¦ Aðgerðir ríkisstjórn- arinnar í almanna- tryggingakerfinu Skiljið og græðið Eftir að kjarasamningar voru undir- ritaðir voru gerðar breytingar á al- mannatryggingunum. „Þessar breyt- ingar leiða af sér bæði sundrung og skilnaði, þær eru aðför að fjölskyld- unum," sagði Ásta Ragnheiður J6- hannesdóttir alþingismaður um breyt- ingarnar. "Bilið milli þeirra sem annars veg- ar búa einir og hins vegar milli hjóna og þeirra sem búa með öðrum mun aukast mjög mikið. Þegar breyting- arnar verða komnar til framkvæmda munu þeir ellilífeyrisþegar, sem eru með fullar bætur, hagnast á sjötta hundrað þúsund krónur á ári, við það að skilja. Ástæðan er sú að það er ver- ið að reyna að minnka jaðarskatta á lífeyrisþega. Stjórnvöldum ferst það svo óhöndulega að fjölskyldufólk fer illa út úr þessu. Þeir eru að Ieggja nið- ur hlunnindi, svo sem niðurfellingu á afnotagjaldi Ríkisútvarpsins og fasta- gjaldið á símanum, sem lífeyrisþegar þurfa nú að fara borga. Á móti kemur 20 prósent afsláttur af útvarpinu. Til að bæta þeim aukin útgjóld hækka þeir bótaflokk, sem þeir fá sem búa einir, en þeir sem eru í sambúð eða hjónabandi njóta ekki, sá hópur fær bara útgjöldin. Bilið mun aukast.við þetta." Fólk sem er í sambúð fær ekki heimilisuppbót eða sérstaka heimilis- uppbót, en það eru þær bætur sem hækka með þeim afleiðingum að mis- munurinn eykst eins og Ásta Ragn- heiður nefnir. Þegar breytingarnar verða komnar til framkvæmda að fullu, í janúar 1999, munu hjón sem eru með fullar bætur hagnast um 517.488 krónur á ári, við það að skilja. Það er fleira sem breytist. Til þessa hefur það verið þannig að þeir lífeyr- isþegar sem eru verst settir hafa feng- ið niðurfellingu á afnotagjaldi útvarps og sjónvarps, en eftir breytingarnar heyrir það sögunni til. Nú fá allir 20 prósent afslátt, þeir sem áður þurftu ekki að borga vegna bágrar stöðu þurfa nú að borga 80 prósent af gjald- inu og þeir sem hafa úr nógu að spila fá nú 20 prósent afslátt sem þeir ekki höfðu áður. En hvað veldur að menn gera hluti semþessa? "Þeir sem eru við stjórnvölinn átta sig ekki á hvemig kerfið virkar, það er jú flókið." The Art of Entertainment DEH 435/útvarp 09 gelslaspilari • 4x35w magnarl • RDS • Stafrænt útvarp «18 stöðva mlnnl • BSM • Loudness • Framhllð er hœgt að taka úr tækinu • Aðskilin bassl/dlskant • RCA útgangur • Klukka ¦S^tmCr) PIOÍMEER ^l^* The Art of Entertainment Kffl 1500/útvar p og segulbandstæki • 4x22w magnari • Stafrænt útvarp • 24 stöðva mlnnt • BSM • Loudness • Framhlið er hœgt að taka úr tækinu • Aðskilin bassi/diskant B R Æ Ð U N I R KBI 2600/útvam og segulbandstækí • 4x35w magnarl • Stafrœnt útvarp «18 stöðva minni • RDS • BSM • Loudness • Framhlið er hœgt að taka úr tœkinu • Aðskllin bassl/dlskant • RCA útgangur • Klukka Umboasmenn um land atlt Reyk|nvlk: Byggt og Búio Vesturland: Málningarþjónustan, Akranesi. Kt. Borgfiroinga, Borgarnesi.Blómsturvellir. Hellissandi. GuOni Hallgrlmsson, GrundartirOi. ÁsubúO.BÚðardal VestflrSl^öireGyrarbúoin, Patroks'firoi Rafvérk, Bolungarvík StrtíjmuMsafiroi Norðurland: Kf. V-Hun., Hvammstanga. Kf. Húnvetninga, Blðnduósi. Verslunin Hegri, Sauflárkróki. Hljómver, Akureyri. Kf. Þlngeyinga, Húsavlk. Austurland: Kf. Héraflsbúa, Egiisstflflum. Verslunln Vlk, Neskaupstafl Suðurland: Arvirkinn Selfossi Rás, Þorlákshðfn. Brimnes.Vestmannaeyjum. Reykjanes: Ljósboginn.Keflavík. Rafborg, Grindavlk. ^^^^^^^^^^^^^^^

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.